Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990. 3 Fréttir ísland verður síðast EFTA-landa Finnar og Svisslendingar fá tvær Aktu eins oq þú vilt að aorir aki! Okum eins OG MENN! Ill JOFUR Mat breska tímaritsins The Economist: ísland eitt eftir í EFTA um aldamótin í grein í breska tímaritinu The Economist um hugsanlega stækkun Evrópubandalagsins eru taldar mjög litlar líkur á aö ísland gangi í Evr- ópuhandalagið fyrir aldamót. Hins vegar er talið mun líklegra að öll önnur aðildarríki EFTA verði komin í Evrópubandalagið fyrir aldamót. Ef þetta er rétt mat er EFTA dauða- dæmt. Eftir tíu ár stæðu íslendingar, Tyrkir, Pólverjar og Kýpurbúar einir Evrópuþjóða utan Evrópubandalags- ins, ásamt þeim löndum Austur- Evrópu sem skemmst eru komin í markaðsvæðingu. Evrópubandalagið stækkar í grein The Economist segir að fylgi við inntöku nýrra þjóða í Evrópu- bandalagið vaxi fljótt innan banda- lagsins. Margt bendir til að hug- myndir Jacques Delors, formanns framkvæmdastjómar Evrópubanda- lagsins, um tólf þjóða Evrópubanda- lag með EFTA-ríkin og Austur- Evrópu sem eins konar fylgihnetti, standi faUandi fæti innan bandalags- ins. Tímaritið telur upp sex fram- kvæmdastjómarmenn sem séu fylgj- andi stækkun bandalagsins en nefnir aðeins Delors og Frans Andriessen, þann er sótti íslendinga heim fyrir skömmu, sem fylgismenn þess að halda í hugmyndina um tólf þjóða bandalag. Delors hefur haldið á lofti hug- myndinni um evrópskt efnahags- svæði, ESS, þar sem EFTA-löndin og Austur-Evrópu gengju að lögum og reglum Evrópubandlagsins um sam- eiginlegan markað 1992. í framtíð- inni myndi bandalagið síðan ráðfæra sig við þessar þjóðir um riý lög eða breytingar á þeim gömlu. Þetta felur ekki í sér að EFTA gæti haft nein bein áhrif á þróun mála á sameigin- lega evrópska efnahagssvæðinu. Þetta er því í raun lítt girnilegur kostur fyrir EFTA-löndin. Fylgi við beina aðild þeirra hefur því vaxið mjög innan EFTA-landana. Austurríki, Noregur og Svíþjóð á leið inn The Economist metur möguleika einstakra landa á aðild að Evrópu- bandalaginu fyrir aldmót. Tímaritið gefur hverju landi fyrir sig stjömur þar sem fjórar stjörnur tákna að mjög miklar líkur séu á aðild fyrir aldmót en ein stjama táknar að lík- umar séu mjög litlar. Austurríki fær íjórar stjörnur enda stendur ekkert í vegi fyrir inngöngu þess nema sú afstaða Evrópubanda- lagsins að taka ekki upp formlegar viðræður við einstakar þjóðir fyrr en 1993. Þessi afstaða er hins vegar' á fallandi fæti innan bandalagsins eins og áður sagði. Noregur og Svíþjóð fá þrjár stjöm- ur. Norskir stjórnmálaflokkar eru að snúast á sveif með umsókn um aðild og þegar Verkamannaflokkur- inn hefur tekið þá afstöðu er fátt í veginum. Líklegt er að Svíar sæki formlega um eftir næstu kosningar 1991. Það er helst hlutleysi Svíanna sem mun þvælast fyrir inngöngu þeirra. stjörnur hjá The Economist. Talið er hklegt að Finnar fylgi fast á hæla Svía inn í bandalagið. Það sem stend- ur í vegi fyrir inngöngu Svisslend- inga er fyrst og fremst löng hefð fyr- ir algjöru hlutleysi þeirra og sérstök lýðræðishefð þeirra. ísland fær fæstar stjömur EFTA- landa eða eina. Það er fyrst og fremst sú staðreynd að enginn íslenskur stjómmálaflokkur er fylgjandi aðild og ekki einu sinni umsókn um aðild sem Uggur á bak við þetta mat. The Economist segir að fátt annað standi í veginum nema smæð þjóðarinnar og verndarstefna gagnvart íslensk- um sjávarútvegi. Miðað við þetta mat The Economist á líkum á inngöngu einstakra EFTA- ríkja í Evrópubandalagið bendir margt til þess að EFTA muni leysast upp innan fárra ára. Auk EFTA- landana telur tímaritið að líklegt sé að Tékkóslavakía, Ungverjaland og Malta muni ganga í bandalagið fyrir aldamót. Þá væm fáar Evrópuþjóðir með markaðsbúskap utan banda- lagsins eða aðeins Kýpur, Póland og Tyrkland, auk íslendinga. Islandsmót í atskák - teflt á þrem stöðum íslandsmótið 1 atskák 1990 verður haldið um næstu helgi. Ákveðið hefur verið nýtt fyrir- komulag á mótinu og veröur það haldið í tveimur þrepum, undanrásir nú 18.-19. águst og úrsUtakeppni seinna á árinu. Teflt verður í Reykjavík, á Akureyri og ísafirði, 9. umferð- ir eftir Monradkerfi. Mótið hefst kl. 10 laugardag- inn 18. ágúst og verða þá tefldar 5. umferðír. 4. umferðir verða tefldar á sunnudag. í Reykjavík verður teflt í Faxafeni 12. Mótin era öUum opin. 9 skákmenn vinna sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni, 7 úr mótinu i Reykjavík en einn úr hvoru hinna. “ -smj -gse Cherokee Laredo Búnaður m.a.: 6 cyl 4,0 lítra vél með beinni innspýtingu, 177 hö, 4 þrepa sjálfskipting með Selec-Trac.milfikassa, læst mismunadrif að aftan (Trac-Loc), rafdrifnar rúður, samlæsing á öllum hurðum og afturhlera með fjarstýr- ingu, vökvastýri, litað gler, Heavy Duty fjaðrir og gas- demparar, 76 lítra tankur, mælaborð með öllum mælum þ.m.t. snúningshraðamælir, digital klukka, 4 hátalarar og rafmagnsloftnet, varahjól í fullri stærð, þakgrind. Verð kr. 2.370. Cherokee Laredo Búnaður allur sá sami og í Laredo. Að auki stokkur í lofti með áttavita og hitamæh. .2. ir og Cherokee Laredo Turbo Diesel Búnaður allur sá sami og í Laredo nema að bíllinn er með 5 gíra Overdrive beinskiptingu, Command Trac milli- kassa og álfelgum. .2. Cherokee Limited Búnaður allur sá sami og í Laredo. Auk þess eru í Limited rafstilltir stólar (framsæti), leóurklæðning, Jensen hátalarakerfi, veltístýri, loftkæling, rafstilltir úti- .speglar, stokkur í Iofti með útihitamæli og áttavita, rúllu- gardína yfir farangursými o.fl. Verð kr. 2.890.000 ■ Jecp Cherokee er búinn $ í mengunarvarnarbúnaði af fullkomnustu gerð. ' i.. ’ . ■ ú; ; . ' .■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.