Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990.
Fréttir
Rafn H. Steindórsson fer fram á 20 milljónir króna í skaðabætur vegna vinnuslyss:
Er með stórskemmd
lungu eftir slysið
„Það er ljóst að ég get lítið sem
ekkert unnið enda eru lungun stór-
skemmd eftir slysið. Ég hef verið
úrskurðaður 75% öryrki og lítið get-
að unnið síðan 1981,“ sagði Rafn H.
Steindórsson í samtali við DV.
Rafn hefur ákveðið að höfða mál
gegn Hampiðjunni hf. og krefst hann
hárra skaðabóta og miskabóta af fyr-
irtækinu og lætur nærri að bóta-
krafan sé upp á 20 milljónir króna.
Rafn hefur fengið gjafsóknarheimild
frá dómsmálaráöuneytinu sem þýðir
að hann þarf ekki að greiða máls-
kostnað þó hann tapi málinu.
Örorku sína rekur Rafn til atviks
sem átti sér stað í Hampiðjunni 2.
nóvember 1981 þegar hann varð fyrir
alvarlegu vinnuslysi þar. Kviknaði
þá í blýpotti sem hann vann við. Við
að slökkva eldinn varð Rafn fyrir
reykeitrun og hugsanlegri blýeitrun.
Eftir slysið leitaði Rafn til Slysa-
deildar Borgarspítalans og var síðan
frá vinnu í nokkurn tíma. Hann hóf
hins vegar vinnu aftur í Hampiðj-
unni og vann þar til 1983 en síðan
hefur hann unnið með höppum og
glöppum annars staðar.
Síöustu ár hefur Rafn verið í með-
ferð hjá ýmsum læknum ög er hann
meðhöndlaöur sem slæmt asma-til-
felli og eins og áður sagði þá getur
hann lítið sem ekkert sinnt vinnu.
„Maður er að sjálfsögöu dálítiö
beiskur yfir þessu öllu enda er aga-
legt að missa heilsuna innan við þrít-
ugt. Ég lít á þetta sem prófmál og það
hlýtur að hafa áhrif á það hvernig
fyrirtæki geta komið fram við starfs-
menn sína,“ sagði Rafn og gætti aug-
ljósrar beiskju í rödd hans.
Slysið ekki tilkynnt
Gert er ráð fyrir að málið verði
tekið til meðferðar hjá Borgardómi í
september.
Éins og áður segir er bótakrafan
há enda telur Rafn að rekja megi
orsakir slyssins til atriða og atvika
sem Hampiðjan beri ábyrgð á. Er í
því sambandi vísað til vanbúnaðar
og galla varðandi vélar og tæki,
skorts á öryggi, öryggisbúnaði og
hollustuvemd. Segir í stefnu Jóns
Oddssonar, lögmanns Rafns, að rekja
megi orsakir slyssins til mistaka við
verkstjórn og eftirlit, auk þess sem
Hampiðjan hafi áður fengið tækifæri
til þess að gera úrbætur á þvi hættu-
ástandi sem ríkti á vinnustaðnum.
Þá vekur athygli að ekki var greint
frá slysinu til lögreglunnar eða
slökkviliðsins þegar það átti sér stað
og ætti það að auka möguleika Rafns
í málinu enda ekki hægt að láta hann
gjalda þess að ekki var eðlilega stað-
ið að skýrslugerð. Tilkynning um
vinnuslys var ekki send til Trygg-
ingastofnunar rikisins fyrr en 30.
mars 1987 eða tæplega sex áram eftir
að það átti sér stað. Segir í stefnu
lögmanns Rafns að með því hafi eðli-
leg rannsókn verið útilokuð.
Læknum ber ekki saman
Þó að Rafn sé ekki í vafa um að
veikindi hans megi rekja til slyssins
þá eru læknar.ekki eins ákveðnir í
niðurstöðum sínum. Vilhjálmur
Rafnsson, yfirlæknir hjá Vinnueftir-
litinu, virðist nokkuð ákveðinn í
sinni niðurstöðu og telur að Rafn
hafi oröið fyrir mengun þegar slysið
átti sér staö. Vill Vilhjálmur rekja
veikindi og sjúkdóm Rafns beint til
slyssins. Þess ber þó að geta að
Vinnueftirlitið hefur ekki gert at-
hugasemdir við vinnuaðstöðuna,
hvorki fyrir né eftir slysið.
Aðrir læknar, sem hafa skoðað og
annast Rafn, eru ekki eins vissir í
sinni niðurstöðu en draga þó örorku
Rafns ekki í efa.
Prófmál
í DV hefur áður komið fram að
tíðni vinnuslysa er há hér á landi.
Það verður því að mörgu leyti for-
vitnilegt að fylgjast með framvindu
þessa máls sem ætti ekki síst að
verða lexía í því hvernig eigi að
standa að málum þegar eitthvað
bregður út af á vinnustað. Einnig
ætti það að geta svarað ýmsum
spurningum varðandi ábyrgð fyrir-
tækja á velferð starfsmanna sinna.
Það er Haraldur Blöndal hæstarétt-
arlögmaður sem fer með málið fyrir
hönd tryggingafélags Hampiðjunnar
hf. Er vörnin meðal annars byggð á
því að Rafn -hafi sjálfur ekki staðið
rétt að málum þegar kviknaði í og
eldurinn meðal annars brotist út
vegna vannrækslu hans. Þá mun
vörnin einnig byggjast á því að draga
í efa aö slysið hafi í raun valdið ör-
orku 1131118.
-SMJ
Ekki amast við f ornleif afræðingum
Guðmundur Valgeirsson á Bæ í
Árneshreppi á Ströndum hafði sam-
band við DV og vildi fá aö bera til
baka frétt Regínu Thorarensen:
„Frétt Regínu Thorarensen síðastlið-
inn þriðjudag um brottrekstur rann-
sóknarmanna frá fomleifum við Bæ
eru tilhæfulaus ósannindi. Fyrir
fréttinni er ekki minnsti flugufótur.
Þesir menn hafa verið að störfum
sínum í friði af okkar hendi og með
öllu óáreittir. Við höfum átt góð sam-
skipti við þá. Það er ekki af okkar
hálfu að leyfið var afturkallað. Vilji
einhverjir amast við þeim verða þeir
að gera það í eigin nafni en ekki okk-
ar Bæjarmanna."
>
f
rc-f
'í'fl
Rafn H. Steindórsson fyrir utan verksmiðju Hampiðjunnar en hann hefur
höfðað mál gegn fyrirtækinu vegna örorku sem hann telur sig hafa orðið
fyrir þar. Krefst lögmaður hans um 20 milijóna króna í skaðabætur.
DV-mynd JAK
Stöð tvö og Sýn
Dagfari greindi frá því á dögun-
um að eitt blómlegasta og eftir-
sóknarverðasta fyrirtækið á mark-
aönum um þessar mundir væri
sjónvarpsstöðin Sýn. Þessi sjón-
varpsstöö hefur gengið kaupum og
sölum frá einum aðilanum til ann-
ars og oftast nær á milli sömu að-
ila. Stöð tvö er til dæmis búin að
kaupa Sýn tvisvar og menn hafa
bókstaflega staðið í biðröðum eftir
að gerast hluthafar í sjónvarps-
stöðinni. Fer ekki á milli mála að
Sýn hefur haft umtalsverð áhrif á
viðskiptalífið og ennþá meiri áhrif
á sjónvarpsrekstur í landinu og þá
ekki síst fyrir þá staðreynd að sjón-
varpsstöðin hefur aldrei farið í loft-
ið. Sýningar eru engar, dagskrá
ekki til og nú er nýlega búið að
segja upp flestu starfsfólkinu, sem
eykur mjög hagnýtingu og arðsemi
fyrirtækisins og gerir það álitlegra
til kaups. Sjónvarpsstöð án sjón-
varpsútsendinga er pottþéttur bis-
ness.
Nú brá hins vegar svo við í síð-
ustu viku að Stöö tvö, sem nýlega
var búin að kaupa meirihluta í Sýn
til að koma í veg fyrir að Sýn sendi
út, ákvaö að draga til baka tilboð
sitt í Sýn. Stöð tvö vill sem sagt
kaupa Sýn og eiga Sýn en vill ekki
borga fyrir Sýn. Sýnarmenn eru
að sönnu ósáttir við þessa nýju
kúvendingu, enda búnir að selja
Stöð tvö Sýn tvisvar sinnum og
héldu satt að segja að þeirra fram-
lag til sjónvarpsreksturs á íslandi
væri þar með úr sögunni.
Það var auðvitað höfðinglega og
rausnarlega gert hjá stofnendum
Sýnar að leggja peningana sína í
nýja sjónvarpsstöð til þess eins að
selja hana samkeppnisaðilanum.
Meira að segja tvisvar. Það var
ekki að ófyrirsynju að þeir stæðu
í þeirri meiningu að Stöö tvö væri
þeim ævinlega þakklát fyrir hugul-
semina. Hér var komið óviðjafnan-
legt og einstakt tækifæri fyrir Stöð
tvö að eiga sjónvarpsstöð í sam-
keppni við Stöð tvö, án þess að
nokkurn tímann þyrfti að opna fyr-
ir sjónvarpsstöðvar. Það er líka
snilldarbragð hjá Sýnarmönnum
að verða sér úti um sjónvarpsleyfi
og stofna sjónvarpsfélag til þess
eins að selja það til þeirra sem
keppa átti við. Þetta eru allt bis-
nessmenn báðum megin borðsins
sem eru ofsalega sniðugir.
En ef Sýnarmenn eru sniðugir
þá eru þeir á Stöð tvö ennþá snið-
ugri. Nú eru þeir sem sé búnir að
kaupa tvisvar og rifta tvisvar og
allt útlit er fyrir því að Sýnarmenn-
irnir, sem upphaflega stofnuðu
Sýn, sitji uppi með Sýn án þess að
vilja það. Þeir hafa átt fyrirtækið
án þess að geta það og borgað án
þess að mega það og nú hefur Stöð
tvö keypt fyrirtækið án þess aö eiga
það.
Hvað verður um veslings Sýn
þegar enginn vill, getur eða hefur
áhuga á að eiga það? Sýnarmenn
vilja selja en geta það ekki. Stöð tvö
vill eiga það án þess að kaupa það.
Allar líkur eru sem sagt á því að
enginn hafi efni á að selja fyrirtæk-
ið né heldur kaupa það og þaðan
af síður að eiga það. í stað þess að
ailir vildu leggja fé í Sýn og nýja
sjónvarpsstöð, eru þessir sömu
menn komnir á harðahlaup til að
losna við að eiga hana! Hvað hefur
breyst? Ekki hafa útsendingarnar
sligað stöðina. Ekki hefur sam-
keppnin drepið fyrirtækið. Ekki
hefur verið skortur á hlutafé. Síð-
ast þegar fréttist var hlutaféð kom-
ið í hundrað og áttatíu milljónir og
bauð nokkur betur?
Blómlegasta fyrirtæki landsins
er nú á hrakhólum með eigendur
og allt bendir til þess að fyrri eig-
endur fari í mál við núverandi eig-
endur til að fá það staðfest með
dómi að núverandi eigendur eigi
Sýn en ekki fyrrverandi eigendur.
Núverandi eigendur fara væntan-
lega líka í mál gegn fyrrverandi
eigendum til að koma í veg fyrir
að fyrrverandi eigendur geti haldið
því fram að núverandi eigendur
eigi fyrirtækið. Næst má allt eins
búast við að eigendur fari í mál við
sjálfa sig til að fá það á hreint hvort
þeir eigi Sýn eða einhverjir aðrir.
Ekki til að eignast Sýn heldur til
að forðast aö eiga Sýn.
Áður en yfir lýkur verður þessi
Sýnarstöð eitt merkilegasta fyrir-
tæki landsins fyrir það eitt að það
hefur aldrei hafið starfsemi og eng-
inn vill eiga það. Það er sannarlega
vel af sér vikið þegar það er haft í
huga að það var aldrei ætlunin að
reka það eða eiga það, heldur bara
að selja það. Vandinn er sá að nú
vill enginn kaupa það.
Dagfari