Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990. Fréttir Sandkom dv Neyðarástand á heimilum sjúkra gamalmenna vegna lokana á spítulum: Fólk innilokað svef n- laust vikum saman - mikiðálagáheimahjúkrunina „Við finnum mun meira fyrir þessu vandræðaástandi núna en í fyrra. Fólk er veikara heima og fleiri eru útskrifaðir af sjúkrahúsum. í sumar erum við með marga sjúkl- inga sem yfirleitt hafa getað farið í hvíldarinnlögn í fjórar vikur á sex vikna fresti, til að hvíla aðstandend- ur og heimihn. Það hafa þeir ekki getað í sumar vegna lokana á spít- ulunum. Aðstandendur eru því með þetta fólk heima alit sumarið og á endanum getur fariö svo að við stöndum uppi með tvo sjúklinga í stað eins,“ sagði hjúkrunarfræðing- ur hjá heimahjúkrun Heilsuvemdar- stöðvarinnar í samtali við DV. í fréttatilkynningu sem félagsráð- gjafar í öldmnarþjónustu og á sjúkrahúsum hafa sent frá sér segir að neyðarástand ríki á heimilum sjúkra aldraðra vegna lokunar á deildum sjúkrahúsa. Þar segir meðal annars: „Góð heilsugæsla á íslandi er rómuð og þykir það skjóta nokkuð skökku við þegar veikir aldraðir ein- staklingar eru sendir heim af sjúkra- húsum vegna lokunar á deildum þeirra... Sumir þessara einstakl- inga þurfa á mikilli umönnun og eft- irliti að halda alla daga og hefur heimkoma þeirra valdið neyðar- ástandi á mörgum heimilum í Reykjavík í sumar... Sumar lokanir sjúkrastofnana valda tugum og jafn- vel hundruðum einstaklinga ómæld- um erfiðleikum og eru bókstaflega niðurlægjandi fyrir þá sem hér eiga í hlut. Þessir aðilar eiga rétt á að vita til hvers er unnið.“ Að lokum er spurt: „Hver er raunverulegur spamaður í heilbrigðisþjónustunni með lokunum deilda á sjúkrahúsum í sumar?“ Hafa ekki undan Mikiö álag er á heimahjúkrunina meðan lokun sjúkrarúma fyrir aldr- aða stendur yfir. Við heimahjúkrun starfa um 60 hjúkrunarfræðingar, sumir í hálfu starfi. Meðan ástandið er jafnslæmt og nú hefur verið fjölg- að á kvöldvakt en engu að síður hef- ur starfsfólk heimahjúkrunar vart undan. 150 heimila er vitjað hvern dag, margra tvisvar og þrisvar á dag. „Við höfum vart undan þar sem heimahjúkrunin er ekki í stakk búin að mæta þessari miklu þörf á hjúkr- un sem skapast við lokanirnar. Manni finnst maður eiginlega ekki vinna markvisst og ekki leysa nein vandamál þegar ástandið er svona. Það er oft spurning hvort ódýrara sé fyrir heilbrigðiskerfið að hafa fólk heima en inni á spítala," segir hjúkr- unarfræðingurinn. í samtalinu kom fram dæmi um heimili þar sem eiginkona væri heima með sjúkan eiginmann sinn. Kæmist hún ekkert út og væri lokuð inni mestan part sumarsins. Sjúkl- ingurinn gæti verið erfiður og óró- legur og því ekki mikið um svefn á næturnar. „Fólk er því innilokað og svefnlaust langtímum saman og það heldur enginn út.“ í slíkum tilfellum hefðu hvíldarinnlagnir reynst vel en þegar deildunum væri lokað í marga mánuði vissi fólk hreinlega ekki hvert og hvernig það ætti að snúa sér. „Þetta er mjög krefjandi starf fyrir okkur og heimilisfólkið. Fólk veit ekki hvernig það er fyrr en það próf- ar það. Við aðstæður sem þessar er ekki laust við að góð ímynd heilsu- gæslu á íslandi fái á sig blett. “ -hlh Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra: Reynum að koma í veg fyrir lokanir næsta ár „Við höfum sótt þaö fast í þeirri fjárlagagerð sem nú stendur fyrir dyrum að reynt verði að búa svo um hnútana að ekki þurfi að koma til lokana sjúkrastofnana á næsta ári. Það varðar sérstaklega þjónustu við aldraða og þau svið þar sem biðlistar eru lengstir, eins og til dæmis í bækl- unararðgerðir. Það er erfitt að meta álag á heimili og heimahjúkrun í peningum en ég er vissulega sam- mála því að neyðarástand ríkir í þessum efnum. Stjórnvöld verða að bregðast við svo við stöndum ekki frammi fyrir þessu á næsta sumri,“ sagði Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra vegna fréttatilkynn- ingarinnar um neyðarástand á heim- ilum sjúkra aldraðra. „Málið er ekki nýtt og þetta er því miður það sem við höfum þurft að búa við á hverju sumri undanfarin ár. Þetta ástand stafar ekki alltaf af peningaskorti þó vissulega hafi verið hert að, sérstaklega í sumar og í fyrra. Áður hafa menn búið við þetta ástand þar sem ekki hefur verið starfslið til að manna þessar deildir að fullu. Það er ekki líklegt að verði nein stökkbreyting á því og shkt ástand gæti því miður orðið viðvar- andi. Uppbygging á öldrunarþjón- ustunni er í gangi þó starfinu miði alltof hægt. Það er síðan spuming hvort þýði að leysa vandann með því að byggja meira ef við getum ekki rekið þær stofnanimar vegna mann- ekluogsparnaðaraðgerða." -hlh Þessir strákar úr Kópavoginum biða hér i ofvæni við göngubrú niðri í Foss- voginum en það sem vakið hefur athygli þeirra er býflugnabú þarna undir graskantinum við brúna. Vegfarendur á ferð þarna hafa stundum orðið að taka til fótanna þegar flugnasveimur hefur ráðist að þeim en menn virðast ekki á eitt sáttir um hvort flugurnar séu hættulegar. DV-mynd JAK Hin hliðin á slagsmálunum í Breiðholtinu: Vagnstjórinn kýldi fyrst - segjaunglingamirsemstóðuíátökunum „Þaö er búið aö stimpla alla ungl- inga í Breiðholtinu sem skríl og þessi saga strætóbílstjórans eykur enn á fordómana. Sagan, sem hann hefur sagt af því sem gerðist á laugardags- kvöldið, er líka röng og við viljum leiðrétta hana,“ sagði einn ungling- urinn, sem sakaður er um aðild að slagsmálunum við bílstjórann, í sam- tali við DV. „Sannleikurinn er sá aö hann átti upptökin að öllum látunum og þetta heíði aldrei orðið að þessu hitamáh ef hann hefði ekki byijað með æsing og neitað okkur um far niður í bæ þótt við værum öh róleg og áreittum hann ekki að fyrra bragði.“ Unglingurinn, sem ekki viU láta nafn síns getið, lýsir aðdraganda málsins svo að hann ásamt nokkuð stórum hóp unghnga hafi verið að koma af Rykkrokktónleikunum og ætlaö niður i bæ með síðustu ferð leiðar 12. „Vagninn var rétt lagður af stað frá stoppistöðinni þegar við komum að og báðum um far. Ég sá ekki að krakkar hlypu fyrir vagninn og hindruðu hann í að komast áfram eins og hann hefur sagt. Það getur þó hafa gerst en þegar við komum þá opnaði hann hurðina. Við fórum þrír fyrstir upp í tröpp- umar á vagninum og spurðum hvort hann færi ekki niður í bæ. Á eftir okkur kom stelpa. Vagnstjórinn sagðist ekki fara nema niður á Kirkjusand og sagði okkur að koma okkur út. Ég spurði hvort viö mættum ekki sitja í þangað en hann neitaði. Því næst stóð hann upp, hreytti fúkyrð- um í strákinn við hliðin á mér og hrinti honum niður tröppurnar og ofan á stelpuna sem stóð fyrir aftan hann svo hún hrasaði út líka. Þegar hún kom upp í vagninn aftur þá kýldi vagnstjórinn hana í andlitið þannig að hún datt út úr vagninum. Því næst greip hann mig haustaki. Ég er með áverka á hálsi eftir kröftuglegt haustak. Þegar svona var komið varð allt auðvitaö vitlaust en áöur en hann byrjaði hafði enginn hreyft sig. Tveir af félögum mínum réðust á hann til að losa mig úr hálstakinu og það er rétt að þá börðu við á honum en að- eins til aö losa mig. Það er út í hött að hann hafi verið í lífshættu. Það var enginn áberandi drykkja á þessum krökkum. Ég vissi að tveir sem vora fyrir utan voru drukknir og einnig félagi minn sem stóð við hliðina á mér en hann hreyfði sig ekkert og sagði ekkert. Stelpan, sem fékk höggiö í andlitið, haföi ekkert drukkið. Þarna vora engin skrílslæti og ekkert hefði gerst ef hann hefði ekki byrjað með ofstopa. Vagnstjórinn hefur sagt að einn af árásarmönnunum hafi ekki fengið vinnu hjá honum og viljað hefna sín. Þetta er fráleit hugmynd. Það stóð aö vísu til í vor að þessi unglingur færi að vinna fyrir hann en ekkert varð úr og hann fékk aðra vinnu. Hann átti nákvæmlega ekkert sökótt við manninn. Við ætluðum bara aö taka strætó niður í bæ. Ég trúi ekki öðra en lögreglan taki okkar sögu til greina enda eru vitni að því að vagstjórinn byijaöi. Hann hrinti stráknum út, kýldi stelpuna, og tók mig hálstaki." -GK Guttormur kærir Guttonnur Einarsson, seni or hcmr þekkt- ursemGurt- J* "'t •» ormuri Ö^ÉIlÉ, Ámunnicða jaftivelBrugg- . I’iÍTWT M raundur, varð sár yfir Sandkomi sem birtist snemma í síðasta mánuði. Þar var fjallað um hringlanda með starfsötil Guttorms í stjómarráðinu, magnaða launabaráttu hans og kostulegar hugmyndiríatvinnumálum. Gutt- ormur taldi þessa umfjöllun kasta rýrö á sigogstörf sín fyrir stjómar- ráðið. Hann lagði því inn kæru til ríkissaksóknara og vildi fá Sand- komsritara dæmdan fyrir brot á 108. grein hegningarlaga, sem fjallar um móðganir og skammir við opinbera starfsmenn. Rikissaksóknari taldi hins vegar Sandkornið írá fyrra mán- uði ekki þess eðlis að til rannsóknar eða raálshöfðunar gæti komið af hálfu ákæruvaldsins. Stefán þarf rökstuðníng Þettaeríannað sinnáskömm- umtimasem ríkissaksókn ari neitar stjórnmála- mannium rannsókn.Stel- án Valgeirsson, þingflokkur í Norðurlandi eystra, fékk þannig neitun við beiðni sinni um rannsókn á sjálfum sér. Stefán vildi fá úr þvi skorið hvort hann hefði í störfum sínum í stjórnum ýmissa Sjóöa brotíö lög eða reglugerðir. Rík- issaksóknari svaraði þessari beiöni á þann hátt að tíl þess að þessi rann- sókn færi fram þyrftí að koma tU kæra eða að minnsta kosti rökstudd- ur grunur um refsiverða háttsemi. Ef Stefán viU fá rannsókn þarf hann þvi annaðhvort aö kæra sjálfan sig fyrir refsivert brot eða að koma með rökstuddan grun um að hann hafi brotiö af sér. Þangað til verður hann að velkjast áfram í vafa um hvort hann hafi brotið lög eða ekki. Gamlir smákóngar Þaðgeturfarið svoaðalliraf ; eldriþing- monnuinSjnlf- stæðistlokksíns fariframí n.vMukosning- um. Þannig mun Matthías Bjamason víst ætía að bj óða sig fram þar sem Þorvaldur Garðar Kristjánsson vUl ekki draga sig í hlé. Áður hötðu þeir báðir fallist á að hætta og rýma fyrír nýjum mönnum. Mikið fylgi flokksins í skoðanakönnunum styrkir líka eldri þingmennina sem með vissu hug- myndaflugi geta þakkað sér einhvern hluta af fylgisaukningunni. Það getur því farið svo að Þorsteiim Pálsson sifiiuppi meðlítið breyttan þingflokk eftír kosningar en þessí þingflokkur hefur verið samansafh smákónga sem ekki hafa vUjaðbeygja sig undir ungaformanninn. Afsökun til lyfsala ISandkorni isneromáíþesS- um mánuöi var Ijallaðmn hversuofarlega Ivfsalarværuá skattkónga- skrámálslandi og höfö í frammi sú hótfyndni að lík- ast til þekktist það hvergi i heiminum nema ef vera skyldi í Kólumbíu, en sem kunnugt er hafa kókaínbarónar þar miklar tekjur. Þetta hefúr verið misskilið og Sandkornsritara er því ljúft og skylt að biðja þá afsökunar sem telja að ómaklega hafi verið veg- iö að viröingu sinni. Það var aUs ekki ætlunin að einhver ætti að skiija þetta svo að lyfsalar á íslandi stun- duðu sambærilega iðju og kókaín- barónar Kólumbíu. Skýring á mikl- um tekjum lyisala á íslandi sam- kvæmt skattskrám Uggur fyrst og fremst í því að lyfsöluleyfi eru per- sónubundin og álagðir skattar lyfcal- anna eru þvi í raun skattar á fyrir- tæki þeirra. Umsjón: Gunnar Smári Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.