Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990. Útlönd Minningarathöfn við múrinn Þjóöveijar beggja vegna landa- mæranna komu saman við Berlín- armúrinn í gær til að minnast þess að 29 ár eru liðin frá því að hafist var handa við aö reisa hann. Al- vara hvíldi yfir mannsöfhuðinum og blendnar tiifmningar böröust í brjóstum, sorg vegna þeirra sem létust er þeir reyndu aö flýja yfir múrínn sem og gleði vegna þess aö nú loksins er hinn 160 kílómetra langi múr að mestu tímanna tákn. Blómsveigar voru lagöir að krossi sem stóð á rústum múrsins nálægt þeím stað sem Checkpoint Charlie stóð eitt sinn. Krossinn var til minningar um Peter Fechter, sautján ára gamlan' Berlinarbúa sem var skotinn til bana cr hann reyndi að flýja árið 1962. En 1 dag eru landamærinopin og lítið stend- ur eftir af hinum illræmda rnur. Lichtenstein viflíSÞ Smáríkíð Liechtenstein vill ganga til liðs við Sameinuðu þjóöirnar og var umsókn þar að lútandi lögð fyrir Öryggisráöið í gær. Næsta víst er að ráðið muni heimila aöild Liechtenstein í dag þegar ákvörðun á að liggja fyrir og fastlega er búist við að Liechtenstein gerist aöili við setn- ingu allsherjarþingsins, þann 18. september næstkomandi. Hertogadæmið Liectenstein liggur milli vesturhluta Austurrfkis og norðausturhluta Sviss og er ekki nema 157 ferkilómetrar aö stærð. Þar búa færri en þrjátíu þúsund íbúar og verður það því fámennasta aðildar- ríki Sameinuðu Þjóðanna. Liechtenstein verður 160. aðildai’ríki SÞ. Stjörnumyndir Hubble Geímsjónaukinn Hubble sendl tíl jarðar þessar myndir af stjörnuþyrp- íngu i rúmlega 160 þúsund Ijósárafjarlægð. Símamynd Reuter Vísindamenn sýndu í gær blaöamönnum myndir af fjarlægri stjörnu- þyrpingu sem bandaríski geimsjónaukinn Hubble sendi til jarðar. Hingað til höföu visindamenn talið að þessi þyrping, sem er í 160 þúsund ljósára fjarlægð frá jörðú, væri ein stjarna en myndir Hubble sýna að svo er ekki. Myndirnar voru kærkomin sending fyrir vísindamenn við NASA, bandarísku geimferðastofnunina, því að miklir erfiöleikar hafa fylgt Hubble frá því honum var skotið á loft. Sljörnurnar sem hér um ræðir kunna að vera heitustu og þyngstu stjörn- ur sem vitað er um að sögn visindamanna. Fyrir aðeins áratug var talið að hér væri einungis ein stjama á ferð en þann 3. ágúst síðastliðinn, þegar vísindamenn voru að framkvæma prófun á Hubble, birtíst mjög skýr mynd af þyrpingunni og er nú ljóst aö minnsta kosti 60 stjömur eru í henni. Myndir Hubble hafa því miður ekki allar verið svona skýrar en vísindamenn vonast til að hafa kippt því í liöinn og að sjónaukinn muni senda okkur jarðarbúum myndir af fjarlægum stjörnum og stjömuþokum. Svissneskur gísllaus Elio Erriquez, 24 ára Svisslend- ingur, var í gær látinn laus í Líban- on eftir tíu mánaða gíslingu. Erriquez slarfaði fyrir Rauða krossinn í I.íbanon. Öðrum starfs- manni Rauöa krossins var einnig haldið af sömu mannræningjum en var sleppt fyrir skömmu. Mannræningjasamtök þau sem hötðu Erriqucz í haldi, Byltingar- ráð Palestinu, lýsti því yiir fyrir sólarhring að það myndi láta gísl sinn lausan þar som þau hefðí feng- ið fullvissu um að gengið yrði að kröfum þeirra. Ekki er ljóst hverjar þær kröfúr era. Þrettán Vestur- Elio Errlquez var i gær látinn laus landabúum er nú haldið í gíslingu lir haldi mannrænlngja etlir tíu í Líbanon, flestum af samtökum mánaðagfsllngu. Shnamynd Reuter mannræningja hhðhollum íran. Bandarískur sjóliði með sprengjur um borð í flugmóðurskipinu Independence. Simamynd Reuter Bandaríkjamenn gagnrýndir Fulltrúar Frakka og annarra bandalagsþjóða Bandaríkjanna í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa tekið fálega undir hafnbann Breta og Bandaríkjanna á írak og hefur þar með fyrsti ágreiningurinn um að- gerðir gegn írak komið í ljós. Hafa þjóðirnar lýst því yfir að skip þeirra væru á svæðinu til að tryggja að við- skiptabanni Sameinuðu þjóðanna gegn írak væri framfylgt en ekki til að knýja það fram með hafnbanni. Stjórnvöld í Washington voru gagn- rýnd á lokuðum fundi aðildarríkja Öryggisráðsins í gær. Bandamenn eiga að hafa sagt að bandarísk stjórn- völd hafi ekki rétt til að framfylgja viðskiptaþvingunum með vopna- valdi. Saudi-arabar sneru í gær við írösku flutningaskipi sem ætlaði að halda til olíuhafnar í Rauðahafi í gær. í fréttum bandarísku sjónvarpsstöðv- arinnar NBC í gærkvöldi sagði að bandarísk herskip, í fylgd flugmóð- urskipsins Eisenhower á Rauða hcifi, kynnu að grípa tfi sömu ráða gegn írösku flutningaskipi sem er á leið- inni til hafnarborgarinnar Aqaba í Jórdaníu. Flutningaskipið er hlaðið vopnum keyptum í Póllandi. Banda- rísk og bresk yfirvöld hafa sagt að þau muni hindra ferðir skipa sem talið er að flytji íraskan varning. Bandarískir og egypskir hermenn streymdu í gær til Saudi-Arabíu. Á tíu mínútna fresti lentu bandarískar flugvélar með hermenn og búnað, að sögn yfirmanns bandaríska herafl- ans við Persaflóa. Talið er að um tvö hundruð þúsund íraskir hermenn séu í Kúvæt og hafa þeir yfir að ráða skriðdrekum, eldflaugaskotpöllum og stórskotaliðsvopnum. Bandaríska dagblaðið The New York Times greindi frá því í morgun að írakar hefðu flutt gull, erlendan gjaldeyri og varning að verðmæti þriggja til fjögurra milljarða dollara frá fjármála- og viðskiptastofnunum í Kúvæt. Hefur blaðið það eftir arab- ískum bankamönum í London og á Persaflóasvæðinu að með þessu hefði hagur íraka batnað talsvert. írakar eru einnig sagðir hafa tekið herflug- vélar og flugvélar í einkaeign, íjölda nýrra bifreiöa og mikið magn véla, matvæla auk annars varnings. Matvælaskortur er þegar farinn að segja til sín í Bagdad. Utanríkisráð- herra Brasilíu, Francisco Rezek, sagði í gær að írakar hefðu farið fram á matvælasendingar. Lyf og mat- væli, sem send eru af mannúðará- stæðum, er það eina sem ekki fellur undir viðskiptaþvinganir Samein- uðu þjóðanna. Rezek sagði að neyð- arástand rikti ekki enn í írak en mögulegt væri að útlendingar yrðu þeir fyrstu sem fengju að kenna á alvarlegum matarskorti. Þúsundum útlendinga hefur verið meinað að yfirgefa írak og Kúvæt þó svo að Bandaríkin varist að kalla þá gísla. Hundrað hafa flúið frá átaka- svæðunum, þar á meðal ílugfreyja frá Túnis sem sagði að íraskir her- menn nauðgað sex flugfreyjum ör- fáum dögum eftir innrásina í Kúvæt. Fulltrúar aðildarríkja OPEC, sam- taka olíuútflutningsríkja, munu koma saman til fundar á næstunni til að ræða ástandið og til hvaða ráða eigi að grípa til að draga úr spenn- unni. Reuter Símamynd Reuter Bresk herskip á siglingu um Persaflóa i gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.