Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990. 9 DV _ Borgarastyrj öldin í Líberíu: Utlendingar fluttir á brott Bandarískir landgönguliðar fluttu í gær skelfingu lostna erlenda ríkis- borgara á brott frá átakasvæðum í Líberíu. Hátt í sextíu erlendir borg- arar, sem voru að flýja bardaga í höfuðborginni, voru fluttir frá hafn- arborginni Buchanan. Borgin er á valdi uppreisnarmanna. Flóttamennirnir, þar á meðal spænski sendiherrann, óku í fyrri- nótt frá austurhluta Monróvíu, höf- uðborgarinnar, alla leið til Buc- hanan, um 120 kilómetra leið. Hörð átök hafa staðið í úthverfum borgar- innar frá því á fostudag þegar upp- reisnarhermenn undir stjóm Char- les Taylors réðust að stjómarher- mönniun og skipuðu íbúunum á brott. í Buchanan fluttu landgöngu- hðar flóttafólkið á brott í þyrlum. Þetta er í fyrsta sinn sem erlendir ríkisborgarar era fluttir á brott frá svæði á valdi uppreisnarmanna í landinu. Taylor hefur vísað á bug hugmynd- um um að friðargæslusveit Afríku- ríkja, sem nú er safnað hði í handan landamæranna, komi th landsins og reyni að koma á vopnahléi, bráða- birgðastjóm og friði. Hermenn Tayl- ors gera nú örvæntingarfulla tilraun til að steypa stjórn Does forseta áður en gæslusveitirnar koma tfl landsins. Reuter Uppreisnarmaður úr liði Charles Taylor horfir á lík eins fórnarlamba borg- arastyrjaldarinnar í Líberíu. Símamynd Reuter V-þýska tímaritið Bunte: A-þýskar dauðasveitir myrtu andófsmenn Vestur-þýsk yflrvöld kváðust í gær vera að rannsaka frétt þess efnis að austur-þýskar dauðasveitir hefðu myrt fjölda þekktra andófsmanna sem flúið hefðu til vesturs. Talsmaður v-þýska innanríkis- ráðuneytisins sagði að stjórnin hefði fengið trúnaðampplýsingar um mál- ið og hefði afhent þær yfirvöldum. í grein tímaritsins Bunte er birt meint skýrsla v-þýsku leyniþjón- ustunnar tU stjórnarinnar um morð- in. Tímaritið greinir frá því að fyrr- um knattspyrnumaðurinn Lutz Eig- endorf hafl verið einn þeirra sem flúði vestur tU þess eins að vera myrtur samkvæmt fyrirskipunum Erich Mielke, öryggismálaráðherra a-þýskra kommúnista. Eigendorf lést 1983 í bUslysi í Bmnswick í V-Þýskalandi en sam- kvæmt grein tímaritsins hafði dauðasveit a-þýsku öryggislögregl- unnar þegar byrlað honum eitur. Að því er segir í tímaritinu er skýrsla v-þýsku leyniþjónustunnar byggð á upplýsingum fyrrverandi njósnara a-þýsku öryggislögreglunnar. í dagblaðinu Die Welt í dag er með- al annars sagt frá því að Michael Gartenschláger, a-þýskur pólítískur fangi sem keyptur var laus af v- þýskum yflrvöldum, hafi verið skot- inn til bana 1976. Nokkrum vikum áður hafði hann valdið usla með því að læðast að a-þýsku landamærun- um og gera óvirkar tvær sjálfvirkar vélbyssur sem ætlað var að skjóta á vongóða flóttamenn. A-þýsk yfirvöld höföu neitað því að byssurnar fyrir- fyndust. Reuter Eldur í bandarísku orkuveri: Óðagot og írafár í kauphöllum Eldsvoði í orkuveri í New York borg í Bandaríkjunum olli miklu íra- fári og óðagoti á Wah Street, helstu fjármálagötu borgarinnar, í gær. Sökum eldsvoðans fór rafmagn af fjármálahverfi borgarinnar, símar og tölvur - líflína margra kaupsýslu- manna - duttu út. Viðskipti stöðvuð- ust á næsta öllum mörkuðum. Eldsins varð vart um hádegisbihð í gær, um klukkan fjögur að íslensk- um tíma og rúmum fimm klukku- stundum síðar var búið að slökkva hann. Þykkur svartur reykur fyhti kauphalhr og lögreglu- og slökkvi- hðsbifreiðar þustu um. Viðskipti stöðvuðust snögglega og starfsmenn flestra markaða þustu út á götur th að anda að sér hreinu lofti. Aðeins New York kauphölhn starfaði áfram. Allir sem vom í World Trade Cent- er voru fluttir á brott en íbúar borg- arinnar létu sér fátt um flnnast. „New York búar örvænta ekki,“ sagði öryggisvörður í byggingunni. Símamynd Reuter Slökkviliðsmenn slökkva eld i orkuveri I Manhattanhverfi I New York. Símamynd Reuter Útlönd Matvælaskortur í Búlgariu Undirstöðumatvæli í Búlgaríu matvömverslanir í landinu og eru verða uppurin í landinu fyrir hillur verslananna famar að tæm- næstu uppskeru nema gripið verði ast. Neyðast flestir til að kaupa th innflutnings. Þetta kom fram í vörar á svörtum markaði. málgagni stjórnarflokksins í gær. Hagfræðingar hafa stungið upp á Sagði í blaðinu að fyrir næstu upp- að leitað verði aðstoðar erlendis frá skeru þyrftu Búlgarar þúsundir tíl að hægt verði að kaupa kjöt og tonna til viðbótar af jurtaolíu, hrís- dýrafóður. Erlendar skuldir Búlg- grjónum og kartöflum. Gífurlega ara nema nú meira en tíu mihjörð- langar raðir era daglega fyrir utan um dollara. Reuter HELDUR UPPIFJORI ALLA DAGA VIKUNNAR Þriðjudagur 14. 8. kl. 18-1.00 Einar Jónsson leikur létta pöbbtónlist fyrir næturhressa vökugesti. Miðvikudagur 15. 8. kl. 18-24.00 A. Anderssen og Einar Jónsson leika fjöruga kántrítónlist o.fl. Fimmtudagur 16. 8. kl. 18-1.00 Einar Jónsson og Torfí Ólafsscn leika hressa tónlist fyrir þá sem eru að undirbúa helgina með smáforskoti. Munið dansgólfið þar sem léttir snúningar eiga sér stað og ástin blómstrar. Snyrtilegur klæðnaður /g\ „ I BJÓRWWHÖUJNhe 1 GERÐUBERGI1 111REYKJAVÍK SÍMI75800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.