Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990. Utlönd Tutu heimsækir indíána í Kanada Desmond Tutu erkibiskupi var vel fagnað á verndarsvæði indíána i Ontario í Kanada í gær. Simamynd Reuter Leiðtogar indíána i Kanada sögðu i gær Desmond Tutu erkibiskup frá Suður-Afríku að þeir væru orðnir úrkula vonar um að friðsamlega lausn næöist í landadeilunni. Tutu var í heimsókn á verndarsvæði indíána í Ontario til að sjá með eigin augum fátækt og vanmátt kanadískra indíána sem hefur kynt und- ir auknum átökum við aðra íbúa. Einn indíánaleiðtoganna tiáöi Tutu að indíánar í Kanada liföu við sömu skilyrði og íbúar þróunarlanda og þolin- mæði þeirra væri á þrotum. Á sunnudaginn beitti lögregla táragasi til að brjóta á bak aftur mót- mæli sjö þúsund manna sem mótmæltu lokun indíána á mikilvægri umferðaræð í Montreal í Quebec. Með lokuninni eru indíánar að mót- mæla því að yfirvöld taki land sem þeir gera tilkall til og geri þar golfvöll. Hættviðsfldarkaup { síld veiddri í Eystrasalti hafa fundist leifar af efninu díoxín og óttast nú Danir að Vestur-Þjóðverjar hætti aö kaupa af þeim síld. Vestur-þýsk umhverfisverndarsamtök gáfu fyrir helgi út fréttatilkynningu um niður- stööu vestur-þýskrar rannsóknar á síld sem veidd var af Dönum. Pjallað var um málið í fjölmiðlum í Noröur-Þýskalandi og hafa nú vest- ur-þýskir innflytjendur hætt við kaup á danskri síld um óákveðinn tíma. Danir flytja um 200 þúsund tonn af síld til Vestur-Þýskalands og þar af veiðast 5 þúsund til 10 þúsund tonn í Eystrasalti. Hafa nú Danir boöist til aö merkja þá sild sem kemur frá Eystrasalti. Barry aftur í f ramboð? Marion Barry, borgarstjóri Washingtonborgar í Bandaríkjunum, ásamt móður sinni. Símamynd Reuter Svo kann að fara að Marion Barry, borgarstjóri Washingtonborgar í Bandaríkjunum, bjóði sig fram á ný í embættið eða til borgarstjórnar hvað sem líður ásökunum um eitur- lyfjamisferli. í gær breytti borgar- stjórinn um flokk, lét demókrata flakka og skráði sig sjálfstæðan. Þar með hefur hann rutt veginn fyrir framboð í nóvember sem sjálfstæður frambjóðandi. Ef hann hefði viljað bjóða sig fram fyrir hönd demókrata hefði hann þurft að láta skrá sig til forkosninga í síðasta mánuði því að forkosningar fara fram í september. Barry hefur verið fyrir rétti síðustu mánuði vegna ásakana um eitur- lyíjamisferli. Fyrir helgi var hann svo fundinn sekur um eitt ákæruat- riða af fjórtán, að hafa eiturlyf í fór- um sínum, saklaus um eitt ákæruat- riða en hvað varðar þau tólf sem eft- ir eru tókst kviðdómi ekki að koma sér saman. Það þýðir að Barry kann að vera dreginn fyrir rétt einu sinni enn. Að sögn fulltrúa ákæruvaldsins verður ákvörðun um slíkt tekin fyrir 17. september næstkomandi. Þetta er þriðja kjörtímabil Barrys og hann hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki bjóða sig fram á ný. En fréttaskýrendur segja að Barry eigi góða möguleika á að ná kosningu til borgarráðs bjóði hann sig fram sem sjálfstæður frambjóðandi. Margir óttast að bjóði Barry sig hins vegar fram kunni það að vekja upp drauga kynþáttahaturs en réttarhöld borg- arstjórans voru afar heitt mál í borg- inni. í Washington eru 70 prósent íbúanna blökkumenn. Reuter Aðskílnaðarsinni á þing í aukakosningum í Quebec í Kanada í gær völdu íbúar í Montre- al aðskilnaðarsinnann Gilles Duc- cppe sem f'ulltrua sinn á kanadíska jnngið í Ottawa. Vcrður hann fyrsti þingmaöur aðskilnaðarhreyfingar sem herst fyrir fullveldi Quebec í kjölfar þess að stjórnarskrársamn- ingur milli fylkja Kanada náði ekki fram aö ganga. Þegar búið var að telja atkvæöi frá 120 kjörstöðum af 168 í Montre- al hafði Duceppe hlotið 11,194 at- kvæöi en frjálslyndir voru í öðru sæti mcö 3,832 atkvæöi. Nýl demó- kralafiokkurinn fékk 1.397 atkvæðí og ihaldsmenn 648. Þetta atkvæöa- magn endurspeglar iítiö fylgi alrík- isstjórnar Mulroneys forsætisráð- herra meðal almennings. Mulron- ey er Jeiðtogi íhaldsfiokksins. Aukin spenna er nú meðal enskumælandi og frönskumælandi í Kanada auk þess sem mikil óánægja er með efnahaginn í landínu. Fylgi stjórnar- innar er nú undir 20 prósentum en en fylgi frjálslyndra tvöfalt meira. Bjór á dósir vegna vatnsskorts Vegna mikils vatnsskorts í Japan fá þeir sem vinna við gerð bjórdósa ekkert sumarfrí. i brugghúsunum í Japan er nú bjórinn nefnilega settur á dósir en ekki flöskur þar sem mikið vatn þarf til flöskuþvottaríns. Það þarf tuttugu og fimm prósent minna vatn við framleiðslu dósabjórs og hefur nú sumarleyfum starfsmanna dósaíyrirtækja verið frestað. Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada. Simamynd Reuter Havel í Nicaragua Violeta Chamorro, forseti Nicaragua, býður Vaelav Havel, forseta Tékkó- slóvakíu, velkominn til Managua i gær. Simamynd Reuter Forseti Tékkóslóvakíu, Vaclav Havel, kom í gær í eins dags heimsókn til Nicaragua. Er hann fyrsti þjóöhöfðinginn sem heímsækir landið frá því aö Violeta Chamorro tók við embætti forseta í apríl síöastiiðnum. Lagði Havel í gær blómsveig á götuhom það í Managua þar sem eigin- maður Chamorros, blaðaútgefandinn Pedro Chamorro, var myrtur 1978 af byssumönnum á vegum Somoza einræðisherra. Fómarlömb Stalíns í Sovétríkjunum: Fá uppreisn æru Milljónir fórnarlamba ógnar- stjórnar Stalíns hafa nú fengið upp- reisn æru samkvæmt víðtækri til- skipun Mikhails Gorbatsjovs Sovét- forseta frá í gær. í tilskipun forsetans er kveðið á um að borgaraleg réttindi skulu veitt öllum þeim sem fangels- aðir voru eða sendir í útlegð vegna pólitískra skoðana, þjóðernis, trúar- skoðana eða annarra ástæðna á þrjá- tíu ára tímabili stjórnar Jósefs Stal- ins. Slíkt athæfi er ólöglegt, segir í tilskipuninni, og gengur þvert á mannréttindi. Robert Conquest, vestrænn sagn- fræðingur, telur að 20 til 40 milljónir manna hafi látist á tíma ógnarstjórn- ar Stalins. Margir létust þegar sa- myrkjubúin voru stofnsett en þá voru margir bændur neyddir út á gaddinn. Hungursneyð fylgdi í kjöl- farið. Þá voru einnig margir myrtir í hreinsununum miklu á árunum 1936 til 1938. Þúsundir fórnarlambanna fengu uppreisn æru í stjórnartíð Krústsjovs. Sú stefna missti smám saman fótanna þar til Gorbatsjov tók við völdum árið 1985 en endurskoðun á stjórn Stalins er eitt grundvallarat- riða glasnost-stefnu forsetans. Reuter Benazir Bhutto neitar að semja Benazir Bhutto, sem var rekin úr emhætti forsætisráöherra Pakistan fyrir viku, hafnaði í gær öllum samn- ingum við bráðabirgðastjórn lands- ins. „Ég mun ekki semja við bráða- birgðastjórnvöld,“ sagði Bhutto í við- tali við Reuter-fréttastofuna. Forsætisráðherrann fyrrverandi kvaðst hafa fengið vitneskju um það að háttsettur embættismaður stjóm- arinnar, Ghulam Mustafa Jatoi, myndi fara fram á við sig að hún sværi af sér alla aðild að stjórn- málum Pakistan og yfirgæfi landið ella horfðist í augu við ótilgreindar ákærur yfirvalda. Þessu vísaði pa- kistanskur embættismaður á bug í gær. Jatoi, forsætisráðherra bráða- birgðastjórnarinnar, hefur sakað fyrrum stjórn Bhuttos um spillingu og sagt að rannsókn myndi fara fram. Forseti Pakistan vék Bhutto úr embætti á mánudag fyrir viku og skipaði bráðabirgðastjórn þar til kosningar færa fram, þann 24. októh- er næstkomandi. Margir stuðnings- menn Bhuttos hafa verið teknir í vörslu yfirvalda síðan þá en lögregla segir að fleiri hafi farið í felur. Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistan, neitar að semja við for- Reuter ystumenn bráðabirgðastjórnarinnar i landinu. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.