Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990.
11
Utlönd
Ovinsælar efnahagsaðgerðir ríkisstjornar Perú:
Ottast vaxandi of beldi
Hermenn vakta götur Lima, höfuborgar Perú, til að freista þess að koma í veg fyrir rán og rupi í borginni. í kjöl-
far efnahagsaðgerða stjórnarinnar hefur ofbeldi farið vaxandi og óttast margir að það eigi enn eftir að aukast.
Símamynd Reuter
Efnahagsáætlanir hins nýja forseta
Perú, Alberto Fujimori, hafa ekki
fallið í góðan jarðveg meðal íbúanna.
Rán og rupl, óeirðir og átök hafa ein-
kennt þjóðfélagið síðustu daga og
hafa fjórir látiö lífið. Sérfræðingar
óttast að enn frekara ofbeldi og róst-
ur muni eiga sér stað nema gripið
verði til róttækra aðgerða hið fyrsta.
Nauðsynlegar aðgerðir
Hagfræðingar og aðrir sérfræðing-
ar segja að efnahagsaðgerðirnar séu
nauðsynlegar eigi að binda enda á
vaxandi verðbólgu og bjarga efna-
hagnum frá algeru hruni. Aðgerðir
forsetans fela í sér að öllum niður-
greiðslum er hætt og að bensínverð
hækkar um 3.100 prósent, svo eitt-
hvað sé nefnt. En þeir segja einnig
að fylgi launahækkun og félagslegar
aðgeröir ekki í kjölfarið kunni svo
að fara að ofbeldi fari vaxandi, sér-
staklega í fátækari hverfum í ná-
grenni Lima, höfuborgarinnar.
„Stjórnvöld, hafa enn ekki komið
fram með áætlanir til að sporna við
sprengingu meðal hins almenna
borgara,“ segir Alejandro Toledo
hagfræðingur. Toledo telur að leggi
yfirvöld ekki fram raunhæfa áætlan-
ir til að verja kaupmátt launa hinna
fátækustu sé óhjákvæmilegt að
áform stjórnarinnar mistakist og of-
beldi fari vaxandi. Nú þegar hafa
fjórir látiö lífið í átökum við lögreglu.
Allar almennar samgöngur liggja
niðri, margar verslanir eru lokaðar
og við bakarí eru langar biðraðir.
Þúsunda prósenta hækkun
Fujimori tók við embætti þann 28.
júlí. Til að fá aðstoð Alþjóða gjaldeyr-
issjóðsins og erlendra ríkisstjórna,
þar á meðal Japans, þurfa stjórnvöld
Efnahagurinn í Perú stendur mjög
höllum fæti.
í Perú að kippa ýmsu í lag í efnahags-
stjórnun. Fujimori hét því að rétta
við efnahaginn og ellefu dögum eftir
að hann sór embættiseið kynnti
stjórnin efnahagsáætlanir sínar.
Svipaðar efnahagsáætlanir, en held-
ur mildari, kostuðu þrjú hundruð
manns lífið í Venezúela.
í efnahagsáætlun Juan Carlos
Hurtado Miller, efnahagsráðherra
Perú, er meðal annars gert ráð fyrir
leiðréttingu á bensínverði en lágt
verð á bensíni hefur næsta gert olíu-
fyrirtæki ríkisins gjaldþrota. Þá er
og gert ráð fyrir að hömlum á inn-
flutningi verði að einhverju marki
aflétt sem og að tímabundnir skattar
verði lagðir á útflutningsfyrirtæki
og fasteignir til að auka tekjur ríkis-
sjóðs.
Miller segir að lágmarkslaun verði
endurskoðuð strax og verðhækkan-
irnar hafi fest í sessi og stjórnvöld
geti metið verðbólgu í ágúst. Hag-
fræðingar telja að hún muni nema
allt að 300-prósentum.
Lifa á vatni og brauði
Stjórnvöld í Perú hafa þegar fengið
eitt hundrað milljóna dollara styrk
frá Sameinuðu þjóðunum og búast
má við fjárhagsstuðningi erlendra
ríkja. Brýn nauðsyn er á fjármagni
inn í landið til að aðstoða þá sem
minnst mega sín. Þegar hafa verið
settir á laggirnar þrjú þúsund svo-
kallaöir „súpu-staðir“ í Lima þar
sem mat er dreift til hinna fátækari.
Þeir sem búa í fátækrahverfunum
hfa á vatni og brauði, segir Eugenio
Kirke, írskur prestur sem býr í einu
fátækrahverfi Lima. „Þaö er þetta
vonleysi og örvænting sem ýtir undir
... aö unga fólkið grípi til vopna,“
segir Kirke en hryðjuverkastarfsemi
er vaxandi vandamál í Perú.
Óttast vaxandi ofbeldi
Hryðjuverk gera stjórninni erfiðar
fyrir en ella. Ofbeldi, sem verið hefur
fylgifiskur áratugar langrar baráttu
hinna vinstrisinnuðu samtaka Skín-
andi vegur, hefur þegar kostað átján
þúsund manns lífið.
„Það er eitt að endurmeta og rétta
við efnahag ríkja eins og Argentínu
og Brasilíu en að gera shkt hið sama
í Perú, þar sem félagslegur órói er
mikill og hryðjuverkastarfsemi gerir
hlt verra, krefst mikhs hugrekkis,“
sagði einn stjórnarerindreki í Róm-
önsku Ameríku.
Reuter
Umhverfismál:
Efnahagurinn í fyrirrúmi
Nefnd sú á vegum Sameinuðu þjóð-
anna, er leggja átti fram thlögur til
aðgerða gegn gróðurhúsaáhrifunum,
þykir hafa tekið meira thlit til efna-
hags í heiminum en hættunnar á
loftslagsbreytingum. Miklar vonir
hafa verið bundnar við starfsemi
nefndarinnar sem fengið hefur sér
th aðstoðar þúsund sérfræðinga frá
sextíu löndum.
Nefndin, sem sett var á laggirnar
1988 og er skipuö sérfræðingum og
embættismönnum, á að leggja fram
lokaskýrslu sína i Sundsvall í Sví-
þjóð eftir tvær vikur. Skýrslan hefur
enn ekki verið gerð opinber en eftir
því sem norska fréttastofan NTB
hefur komist að eru fáar thlögur
lagðar fram í nefndinni um beinar
fyrirbyggjandi aðgerðir gegn gróður-
húsaáhrifunum. I skýrslunni er hins
vegar lögð mikil áhersla á að aðgerð-
imar hafi ekki neikvæð áhrif á efna-
haginn í heiminum. NTB greinir
einnig frá því að tekið sé fram að auk
þess sem takmarka þurfi útblástur,
sem valdi gróðurhúsaáhrifum, sé
þörf á að finna leiðir th aðlögunar
gróðurhúsaáhrifunum.
Bandaríkin, Japan, Sovétríkin og
olíuframleiðslulönd með Saudi-
Arabíu í fararbroddi hafa staðið á
bremsunni þegar beinar aðgerðir
hafa komið th tals. Norðurlöndin,
Evrópubandalagið og einstaka þró-
unarland eru sögð munu leggja
áherslu á að í lokaskýrslunni verði
kveðið á um skuldbindingar.
Skýrslan, sem lögð verður fram
eftir tvær vikur, verður grundvöhur
umræðna á umhverfisvemdarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna sem
haldin verður í Genf í nóvember. í
Sundsvall verða það sérfræðingar og
embættismenn sem þinga en stjórn-
málamenn í Genf.
Skorturinn á tillögum um beinar
aðgerðir þykir í mótsögn við vísinda-
legar niðurstöður. Skýrslur vísinda-
mannanna sýna að enginn vafi leikur
á að gróðurhúsaáhrifin eru stað-
reynd og að afleiðingamar geti orðið
alvarlegar ef ekki verður gripið til
fyrirbyggjandi aðgerða. Halda sér-
fræðingarnir því meðal annars fram
aö hækkun yfirborðs sjávar muni
leiða th alvarlegra flóða og að ræktað
akurlendi muni breytast í eyðimörk.
Segja sérfræðingarnir hættu á að
mihjónir manna muni leggja á flótta
frá heimkynnum sínum vegna vist-
fræðilegra slysa. ntb
ípassondi settum.
KERTAÞRÆÐIR
Leiðarí úr stðiblöndu. Sterkur og þofir
að leggjast f kröppum beygjum. ViA-
nám aðeins 1/10 et viðnðmi kolþróða.
MargföM neistagaði.
Kápa sem deyfir truflandi rafbylgjur.
SJS&&
w-
BONVS
BORGARI
0
82990