Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990.
13
Lesendur
Olína Þorvarðardóttir, Hreggviður Jónsson og Ingi Björn Albertsson. „Gátu þau einfaldlega ekki beðið?“ er m.a.
spurt í bréfinu.
Flóttaf ólk í
stiórnmálum
Keflvíkingur. skrifar:
Þaö kemur áreiðanlega mörgum
öörum en mér á óvart að heyra aö
stjórnmálamenn, sem hafa verið
kosnir á þing eða til borgarstjórnar
á umliönum árum og mánuöum, geti
án frekari fyrirvara en eigin hug-
dettu söðlað um og gengið í annan
flokk - og vera þar með orönir „þing-
menn flokksins"!
Þetta kemur mér í hug þessa dag-
ana þegar tveir þekktir aðilar úr
stjórnmálunum eru á síðum dag-
blaðanna, annar úr Borgaraflokki og
er nú titlaður „einn af þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi" og hinn, sá sem var efstur
á framboðslista Nýs vettvangs en er
nú genginn til liðs við Alþýðuflokk-
inn og telur sig vera fulltrúa þess
flokks í borgarsijórn. - Áður hafði
samflokksmaður hins fyrrnefnda í
Borgaraflokki gengið úr flokknum
og er nú einnig titlaður þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Hér er um að ræða þau Ólínu Þor-
varöardóttur (Nýjum vettvangi) og
Hreggvið Jónsson og Inga Björn Al-
bertsson (Borgaraflokki). Ég get alls
ekki séð hvernig þessir menn geta
allt í einu farið í aðra flokka á kjör-
tímabilinu og titlað sig þingmenn eða
borgarfulltrúa annarra flokka en
þeirra sem þeir voru kosnir fyrir.
Ef þetta er ekki siðlaust pólitískt at-
hæfl þá veit ég ekki hvað siðleysi í
póhtík er. - Gera þau sér ekki grein
fyrir að stjórnmál eru alvörumál?
Eða gátu þau einfaldlega ekki beðið?
Ég hef t.d. aldrei kosið Hreggvið
Jónsson sem þingmann Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi - og
kaus ég þó þann flokk siðast í þirjg-
kosningum. Sama segja eflaust
margir aörir sem kusu hina, þá Inga
Björn og Óhnu, sem fulltrúa fyjir
sinn flokk.
Ég er alls ekki að dæma þetta fólk
Dósir eða ekki dósir - útlendingar sitja greinilega við annað borð hvað
innflutning matvæla snertir.
Matur erlendis frá:
Mismunun í
innflutningi
Kona í Hafnarfirði skrifar:
í fréttum útvarps nýlega var sagt
frá því að útlendingar sameinuðust
í því að koma með matvæh með sér
erlendis frá. En samkvæmt heimild-
um útvarpsins má hver maður koma
meö 10 kg af mat.
Hvers eigum við að gjalda, íslend-
ingar, ef okkur dytti í hug að koma
með mat erlendis frá, að vera þá
Hringið í síma
27022
milli kl. 14 og 16, eöa skrifiö.
óhæft th verka í stjórnmálum. Það
hefur aht hlotið kosningu vegna þess
að það hafði fylgi. Og reyndar er hér
um að ræða fólk sem er á mörgum
sviðum áræðnara og betur máh farið
en margir þeir aörir sem í stjóm-
málum eru. - Hins vegar fmnst mér
þessir aðilar gera htið úr sjálfum sér
með því að hlaupa svona á milli
flokka. Þeir áttu allir að bíða síns
tíma, þ.e. þar til næst er kosið.
Þingmennirnir gátu sem best kosið
gegn málum flokka sinna og stutt
stjórnarandstöðuna (í þessu tilviki
Sjálfstæðisflokkinn) eða setið hjá í
atkvæðagreiðslum, án þess að
munstra sig sjálfir og upp á sitt ein-
dæmi í annan flokk. Með þessu eru
þeir að gera sig að opinberum flótta-
mönnum í stjórnmálum, þar til þeir
fá næstu eldskírn í almenRum kosn-
ingum.
Laus staða
Meö vísan til 6. gr. sbr. 13. gr. laga nr. 58/1978 um
þjóóleikhús er staða þjóðleikhússtjóra auglýst laus
til umsóknar. Nýr þjóðleikhússtjóri skal taka við starfi
1. september 1991 en ráðið verður í stöðuna frá 1.
janúar 1 991. Umsóknum ber að skila til menntamála-
ráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir
3. september 1990.
Menntamálaráðuneytið 13. ágúst 1990
HOFUM OPNAÐ
OKKAR ÁRLEGA
HEILDSÖLUMARKAÐ
AÐ BÍLDSHÖFÐA 16
• Barnafatnaður
• Karlmannafatnaður
• O.fl. o.fl.
Opiðfrákl. 13.00-18.00 allavirka
daga, laugardaga frá
kl. 10.00-14.00.
ATH. Aðeins opið 2-3 vikur.
HNOÐRI HF.
Bíldshöfða 16
orðnir sakamenn? - Það má vei vera
að hluti af þessum mat útlending-
anna sé í dósum, en við íslendingar
megum heldur ekkert koma með í
dósum til landsins.
Spurningin er því sú hver sé mun-
urinn á þeim mat sem íslendingur
kemur með eða þeim sem alhr þessir
mörgu útlendingar koma með?
Tómstundir
og útivist
á
morgun
Aukablað um tómstundir og útivist
fylgir DV á morgun.
I blaðinu verðut m.a. Qallað um
golf, skotveiði, vatnaíþróttir, hjól-
reiðar, þ. á m. reiðhjól, hlaupahjól
og einhjóbmga. Þekktir íslendingar
eru spurðir hvernig þeir verji tóm-
stundum sínum og einnig verður
fjallað um nýafstaðna hundasýn-
ingu Hundaræktarfélags íslands.