Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SiMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Riddari araba Hann er ýmist kallaður riddari araba eða slátrarinn frá Bagdað. í augum margra araba er Saddam Hussein merkisberi nýrrar gagnsóknar islamska heimsins gegn aldagömlu yfirvaldi kristna heimsins. Á Vesturlöndum er hins vegar litið á hann sem Hitler nútímans. Hvort tveggja er rétt. Samlíkingin við Hitler er tölu- vert nákvæm. Fyrst kvörtuðu Hitler og Saddam um yfirgang smáríkis við landamærin, Póllands og Kúvæt. Næst höfðu þeir uppi hótanir um valdbeitingu. Svo réð- ust þeir til skyndilegrar atlögu og höfðu strax sigur. Síðan beið Hitler átekta um sinn og undirbjó töku næstu bráðar. Loks þraut þolinmæði Vesturlanda og þau fóru að reyna að hefta yfirgang hans. Eftirmála þess hildarleiks, heimsstyrjaldarinnar, var fyrst að ljúka í vetur með sáttum Sovétríkja og Þýzkalands. Að þessu sinni voru Vesturlönd reynslunni ríkari. Þau hafa gripið til hafnbanns gegn írak og hernaðarað- stoðar við ríkið, sem Saddam Hussein ógnar nú mest, Sádi-Arabíu. Þau hafa líka ítrekað stuðning sinn við Tyrkland, sem er aðili að Atlantshafsbandalaginu. Sam-arabiskur Saddam Hussein talar eins og sam- germanskur Hitler um flokkinn, fólkið og foringjann, ekki um ríkið, þjóðina og furstann. Hann hyggst sam- eina araba undir einum flokki og foringja. Til þess þarf hann að ryðja úr vegi makráðum miðaldahöfðingjum. íraksforseti notar sér, að emírar og sjeikar við Persa- flóa eru tímaskekkja. Þeir sitja að ættarvöldum á síð- asta áratugi tuttugustu aldar án þess að spyrja þjóðir sínar um margt. í Kúvæt hafa aðeins 40% íbúanna þegn- rétt í landinu. Hitt eru réttlitlir útlendingar. Þegar íraksher hafði tekið stjórnarráðið og sjón- varpsstöðina í Kúvæt, var þriðja verk hans að taka þjóð- skrána og flytja til Bagdað. Saddam Hussein ætlar sjálf- ur að ráða, hverjir teljast ríkisborgararar í Kúvæt og hveijir ekki. Hann er að tefla alþýðu gegn yfirstétt. Emírar og sjeikar eiga ekki upp á pallborðið hjá ýmsu alþýðufólki í arabalöndum. Saddam Hussein hyggst verða leiðtogi þess, eins og Hitler varð leiðtogi almúgans gegn gamalli yfirstétt. Fjöldafundir hafa verið haldnir til stuðnings honum í nágrannaríkinu Jórdaníu. Emírarnir og sjeikarnir hafa sameinazt Tyrkjum og Vesturlöndum í varnarbandalagi gegn Saddam Hussein og í hafnbanni á írak. Þeir gera það vegna hagsmuna sinna sem ættarlaukar stjórnarfars frá miðöldum. Þeir endurspegla ekki viðhorf arabisks almennings. Forseti íraks getur leitað stuðnings sam-arabista af ýmsu tagi. Arabar hafa eina trú, eitt tungumál og eina sögu, þótt þeir búi í ýmsum löndum, sem Vesturlönd bjuggu til, þegar þau ráðskuðust með þennan heims- hluta. Því skyldi hann ekki teljast'riddari araba? Erfitt er fyrir vestrænt fólk að setja sig inn í hugar- heim araba. Svo virðist sem ýmsar siðareglur, er orðið hafa til á upplýsingaöld á Vesturlöndum, hafi minna gildi í arabisku andrúmslofti. Mannréttindi og lýðrétt- indi eru hugsuð á annan hátt meðal þjóða araba. Ef „riddara araba“ tekst að ná tökum á sam-arabisku hugsjóninni, mega Vesturlönd búast við miklum vanda í Miðausturlöndum. „Slátrarinn frá Bagdað“ hefur yfir efnavopnum að ráða og hyggst verða búinn að koma sér upp atómsprengju eftir aðeins þijú eða íjögur ár. Sumir Evrópumenn segja, að Miðausturlönd séu utan verksviðs Atlantshafsbandalagsins. Þau verða það þó ekki lengi, ef Saddam Hussein aflar sér kjarnavopna. Jónas Kristjánsson Húsnæðiskostnaöur fyrirtækja og einstaklinga hefur aukist mikið síðustu ár. Leiga íbúðarhúsnæðis hefur hækkað um 50% á 35 árum og leiga atvinnuhúsnæðis svipað á einum áratug. Vaxtahækkanir og aukinn byggingarkostnaður veldur mestu. Hækkun húsnæðiskostnað- ur eykur framfærslukostnað heim- ilanna. Rekstrarkostnaður fyrirtækja vex. Verð hækkar á nauðsynjavör- um og þjónustu fyrir almenning. Hækkunin skerðir ráðstöfunarfé heimilanna því vaxandi hluti fjöl- skyldutekna. fer í húsnæðiskostn- að. Lækkun húsnæðiskostnaðar fyrirtækja og fjölskyldna væri mik- il kjarabót, sem bæta mundi af- komu almennings, sérstaklega ungs fólks. Húsnæðiskostnaður og af- koma heimilanna Undanfarin ár hefur húsnæðis- „Byggingariónaðurinn hefur velt kostnaði við vélvæðingu og tækjakaup út í verölagið," segir Stefán m.a. í greininni. Húsnæðiskostnaður 50% meai en 1955! kostnaður fyrirtækja og einstakl- inga aukist mikið. Það á bæði við um þá sem leigja og hina sem búa í eigin húsnæði. Hækkun hús- næðiskostnaðar hefur slæm áhrif á afkomu almennings, hækkar verð- lag og eykur framfærslukostnað. Húsnæðiskostnaður heimilanna vex því leiga hækkar og húsnæðis- kaupendur bera þyngri greiðslu- byrði vegna hækkandi vaxta og minni skattaaðstoðar. Fyrirtæki bera kostnað af r ekstri húsnæðis, sem þau starfa í, hvort sem það er leigt eða notað af eig- endum. Húsnæðiskostnaðurinn eykur rekstrarkostnað fyrirtækja svo hækka þarf verð á þjónustu. Það veldur því að verðlag á helstu nauðsynjum hækkar. Afkoma heimilanna versnar þess vegna af tveimur ástæðum. Fjölskyldur eyða sífellt stærri hluta af launum sínum í húsnæðiskostnað og meira fé þarf til kaupa á nauðsynjum vegna hækkaðs vöruverðs. Atvinnurekstur Undanfarna áratugi hefur hús- næðiskostnaður fyrirtækja stór- aukist. Leiguverð hefur hækkað mikið. Á hálfum öðrum áratug hef- ur leiga skrifstofuhúsnæðis hækk- að um liðlega þriðjung reiknað á fóstu verðlagi. Þó söluverð þess sé nú hið lægsta í langan tíma þurfa atvinnurekendur að greiða mun hærri húsaleigu en fyrir fáum árum. Annar rekstrarkostnaður hús- næðisins hefur einnig aukist meira en almennt verðlag, til dæmis end- ast innréttingar skemur en áður. Leiga iðnaðarhúsnæðis hefur hækkað enn meira en leiga skrif- stofuhúsnæðis. Frá miðjum átt- unda áratugnum hefur hún hækk- að um 60% reiknað á föstu verð- lagi. Eigendur atvinnuhúsnæðis þurfa að bera meiri kostnað af hús- næðinu en áður. Þar veldur mestu hækkun fjármagnskostnaðar, hækkun byggingarkostnaðar og aukin skattlagning. Eigendur atvinnuhúsnæðis leit- ast við að velta auknum kostnaði yfir á leigjendur. Framan af þess- um áratug hækkaði leiguverð mik- ið. Þó síðustu tvö ár hafi tekið fyrir raunhækkun á húsaleigu er leigu- verð jafnhátt og raun ber vitni. íbúðarhúsnæði Leiga íbúöarhúsnæðis hefur einnig stöðugt hækkað undanfarna áratugi. Síðustu 35 ár hefur hún hækkað til jafnaðar um 1,2% á ári umfram almennar veröhækkanir. Reiknað á föstu verðlagi þurfa fjöl- skyldur nú að greiða 50% hærri húsaleigu en 1955 fyrir jafngott húsnæði. Það jafngildir því að KjaUarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur húsaleiga verði stöðugt stærri hluti af launtekjum leigjenda. Hækkunin er þó líklega enn meiri en áöur er nefnt. Fyrir þremur ára- tugum var mikill húsnæðisskortur í borginni. Færri bjuggu í eigin húsnæði en nú gerist. Ásókn í leiguhúsnæði var meiri en fram- boðið og leiguverð mjög hátt að dómi þeirra sem um fjölluðu. í skýrslu um húsnæðismál í Reykjavík var því til dæmis haldið fram að húsaleiga væri svo há að jaðraði við okur. Hækkun húsa- leigu síðustu áratugi má aðallega rekja til hækkaðs byggingarkostn- aður og mikillar vaxtahækkunar. Vaxtakostnaður Helsta ástæðan fyrir aukningu húsnæðiskostnaðar síðasta áratug er hækkun vaxta. Vaxtakostnaður er nú tæpast undir helmingi af húsnæðiskostnaði heimila. Fyrir hálfum öörum áratug voru vextir af lífeyrissjóðslánum til dæmis um 8% lægri en verðbólgan en eru nú um 8% hærri. í dag þurfa lántak- endur þess vegna að greiða jafn mikið fyrir lánsfjármagn og þeir fengu greitt með því fyrir 15 árum. Vextir af opinberum húsnæðis- lánum hafa reyndar hækkað minna þó ekki sé mikill munur. Vaxtahækkunin hefur þyngt gríð- arlega greiðslubyrði fjölskyldna og minnkað kaupgetu þeirra. Vextir af fjárfestingalánum fyrirtækja hafa einnig hækkað mjög mikið. Vaxtakostnaður er nú líklega til jafnaðar um 60% af húsnæðis- kostnaði fyrirtækja. Auk þess hef- ur vaxtahækkunin hækkað bygg- ingarkostnað um liðlega tíunda hluta á rúmum áratug. Byggingarkostnaður Byggingarkostnaður hefur einnig mikil áhrif á húsnæðiskostnað. Byggingarkostnaður hefur stöðugt aukist undanfarna áratugi, einkum á íbúðarhúsnæði. Hækkunin er meiri en unnt er að skýra með vönduðum frágangi og auknum gæðum. Ekki kæmi á óvart að ný- byggt húsnæði hér á landi væri nú hið dýrasta á öllum Norðurlönd- um. í byggingariðnaði hefur orðið mikil tæknivæðing. Þrátt fyrir það er framleiðni lítil eða um helming- ur af því sem gerist í grannlöndum okkar. Fyrir þremur áratugum var vélvæðing viö húsbyggingar nær óþekkt. Síðan hefur byggingar- kostnaður aukist árlega um 1,3% umfram almennar verðhækkanir. Byggingariðnaðurinn hefur velt kostnaði við vélvæðingu og tækja- kaup út í verðlagið. í stað þess að auka hagkvæmni hefur tilkoma tækjanna hækkað byggingarkostn- að. Hann hefur frá 1956 hækkað um 60% meira en almennt verðlag. Skattlagning Opinber stefna í skattamálum veldur hækkun húsnæðiskostnað- ar. Skattaaðstoð við húsnæðis- kaupendur fer minnkandi og leigj- endur njóta ekki lengur skattaað- stoðar. Skattalög eru óhagstæð þeim sem leigja út íbúðarhúsnæði. Leigutekjur eru skattlagðar þannig að eigendur geta ekki dregið eðli- lega kostnaðarliði frá leigutekjun- um. Af því leiðir að leigutekjur eru oft annaðhvort ekki gefnar upp til skatts eða einungis hluti þeirra, minna er boðið fram af leiguhús- næði og leiguverð er hærra. Skatt- heimtan er einnig óhagstæð leigj- endum verslunar- og skrifstofu- húsnæðis. Fasteignaskattar eru samanlagt um fimmti hluti af hús- næðiskostnaði. Þessum kostnaði er velt yfir á leigjendur. Stefán Ingólfsson „Helsta ástæðan fyrir hækkun hús- næðiskostnaðar síðasta áratug er hækkun vaxta. Vaxtakostnaður er nú tæpast undir helmingi af húsnæðis- kostnaði heimila.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.