Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Page 15
■
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990.
15
BHMR-samningurinn og
félagsvísindin
....nokkuð stór hópur háskólagenginna manna virðist hafa lent i þeim
ósköpum að einangrast gjörsamlega frá félagslegu umhverfi sínu“,
segir greinarhöf. m.a.
I athyglisverðri grein Rúnars
Vilhjálmssonar, lektors í félags-
fræði við Háskóla íslands, í Morg-
unblaðinu 2. ágúst sL, er eftirfar-
andi klausa.
„Almennt má segja að samningar
launþegahóps við vinnuveitanda
sinn komi ekki öðrum við en
vinnuveitandanum og launþega-
hópnum. BHMR-samningurinn er
því fyrst og fremst málefni ríkis-
stjórnar og háskólamenntaðra
starfsmanna ríkisins."
Það má vera að orðin „almennt"
og „fyrst og fremst“ geri þessa
málsgrein aö markleysu. En þar
sem kjarni hennar hefur verið ein
af meginstoðum stefnu BHMR þá
er ekki úr vegi að skoða þessi fé-
lagsvisindi nánar.
Rogastans
Það verður víst ekki fram hjá því
gengið að viðurkenna þá sorglegu
staðreynd að nokkuð stór hópur
háskólagenginna manna virðist
hafa lent í þeim ósköpum að ein-
angrast gjörsamlega frá félagslegu
umhverfi sínu.
Það hefur varla farið fram hjá
launamönnum öðrum í þessu þjóð-
félagi að samningar nánustu sam-
starfsmanna geta skipt meira máh
en eigin laun. Launahækkun til
samstarfsmanns, sem vinnur svip-
uð störf eða jafnvel þó störfin séu
ólík, þá er hann hlekkur - eins og
þú - í þeirri keðju, sem heldur fyr-
irtækinu gangandi, slík launa-
hækkun getur virkað sem lítils-
virðing á þitt vinnuframlag fáir þú
ekki svipaða umbun.
Það er líka nokkuð þekkt stað-
reynd að launasamanburður hefur
skipt (að minu mati alltof) miklu
máli í samningagerð í íslensku
þjóðfélagi.
Strax af þessari ástæðu rekur
mann í rogastans yfir fuhyrðingu
lektorsins í félagsvísindum við
Kjallaiiim
Björn Arnórsson
hagfræðingur BSRB
æðstu menntastofnun þjóðarinnar.
En málið.hefur einnig aðra hlið.
Afleiðingar kauphækkana
Að vissu leyti er hægt að segja
að hver einasta kauphækkun í
þjóðfélaginu skipti alla máli í þeirri
merkingu að hún hefur áhrif á
verðið á þeirri vöru og þjónustu
sem launamenn mæta sem neyt-
endur. Kauphækkun í framleiðslu
vörunnar eða þjónustu kemur - að
öðru óhreyttu - í veg fyrir lækkun
á verði eða hækkar verðið.
Þannig má með vissum sanni
segja að hagsmunir hvers launa-
manns fehst í því að enginn fái
kauphækkun nema hann sjálfur.
Þessi hugmyndafræði endur-
speglast í annarri klausu í grein
lektorsins en þar segir:
„í þessu sambandi er rétt að geta
þess að 4,5% launaleiðrétting til
BHMR frá 1. júh er sem shk ekki
verðbólguhvetjandi. Eins og hag-
fræðingar hafa bent á eru verðlags-
áhrif þessarar hækkunar einnar
mjög óveruleg, enda BHMR-fólk að-
eins 2% af heildarvinnuafli þjóðar-
innar. Það væri hins vegar verð-
bólguhvetjandi ef ASÍ fengi samsvar-
andi 4,5% launahækkun umfram sín-
ar umsömdu hækkunarprósentur."
Látum nú liggja á milli hluta þá
vafasömu fullyrðingu lektorsins í
félagsvísindum að BHMR hækkun-
in hafi ekki verið umsamin hjá ASÍ.
Kjarni málsins er hins vegar sá
að samningar BSRB og ASI skiptu
BHMR máli að því leytinu th að ef
launafólkið á þeim bæjum heföi
fengið kauphækkun líka þá hefði
launahækkun háskólagenginna
rokið út um gluggann um leið og
hún kom. Vöruverð hefði hækkað
- eins og lektorinn bendir á.
Það er nauðsynlegt að fram komi
sá kjarni í launastefnu BHMR að
aðalatriðið er að fá kauphækkanir
umfram aðra. Eða eins og Gunnar
Gunnarsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Starfsmannafélags
ríkisstofnana, orðaði það: „að setj-
ast á bakið á Sóknarstúlkunni og
gefa í“.
Samningar ASÍ og BSRB
Gegn þessum hugsanagangi
byggja samningar ASÍ og BSRB á
þeirri vitund launamanna á íslandi
að samstaða launamanna sé for-
senda bættra lífskjara. Þá er bæði
átt við samstöðu um að ná stærri
hluta af þeim þætti vöruverðsins
sem ekki ræðst af laununum æn
alls ekki síður að hafa áhrif á aðrar
þjóðfélagsstærðir svo sem gengi,
skipulag landbúnaðarmála o.fl.
Launafólk á íslandi hefur nefni-
lega fyrir langalöngu skilið að ís-
lenskt þjóðfélag er - eins og önnur
þjóðfélög - samofmn vefur þar sem
bókstaflega allir þættir efnahags-
mála hafa áhrif hver á annan.
Tekjuskiptingin ekki þar undan- •
skilin.
Þessi þekking launafólks hefur
skapast af langri reynslu og sprett-
ur upp úr langri og strangri bar-
áttu. Það er nokkurt áfall að þessi
þekking hefur ekki skilað sér inn
í námsefni Háskóla íslands.
Og þarf að minna hér á að BHMR
tengdi sig öðrum samningum með
ákvæðum um að félagsmenn þeirra
ættu rétt á öllum þeim hækkunum
sem öðrum kynni að áskotnast?
Fræðimennska og siðferði
Það sorglega er að fullyrðingar
lektorsins eru ekki aðeins fræði-
lega rangar - reyndar má ganga svo
langt að segja að viðurkenning
þeirra mundi steypa öllum stoðum
undan fræðigrein lektorsins sjálfs
- félagsvísindum.
En þær endurspegla einnig sið-
ferðilega blindu. Fræðilegri þekk-
ingu (sem í öðru orðinu er afneit-
að!) á samspih efnahagsþátta svo
sem saminga er beitt til að bæta
eigin kjör á kostnað þorra launa-
fólks í landinu.
Björn Arnórsson
„Það er nauðsynlegt að fram komi sá
kjarni 1 launastefnu BHMR að aðalat-
riðið er að fá kauphækkanir UMFRAM
aðra.“
Þjóðarsáttin og skollaleikur rikisvaldsins
Samkomulag aðila vinnumark-
aðarins og ríkisvaldsins um þjóðar-
sáttina margumtöluðu glæddi von-
ir um að það tækist að ná þeim
mikilvæga árangri að hemja verð-
bólgu. Vonbrigðin urðu því mikil
þegar sýnt varð að alvara ríkis-
valdsins var nákvæmlega engin í
því að leggja sitt af mörkum.
Aðilar vinnumarkaðarins hafa
aldrei áður staðið með jafnábyrgu
hugarfari að samningum, enda
sameiginlegur skilningur þeirra
skilyrðislaus, að ef þessi tilraun fer
úr böndum þá þýðir það endanlega
kollsteypu í íslensku efnahagslífi
og algjöra uppgjöf fyrir óðaverð-
bólgu.
Viðbrögð aðila
Samtök launþega, með einni und-
antekningu þó, voru reiðubúin að
herða sultarólina enn um eitt gat,
og einkafyrirtækin ákveðin í því
að mæta nauðsynlegu aðhaldi og
auknum rekstrarkostnaði með
sparnaði og skipulagsaðgerðum.
En hvað um ríkisvaldið? Ríkið hef-
ur aldrei lært að spara. Óháð þörf-
um eykur það stöðugt við umsvif
sín og mætir auknum útgjöldum
með aukinni skattheimtu, sem
bitnar á engum öðrum en aðilum
vinnumarkaðarins.
Það hefur aldrei í alvöru verið
gerð sú krafa til ríkisstofnana að
þær sjái að sér í þenslu og það tæp-
ast borið við að leggja niður ríkis-
stofnanir, sem eru ekki annað en
tímaskekkja, sem dæmi að nefna
Skipaútgerð ríkisins og Ríkismat
sjávarafurða.
KjaHarinn
Benedikt Gunnarsson
framkvæmdastjóri
Smákóngarnir í kerfinu vilja
verða stærri smákóngar og kunna
ekki til þess önnur ráð en að fjölga
undirmönnum til þess að sýnast
og búa jafnvel til ónauðsynleg
verkefni til þess að geta fjölgað
starfsmönnum.
Hvað geröi ríkisvaldið til þess að
sýna samstöðu við þjóðarsáttina?
Sýndi það tilburði til sparnaðar?
Ekkert gerðist annað en það að
ákveðnar voru hækkanir á þjón-
ustugjöldum fjölda stofnana og
þeim síðan frestað. Þessi frestur á
fyrirhuguðum hækkunum er í
raun ekkert nema skollaleikur þar
sem ekki er vitað til þess að það
hafi nokkur áhrif á rekstur við-
komandi stofnana, enda hefur for-
stöðumaður einnar þeirra beinlínis
lýst því yfir á opinberum vettvangi
að ekki yrði neitt dregið úr umsvif-
um hjá hans stofnun.
Er þá annaðhvort að ekki er þörf
fyrir þessar hækkanir eða að við-
komandi stofnanir ætla sér að
safna upp og ýta á undan sér skuld-
um þar til hækkun fæst og þá meiri
en ella. Er það fyrra sennilegra
nema hvort tveggja sé.
Ofgnótt opinberra
starfsmanna
Opinbera umsýslan er meö ein-
hvers staðar á bilinu 15-25% fleiri
á launaskrá en nokkur þörf er fyr-
ir og hvergi tilburðir til þess að
taka á því máh af neinni alvöru,
enda jafnvel andstætt þeirri ósk-
hyggju stjómvalda á hverjum tíma
að halda skráðu atvinnuleysi í lág-
marki án fyrirhafnar.
Frönsk stjórnvöld reyndu fyrir
nokkrum árum síðan að minnka
atvinnuleysi í þeirra lahdi með því
að auka starfshð á vegum ríkis-
stofnana. Sú tilraun verður víst
ekki endurtekin í því landi.
Viðbrögð ríkisvaldsins viö þjóð-
arsáttinni og öðrum tilraunum til
þess að hafa stjórn á verðlagsþróun
hefur nú sem áður verið loddara-
leikur.
Og nú til viðbótar sú flækja sem
orðið hefur vegna samnings fjár-
málaráðuneytis við hluta af laun-
þegum ríkisins þar sem berlega
kemur í ljós að aðstoðarmenn ráð-
herra eru hvergi nærri starfi sínu
vaxnir. Það að þurfa að leiðrétta
axarsköft starfsmanna sinna með
bráðabirgðalögum er meira klúður
en sögur fara annars af.
Benedikt Gunnarsson
„Það að þurfa að leiðrétta axarsköft
starfsmanna sinna með bráðabirgða-
lögum er meira klúður en sögur fara
annars af.“
Sýnir ríkiö tilburði til sparnaðar? - Forstöðumaður Ríkisútvarpsins lýsti
því yfir að ekki yrði dregið úr 'imsvifum hjá hans stofnun.