Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990. Iþróttir Skutu mörgum atvinnumönnum ref fyrir rass - Steingrímur Ingason og Ægir Ármannsson stóðu sig vel 1 ralli á Madeira Þeir í'élagar Steingrímur Ingason og Ægir Armannsson gerðu það heldur betur gott um verslunar- mannahelgina er þeir tóku þátt í einni af hörðustu rallkeppni Evr- ópu, alþjóðlega Madeira-rallinu. Þessi árvissa rallkeppni er liður í Evrópumeistarakeppninni og dreg- ur til sín alla bestu ökumenn álf- unnar. Sigur í þessari keppni gefur sigurvegaranum 800 stig þegar al- þjóðlega skoska rallið gefur ekki nema 200 og hefur það skoska ekki þótt neinn barnaleikur. Madeira rallið var nú haldið í 31. sinn og að þessu sinni var meiri spenna í kringum keppnina en oft áður því að möguleiki var á aö úr- slitin í Evrópumeistarakeppni öku- manna í rallakstri mundu ráðast í keppninni á Madeira. Höfðu aldrei áður keppt á bundnu slitlagi Steingrímur og Ægir höfðu ekki ætlað sér að blandast í þá baráttu því þar væri við ofurefli að etja en mögleiki væri á góðum árangri í þeirra flokki ef allt færi að óskum. Keppnisbíllinn var af gerðinni Opel Corsa, 130 hestafla smábíll, mikið betrumbættur og tahnn stólpagrip- ur á þrönga og hlykkjótta vegar- slóða Madeira. Það sem helst stóð þeim félögum fyrir þrifum fyrir keppnina og margir keppinaut- anna brostu yflr var að þeir hafa aldrei keppt á malbiki fyrr en keppnin fór öll fram á bundnu slit- lagi. Fannst þeim merkilegt að hitta fyrir menn með mikla keppnis- reynslu sem aldrei hefðu keppt á malbiki og gerðu sér ekki miklar hugmyndir um getu þeirra. En það fór á annan veg. Þeir Steingrímur og Ægir sýndu, að sögn erlendra blaða, snilldarakstur allan tímann og skutu mörgum at- vinnumanninum ref fyrir rass. Portúgalskt fyrirtæki borgaði allan kostnað Þeir félagar voru kostaðir í þessa keppni af portúgölsku stórfyrir- tæki og Evrópudeild Kónika skrif- vélafyrirtækisins. Að sögn Stein- gríms átti Ægir allan heiðurinn að þessum samningi en nær tvö ár eru síðan byrjað var að undirbúa mál- ið. Keppnisbíllinn var leigður í Bretlandi ásamt viðgerðarbíl og tveir viðgerðarmenn fylgdu en við- gerðarmaður Steingríms, Valgeir Njálsson, kom frá Islandi. Einnig aðstoðuðu þá félaga flmm Portúg- alar frá Madeira og lögðu þeim til fleiri viðgerðarbíla. Keppt á vægast sagt hrikalegum fjallvegum Keppnin var um 1000 km löng en um 350 km voru eknir á sérleiðum keppninnar um hrikalega fjallvegi þar sem víða var byrjað í 2-300 metra hæð yfir sjávarmáli og klifr- að í 1400 metra hæð og síðan niður að sjávarmáli aftur, jafnvel aðeins á 10 km langri sérleið. Keppnin hófst á fóstudagskvöldið í Funchal, höfðuborg eyjunnar, og fógnuðu þúsundir manna þeim 120 áhöfnum sem hófu keppnina, portúgalskar, ítalskar, franskar belgískar og víð- ar að. Þeir félagar Steingrímur og Ægir voru ræstir númer 29 í röð- inni og luku fyrsta hluta keppninn- ar klukkan tvö um nóttina aðeins í 48. sæti eftir að hafa tapað heilum þremur mínútum vegna rafmagn- sviðgerða á ferjuleið og hrapað alla leið niður í 78. sæti. Náðu 13. besta tímanum á einni sérleiðinni Strax á laugardagsmorgun sóttu þeir félagar í sig veðrið og náðu meðal annars 13. besta tíma á ann- ari sérleið dagsins og héldu upp- teknum hætti allan daginn og að loknum 200 km sérleiðaakstri um kvöldið höfðu þeir náð 17. sæti yfir heildina og fyrsta sæti í sínum vél- arstærðarflokki. Á sunnudeginum voru eknir 75 km á sérleiðum og eftir að hafa tapað nokkrum sætum á fyrstu sérleið morgunsins er þeir sprengdu dekk og urðu að skipta á ' sérleið klifruðu strákarnir upp í fimmtánda sæti og tryggðu sér sig- ur í flokknum á síðustu sérleið keppninnar þar sem þeir náðu átt- unda besta tíma yfir heildina. „Alveg ótrúlega skemmtileg keppni" „Þetta var alveg ótrúlega skemmti- leg keppni og það er óhætt að segja að árangur okkar hafl vakið mikla athygli. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef getað farið í keppni svona vel undirbúinn og þaö skilaði sér svo sannarlega. íslenskir rallöku- menn eiga fullt erindi til að keppa við þá bestu án þess að hafa nokkra minnimáttarkennd. Þessir karlar eru mannlegir eins og við,“ sagði Steingrímur Ingason rallökumað- ur í samtah við DV. -BG ’ 1 • Margar sérleiðanna í rallinu á Madeira voru vægast sagt hrikalegar eins og sést á þessari mynd. Eins gott að vera vakandi við stýrið og greinilegt er að ekki má mikið út af bera svo illa fari. • Steingrímur Ingason, til hægri, og Ægir Ármannsson. Þeir félagar náðu frábærum árangri á alþjóðlegu rallmóti á Madeira. Þeir félagar kepptu á Opel Corsa með 130 hestafla vél. Portúgalskt stórfyrirtæki sá alfar- ið um kostnað vegna rallsins. • Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals og ina vantar Ólaf Lárusson, besta dómara Sæv Ólafi Eins og fram hefur komiö þá hefur DV í samvinnu viö máln- ingafyrirtækið Hörpu hf., styrktaraðila 1. deildar í knattspymu, útnefnd bestan leikmann, þjálfara og dómara í hverjum mánuði í sumar. Verð- laun fyrir júlímánuð vom af- hent í gær í aðalstöðvum Hörpu hf. og var lögð til grundvallar frammistaðan í áttundu til tólftu umferð íslandsmótsins í knattspymu. Sævar Jónsson, leikmaður með Val, var út- nefndur besti leikmaður júlí- mánaðar, Ingi Bjöm Alberts- Frábær - á Grand Prix mót Frábær árangur náðist í mörgum greinu síðustu helgi. Kenýamaðurinn Wilham Tai 1:43,39 mín. og landi hans, Yobes Ondieki, • Bandaríkjamaðurinn Leroy Burrell, b hlaupið á 10,00 sek. Annar varð Calvin Sm maðurinn Chidi Imoh á 10,21 sek. • Danny Harris, Bandaríkjunum vann i • Marieta Ilcu, Rúmeníu, vann langstök sler, A-Þýskalandi, varð önnur með 6,85 með 6,28 m. • Pauline Davis frá Bahamaeyjum vann: • Andrew Volman, Bandaríkjunum, vari • Bandaríkjamaðurinn Michael Johnso: ann 20,21 sek. Annar varð Robson Da Sil rett, Bandaríkjunum, á 20,42 sek. • Hollis Conway vann hástökk karla, s Dakov með 2,36 m og Svíinn Patrik Sjöbei • Á móti í Hollandi um helgina vann L aftur yfir landa sínum Calvin Smith. Burj • Á mótinu í Hollandi náði Merlene Otte 10,97 sek. • í kringlukasti var það gamla kempan i sigraði og kastaði 63,38 m.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.