Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990.
25
DV
Ólyginn
sagði...
Greta Garbo
fær ekki aö hvíla í friöi í gröf-
inni. Nú hefur Antoni nokkur
Gronowicz gefið út bók um Garbo
þar sem hann lýsir fjálglega sam-
lífi þeirra tveggja sem margir efa
aö átt hafi sér stað. Hann segir
frá því að eftir aö þau höfðu
sængað saman haii Greta stokkið
fram úr rúminu og byrjað að gera
dansæfingar. Þegar Gronowicz
spurði hveiju þetta sætti svaraði
Greta að hún vildi ekki eiga það
á hættu að verða ófrísk. Bók
•þessa átti að gefa út árið 1976 en
þá tókst Garbo að stöðva útgáf-
una. Það er því fyrst núna eftir
andlát hennar að bókin kemur út.
Michael Douglas
er í vondum málum með nýju
myndina sína, Radio Flyer.
Myndin, sem fjallar um þjónustu-
stúlku sem ásamt börnum sínum
er misnotuð gróflega af árásar-
manni, er framleidd af Douglas
en hann leikur þó ekki sjálfur í
myndinni. Douglas ákvað eftir
tveggja vikna tökur að leikstjór-
inn, sem jafnframt er höfundur
handritsins, væri ekki nógu hæf-
ur í starfiö og rak hann með það
sama. Við allt þetta mótlæti bæt-
ist að Debra Winger hefur hætt
við að leika þjónustustúlkuna í
aðalhlutverkinu svo að nú stend-
ur Douglas uppi leikstjóra- og
leikaralaus.
Stefanía
Mónakóprinsessa er stöðugt í
sviðsljósinu. Nú nýverið birtust í
bandarískum og evrópskum slúð-
urblöðum myndir af prinsess-
unni sem teknar eru með sterkri
aödráttarlinsu. Þær sýna að Stef-
anía situr ekki prúð og settleg í
festum og býður eftir aö giftast
sínum kæra Jean-Yves Le Fur.
Ef það er rétt sem stendur í þess-
um blöðum hefur Stefanía greini-
lega yndi af því að liggja topplaus
á ströndum Miðjarðarhafsins og
láta vel að hinum ýmsu karl-
mönnum. Og ekki skiptir máh
hvort þeir eru ungir eða gamlir,
venjulegir Jónar eða frægir
herramenn. Mónakóslektið hefur
ekki undan að lýsa því yfir að
allir þessir karlmenn séu aðeins
nánir fjölskylduvinir en allur
heimurinn stendur á öndinni og
bíöur eftir því að kærastinn, Je-
an-Yves, geri eitthvað í málun-
um.
Sviðsljós
-■ v - í
Hinir árlegu Rykkrokktónleikar hafa fest sig í sessi og jafnan er stór hópur Sykurmolarnir létu sig ekki vanta í Rykkrokkið.
fólks sem þangað sækir. Og ekki er verra að aðgangur er ókeypis.
DV-myndir JAK
Rykkrokkaö 1
BreiðhLoltinu
Félagsmiðstöðin Fellahellir hélt
sína árlegu Rykkrokktónleika síðast-
liðinn laugardag.
Tónleikamir, sem haldnir eru úti
undir beru lofti, hafa fest sig í sessi
sem nokkurs konar hveríishátíð fyr-
ir íbúa Breiðholtsins en auðvitað eru
allir íbúar Reykjavíkur velkomnir.
í ár var reynt að höfða til breiðs
aldurshóps og var dagskránni tví-
skipt. Annars vegar var barna- og
fjölskylduskemmtun og hins vegar
voru rokktónleikar eins og verið hef-
ur undanfarin ár.
Barna- og fjölskylduskemmtunin
stóð frá kl. 14 til kl. 17 í góða veðrinu
sem lék við höfuöborgarbúana um
helgina. Farið var í leiki og krakk-
amir fengu að prófa ýmis leiktæki.
Boðið var upp veitingar og íjölda-
mörg skemmtiatriði vom á dagskrá.
Málfríður Marta og Eggert A. Mark-
an úr ungmennafélaginu Auðhumlu
kíktu í heimsókn og Pétur töframað-
ur gerði mikla lukku hjá yngstu kyn-
slóðinni.
Því næst hófust rokktónleikarnir
sem stóðu fram undir miðnætti. 12
hljómsveitir komu fram. Sjö efnileg-
ar unglingahljómsveitir tóku lagið,
meðal annars þær sem urðu hlut-
skarpastar í músíktilraunum Tóna-
bæjar, Nabblastrengir og Frímann.
Að auki spiluðu fimm landsþekktar
sveitir, Sykurmolarnir, Risaeðlan,
stórsveitin Júpíters, Megas ásamt
Hættulegri hljómsveit og síðast en sem nýtur mikilla vinsælda í Breið- hressilega undir þegar Breiðholts-
ekki síst Langi Seli og Skuggamir holtinu, enda tóku áhorfendur búgí hljómaði um nálæg húsasund.
Þær stöllur Magga Stína (til vinstri) og Dóra Wonder í Risaeðlunum á fullum krafti.
Flugsýning flugmódelfélagsins Þyts:
Fljúgandi
módelflugvélar
Það eru ekki bara ungir krakkar
sem dunda sér við módelsmíði. Þetta
tómstundagaman hefur gripið marg-
an eldri manninn líka. Módelsmíði
er vandaverk ef vel á að vera og það
tekur langan tíma að smíða stóran
og góðan grip. Áhugamenn um
flugmódel hafa með sér félagsskap
sem heitir Þytur og þar sameinast
þeir í módelsmíði sinni.
Síðastiðinn laugardag hélt
flugmódelfélagið Þytur veglega mód-
elsýningu. Tuttugu ár eru liðin síöan
félagið var stofnað og var sýningin
haldin af því tilefni.
Sýningin var haldið á athafna-
svæði flugmódelfélagsins, Hamra-
nesvelli, sem er í hrauninu sunnan
Hafnarfjaröar. Síðastliðin þrjú ár
hafa félagar í Þyt unniö að því að
koma sér upp flugvelli fyrir módel-
flug og má segja að aóstaðan, sem
nú er fyrir hendi á Hamranesvelli,
sé með því besta sem þekkist.
Á sýningunni mátti sjá fjöldamarg-
ar listavel gerðar módelflugvélar,
aUt frá farþegaflugvélum til gamalla
tvíþekja. Vélunum er hægt að fljúga
með fjarstýringu og leika með þeim
ýmsar flugkúnstir. Stærri flugvélar
voru einnig á sýningunni, svo sem
Piper Cup vél, þyrla og svokallað fis
en auk þess var sýnt listflug.
Ómar Ragnarsson gerir sig kláran i flugferð á Fisinu. DV-myndir JAK
Sturla Snorrason hjá módeli sínu af Gljáfaxa, farþegaflugvél af gerðinni
DC 3.
Módel af öllum gerðum flugvéla hófu sig á loft á laugardaginn frá Hamra-
nesflugvellinum í Hafnarfirði.