Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Page 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990.
Afmæli
Helgi Gestsson
Helgi Gestsson húsasmiður, Berg-
staðastræti 33, Reykjavík, er níutíu
ára í dag.
Helgi fæddist í Saurbæ á Rauða-
sandi og ólst þar upp, svo og í Kolls-
vík í Rauðasandshreppi. Helgi var
fyrst sendur frá foreldrum sínum til
snúninga í sveit átta ára gamall.
Foreldrar Helga voru þurrabúðar-
fólk í Kollsvík og sjálfur var hann
bóndi í Kollsvík til 1933. Helgi bjó á
Patreksfirði 1933-1950 en þegar
hann fluttist þangað var þar mikil
velmegun. Hann hefur búið í
Reykjavík frá 1950. Tvisvar hefur
Helgi fengist við útgerð, bæði á Pat-
reksfirði og í Reykjavík. Helgi er
húsasmíðameistari og rak verk-
stæði á Patreksfirði og í Reykjavík
allt þar til fyrir um fimm árum.
Helgi kvæntist 14. október 1938
Sigríði Brynjólfsdóttur, f. 24. júní
1914. Foreldrar Sigíðar eru Brynjólf-
ur Einarsson, b. og búfræðingur á
Klukkulandi í Dýrafirði, og kona
hans, Sigríður Brynjólfsdóttur.
Börn Helga og með tveimur kon-
um eru: Ingibergur, f. 9. apríl 1939,
húsameistri í Rvík, kvæntur Sigríði
Óskarsdóttur; Bryndís, f. 23. maí
1940, gift Ólafi Steinþórssyni, b. í
Fremri-Hjarðardal í Dýrafirði; Jós-
ep, f. 14. október 1941, trésmiður í
Rvík; Jónína, f. 17. júlí 1946, leið-
beinandi á Staðarfelli, gift Guð-
mundi Vestmann, framkvæmda-
stjóra á Staðarfelli; Hrönn, f. 31. jan-
ýar 1949, húsmóðir í Panama City í
Florida í Bandaríkjunum; Einar, f.
3. október 1950, trésmiður í Rvík og
Kristrún, f. 11. febrúar 1960, gift
Jóhanni Pétri Margeirssyni, gjald-
kera heildverslunarinnar Icelko í
Rvík. Helgi átti einn bróður, Guð-
mund, f. 3. júlí 1901, en hann er lát-
inn, sjómaður og trésmiður í Koll-
svík, kvæntur Jóhönnu Pálsdóttur.
Foreldrar Helga voru Gestur Jós-
epsson, f. 1867, d. 1946, þurrabúðar-
maður í Kollsvík, og koná hans,
Ingibjörg Runólfsdóttir, f. 1865, d.
1947. Gestur var sonur Jóseps, b. á
Hamri í Múlasveit, Bjarnasonar, b.
á Hamri, Sigmundssonar, b. í Litla-
nesi í Múlasveit, Sigmundssonar,
b. á Ingunnarstöðum, Brandssonar.
Móðir Bjarna var Margrét Jóns-
dóttir. Móðir Jóseps var Guðrún
Einarsdóttir, b. á Ingunnarstöðum,
Þorleifssonar og konu hans, Jór-
unnar Jónsdóttur. Móðir Gests var
Helga Jónsdóttir, b. í Hvammi,
Bjarnasonar, b. í Rauðsdal, Jóns-
sonar, b. á Þverá, Þórðarsonar.
Móðir Jóns í Hvammi var Herdís
ljósmóðir Jónsdóttir, b. í Hvammi,
Bjarnasonar. Móðir Helgu var Sig-
ríður Jóhannesdóttir, b. í Hvammi,
Jónssonar og konu hans, Sigríðar
Snorradóttur.
Ingibjörg Runólfsdóttir, b. á Skóg-
um á Rauðasandi, Brynjólfssonar
sterka, b. í Kirkjuhvammi, Eggerts-
sonar, b. á Hreggsstöðum í Miðfirði,
Pálssonar. Móðir Runólfs var Helga
Runólfsdóttir, prests á Brjánslæk,
Erlendssonar, prests í Gufudal,
Hannessonar. Móðir Helgu var
Kristín Þorláksdóttir, klausturhald-
ara í Þykkvabæ og b. á Teigi í Fljóts-
hlíð, Þórðarsonar Thorlaciusar,
klausturhaldara í Þykkvabæ og b. á
Teigi, Brynjólfssonar Thorlaciusar,
sýslumanns á Hlíðarenda, Þórðar-
Helgi Gestsson.
sonar, biskups í Skálholti, Þorláks-
sonar, biskups á Hólum, Skúlason-
ar. Móðir Ingibjargar var Guðrún
Gunnlaugsdóttir, b. í Kirkju-
hvammi, Þorleifssonar og konu
hans, Margrétar Þórðardóttur.
Helgi tekur á móti gestum í sal
Meistarafélags húsasmiða, Skip-
holti 70, á afmælisdaginn milli
klukkan 17 og 19.
Andlát
Þórarinn Ámason
Þórarinn Ámason frá Stóra-
Hrauni, Dalbraut 27, Reykjavík, lést
8. ágúst. Þórarinn verður jarðsung-
inn fóstudaginn 17. ágúst kl. 15 frá
Dómkirkjunni.
Þórarinn var fæddur 8. ágúst 1898
á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaða-
hreppi og ólst þar upp. Þórarinn var
verslunarstjóri í Rvík 1915-1917 og
afgreiðslumaður Alþýðublaðsins
1917-1922. Hann keyrði eigin vöru-
bíl á Vörubílastöð íslands 1922-1924
og var b. á Stóra-Hrauni 1924-1949.
Hann var í hreppsnefnd Kolbeins-
staðahrepps, var sýslunefndarmað-
ur og formaður skólanefndar Kol-
beinsstaðahrepps 1942-1949. Þórar-
inn flutti frá Stóra-Hrauni 1949,
fyrst til Drangsness og síðan til
Reykjavíkur. Þórarinn rak prjóna-
stofu í Rvík 1953-1957, var fulltrúi
hjá Rafmagnsveitu Rvíkur 1957-
1968 og verslunarmaður í Rvík
1968-1972. Eftir Þórarin er bókin
Prófastssonurinn segir frá, sem Ing-
ólfur Kristjánsson skrásetti og kom
Út1972.
Þórarinn kvæntist 4. júní 1922
Rósu Lárusdóttur, f. 3. febrúar 1904,
d. 17. mars 1987, kennara ogorgan-
ista. Foreldrar hennar voru Lárus
Halldórsson, prestur á Breiðaból-
stað á Skógarströnd, og kona hans,
Arnbjörg Einarsdóttir. Börn Þórar-
ins og Rósu eru Kristín Guðríður,
f. 6. september 1922, píanókennari,
gift Einari Nikulássyni, forstjóra í
Rvík, Lára Arnbjörg, f. 26. mars
1924, gift Halldóri Eiríkssyni Bech,
fyrrv. bifreiðastjóra í Rvík, Elísabet,
f. 10. júní 1927, gift Stefáni Olafi
Gíslasyni, fyrrv. flugstjóra í Rvík,
Elín, f. 4. nóvember 1929, d. 18. mars
1931, Inga Erna, f. 31. október 1930,
d. 22. janúar 1931, Elín, f. 2. febrúar
1932, gift Hans Stefáni Gústafssyni,
garðyrkjubónda í Hveragerði, Inga
Erna, f. 8. nóvember 1933, gift Ólafi
Garðari Eyjólfssyni, skrifstofu-
stjóra í Rvík, og Gyða, f. 28. apríl
1935, gift Hafliða Guðjónssyni, skrif-
stofumanniíRvík.
Foreldrar Þórarins voru Árni Þór-
arinsson, prófastur á Stóra-Hrauni,
og kona hans, EUsabet Sigurðar-
dóttir. Árni var sonur Þórarins,
jarðyrkjumanns á Stóra-Hrauni á
Eyrarbakka, Árnasonar, b. á Klas-
baröa í Vestur-Landeyjum, Jóns-
sonar. Móðir Þórarins var Jórunn,
systir Tómasar „Fjölnismanns", afa
Jóns Helgasonar biskups og langafa
Helga Tómassonar yfirlæknis, föður
Ragnhildar, alþingismanns. Jórunn
var dóttir Sæmundar, b. á Eyvind-
arholti undir Eyjaljöllum, Ög-
mundssonar, prests í Krossi í Land-
eyjum Högnasonar, „prestafóður"
prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð,
Sigurðssonar, föður Böðvars, lang-
afa Þorvaldar, afa Vigdísar Finn-
bogadóttur. Móðir Sæmundar var
Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns,
afa Jóns forseta. Móðir Arna á
Stóra-Hrauni var Ingunn, systir
Helga, afa Ásmundar Guðmunds-
sonar biskups og langafa Ólafs
Skúlasonar biskups. Ingunn var
dóttir Magnúsar, alþingismanns í
Syðra Langholti, Andréssonar og
konu hans Katrínar Eiríksdóttur,
b. og dbrm. á Reykjum á Skeiðum,
Vigfússonar, ættföður Reykjaættar-
innar, langafa Sigurgeirs Sigurðs-
sonar biskups, föður Péturs bisk-
ups.
Elísabet var dóttir Sigurðar, b. í
Syöra-Skógarnesi, Kristjánssonar,
b. í Ytra-Skógarnesi, Gíslasonar.
Móðir Kristjáns var Katrín Bárðar-
dóttir, systir Halldóru, langömmu
Daða, föður Sigfúsar Daðasonar
skálds. Móðir Elísabetar var Guð-
ríður Magnúsdóttir, b. í Skógarnesi,
Jónssonar. Móðir Magnúsar var
Guðríður Jónsdóttir Hólaráðs-
manns Jónssonar og konu hans
Guðrúnar Benediktsdóttur, skálds á
Stóru-Þverá í Fljótum, Sigurðsson-
Þórarinn Arnason.
ar. Móðir Benedikts var Guðrún
Þorsteinsdóttir, b. í Stóru-Brekku í
Fljótum, Eiríkssonar, ættfóður
Stóru-Brekkuættarinnar, langafa
Gunnlaugs, afa Jóns Thoroddsen
skálds. Móöir Guðríðar var Kristín
Sigurðardóttir, b. í Skógarnesi, Guð-
brandssonar, bróður Þorleifs, fóður
Þorleifs, læknis í Bjarnarhöfn. Móð-
ir Sigurðar var Kristín Pétursdóttir,
prests í Miklaholti, Einarssonar,
langafa Péturs Eggerz, afa Kristjáns
Thorlaciusar, fyrrv. formanns
BSRB.
Stefán Reykjalín
Stefán Reykjalín, byggingameistari
á Akureyri, lést miðvikudaginn 8.
ágúst. Stefán var fæddur á Akureyri
og lauk stúdentsprófi í MA1938.
Hann tók próf í húsasmíði 1943 og
fékk meistararéttindi í húsasmíði
1943. Stefán starfaði hjá bygginga-
samvinnufélagi Eyjafjarðar við leið-
beiningar og eftirlit meö byggingum
á félagssvæöinu 1939-1942. Hann
var byggingameistari á Akureyri og
var byggingameistari fjölda húsa á
Akureyri og víðar.Stefán hannaöi
og byggði Útgarö (MA) 1936, Hús-
mæðraskóla Akureyrar 1944,
Heimavist MA, útibú Landsbank-
ans, Útvegsbankans og Búnaðar-
bankans á Akureyri, Amarohúsið
o.fl. hús, öll byggð 1946-1960. Hann
gerði uppdrætti að fjölda húsa á
Akureyri, m.a. húsi Amaro hf„ og
byggði um 100 söluíbúðir í rað-
húsum 1958-1973. Stefán var starfs-
maður Slippstöðvarinnar hf. á Ak-
ureyri frá 1975. Hann fór til Banda-
ríkjanna fyrir Samband ísl. sam-
vinnufélaga 1941 til að annast inn-
kaup á timbri sökum þess að öll við-
skiptasambönd við Norðurlönd lok-
uðust vegna ófriðarins. Stefán var
bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir
Framsóknarflokkinn 1956-1978 og
var oft í bæjarráði og í flestum fasta-
nefndum. Hann var í bygginganefnd
1954-1978, hafnarstjórn 1962-1986,
þar af formaður í 20 ár, fyrsti vara-
forseti bæjarstjórnar Akureyrar
1964-1974 ogforseti 1977-1978. Stef-
án var stjórnarformaður Slipp-
stöðvarinnar hf. á Akureyri 1971-
1989 og í stjórn Brunabótafélags ís-
lands 1979-1981. Stefán kvæntist 30.
apríl 1940 Guöbjörgu Bjarnadóttur,
f. 19. febrúar 1913, d. 2. febrúar 1987.
Foreldrar Guðbjargar voru: Bjarni
Benediktsson, b. og kennari á Leifs-
stöðum í Eyjafirði, og kona hans,
Snjólaug Eyjólfsdóttir. Synir Stef-
áns og Guðbjargar eru: Bjarni
Reykjalín, f. 7. janúar 1949, arkitekt
á Akureyri, kvæntur Svövu Ara-
dóttur hjúkrunarfræðingi, og Guö-
mundur Reykjalín, f. 14. nóvember
1952, viðskiptafræðingur og fram-
kvæmdastjóri Apótekarafélags ís-
lands.
Foreldrar Stefáns voru: Guð-
mundur Ólafsson, f. 25. júní 1872,
d. 28. ágúst 1956, byggingameistari
á Akureyri, og seinni kona hans,
Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 12. ágúst
1888, d. 5. febrúar 1968. Fósturmóðir
Stefáns var Svanfríður Jónsdóttir,
fyrri kona Guömundar. Guðmund-
ur var sonur Ólafs Jónssonar og
konu hans, Margrétar Jónsdóttur
Reyjalín. Ingibjörg var dóttir
Bjama, húsmanns í Skagafirði og á
Hallfreðarstöðum í Hróarstungu,
Stefán Reykjalin.
Bjarnasonar og konu hans, Stein-
varar Guðmundsdóttur.
Til hamingju með afmælið
85 ára
Halldóra Hansdóttir, Þrándarholti I, Gnúpverjahreppi.
75 ára
Ingunn Gunnarsdóttir, Útgarði 7, Egilsstöðum.
70 ára
Guðríður Jóna Indriðadóttir, Borgarhrauni 15, Hveragerði. Ragnar F. Jónsson, Stigahlið 2, Reykjavík.
60 ára
Jón Aðalsteinsson, Lyngbrekku, Reykdælahreppi. Aðalsteinn Aðalsteinsson, Sunnuflöt 31, Garðabæ. Gyða Bárðardóttir, Grenivöllum 14, Akureyri.
50 ára
örn Leósson, Kleppsvegi 36, Reykjavík. Ásthildur Sigurðardóttir, Álfatúni 29, Kópavogi. Jörmundur Ingi Hansen. Þórir Yngvi Snorrason, Efra-Hvoli, Hvolsvelli. Stefán Sigurðsson, Breiðumörk 2, Hlíöarhreppi. Helga Ása Ólafsdóttir, Tjarnarbraut 3, Hafnarfiröi. Þorgrimur Ólason, Stekkjarholti 4, Ólafsvík.
40 ára
Þórhallur Birgir Jónsson, Vesturströnd 6, Seltjamarnesi. Karl Svavarsson,
Andrés Magnússon, Daltúni2, Kópavogi. Ingibjörg Leósdóttir, Starrahólum 15, Reykjavík.
Láttu ekki
sumarleyfið
| fara út um þúfur.
með óaðgæslu I