Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Simi 27022
ÞFSIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990.
Norskt tryggingarfélag:
Hafnar 80
milljóna
kröf u ísnó
Norska tryggingarfélagið Vesta
hefur hafnað 80 milljón króna bó-
takröfu ísnó vegna dauða á annað
hundrað laxa og laxaseiða í Vest-
mannaeyjum síðastliðinn vetur.
Hins vegar lýsti félagið sig tilbúið til
viðræðna við forsvarsmenn ísnó um
hugsanlegar bætur. Eyjólfur Konráö
Jónsson, stjórnarformaður ísnó, seg-
ist vera bjartsýnn á að þetta tjón
verði bætt en viðræðurnar hefjast í
næstu viku.
Vesta hafði sagt upp tryggingar-
samningi við ísnó frá og með síðustu
mánaðamótum en hefur nú fram-
lengt samninginn út þennan mánuð.
Á fundinum í næstu viku mun jafn-
framt koma í ljós hvort þessi samn-
ingur verður endurnýj aður. -gse
Franskur ferðamaður:
Týndistígær-
f annst í morgun
Franskur ferðamaður varð við-
skila við hóp franskra og ítalskra
félaga sinna þar sem þeir voru á ferö
með íslenskum fararstjóra við Gæsa-
vötn í gærkvöld. Samferðamenn
mannsins svipuöust um eftir honum
en án árangurs og var Slysavarnafé-
laginu gert viðvart skömmu eftir
miðnætti. Leitarflokkar björgunars-
veitanna fyrir noröan voru í við-
bragðsstöðu og um hálfsexleytið
flaug þyrla Landhelgisgæslunnar
norður. Ekki löngu síðar, eða um
hálfáttaleytið, fannst maðurinn heill
á húfi. -hlh
BflveKa
í Graf ningi
Fólksbíll með tveimur farþegum
valt á veginum í Grafningi í gær-
kvöldi. Haíöi bíllinn farið út í lausa-
möl með fyrrgreindum afleiðingum.
Hvorugur mannanna slasaðist en
bíllinn varð fyrir nokkrum skemmd-
um. -hlh
Strokufanginn
fannstigær
Birgir Andrésson, fangi á Litla-
Hrauni, fannst í íbúðarhúsi í Reykja-
vík um miðjan dag i gær. Birgir slapp
af Borgarspítalanum aðfaranótt
laugardags. Lögregla hafði leitað
hans án árangurs þar til hringt var
til lögreglu og tilkynnt hvar Birgir
hélt sig.
Hann er nú kominn aftur á Litla-
Hraun. -sme
LOKI
Tilkynni herra höfuðsmað-
ur: Mæti ekki til skráningar.
íslendingur 1 útistöðum við Bandaiikjaher:
Hótað 5 ára fangelsi og
15 milljóna króna sekt
_ i i • n i n i i • / ,
„Ég er eíginlega steinhissa á þess-
um bréfum. Þetta er þriðja bréfiö
sem ég fæ og nú er hótað öllu illu
ef ég læt ekki skrá mig í bandariska
herinn,“ sagði Arnór H. Arnórs-
son, ungur Reykvíkingur, sem
undanfarið hefur verið að fá bréf
írá bandarískri stofnun sem heitir
Selective Service System og sér um
að ráða nýliða fyrir Bandaríkjaher.
Arnór hefur ekki sinnt fyrri bréf-
um, enda ekki kunnugt um að hann
hafi neinum skyldum að gegna fyr-
ir Sám frænda. Þeir vestra eru þó
ekki á því að gefast upp því nú
hóta þeir honum 250 þúsund dala
sekt ef hann lætur ekki skrá sig.
Það eru ríflega 15 milljónir ís-
lenskra króna. Að öðrum kosti
verður hann að sitja inni í 5 ár.
Arnór H. Arnórsson með bréfið frá Bandarikjaher þar sem honum er hótað
250.000 dollara sekt eða 5 ára fangelsi gefi hann sig ekki fram til her-
þjónustu strax. DV-mynd BG
Skýringin, sem Amór hefur á útskýrt l\já Bandariska sendiráð-
þessari uppákomu, er að hann fór inu hér. Ég veit þó að það eru fleiri
til Bandaríkjanna fyrir tveimur íslendingar sem hafa fengið sams
árum og dvaldi þá um tveggja mán- konar bréf.
aða skeíð hjá frænda sínum í Tulsa Eins og málin standa nú á ég á
í Oklahoma. Á þeim tíma tók hann hættu aö verða handtekinn ef ég
bílpróf og upplýsingamar, sem voga mér til Bandaríkjanna. Her-
hann lét þá í té, virðast hafa endað inn hefur sótt um heimild til að
þjá hernum sem hefur litið svo á ákæra mig og það er því eins gott
að Amór vildi gerast dáti þar að máliö verði leiðrétt ef ég þarf
vestra. aö fara utan aftur,“ sagði Arnór.
„Ég á eftir að fá þetta að fullu -GK
Aðgerðir kennara:
„Skrípaleikur“
- segir menntamálaráðherra
„Þetta eru auðvitað skelfileg tíð-
indi og ég get í raun ekkert annað
sagt því ég hef ekki séð neitt frá þeim
sjálfum og þeir hafa ekki rætt við
mig,“ sagði Svavar Gestsson
menntamálaráðherra þegar leitað
var viðbragða hjá honum við hug-
myndum kennara um aðgerðir
vegna bráðabirgðalaganna. Hafa
kennarar boðað tafir og skæruhern-
að þegar skólar hefiast í haust.
„Það námsfólk sem verður fyrir
þessu hefur orðið fyrir alls konar
óþægindum í skóla alveg stöðugt frá
1984, aö vetrinum 1989-90 undan-
skildum. Þetta er einu orði sagt
skelfilegt," sagði menntamálaráð-
herra.
- Telur þú þessar aðgerðir lögleg-
ar?
„Það er auðvitað skrípaleikur að
setja dæmið þannig upp að aðgerðir
af þessu tagi samrýmist lögum. Það
á auðvitað að kenna í skólunum. Það
dugir ekki að þrátta í svona deilu um
það hvað eru lög og hvað ekki. Það
verður að grafa fyrir rætur meins-
ins. Þetta skapar bara erfiðleika og
ekkert annað,“ sagði Svavar Gests-
son menntamálaráðherra.
-SMJ
Enn biðstaða
í Kúvæt
Enn virðist engin hreyfing vera í
þá átt að Norðurlandabúar og þar á
meðal íslendingar fái að yfirgefa
Kúvæt og írak. Þegar DV hafði sam-
band við sænska sendiráðið í Rijat í
Saudi-Arabíu í morgun biðu menn
þar enn eftir tíðindum frá hættu-
svæðinu.
írakar hafa þó sagt Svium að
starfsmenn sendiráðsins í Kúvæt
geti yfirgefið landið fyrir 24. ágúst
en nákvæmari upplýsingar hafa ekki
fengist. Þá hefur ekkert svar fengist
við hvort óbreyttir borgarar fái far-
arleyfi á sama tíma. Svíar hafa tekið
að sér að gæta hagsmuna íslending-
anna sem eru í Kúvæt.
-GK
Veðrið á morgim:
Bjartviðri um
sunnan-og
vestanvert
landið
Á morgun verður fremur hæg
norðan- og norðaustanátt, smá-
skúrir á annesjum norðan- og
austanlands en bjartviöri um
sunnan- og vestanvert landið.