Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1990, Blaðsíða 27
LAUGAKiyXGUR 1. DÉSÉMBER Í9Ö0. 32 27 Sérstæö sákamal Húnþagði í 15 ár í mörg ár bjó í Mið-Svíþjóð kona sem var viss um að maður hennar væri morðingi. í nokkur ár var henni ógnað svo að hún þorði ekki að skýra frá grunsemdum sínum. Síðar, þegar maður hennar var lát- inn, taldi hún ekki ástæöu til að opinbera þær. Á því varð þó breyt- ing. Nafnlaustbréf Það var þó fyrst flmmtán árum eftir morðið að hún tók í sig kjark og skrifaði nafnlaust bréf til dag- blaðs og þar sagði meðal annars: „Morðingi Anette er látinn. Hann lést á ferðalagi erlendis og þess vegna verður aldrei hægt að upp- lýsa málið til fulls...“ Það var 7. júní 1971 að Anette Wernersson, sextán ára, hvarf á leið frá Æskulýðsheimilinu í Ny- gard í Linköping. Þangað hafði hún farið með unnusta sínum og bestu vinkonu til að spila á spil. Skömmu eftir miðnætti fóru Anette og unn- ustinn frá heimilinu en þau misstu af strætisvagni og gengu því í áttina til miðbæjarins. Klukkan var um hálfeitt þegar þau komu að húsi unnustans. Hann spurði Anette þá hvort þau ættu ekki að hittast í Æskulýðsheimilinu daginn eftir. Anette taldi hins vegar ekki að móðir sín leyfði henni að fara þang- að annað kvöldið í röð og var því ekkert stefnumót ákveðið. Stundarfjórðungi síðar sá maður nokkur stúlku sem svaraöi til lýs- ingar á Anette á leið eftir Grenadj- ergatan. Um eittleytið mætti henni kona. Þá átti Anette aðeins tvo kíló- metra ófarna heim til sín. En þang- að náði hún aldrei. Líkið finnst í runna Morguninn eftir komust foreldr- ar Anette að því að hún hafði ekki sofið í rúmi sínu um nóttina. Er tekið var að grennslast fyrir um hana vissi enginn hvar hana var að flnna. Það var sem jörðin heföi gleypt hana. Þá var haft samband við lögregluna. Rannsóknarlögreglumennirnir fengu strax um það sterkan grun að hún hefði orðið fórnardýr kyn- ferðisafbrotamanns því næstu vik- ur á undan höfðu nokkrar konur í borginni orðið fyrir áreitni. Allar sögðu þær að maðurinn sem í hlut ætti væri í íþróttagalla. Engin þeirra gat þó gefið svo góða lýsingu á honum að hún nægöi til að hægt væri að bera kennsl á hann. 2. júlí, tuttugu og fjórum dögum eftir hvarfið, hringdi maður nokk- ur til lögreglunnar og sagðist hafa fundið lík í skógi um fimm kíló- metrum fyrir utan Linköping. Kom í ljós að það var af Anette. Ekki tókst réttarlæknum að staðfesta að um kynferðisglæp hefði verið að ræða og ekki gátu þeir fullyrt hvernig Anette hefði látið lífið. Áfengiseitrun Um þrjátíu rannsóknarlögreglu- menn unnu að því að upplýsa mál- ið undir stjórn Görans Tolerud lög- regluforingja. „Ég verð að viðurkenna að við urðum að gefast upp,“ sagði hann nýlega þegar málið komst aftur á dagskrá. „í raun gerðist ekkert sem varpað gat ljósi á hver bar ábyrgð á dauða Anette fyrr en árið 1986, fimmtán árum eftir morðið. Þá sáum við bréfið nafnlausa. Okkur tókst að komast að því hver hafði skrifað það. Það reyndist vera fimmtíu og fimm ára gömul kona sem skýrði okkur frá því að árið 1972 heföi hún búið með manni sín- um í Linköping. Hún hefði fengið um það grunsemdir að eiginmaður- Göran Tolerud lögregluforingi. inn væri morðinginn en hann hefði verið afar skapmikill og oft mis- þyrmt henni. Hún hefði því ekkert þorað að gera. Síðan slitu þau sam- vistum en samt sem áður var kon- an enn það hrædd að hún þorði ekkert að aðhafast. Árið 1977 bárust henni svo boð um að maður hennar fyrrverandi hefði látist á feröalági í Grikklandi. í dánarvottorði sagði að áfengis- eitrun hefði orðið honum að bana. Grunsemdir fást staðfestar Konan aðhaföist ekkert fram til ársins 1986 og ef skýring hennar á því að hún hafi litið svo á eftir að maður hennar fyrrverandi lést að ekki yrði hægt að upplýsa málið þar eð hann gæti ekki játað á sig morðið. Samviskan hélt þó áfram að naga hana og árið 1986 ákvað hún að skrifa bréfið nafnlausa. Ýmislegt benti til þess að kona mannsins hefði rétt fyrir sér. Þann- ig haföi fundist pípa við líkið af Anette. Mynd af pípunni birtist í blaði og fannst konunni hún afar lík pípu mannsins síns. Hún sá að hann reykti hana ekki lengur og þegar hún spurði hann hvað orðið hefði af henni sagðist hann hafa týnt henni úti á akri. Eftir þetta Trjálundurinn þar sem líkið fannst. samtal þeirra hjóna gerðist hann þungur í skapi og skipaði henni að nefna pípuna ekki oftar. Þetta gerði konuna hrædda um líf sitt. Fyrir hafði hún beyg af manninum af því hún hafði sterkan grun um að hann misnotaði dætur sínar, tólf og þrettán ára, kynferðislega. Þá fór hann oft í ökuferðir að næturlagi, einn síns liðs. Nótt eina heyrði konan að hann ók bílnum inn í bílskúrinn um þrjúleytið. Það var nóttina sem Anette hvarf. Síöar sá konan að maðurinn þvoði bílinn vandlega að innan. Enn jók það á grunsemdirn- ar þegar hún, eftir hvarf Anette, tók að íhuga þennan óvenjulega bílþvott. Enn jukust svo grunsemd- irnar þegar konunni varð Ijóst að maður hennar var fekinn að safna blaðaúrklippum um mál Anette. Óvenjuleg hegðan og yfirlýsingar Konan ræddi við bróöur sinn sem þekkti vel til vandamálanna í hjónabandi hennar. Hún sagði hon- um frá því að hún teldi að maður hennar hefði myrt Anette Wern- ersson. Bróðirinn lagði hart að systur sinni að fara til lögreglunn- ar en hún þorði ekki aö gera það. Dag einn gerðist það svo þegar þau hjónin voru á ökuferð um Linköping að maðurinn benti á hús og sagði að í því hefði Anette búið. Þegar konan spurði hann að þvi hvernig hann vissi það svaraði hann því til að vinnuveitandi sinn hefði bent sér á það. Atvinnuveitandinn skýrði lög- reglunni síöar frá því að hann hefði aldrei ekið með manninum um þennan hluta Linköping. í annarri ökuferð benti maðurinn konu sinni á Æskulýðsheimilið þar sem hann sagði að Anette hefði varið síðustu stundum ævi sinnar. Skömmu síðar lét maðurinn senda sér í póstkröfu Sænskar sakamála- Anette Wernersson. frásagnir. Bækur las hann þó aldr- ei. Þar var sérstaklega fjallað um Anettemálið. Dag einn kom svo vörubíll með möl sem maðurinn hafði pantað „svo laga mætti til á lóðinni". Það fyrsta sem konunni kom til hugar var að hann hygðist nú grafa eitt- hvað. Plastpoki með fötum Þegar konan kom loks á fund lög- reglunnar og leysti frá skjóðunni um mann sinn og þær grunsemdir sem hún hafði haft í hálfan annan áratug um aö hann væri morðingi Anette Wernersson skýrði hún frá því að dag einn árið 1971 hefði hann komið heim með plastpoka. í hon- um hefðu verið brúnar flannels- buxur og sandalar. Kvaöst hann hafa fengið hvort tveggja hjá móð- ur sinni. En þegar konan spurði síðar tengdamóður sína um gjöfina kannaðist hún ekki við að hafa lá- tið son sinn fá buxurnar og sandal- ana. Kom konunni þá til hugar að buxurnar sem hún hafði tekið við og breytt svo dóttir hennar gæti gengið í þeim væru líklega af Anette. Um pípuna sem lögreglan fann við likið er það frekar að segja að nokkru fyrir morðið var konan í heimsókn með manni sínum hjá bróöur hennar. Þá hafði eigin- maðurinn slegið pípunni svo hart við öskubakka að hún hafði brotn- að. Maöurinn fann sér þá nýtt munnstykki og lagaði það til með sandpappír uns það gekk í pípu- hálsinn. Ummæli Görans Tolerud „Þegar við fengum þessar upplýs- ingar sendum við pípuna til rann- sóknar hjá tæknimönnum," sagði Göran Tolerud lögregluforingi þeg- ar hann ræddi málið nýverið. „Þeir komust að þeirri niðurstöðu að sú pípa sem fannst við lík Anette svar- aði einnig að þessu leyti til lýsing- arinnar sem konan hafði gefið á pípu manns síns. Þá fengum við einnig upplýsing- ar,“ sagði Tolerud, „sem bentu ein- dregið til þess að morðingi Anette hefði þekkt vel til svæðisins þar sem líkið af henni fannst. Og þegar við fórum að grafa á staðnum þar sem hann hafði látið setja mölina forðum var það einungis af því að við vorum þá ekki lengur í neinum vafa um að hann hefði framið morðið. Við héldum að ef til vil fyndum við í mölinni eitthvað af því sem Anette var með, svo sem veski hennar, en því miður bar þessi leit ekki neinn árangur." Á hillum Toleruds lögreglufor- ingja eru tuttugu og fimm þykkar möppur um málið. Sýnir það vel hver vinna hefur verið lögð í að reyna að uplýsa það. „En hvernig lýkur þá þessu óvenjulega máli?“ var Tolerud spurður. Hann lagði frá sér eina af möpp- unum og hallaði sér aftur á bak í skrifstofustólnum. „Við höfum ekki fengið neina al- gera sönnun fyrir því að maðurinn sé sá seki enda fengum við aldrei tækifæri til að yfirheyra hann. Frá- fall hans kom í veg fyrir það. Þaö táknar að málið er opinberlega enn óupplýst. En við lítum hins vegar svo á hér að það sé upplýst." Vegna þess að málið telst ekki opinberlega upplýst eru hvorki nefnd nöfn konunar né mannsins og myndir ekki birtar af þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 277. tölublað - Helgarblað (01.12.1990)
https://timarit.is/issue/193141

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

277. tölublað - Helgarblað (01.12.1990)

Aðgerðir: