Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Blaðsíða 2
16 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1991. Iþróttir Tveir sigrar gegn Dönum - í körfuknattleiknum íslenska landsliðið í körfu- knattleik náði góðum ár- angri í þremur landsleikj- um gegn Dönum sem fram fóru hér á landi í lok nýliðins árs. Danir unnu sigur í fyrsta leiknum en í kjölfarið fylgdu tveir íslenskir sigrar og þeir báðir af öruggari gerð- inni. Eftir tapið í Stykkishólmi léku liðin í Njarðvík og þá sigraði íslenska lið- ið, 102-86, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 40-42, Dönum í vil. í síð- ari hálíleik náði íslenska liðið að sýna mjög góðan körfuknattleik og óvenjulega hávaxnir Danir áttu ekk- ert svar. í þriðja leiknum, sem fram fór að Hlíðarenda sl. laugardag, var barátt- an í fyrirrúmi og greinilegt aö bæði lið ætluðu sér sigur. Körfuknattleik- urinn var ekki alltaf upp á það besta en inni á milli náði íslenska hðið ágætum leikköflum sem skópu sigur- inn öðru fremur. Torfi Magnússon landsliðsþjálfari virðist á réttri leiö með íslenska lið- ið. Líklegt er að okkar menn hafi unnið sigur í öllum leikjunum ef ekki hefði verið leikið í fyrstu í Stykkishólmi. Veður var vitlaust fyr- ir leikinn en Danir mættir daginn fyrir leik. íslensku leikmennirnir voru hins vegar að berjast á leikstað nokkrum mínútum fyrir leikinn og komu því illa undirbúnir til leiks. -SK Noröurlandamót stúlkna í handknattleik: Danmörk best en ísland neðst Leikur íslenska stúlknalandshðs- ins fyrstu tíu mínúturnar gegn Sví- þjóð á Norðurlandamótinu í hand- knattleik gáfu fyrirheit um jafnan og skemmtilegan leik, en annað átti eftir að koma á daginn. íslensku stúlkumar létu sænska kollega sína yfirspila sig á öllum sviðum hand- boltans og áttu ekki möguleika gegn sterku liði Svíþjóðar. Herdís Sigurbergsdóttir opnaði markareikning íslands strax á ann- arri mínútu leiksins með góðu marki og jafnt var síðan upp í 3-3 en þá skomðu Svíar sjö mörk í röð og breyttu stöðunni í 3-10 og í hálfleik leiddu Sviar, 12-6. Þessi munur hélst fram í miðjan seinni hálfleikinn en þá kom aftur mjög slæmur kafli hjá íslenska liðinu og ellefu marka tap, 14-25, gegn Sví- þjóð var staðreynd. Leikur íslenska liðsins var glopp- óttur og endalaust línuhnoð í upp- hafi leiksins færði andstæðingunum kjörið tækifæri til hraðaupphlaups enda íslenska liðið með eindæmum seint aftur í vörnina eftir að hafa misst boltann. Mörk íslands: Halla M. Helgadóttir 8/6, Harpa Magnúsdóttir 2, Herdís Sigurbergsdóttir 1, Matthildur Hannesdóttir 1, Auður Hermanns- dóttir 1 og Hulda Bjarnadóttir 1. 7 marka tapgegn Noregi Áður en leikur íslands og Noregs hófst í íþróttahúsinu -í Hafnarfirði hafði Danmörk tryggt sér Norður- landameistaratitil u-21 árs stúlkna með því að leggja Svíþjóð að velli, 20-16, og var sigur danska hðsins sanngjarn. Danska hðið tryggði sér titilinn að þessu sinni með fullu húsi stiga en Svíþjóð varð í öðru sæti eftir sigur á íslandi og Noregi. Baráttan um þriðja sætið stóð því á milli íslands og Noregs. Norska stúlknalandsliðið kom mjög ákveðið til leiks og náði strax í upphafi að skora þrjú fyrstu mörk leiksins. íslenska liðið náði þá að sýna sinn besta leikkafla á mótinu og jafnaði leikinn, 5-5 en jafnt var í hálfleik, 7-7. ísland skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en síðustu tuttugu mínútur leiksins var Norðmanna sem breyttu stöðunni úr 9-10 í 14-21, en það urðu lokatölur leiksins. Leikur hðsins í fyrri hálfleik var mjög góður, vörnin sterk og sóknar- leikurinn mun betri en áöur hafði sést til liðsins. í seinni hálfleik datt allur botn úr leik liðsins, baráttuna vantaði og leikmenn gerðu sig seka um mikil mistök í sókninni. íslenska liðið varð að gera sér neðsta sætið að góðu að þessu sinni en liðið er ungt að árum, mun yngra en lið Danmerkur og Svíþjóðar. Tap fyrir Noregi er þó ekki hægt að af- saka vegna þess hve liðið er ungt þar sem Noregur var með yngsta hö keppninnar að þessu sinni. Einhver áhrif getur haft að stutt er síöan skipt var um landsliðsþjálf- ara og þarf Gústaf Björnsson lengri tíma til að vinna með liðið áður en starf hans fer að skila sér. • Mörk íslands: Halla M. Helga- dóttir 6/4, Heiða Erlingsdóttir 3, Svava Sigurðardóttir 2, Helga Sig- mundsdóttir 1, Auður Hermanns- dóttir 1 ogHerdís Sigurbergsdóttir 1. -HR AJ • Konráð Olavsson lék mjög vel á Flugleiðamótinu og var einn besti leikmaður íslenska liösins. Lokastaða Úrslit leikja og lokastaðan á Flug- leiðamótinu í handknattleik sem lauk á sunnudagskvöldið: Ísland-Noregur.........23-21 Svíþjóð-Japan..........35-24 Noregur-Svíþjóð........21-29 Japan-ísland...........19-24 Noregur-Mapan..........30-24 Svíþjóð-Ísland.........30-25 Svíþjóð....,..3 3 0 0 94-70 6 ísland........3 2 0 1 72-70 4 Noregur.......3 1 0 2 72-76 2 Japan.........3 0 0 3 67-89 0 -JKS Oniggur sig á Flugleiðai - heimsmeistarar Svia unnu ísland, 30-25, og um leið sigi Það fór eins og flestir áttu von á að heimsmeistarar Svía sigruðu á Flugleiða- mótinu eftir úrshtaleik gegn íslendingum í LaugardalshöUinni á sunnudagskvöldið. Lokatölur leiksins urðu 30-25 eftir að Svíar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 15-13. íslend- ingar höfnuðu því í öðru sæti, Norð- menn i því þriðja og Japanir lentu í fiórða sæti. Leikur íslands og Svía þróaðist með allt öðrum hætti en vináttulandsleik- urinn fyrr í vikunni. Svíar byrjuðu þó eins og áður betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin en íslendingar jöfnuðu jafnharðan. Leikurinn í fyrri hálfleik var þó lengst af í jafnvægi. Besti leikkafli íslands kom upp úr miðjum fyrri hálfleik og náði þá liöið tveggja marka forystu, 12-10. Liðið sprakk út á þessum leiktíma og eins var markvarslan til fyrirmyndar. Þá gerðist það atvik sem varð þess vald- andi að leikur íslenska liðsins riðlaðist heldur betur. Einn sterkasti hlekkur íslenska hðsins, Sigurður Bjarnason, meiddist á ökkla og varð að fara út af og kom ekki meira við sögu í leiknum. Brotthvarf Sigurður veikti íslenska liö- ið til muna, Svíar gengu á lagið og tóku yfirhöndina fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur hélt áfram með sama hætti og lokamínútur þess fyrri. Svíar breikkuðu bilið, skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraða- upphlaupum og áttu íslendingar aldrei möguleika eftir það. Guðmundur Hrafnkelsson var bestur íslensku leikmannanna í þessum leik. Geir Sveinsson var dijúgur á línunni og einnig komst Konráð Olavsson vel frá sínu. • Mörk íslands: Konráð Olavsson 6/3, Geir Sveinsson 5, Valdimar Gríms- son 4, Jakob Sigurðsson 4, Patrekur Jóhannesson 2, Sigurður Bjamason 1, Einar G. Sigurðsson 1, Stefán Kristj- ánsson 1, Gunnar Gunnarsson 1. ísland skoraði átta síðustu mörkin Þegar fimmtán mínútur voru til leiks- loka í leik íslands og Japans á Flug- leiðamótinu var staðan 19-16 fyrir Jap- an og ekki annað sjáanlegt í stöðinni að lokakafhn yrði íslendingum erfiður. Annað átti eftir að koma í ljós því ís- lands gerði átta síðustu mörk leiksins á meðan Guðmundur Hrafnkelsson markvörður varði aht sem á markið kom. Lokatölur leiksins urðu 24-19 fyr- ir ísland en í hálfleik var staðan 13-10 fyrir Japan. Leikur þjóðanna verður þó ekki skráður á spjöld sögunnar, íslenska lið- ið virkaði áhugalaust lengi vel en jap- önsku leikmennirnir höfðu aftur á móti brennandi áhuga á verkefninu. Góður sigur United á Tottei

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.