Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Page 6
22 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991. Margar góðar kvikmyndasenur einkenna Hinrik V. Háskólabíó: HinrikV. Kenneth Brannagh réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur þegar hann hóf að leikstýra fyrstu kvikmynd sinni. Hann fór í smiðju Williams Shakespeare og valdi Hinrik V. sem Laurence Ohvier hafði gert kvikmynd eftir 1944 og talin er til kiassískra kvikmynda nú. Og Brannagh gerði eins og Olivier, lék sjálfur titilhlutverkið. Brannagh kom, sá og sigraði. Hinrik V. hefur fengið mjög góða dóma hér eins og annars staðar og stutt er síðan Brannagh fékk Evr- ópuverðlaun sem besti leikarinn og besti nýi leikstjórinn. Þess má einnig geta að hann fékk tilnefn- ingu til óskarsverðlauna, bæði sem besti leikari ogsem besti leikstjóri. Kenneth Brannagh hefur frítt hð enskra leikara með sé í myndinni. Ber þar fyrst að nefna eiginkonu hans, Emmu Thompson. Aðrir eru Derek Jacobi, Brian Blessed, Ric- hard Briers, Judi Dench, Ian Holm, Geraldine McEwan, Paul Scofield og Michael Wihiams. -HK Mynd þessi er tekin þegar verið var að taka Ryð upp. Laugarásbíó: Skólabylgjan Christian Slater er ný stjama í Hohywood. Hann hafði vaídð at- hygli fyrir góðan leik í minni háttar hlutverkum í ágætum myndum áður en hann fékk aðalhlutverkið í Skólabylgjunni (Pump Up the Volume) sem fengið hefur mjög lof- samlega dóma og ágæta aðsókn vestanhafs. í myndinni leíkur Slater ungan mann sem lifir tvöfoldu lífi. Á dag- inn er hann Mark Hunter, feiminn skólastrákur sem gengur mjög vel í skóla en er útundan og á erfitt með að vera samvistum við aðra. Hin hhðin á honum er plötusnúð- urinn „Hard Harry“ sem á kvöldin leikur villta tónlist og hvetur ungl- inga að sýna hörku gagnvart for- eldmm og öðrum fullorðnum og heimtar um leið að fuhorðnir taki á vandamálum unglinga. Harry verður fljótt goð í augum unglinga en um síðir snúast vopnin í hönd- um hans. Aðrir leikarar í Skólabylgjunni eru ný nöfn fyrir flesta en þar má nefna Scott Paulin, sem leikur fóð- ur Marks, gamlan stjórnleysingja sem hefur aðlagast amerískum lífs- háttum og er á kafi í lífsgæðakapp- hlaupinu, og Samantha Mathis sem leikur unga stúlku sem er ákveðin í því að komast að hver „Hard Harry“ er. Leikstjóri er Ahan Moyle sem meðal annars leikstýrði unghngamyndinni Time Square. -HK Christian Slater leikur pilt sem lifir tvöföldu lífi. Til vinstri er hinn feimni skóladrengur, Mark Hunter. Til hægri er plötusnúðurinn villti, „Hard Harry“. Nýjasta íslenska kvikmyndin, Ryð, hefur fengið lofsamlegar við- tökur gagnrýnenda og þeirra sem hana hafa séð, enda er hér um vandaða og góða kvikmynd að ræða sem Islendingar geta verið hreyknir af. Ryð er byggt á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Bílaverk- stæði Badda, sem vakti athygli og Regnboginn: Ryð fékk góða aðsókn á sínum tíma. Leikstjóri myndarinnar er Lárus Ýmir Óskarsson. Framleiðandi er Sigurjón Sighvatsson sem einnig er framleiðandi nýjustu kvikmynd- ar Davids Lynch, Wild at Heart, sem sýnd er í Háskólabíói um þess- ar mundir. Upptökur fóru að mestu fram að Kalmannstjörn í Hafnahreppi og í myndveri að Korpúlfsstöðum. Mik- h vinna var lögð í sviðsmynd og á Karl Júlíusson heiðurinn af henni. Aðalhlutverkin leika Egill Ólafs- son, Bessi Bjarnason, Sigurður Sig- urjónsson, Christine Carr og Stefán Jónsson. -HK BÍÓBORGIN Þrir menn og lítil dama ** '/> Létt, skemmtileg og hæfilega væm- in iðnaðarkómedía. Talsvert betri en forverinn. Eínnig sýnd í Bíóhöll- inni. -GE Litla hafmeyjan *★* Svona á teiknimynd fyrir börn að vera - faheg og skemmtileg með ljúfri tónhst, Fagmennimir hjá Disney hafa engu gleymt. Einnig ■ sýnd í Bíóhölhnni. HK. Jóiafríiö *‘/j Lapþunnur jólahristingur bland- aöur handa lægsta samnefnaran- um. -GE Óvinir - ástarsaga ***‘/2 Besta mynd Pauls Mazursky í lang- an tímq. Tragikómedía sem gefur leíkurum góð tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Anjelica Huston og Lena Ohn frábærar. -HK Góðir gæjar *★** Mjög vel leikin og spennandi maf- íumynd, hrottafengin en um leiö raunsæ. Besta mynd Martins Scor- sese frá því hann gerði Raging Bull. -HK BÍÓHÖLLIN Sagan endalausa * Einstaklega stirðbusalegt ævintýri, laust við aha þá kosti er fylgja oft- ast shkum myndum. HÁSKÓLABÍÓ Hinrik V ***'/: Margir kvikmyndagerðarmenn hafa glímt við Shakespeare með misjöfnum árangri, Hirtn ungi Kenneth Brannagh sýnir og sannar að það er hægt að koma snílldar- leikhústexta th skila í góöri kvik- mynd. -HK Skjaldbökurnar **'/j Ævintýri Pappírs-Pésa ** Nýjasta íslenska kvikmyndin er fyrir börn og góð sem slik en hún er langt frá því að vera gallalaus. -HK Paradísarbíóið *** !i Það líður öllum vel eftir að hafa séð þessa einlægu og skemmtilegu mynd. -HK -GE Snilldarlega útbúnar skjaldbökur og fjörug sa tánings- ga gera LAUGARÁSBÍÓ Tveir í stuði ** þetta aö hinni bestu skemtr itun fyr- Prakkarinn • **'/. Þrátt fyrir góðan ásetning tekst ir breiðan aldurshóp. Góð flölskylduskemmt un í jóla- Steve og Rich ekki að kreista mikiö út úr þurru handriti. -GE ösinni Ihkvittnislegur húmor. -PÁ. -GE Tryht ást *** Lynch gengur of iangt i fi íröuleg- Henry & June ★* Snögg skipti *★ Frekar ófyndíð grín. Bill Murray er þó ágætur. heitunum, en að ööru leyi og sérstakt verk. i sterkt -GE Misheppnuð, mjúk og djörf. Því miður er Kauf götum. í meðahagi man á vilh- -PÁ -PÁ Stórkostleg stúlka **■/ Létt og skemmtileg mynd þrátt fyr- ir ófrumlegt handrit. Juha Roberts vinnur hug og hjörtu allra. -HK Draugar ★** Mjög frumleg og sérstök meöhöndl- un á hinu yfirnáttúrlega. Demi og Swayze eru góð en Whoopi og Gold- wyn frábær. -GE REGNBOGINN Ryð ***'/- Sterkt drama. Öh vinna mjög vönd- uð og fagmannleg. -PÁ Skúrkar **Ví Háöugt og meinfyndið löggugrín frá Fransmönnum. -GE Sögur að handan ** Frekar dauf seria en nokkur atriði koma (ógeðslega) á óvart. -GE Sigur andans *** Grimm og grípandi. Klisjum fórnað fyrir persónulegri og næmari frá- sögn. Umhverfið er yfirþyrmandi. -GE STJÖRNUBÍÓ Á mörkum lífs og dauða ★* Góö hugmynd er klúðurslega unn- in og ekki ahtaf sjálfri sér sam- kvæm. Myndræna hliðin er of- keyrð í von um að auka áhrifin. -GE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.