Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1991, Side 2
18 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1991. Ferðir______________________________________________________________________dv Skíðasvæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins: Möguleikar fyrir alla aldurshópa - í hvers kyns ásigkomulagi Þótt veðurguöirnir hafi ekki verið mjög almennilegir við skíðaáhuga- fólk í vetur verða merín aö vera bjart- sýnir og vona hið besta. Menn sitja heima hjá sér þessa dagana og láta sig dreyma um snævi þakin ijöll og sindrandi skíðabrekkur og það er vonandi að draumarnir rætist sem fyrst. Fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu er um nokkur skíðasvæði að velja en stærst og fjölsóttast er Bláfjalla- svæöið. Þar er Fram með svæði í Eldborgargili, í Skálafelli eru KR- ingar með skiðalönd, Víkingar eru í Sleggjubeinsskarði og ÍR-ingar í Hamragili. Á öllum þessum skíöa- svæðum eru margvíslegir möguleik- ar í boði. Bláfjöll Sem fyrr segir og eins og skíða- menn vita eru Bláfjöll stærsta skíða- svæðið sem íbúar höfuðborgarsvæð- isins eiga kost á að sækja. Bláfjöllin státa af 10 skíðalyftum, þar af eru 2 fyrir byrjendur og börn og lyfturnar geta flutt samtals 7-8.000 manns á klukkustund. Lengsta lyftan er um 700 metrar. Breiðablikslyftan hefur fengið and- btslyftingu og henni var breytt í tengilyftu frá Eldborgargili yfir í Kóngsgil. Það er því hægt að renna sér langan veg í einni og sömu ferð i stað þess að standa í löngum biðröð- um við lyfturnar. Það fer eftir áhuga, úthaldi og tíma hvers og eins hversu lengi menn hyggjast svífa niður brekkurnar og Bláfjallamenn bjóða þvi upp á nokkra möguleika í lyftugjöldum. Þeir hörðustu í íþróttinni kaupa sér árskort sem kosta 8.500 krónur fyrir fullorðna og 4.000 krónur fyrir börn. Flestir láta sér þó nægja dagskort sem kosta 750 krónur fyrir fullorðna og 300 krónur fyrir börn. Fyrir tíma- bundna og þreytta skíðara eru hálfs- dagskort í boði og þau kosta 600 krón- ur fyrir fullorðna og 250 krónur fyrir börn. Gildistími þessara korta fer eftir opnunartíma svæðisins. Það er opið í Bláfjöllum alla daga frá klukkan 10-18 nema þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Þá er opiö frá klukkan 10-22. En skíðarar eru fleiri en þeir sem fljúga niður brattar brekkur. Margir hverjir kjósa heldur að ganga nokkra kílómetra sér til heilsubótar og ánægju. Þegar ekki er skafrenningur eða mikil snjókoma eru lagðar göngubrautir í Bláfjöllum. Hefð- bundinn hringur er 5 kílómetrar en þegar daginn tekur að lengja er einn- ig lagður 3 kílómetra hringur. Þá er 10 kílómetra hringur fyrir þá hörð- ustu. Göngubrautirnar eru upplýstar þannig aö menn ættu ekki að víllast milh íjalla og hnúka. Að komast upp í Bláfjöll er ekki miklum erfiðleikum háð. Ef menn fara ekki á sínum fjallabílum eru rútuferðir kvölds og morgna. Guö- mundur Jónasson flytur skíðara til og frá Bláfjöllum alla daga þegar opið er. Á laugardögum og sunnu- dögum er farinn hringurinn Laugar- nes - Breiðholt klukkan 9.30 og 13.00, á mánudögum og fostudögum klukk- an 13.30 og á þriðjudögum, miðviku- dögum og fimmtudögum klukkan 13.30 og 15.30. A þessari hringferð er lagt upp frá Sundlauginni í Laugar- dal, þaðan farið á Sunnutorg, að Vogaveri, Ölduselsskóla, Kjöti og fiski, Fellaskóla, Breiðholtsskóla og Shell í Árbæ. Hringurinn vesturbær - austur- bær hefst á laugardögum og sunnu- dögum klukkan 9.45 og svo 13.15. Á mánudögum og fóstudögum klukkan 13.45 og á þriðjudögum, miðvikudög- um og fimmtudögum klukkan 13.45 og 15.45. í þessum hring er byrjað á Mýrarhúsaskóla, þaðan er farið í Melaskóla, að B.S.I., Shell viö Miklu- braut, Réttarholtsskóla, Nesti á Ár- túnshöfða, í Grafarvog og að Shell í Árbæ. Á laugardögum og sunnudögum er farið frá Bláfjöllum klukkan 16.00 og 18.00, á mánudögum og fóstudögum klukkan 18.00 og á þriðjudögum, mið- vikudögum og fimmtudögum klukk- an 19.00 og 22.00. Fargjald báðar leiðir kostar fyrir 12 ára og eldri 500 krónur, fyrir 8-11 ára 380 krónur og fyrir 4-7 ára 250 krónur. Hægt er að kaupa afsláttar- kort og gilda þau í 16 ferðir. Þau kosta fyrir 12 ára og eldri 5.000 krón- ur og fyrir 12 ára og yngri 3.800 krón- ur. Teitur Jónasson annast rútuferðir frá Garðabæ og Kópavogi. Hann leggur upp frá Reykjanesbraut, það- an á Vífilsstaðaveg, Karlabraut, Bæj- arbraut, Shell, Silfurtún og Arnar- nes. Á þriöjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum er lagt af stað kl. 13.50 og önnur ferð kl. 16.50. Til baka þessa sömu daga er farið klukkan 19.00 og 22.00. Á laugardögum, sannudögum og öðrum frídögum er farið klukkan 9.50 og 13.20 og til baka klukkan 18.00. Fargjald báðar leiðir kostai 380 krónur fyrir börn og 500 krónur fyrir fullorðna. Eldborgargil Skíðadeild Fram er með skíöa- svæði í Eldborgargili. Þar eru tvær lyftur og er önnur þeirra tengilyfta yfir í aðalsvæöi Bláfjalla. í Eldborg- argili er nýr og glæsilegur skíða- skáli. Þar er bæði hægt að kaupa veitingar og koma með sitt eigið nesti. Sömu lyftukort gilda hjá Fröm- urum og í Bláfjöllum. Guðmundur VERTU RATVÍS FARÞEGI í SUMAR HJá okkur getur þú valið úr ferðum Flug, bíll og sumarhús. Ferðir til Möltu. íþróttaskóli Bobby Charl- ton. Erum með yfir 200 málaskóla í rúmlega 20 löndum. Mauri- tíus, Mexíkó, Bandaríkin. Ferðir með erlendum ferðaskrifstofum. Vertu ratvís farþegi í sumar, það getur borgað sig. RATVIS ^Travel Hamraborg 1-3, sími 641522

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.