Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 2
22 MÁNUÐAGUR 25. FEBRUAR 1991. Iþróttir Arsenal - Cr. Palace... Coventry - Sunderland.... Derby - Norwich........ Everton - Sheff. Utd... Luton - Liverpool...... Nott. Forest - Aston Villa QPR - Southampton...... Wimbledon - Tottenham. Arsenal..... Liverpool.. Cr. Palace.. Leeds....... Manch.Utd.. Wimbledon. Tottenham... Manch.City.. Chelsea.... Norwich..... Nott. Forest.. Everton..... Aston Villa... Southampt.. Luton....... Coventry... Sunderland. QPR......... Sheff.Utd... Derby....... Markahæstir: ...4-0 ...0-0 ...0-0 ...1-2 ...3-1 ...2-2 ...2-1 ...5-1 25 16 8 1 47-12 54 25 16 6 3 47-22 54 26 14 7 5 34-27 49 24 12 7 5 38-24 43 24 11 8 5 37-25 40 26 10 9 7 41-34 39 25 10 8 7 36-32 38 24 10 8 6 36-32 38 26 10 6 10 39-43 36 25 10 3 12 32-Í2 33 25 8 8 9 39-36 32 26 8 6 12 30-31 30 24 6 10 8 26-26 28 25 7 5 13 36-47 26 25 7 5 13 30-41 26 25 6 7 12 23-30 25 26 6 7 13 26-37 25 26 6 7 13 31^44 25 25 6 4 15 20-41 22 25 4 7 14 21-43 19 Lee Chapman, Leeds 19 2. deild: Bristol C-Oxford 3-1 Charlton-Middlesbro 0-1 Ipswich - Hull 2-0 Leicester - Barnsley 2-1 Newcastle - Wolves 0-0 Plymouth - Brighton 2-0 Port Vale - Bristol R 3-1 Portsmouth - Swindon.... 2-1 Watford - Oldham 1-1 WBA-NottsC 2-2 West Ham - Millwall 3-1 West Ham.. ..29 18 9 2 42-16 63 Oldham ..29 17 8 4 58-32 59 Sheff. Wed.. ..28 13 12 3 52-31 51 Middlesbro. ..29 15 5 9 45-27 50 Notts C ..29 13 8 8 47-40 47 Brighton ..28 14 4 10 47^8 46 Millwall ..29 12 8 9 45-35 44 Bristol C ..29 13 4 12 46-45 43 Wolves ..28 9 13 6 42-33 40 Bristol R ..29 10 9 10 40-38 39 Swindon ..30 9 11 10 42-42 38 Ipswich ..29 9 11 9 37-43 38 Newcastle... ..28 9 10 9 30-31 37 Bamsley ..27 9 9 9 36-30 36 Port Vale ..29 10 6 13 39-44 36 WBA .30 8 10 12 38411 34 Leicester .29 9 6 14 39-58 33 Charlton .30 7 11 12 38-43 32 Oxford .29 7 11 11 49-56 32 Portsmouth. .30 8 -8 14 39-51 32 Plymouth.... .30 7 11 12 34—47 32 Blackburn... .30 8 6 16 30-42 30 Watford .30 5 11 14 26-41 26 Hull .30 6 7 17 44-71 25 Markahæstir: Teddy Sheringham, Millwall....25 David Hirst, Sheff. Wed.....23 3. deild: Birmingham - Chester.........1-0 Bury - Brentford...........1-1 Cambridge - Huddersfield...0-0 Crewe - Shrewsbury.........1-2 Exeter - Leyton Orient......2-0 Fulham - Southend..........0-3 Grimsby - Tranmere.........0-1 Preston - Bradford..........0-3 Reading - Bolton.............0-1 Rotherham - Bournemouth ....1-1 Swansea - Mansfield..........1-2 Wigan - Stoke...............4-0 Southend....29 18 4 7 48-34 58 Bolton......30 16 8 6 40-29 56 Grimsby.....30 16 6 8 45-25 54 Cambridge ....26 13 8 5 44-29 47 Tranmere....29 13 8 4 44-29 47 4. deild: Aldershot - Blackpool......1-4 Bumley - Walsall............2-0 Chesterfield - Cardiff......0-0 Doncaster - Peterborough...0-2 Gillingham - Halifax........1-0 Hartlepool - Darlington......0-0 Hereford - Maidstone.........4-0 Lincoln - Stockport..........0-3 Rochdale - Scunthorpe......2-1 Wrexham - Northampton......0-2 York - Carlisle..............2-0 Skoska úrvalsdeildin: Dunfermline - Hearts.......3-1 Bikarkeppnin 4. umferö: Ayr - Hamilton..............o-o Dundee - Kilmarnock.........2-0 Dundee Utd - Airdrionians...2-0 Motherwell - Falkirk........4-2 Rangers - Cowdenbeath.......5-0 St. Johnstone - Clyde......2-1 • Kevin Cambell, til vinstri, sem gerði fjórða mark Arsenal, sést hér í baráttu við Geoff Thomas í leik liðanna á Highbury í London á laugardaginn var. Símamynd/Reuter Enska knattspyman: Stjóraskiptin höf ðu sín áhrif - Liverpool tapaði í Luton en Arsenal sigraði og skaust á toppinn. Guðni skoraði fyrir Spurs Brotthvarf Kenny Dalglish úr stööu framkvæmdastjóra Liverpool haföi greinileg áhrif á leik liðsins gegn Luton. Ronnie Moran, arftaki Dalglish, var ekki öfundsverður af hlutverki sínu á laugardaginn var. Liverpool beið ósigur en á meðan vann Arsenal stórsigur á Crystal Palace og skaust upp að hhð Liver- pool í efsta sætinu í 1. deild. Bæði liðin hafa leikið jafnmarga leiki en þessi lið mætast í deildinni á High- bury á sunnudaginn kemur. • Liverpool byrjaöi leikinn ágæt- lega, sótti meira í byrjun og það gaf ávöxt á 16. mínútu þegar Jan Mölby náði forystunni úr vítaspyrnu. Eftir markið sótti Luton öllu meira en ekki urðu mörkin íleiri í fyrri hálf- leik. í síðari hálfleik skoraði Luton þrjú mörk og skoruðu Kingsley Black og Ian Dowie tvívegis mörk Luton. Liverpool hefur ekki riðið feitum hesti frá gervigrasinu en liðið hefur ekki sigrað þar síðan í október 1987. Mike Hooper lék í markinu hjá Li- verpool en Bruce Grobbelaar átti við magakveisu að stríða og gat ekki leikið. • Arsenal lék lengst af vel gegn Crystal Palace en ef til vill var sigur liðsins í stærra lagi miðað við gang leiksins. Gamli harðjaxlinn David O’Leary kom Arsenal á bragðið strax á 3. mínútu og undir lok fyrri hálf- leiks bætti Paul Merson við öðru marki eftir hroðaleg mistök í vörn Crystal Palace. Arsenal átti mun meira í síðari hálfleiknum og upp- skeran var tvö mörk. Alan Smith og Kevin Cambell voru þar að verki. • Guðni Bergsson, sem ekki hefur leikið með Tottenham í langan tíma, fékk loksins tækifærið gegn Wimble- don. Guðni skoraði eina mark Tott- enham og jafnframt sitt fyrsta mark fyrir félagið sem mátti þola stórt tap, 5-1. Paul McGee og Keith Curle skor- uðu fyrir Wimbledon áður en Guðna Bergssyni tókst að minnka muninn. Eftir mark Guðna lagði Tottenham allan þungann í sóknarleikinn á kostnað varnarleiksins. Leikmenn Wimbledon gengu á lagið og bættu við þremur mörkum. Terry Gibson, John Fashanu og Alan Cork skoruðu mörkin. Paul Gascoigne lék ekki með Tottenham vegna meiðsla og munar um minna. „Kominntímitil að skora mark“ „Þetta var slakur leikur af okkar hálfu, varnarleikurinn var ekki sannfærandi en við hættum okkur framarlega eftir að við náðum að minnka muninn. Venables sagði eftir leikinn að enginn væri öruggur með sæti í liðinu eftir svona útreið," sagði Guðni Bergsson í spjalli viö DV. „Þaö var kominn tími til að skora mark en það setur óneitanlega blett á það að fá á okkur svona mörg mörk. Nokkur meiðsli hijá leikmenn liðs- ins svo að fyrirsjáanlegt er að ein- hver frestun verður á því að ég fari frá félaginu," sagöi Guðni Bergsson. • Everton beið óvæntan ósigur gegn Sheffleld United á Goodison Park. Tony Cottee gaf Everton óska- byijun er hann skoraði strax á 2. --- m: jfev,...-.„........... I ■J Guðni Bergsson gerði eina mark Tottenham gegn Wimbledon. mínútu. Glyn Hodges jafnaði fyrir Sheffield United á 16. mínútu og Brian Marwood skoraði síðan sigur- markið á lokamínútunni. • Aston Viila krækti í dýrmætt stig á City Ground gegn Nottingham Forest. Nigel Clough skoraði fyrir Forest á 3. mínútu en Tony Cascarino og Derek Mountfield komu Viila yfir meö þriggja mínútna millibili í síðari hálfleik. Steve Hodge bjargaði andliti Forest með jöfnunarmarki þegar tvær mínútur voru til leiksloka. • QPR vann sinn fyrsta sigur um aUnokkurt skeið. Sigurinn var kær- kominn, enda hðið í bullandi fail- hættu. Ungur leikmaður, Les Ferdin- and, skoraði bæði mörk Lundúna- liðsins en Le Tissier minnkaði mun- inn fyrir Southampton úr vítaspyrnu á 66. mínútu. -JKS Enska deildabikarkeppnin í knattspymu: Manchester United á Wembley Manchester United leikur til úr- slita um enska deildabikarinn á Wembley þann 21. apríl næstkom- andi. Manchester United vann í gær Leeds United, 0-1, í síöari leik lið- anna á Elland Road. United vann fyrri leikinn, 2-1. Ekki er ljóst ennþá hveijir verða mótherjar United i úr- shtaleiknum en líklega verður þó að telja að það verði Sheffield Wednes- day, sem vann Chelsea, 0-2, í fyrri leiknum á Stamford Bridge í gær. Leikur United og Leeds í gær var hraður og skemmtilegur en tækifæri voru ekki mörg. United átti meira í fyrri hálfieik og í eitt skipti varði Lukic vel frá Bryan Robson. Leeds sótti meira í síðari hálfleik og var Gary Speed nálægt því að skora en Les Sealey var á réttum stað í markinu. Það var síðan Lee Sharpe sem tryggöi United sigurinn á loka- mínútu leiksins. Peter Shirtliff og David Hirst skor- uðu mörk Seffield Wednesday í óvæntum sigri gegn Chelsea. -JKS/G.Sv. Gimnar Sveinbjömss., DV, Englandi: Jim Smith, stjóri New castle United, er nú orðinn áhyggjufúliur um að koma liðinu í baráttusæti um veru í 1. deUd á næsta keppnistímabUi. TU að létta á áhyggjum sínum og ná settu takmarki er hann með Aian McDonald hjá QPR í sigtinu. Smith sér McDonald sem rétta manninn tii að koma Newcastle á kjöl á ný en vandamálið er að sannfæra forráðamenn QPR. Lundúnafélagiö er i bullandi fall- hættu og má varla við því að missa McDonald sem er reyndar nýstiginn upp úr meiðslum. Wimbiedon leitar að vellí Forráðamenn Wimbledon ætla greinilega ekki að leika fieirileiki á Plough Lane á næstunni ef marka má tilraunir þeirra við að finna nýjan völl handa John Fas- hanu og félögum. Skemmst er að minnast bónar félagsins um að fá afnot af Twickenham, sem er reyndar rugby-vöUur, en ekki gekk sú bónleið upp. Þá sneru þeir sér til QPR og spurðust fyrir um Loftus Road. Þær viðræður eru víst í gangi þessa dagana en ekki liggur Ijóst fyrir hvort af þessari „giftingu” mun verða. Framtíð Rusell Osmans áThe Dell úti Rusell Osman, vamarmaður So- uthampton, á enga framtið fyrir sér hjá félaginu. Það varð endan- lega ljóst fyrir fáeinum dögum þegar Chris NicoU snaraði fram 200 þúsund sterlingspundum fyr- ir miðvörð Scunthorpe, Richard Hall. Osman þarf þó ekki að ör- vænta því hans gamU vinur, Terry Butcher, vUl endUega fá hann til liðs við sig á nýjan leik en í þetta skiptið í herklæðum Coventry City. Markaskorari Hartlepool undirsmásjánní Hartlepool er tilbúið að selja markaskorara sinn, Joe Allon. Leikmaðurinn er 24 ára. Hann hefur verið í feiknafomú í vetur og er búinn aö skora 22 mörk. Middlesborough, Aston Villa og West Ham United eru öil áhuga- söm um AUon en ekki eins víst að þau vUji borga þau 500 þúsund pund sem Hartlepool setur upp. Brian Clough í vanda Brian Clough, stjóri Nottingham Forest, á nú í nokkrum vandræð- um með markverði sína en vandamáUð er það að hann telur þá einfaldlega ekki nógu góða. Steve Sutton, sem lengst af hefur varið mark Forest, hefur verið lánaður til Coventry og Mark Crossley stendur þessar vikurnai- á milli markstanganna en er ansi mistækur. Hann er frábær í ein- um leik en voniaus í þeim næsta og það likar Clough ekki. Nú hef- ur hann beint spjótum sínum að Mike Hooper, varamarkverði Li- verpool, sem myndi kosta a.m.k. 300 þúsund pund. Dani til Forest? Danski raiðvöröurinn Mark Ry- per mun leika æfingaleik með Nottingham Forest gegn Aston VUla í þessari viku. Forest lét senda Ryper flugmiða i hasti svo að hægt væri aö sjá hvort hann væri það sem félagið væri að leita að. Ryper leikur alla jafna með AGF í Danmörku og á þeim bæ vUja menn fá 250 þúsund pund í sinn vasa ef Nottingham Forest ákveöur að slá til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.