Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1991, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 22. MARS 1991. 23 Nú hefst slagurinn fyrir alvöru í körfuboltanum - þrír leikir í úrslitakeppni úrvalsdeildar í körfuknattleik inn helgina • KR-ingar fögnuðu bikarmeistaratitli á dögunum eins og sjá má á þessari mynd og er spurningin nú hvort KR-ingar fagna sætum sigri í Keflavík í kvöld, föstudagskvöld, og á sunnudagskvöldið i Laugardalshöilinni. DV-mynd GS Um helgina verður mikið fjör í körfuknattleiknum í úrvalsdeild- inni en þá fara fram þrír leikir í úrslitakeppninni um íslandsmeist- aratitilinn. Nú er komið að alvöru lífsins hjá körfuboltamönnum en í úrslitakeppninni leika til að byrja með KR og Keflavík annars vegar og Njarðvík og Grindavík hins veg- ar. Njarðvík og Grindavík léku fyrsta leik sinn í gærkvöldi (fimmtudagskvöld). Keflavík og KR leika fyrsta leik sinn í úrshtakeppninni á föstu- dagskvöldið í Keflavík og hefst leik- urinn klukkan átta. Liðin leika síð- an aftur á sunnudagskvöldið í Laugardalshöllinni klukkan átta. Á laugardag klukkan fjögur leika síðan Grindavík og Njarðvík annan leik sinn og fer hann fram í Grinda- vík. • Ef til þriðja leiks hjá liðunum kemur leika Njarðvík og Grindavík í Njarðvík á þriðjudagskvöldið og Keflavík og KR í Keflavík á mið- vikudagskvöldið. í úrslitakeppninni er leikið þar til annað hðið hefur sigrað í þrem- ur leikjum og geta því hðin sem leika til úrshta leikið allt að fimm leikjum áður en úrslit liggja fyrir. Það lið sem ofar lenti í úrvalsdeild- inni fær fyrsta heimaleiki og þann fimmta ef til kemur. • Loks .má geta þess að Grinda- vík og Keflavík leika í 1. deild kvenna í körfuknattleik í Grinda- vík klukkan tvö á laugardag. Lítið um að vera í handknattleiknum Vegna landsleikjanna gegn Lit- háen eftir helgina verður rólegt líf hjá handknattleiksmönnum um helgina. Ekkert verður leikið í 1. deild karla. Aðeins fara fram þrír leikir í úrslitakeppni 2. deildar karla. Á föstudagskvöldiö leika Keflavík og Njarðvík í Keflavík klukkan átta og á Akureyri leika Þór og HK klukkan hálfníu. Á laug- ardag er þriðji leikurinn á dagskrá en þá leika Völsungur og HK á Húsavík klukkan tvö. Badminton Vormót TBR í badminton 1991 verður haldið í TBR-húsinu um helgina. Keppt verður í einliðaleik, tvíliöaleik, og tvenndarleik. Keppt verður með forgjöf. Þeir keppendur sem tapa fyrsta leik fara í auka- flokk. Keppnin hefst klukkan hálf- íjögur á laugardag og tíu fyrir há- degi á sunnudag. Skíði Um helgina fer fram unghnga- meistaramót íslands í Hlíðarfjalli við Akureyri. Keppt verður í flokki 13-16 ára í alpa- og norrænum greinum. Rúmlega 200 keppendur taka þátt í mótinu, ahs staöar að af landinu. Aðalstyrktaraðih er Landsbanki íslands. Mótið verður sett í Glerárkirkju á föstudags- kvöld klukkan átta og því lýkur á mánudag klukkan fimm með verð- launaafhendingu. Sýningar Gallerí B12 Baldursgötu 12 Kristján Kristjánsson sýnir nokkur eldri verk sína. Sýningin ber nafniö Bak við tjöldin og spannar 10 ára hugleiöingar og leit listamamisins ,um lönd dulhyggj- unnar aö tíðarbera tilveru og tilgangs. Sýningin stendur til 24. mars og er opin virka daga kl. 12-16 og um helgar kl. 14-18. Gallerí List Skipholti í Galleri List er komið nýtt, skemmtilegt og nýstárlegt úrval af listaverkum: Hand- unnið keramik, rakúkeramik, postulin og gler i glugga, skartgripir, grafík, ein- þrykk og vatnslitamyndir eftir íslenska listamenn. Opið kl. 10.30-18. Gallerí8 Austurstræti 8 Þar stendur yflr kynning á leirvösum eftir Áslaugu Höskuldsdóttur í sýningar- glugga Gallerísins. Vasamir eru allir unnir úr steinleir og eiga þaö sameigin- legt að vera unnir út frá kúluformi með ýmsum tilbrigöum í lit og skreytingum. Vasamir verða til sýnis og sölu á venju- legum verslunartima og um helgar til 1. aprfl næstkomandi. Gallerí Samskipti Síðumúla 4 Nýtt arkitektagallerí tfl kynningar á ís- lenskum arkitektúr, arkitektum og hug- smíðum þeirra. Guðjón Bjarnason, arki- tekt og myndlistarmaður, sýnir þennan mánuð. A sýningunni em fjöldamörg verk, teikningar, likön og samstarfsverk- efni í íslensku og erlendu umhverfi, en mörg hver hafa hlotið viðurkenningar á undanfómum árum. Sýningin er opin á virkum dögum kl. 8-18 og kl. 10-14 á laug- ardögum og lýkur 1. aprfl. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 í dag opnar Þórurrn S. Þorgrímsdóttir málverkasýningu. Þómnn hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýning- um síðan 1979 og starfað við leikmynda- teiknun hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og við kvikmyndir. Verkin á sýningunni em unnin 1988-91, tempera- og olíulitir á léreft. Sýningin stendur til 12. aprfl og er opin á verslunartíma frá kl. 9-18 og 10-14 á laugardögum. Gunnarssalur ,Á Pálmasunnudaginn, 24. mars, opna myndhstarkonumar Dósla (Hjördís Bergsdóttir) og Þórdís Ámadóttir sýn- ingu á málverkum sínum. Dósla lauk námi frá Myndlista- og handiðaskóla ís- lands í textfl, en hún opnaði og rak tau- þrykksverkstæðið Grettlur ásamt öðrum textfllistakonum. Þórdis stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavikur og Den Fynske Kunstakademi í Óðinsvéum og er þetta í fýrsta sinn sem hún sýnir verk eftir sig. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hafnarborg Strandgötu 34 Á morgun kl. 14 opnar Björgvin Sigur- geir Haraldsson sýningu á myndverkum sínum. Við opnunina leikur Björk Sig- urðardóttir á píanó og Hlif Sigutjóns- dóttir á fiðlu. Sýningin stendur yfir til 14. apríl næstkomandi. J. Hinriksson Maritime Museum Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafnið er opið frá kl. 13-17 þriðjudaga, miðviku- daga, funmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Keramikhúsið, gallerí v/Faxafen Sýning á leikaramyndum eftir Halldór Pétursson. Opið alla daga kl. 13-18, nema laugardaga M. 13-17. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Katel Laugavegi 20b (Klapparstígsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, graflk og leir- munir. Kjarvalsstaðir v/Miklatún „íslenska ljósmyndasýningin 1991“ er þar í fullum gangi. Þar sýna 30^40 ljós- myndarar um 150 ljósmyndir. Einnig er þar sýnt úrval gamalla myndavéla úr safni séra Arnars Friðrikssonar. í vestur- forsal er til sýnis úrval gamalla ljós- mynda úr eigu Ljósmyndasafns Reykja- víkur. Það er Skyggna Myndaverk hf. sem stendur að sýningunni. í austursal stendur yfir sýningin „Kjarval og náttúr- an“, sýning á verkum úr eigu Reykjavík- urborgar eftir J.S. Kjarval. Kjarvalsstað- ir eru opnir daglega kl. 11-18 og er veit- ingabúðin.opin á sama tíma. , Listasafn ASI Grensásvegi 16a Þar stendur yfir glæsileg yfirhtssýning á nær 100 bestu blaðaljósmyndum frá ár- inu 1990. Það eru Blaðamannafélag ís- lands og Blaðaljósmyndarafélag íslands sem standa að sýningunni „Fréttamyndir 1990.“ Sýningin er opin daglega frá kl. 14-19 fram til 24. mars. Listasafn Háskóla íslands í Odda Þar er nú á öllum hæðum syning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Laugardaginn 23. mars verður þar opnuð sýning á verkum danskra súrreahsta, sú fýrsta sinnar tegundar hér á landi. Þar verða tfl sýnis 30 verk sem öh eru í eigu Listasafns Suður-Jótlands. Verkin eru eftir nokkra af þekktustu málurum Dana frá árunum 1930-50. Sýningunni lýkur 5. maí. Listasafnið er opið aUa daga nema mánudaga kl. 12-18 og er aðgangur ókeypis. Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 í Listasafni Sigurjóns í Laugamesi er nú til sýnis úrval af andUtsmyndum Sigur- jóns frá tímabilinu 1927-1980. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og þriðjudaga kl. 20-22. Kaffistofa safns- ins er opin á sama tíma. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Ingeborg Einarsson hefur opnað þar málverkasýningu og sýnir þar 20 ohu- málverk þar sem hún tjáir hvernig hún upplifir Reykjavík og nánasta umhverfi. Ingeborg er fædd í Danmörku og lærði teikningu og postulínsmálningu á Aka- demiet for Fri og Merkantfl Kunst í Kaup- mannahöfn. Sýningin er opin mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 10-20, en aðra daga frá kl. 11-17. Henni lýkur 2. aprfl. Norræna húsið v/Hringbraut í anddyri hússins stendur yfir sýning sem nefnist Samaland. Aðalviðfangsefnið er Samar, menning þeirra og lífshættir eins og þeir eru um þessar mundir. Sýningin er opin daglega kl. 9-19, nema sunnudaga kl. 12-19, og stendur fram tfl 24. mars. Á laugardaginn kl. 20.30 skemmtir finnski vísnasöngvarinn Bosse Österberg í fund- arsal hússins. Hann semur vísur sínar sjálfur, .sem giaman eru léttar grín- og gamanvisur. Aðgangseyrir er 500 kr. Á sunnudaginn kl. 15.00 verður sýnd kvik- mynd um ævi finnsku skáldkonunnar Edith Södergran og kl. 16.30 fmnska kvik- myndin Missá on Suuri Pohjoinen (Hvar er stóra Norðrið), en hún er ótextuð með finnsku tah. Áðgangur að þessum sýn- ingum er ókeypis. Nýhöfn Hafnarstræti 9 Sverrir Ólafsson op'nar þar skúlptúrsýn- ingu á laugardaginn kl. 14-16. Þar sýnir hann verk sem unnin eru á þessu og síð- asthðnu ári. Sverrir stundaði nám í MyndUsta- og handiðaskóla íslands, og var síðar gestaUstamaöur við Cam- bridgeshire Experimental Glass Works- hop á Englandi. Hann hefur haldið 7 einkasýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga bæði hér og erlendis. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 10. aprfl. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg Kristinn Guðbrandur Harðarson sýnir verk sín. Sýningin er opin til 24. mars kl. 14-18 alla daga. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði, simi 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir Utlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- víkudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið aUa daga nema mánudaga kl. 11-16. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, sími 24162 Opið sunnudaga kl. 14-16. Myndlistarsýning í menntamálaráðuneytinu í menntamálaráðuneytinu sýna Krist- bergur Pétursson, Magnús S. Guðmunds- son og Tryggvi Þórhaflsson oUumálverk, grafíkmyndir og teikningar. Sýningin er opin aUa virka daga kl. 9-17. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Álfabakka 14 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis stendur yfir myndlistarsýning á verkum eftir Þórð HaU. Sýnir hann 14 verk sem unnin eru með blýanti og þurrkrít á pappír. Þau eru unnin á árunum 1989- 1991. Sýning Þórðar stendur yfir til 19. aprfl og er opin ffá mánudegi tfl föstu- dags kl. 9.15-16, þ.e. á afgreiðslutíma úti- búsins. ÖU verk Þórðar á sýningunni eru til sölu. Sýning á Hótel Lind Hótel Lind tók fyrir nokkru upp þá ný- breytni að sýna verk ungra myndUstar- manna í veitingasal hótelsins, Lindinni. Nú hefur verið sett upp sýning á mynd- verkum Sjafnar Eggertsdóttur sem mun standa fram tfl mánaðamóta mars-apríl. Daglegur sýningartimi er meðan veit- ingasalur Lindarinnar er opinn, frá kl. 7.30-22. Þjóðminjasafnið Safnið hefur undanfarna mánuði hýst óvenjulega og fræðandi brúöusýningu eftir Sigríði Kjaran. Þar getur á að líta leirbrúður klæddar í fatnað fyrri tima við leik og störf. Þjóðminjasafnið er opið á laugardögum, sunnudögum, þriðjudög- um og fimmtudögum kl. 11-16. Safnið er lokað á páskadag og verður því annar í páskum síðasti sýningardagur. Eden Sigríöur Rósinkarsdóttir opnar þar sýn- ingu á vatnslita- og olíumyndum á laug- ardaginn. Sigríður stundaði nám í mynd- listardefld Baðstofunnar í Keflavík, og er þetta hennar Ijórða einkasýning. Sýning- in stendur til 7. aprfl. Selfoss Listasafn Árnessýslu Þar eru tfl sýnis Þjóðsagnamyndir Ás- gríms Jónssonar og 10 ára afmælissýning Myndlistarfélags Amessýslu. Safnið er opið daglega frá kl. 14-18, en sýningin er liður í M-hátíð á Suðurlandi. Sýningin stendur tfl 2. aprfl, en Þjóðsögumyndirn- ar munu hanga uppi ffam í maímánuð og geta hópar pantað tima. ísafjörður Slunkaríki Aðalstræti 22 Daníel Magnússon sýnir lágmyndir, unn- ar með blandaðri tækni í tré og eldhús- fílabein. Þetta er fimmta einkasýning Daníels en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum hér heima og erlend- is. ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.