Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1991, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 8. APRÍL 1991. Ferðir Vélsleðaferð um vetur: Léttur sveigur um hálendið Ostaveisian í lauginni. Um miðjan mars lögðu þrenn hjón af suðvesturhorninu upp í vélsleða- ferð um hálendið. Hjónin heita Sæv- ar og Bryndís, Ólafur og Heiðrún og Jón Birgir og íris. Á Hveravöllum slóst svo í hópinn Sveinn bóndi, á Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna- hreppi. Ferð þessi kom í stað móts vélsleðamanna sem haldið hefur ver- iö í Mývatnssveit síðustu ár en féll niður nú vegna snjóleysis. Ferðin, sem standa átti í 5 daga, hófst miðvikudaginn 13. mars. Lagt var upp frá Dímon, sem stendur í Gjábakka fyrir ofan Þingvelli. Veður var stillt, en svolítil mugga inn til fialla. Færi var gott og lá leiöin inn Tindaskagann í átt að Skjaldbreiö, síðan austan megin hans og í átt að Stóra Bjömsfelli. Þar í hæðunum henti undirritaðan það óhapp að missa aftaníþotu í gjótu. Við þetta óhapp brotnaði stuðarinn á sleðan- um í sundur og sleöaskrokkurinn brotnaði. Án tilfæringa tókst að koma sleðanum að Slunkaríki, sem er skáli við rætur Langjökuls, þar sem Þórisjökull og Geitlandsjökull liggja að honum. Var nú spáð i spilin og upp kom sú tillaga að hringja til Hveravalla og spyrja Grím, sem þar býr, hvort hann ætti draghnoð og málmplötur og kvað hann já við því. Var þá tankað og allur þungi tekin af þeim beygða og jafnað niður á ferðafélagana áður en lagt var á jök- ul til Hveravalla. í lofti var mugga og áttum við von á dökkum jökli, en hvað gerði það, kompásar, 2 lóran- tæki með plotter og eitt GPS tæki með plotter áttu að ráða við slíka smámuni. Fúlakvísl fær Jökullinn var sléttur og tær og skyggni gott þegar upp var komið. Ekki tók langan tíma að fara um 20 sjómílur að Þursaborg og þaðan í átt að Fjallakirkju og fram hjá henni og niður af jökli á skriðjökulstungunni milli Fögruhlíða og Innra Sandfells Nú var Fúlakvísl eftir, en aldrei þessu vant á þessum árstíma var hún nánast öll opin. Þó tókst að finna niöurfallið snjóþak sem hægt var að renna sér yfir á. Síðan var fariö út fyrir Þjófafellið og eftir Sóleyjadaln- um, síðan austan megin við Stélbratt og beint að veðurathugunarhúsinu á Hveravöllum. Þar var tekiö á móti okkur af hjónunum Grími og Hjörtu Lind, auk þess sem félagi okkar Sveinn var mættur á sínum vel út- búna sleða. Ostaveisla í heitri laug Degi var nú tekið að halia og rétt aö snúa sér að viðgeröum fyrir myrk- ur. Landssamband vélasleðamanna á gám á Hveravöllum með ýmsum viðgerðarbúnaði og fyrir utan hann var laskaði sleðinn settur og tekið til við viðgerðina. Fyrr en varði var við- gerð lokið og blásið til kvöldverðar og hjónunum á Hveravöllum boðið í Fyrir ofan Þingvelli í upphafi ferðar. mat. Það fyrirkomulag var á matseld í ferðinni að hver hjón skiptust á að sjá um kvöldverð fyrir alla. Eftir kvöldverðinn var farið í heita pott- inn, Guölaugu, og þar var borinn fram fljótandi ostabakki, sem allir gerðu góö skil. Snemma var gengið til rekkju í gamla skála Feröafélags íslands, því miklar væntingar voru fyrir næsta dag. Dempari brotnar Dagurinn rann upp með hægum vindi, snjómuggu en sæmilegu skyggni. Ferðaáætlun gerði ráð fyrir að farið yrði í Kerlingarfjöll, síðan austur fyrir þau og í skála klúbbsins 4x4 suður af Hofsjökli. Það stóð opiö að lengja ferðina jafnvel inn í Nýja- dal, ef vel gengi. Klukkan var rúm- lega 10 er haldið var af stað og gekk rólega. Ein bilun varö er dempari brotnaði undan aftaníþotu en einn var til vara svo hægt var aö skipta um. Karlinn á skaflajárnum Þegar nálgaðist Kerlingarfjöllin þyngdi heldur í lofti og fór að bæta í vind. Klakabreiður voru þarna víða og fóru menn afar varlega til að missa ekki vald á sleðunum. í einni brekkunni voru menn að staulast á undan til að fmna bestu leið þegar Sveinn brunaði niður glerið og síðan upp aftur. Hann hló að okkur og sagði að þeir sem kynnu að ferðast skaflajámuðu alltaf fákinn. Var þá karlinn með karbít í skíðunum og neglingar í beltinu og gerði bara grín að okkur hinum. Áfram var nú haldiö, en jafnt og þétt dró úr skyggni. Var nú ákveðið að lórankeyra í sveig í norður frá öllum hættum og renna svo beina suðurstefnu í aðsetur Skíðaskólans þar sem gamla Ferðafélagshúsið stendur. Vel gekk þangað en á brún- inni var talsverð hríð og var því leit- að inngöngu í gamla húsið sem alltaf •er opið og ráða þar ráðum. Veðurspá gerði ráð fyrir þessum þræsingi af suðaustri. Klukkan var að halla í hálftvö og var jafnvel rætt um að verða þama næstu nótt. Það var þó heldur ókræsilegt því einn gluggi var brotinn og fennt hafði inn. Þegar - menn voru svo orðnir sammála um að þessar prinsessur, sem með okkur voru, ættu betra hús skilið var ákveðið að paufast eftir lóranleiö úr lóranbókinni til skála 4x4 klúbbsins. Sævar félagi okkar var búinn að vera lengi í klúbbnum en núorðið velur hann frekar hinn frjálsa og hraða ferðamáta vélsleðanna. Skaflasteik og þægindi Nú tók við erfiði og basl. Vel tókst að varast gil og hengjur þrátt fyrir dapurt skyggni á köflum. Alltaf gekk jafnt og þétt á lóranpunktana, sem siglt var á og því styttist í skálann. Sumar brekkur voru brattar og snjó- þungar og urðu þar 100 hestafla sleð- arnir að hjálpa til við selflutning á aftaníþotum. Um fimmleytið var siglt beint á skálann fyrirheitna, sem bauð upp á hita og mikil þægindi. Um kvöldið var borin fram skafla- steik, en hún er matreidd þannig, að geil er mokuð í snjóskafl og álpappír lagður í botninn. Þá er kolunum (við- arkolum) hellt þar á og kveikt í þeim. Þegar þau hafa náð bruna er lamba- læri innvöföu í álpappír skellt á kolin og síðan snúið af og til. Svo er sigið mælt og þegar kolin með steikinni hafa sigið um 40 cm niður í snjóinn er steikin til. Einfaldara getur það ekki veriö. Útsýni yfir Þjórsárverin Næsti dagur var fostudagur og var fariö árla úr rekkju. Veður var hið besta, 'skýjað, logn og úrkomulaust og talsvert skyggni. Um tíuleytið var lagt í hann og haldið í norðaustur. Brátt lá leiðin yfir Blautukvíslar- eyrar og þaðan í Nauthagann við Nautölduna. Útsýni var hið besta um Þjórsárverin og í fjarska sást Vatna- jökull og í forgrunni Sprengisands- leiö með Hágöngumar tvær og nyrst Tungnafellsjökull, við hann eru skál- ar Ferðafélags íslands í Nýjadal. Brátt var farið fram hjá Ólafsfelli, Hjartarfelli og Arnarfellsmúlum og fór nú að styttast í Þjórsá. Þegar að henni var komið þurfti að finna greiða leið yfir. Á löngum kafla var áin opin okkar megin og mikill straumþungi. Nokkru neðar var svo kominn heldur ís yfir versta hlutann og þurfti einungis að sundríða lítinn ál að austurbakkanum. Yfir komust svo allir klakklaust og nú tók Sprengisandur við. Helgina áður höfðu bensínbirgðir verið fiuttar upp undir Skrokköldu, eða svo langt sem unnt var í miklum skafrenningni. Þar var þeim komið fyrir við stóran stein og staðsetning- in geymd í lengd og breidd. Næsta verkefni var því að finna bensínið með lóran og GPS tækjunum í sívax- andi skafrenningi. Renningurinn jókst eftir því sem austar dró og allir óku í röð á eftir þeim sem í þetta skiptið fékk það verkefni að leiða hópinn. Þegar nálgaðist bensínið dró heldur úr kófinu og fannst það án vandkvæða. Nú var ekkert að van- búnaöi og til aö láta ferðagleðina í ljós sögðum við oft á dag setninguna „þetta er engu líkt.“ Hressing í hesthúsi Nú lá leiðin í suðurátt, gömlu Sprengisandsleiðina og von bráðar var komið að Versölum. Hesthúsið SÉRTILBOÐ Vertu ratvís Egyptaland: Flug og bíll, farþegi 3 nætur í Kaíró, 2 fullorðnir og 2 börn: 4 nætur sigling á Níl, skoðunarferðir og akstur innif., Verð á mann kr. 25.115 ein vika. 2 fullorðnir, RATVÍS kr. 68.700 Morgunverður í Kaíró. verð á mann kr. 34.730, ein vika. Travel Fullt fæði í siglingunni. Hamraborg 1-3, sfml 641522

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.