Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1991, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 23' MAl 1991. Afmæli Kj artan Ragnars Kjartan Ragnars, fyrrv. sendifull- trúi, Bólstaðarhlíð 15, Reykjavík, er sj ötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Kjartan fæddist á Akureyri og ólst þar upp og í Bárðardal. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1936, lögfræöi- prófi frá HÍ1942, en hrl-réttindi öðl- aðist hann 1958. Kjartan stundaði nám á vegum Sþ 1949 og 1955 og á vegum Nató 1958 og 1959. Hann hef- ur setið ráðstefnur á vegum Institut International des Sciences Admin- istratives í Lissabon 1949, í Belgíu 1952 og í Haag 1954. Hann hlaut fyrstu verölaun í alþjóðlegri ritgerð- arsamkeppni Sþ 1955 og dvaldist um skeið í aðalstöðvum Sþ í boði sam- takanna. Kjartan var aðstoðarmaður í fjár- málaráðuneytinu 1942-44, fulltrúi þar 1944-56, fulltrúi í utanríkisráðu- neytinu 1956-60, fyrsti sendiráðsrit- ari við sendiráð íslands í Stokk- hólmi 1960-65 og í Osló 1965-70, var fulltrúi í utanríkisráðuneytinu 1970-72, deildarstjóri þar 1972-83 og sendifulltrúi í utanríkisþjónustunni 1983-85 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þá stundaöi Kjartan málflutningsstörf í Reykjavík með- an hann var búsettur þar. Kjartan sat í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og lífeyris- sjóðs barnakennara 1946-61 og var skipaður áheyrnarfulltrúi í Afríku- stofnun sem Norðurlönd stofnuðu til vegna aðstoðar við þróunarlönd Afríku. Kjartan er riddari sænsku Norð- stjömuorðunnar frá 1957, riddari fyrsta stigs norsku St. Olavsorðunn- ar frá 1970 og riddari íslensku Fálka- orðunnarfrál975. Fjölskylda Kjartan kvæntist 19.10.1941 Ólafíu Þorgrímsdóttur, f. 10.12.1916, hús- móður en hún er dóttir Þorgríms Sigurðssonar, skipstjóra í Reykja- vík, og konu hans Guörúnar Jóns- dótturhúsmóður. Börn Kjartans og Ólafíu era Ás- laug, f. 23.4.1943, blaðamaður í Reykjavík, var gift Magnúsi Þórðar- syni, starfsmanni Nató-skrifstof- unnar á íslandi og eiga þau tvo syni, Andrés og Kjartan, en þau skildu; Bergljót, f. 14.6.1944, listmálari í Reykjavík en dóttir hennar er Katr- ín; Hildur, f. 15.7.1947, húsfreyja í Reykjavík, var gift Knud Pilgaard Thomasen, kennara í Danmörku og er sonur þeirra Ath en þau skildu og er seinni maður hennar Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og blaðamaður; Kjartan, f. 27.9.1949, hrl í Reykjavík, kvæntur Ragnhildi Guðmundsdóttur kennara og eru synir þeirra Kári, Hákon og Kjartan en Loga og Ingibjörgu átti Kjartan fyrir hjúskap; Ragna, f. 26.1.1958, hjúkrunarfræðingur í Kaupmanna- höfn, gift Lars Dahl arkitekt og era börn þeirra Kristín og Stefán Ari. Systkini Kjartans: Egill Ragnars, f. 1902; Þuríður Einarson, f. 1903; Sverrir Ragnars, f. 1906; Valgerður Ragnars, f. 1908; Ólafur Ragnars, f. 1909, faðir Gunnars Ragnars, fram- kvæmdastjóra Útgerðarfélags Ak- ureyringa; Jón Ragnars, f. 1910; Ás- grímur Ragnars, f. 1913, nú látinn; Guðrún Ragnars, f. 1917, móðir Sunnu Borg leikkonu; Ragna Ragn- ars, f. 1918; Ólafur, f. 1904, dó í bernsku. Foreldrar Kjartans vora Ragnar Friðrik Ólafsson, f. 25.11.1871, d. 14.9.1928, stórkaupmaður og ræðis- maður á Akureyri, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, f. 11.1.1880, d. 29.4.1973, húsmóðir. Ætt Ragnar er sonur Ólafs, gestgjafa á Skagaströnd og Akureyri, Jónsson- ar. Móðir Ragnars var Valgerður Narfadóttir, hreppstjóra á Kóngs- bakka í Helgaféllssveit, Þorleifsson- ar. Guðrún var dóttir Jóns Á. Jo- hnsen, sýslumanns á Eskifirði, Kjartan Ragnars. bróður Þóru, móður Ásmundar Guðmundssonar biskups. Jónvar sonur Ásmundar, prófasts í Odda Jónssonar og Guðrúnar Þorgríms- dóttur, systur Gríms Thomsens. Móðir Guðrúnar Jónsdóttur var Kristrún, systir Guðnýjar, langömmu Jónasar Haralz. Krist- rún var dóttir Hallgríms, prófasts á Hólmum við Reyðarfjörð, bróður Benedikts, afa Geirs Hallgrímsson- ar forsætisráðherra. Hallgrímur á Hólmum var sonur Jóns, ættfóður Reykjahlíðarættarinnar, Þorsteins- sonar. Kjartan verður að heiman á af- mælisdaginn. Arinbjöm S.E Arinbjöm Sigurður Eiríksson Kúld, er lengst af átti og rak Efnalaugina A. Kúld á Vesturgötunni, til heimilis að HíaUavegi 25, Reykjavík, er átt- ræðurídag. Starfsferill Arinbjöm fæddist á Ökrum á Mýram og ólst þar upp. Barnaskóla- kennslu fékk hann á farskóla í nokkrar vikur og var síðar á Hvítár- bakkaskóla 1929-30. Arinbjörn var sjómaður frá sautján ára aldri en kom í land þrjátíu og tveggja ára. Þá haföi hann m.a. verið á Kötlunni og ýmsum toguram auk þess sem hann hafði veriö á fiskibátum. Hann starfaði við efnalaugar og stofnaði síðan efnalaugina A. Kúld sem hann starfrækti í fjölda ára en hún var lengst af til húsa við Vesturgötu 23. Fjölskylda Arinbjöm kvæntist 27.4.1941 Að- albjörgu Guðnýju Guðnadóttur, f. 11.4.1918, húsmóður en hún er dótt- ir Guðna Sveinssonar, sjómanns frá Neskaupstað, og Aðalbjargar Guð- mundsdóttur frá Mel. Böm Arinbjöms og Aðalbjargar eraHiImar, f. 13.10.1940, stýrimaður á Höfn í Hornafirði; Helga, f. 28.6. 1942, sjúkrahði í Reykjavík; Eyjólf- ur, f. 14.4.1945, gullsmiður í Reykja- vík. Systkini Arinbjöms era Elín, f. 26.10.1900, nú látin; Jóhann, f. 31.12. 1902, nú látinn; Inga, f. 10.6.1904; Helgi, f. 1916, fórst með togaranum Jóni Ólafssyni 1942; Óskar, f. 22.7. 1907, d. 22.1.1924. Foreldrar Arinbjöms vora Eirík- ur Kúld Jónsson, f. 8.4.1851, d. 15.12. 1916, húsasmiður, málari og óðalsb. að Ökrum á Mýrum, og Sigríður Jóhannsdóttir frá Öxney, f. 27.4. 1874, d. 8.6.1923, húsfreyja. Ætt Eiríkur var sonur Jóns, b. á Ökr- um, bróður Hafliða, langafa Snæ- bjarnar Jónssonar vegamálastjóra. Annar bróðir Jóns var Jóhann, langafi Kristínar, móður Atla Heim- is Sveinssonar tónskálds. Systir Jóns á Ökram var Björg, langamma Bersveins Skúlasonar sagnfræð- ings. Jón var sonur Eyjólfs eyja- jarls, alþingismanns i Svefneyjum, bróður Einars, langafa Jóhanns, prófasts á Hólmum, afa Einars Odds Kristjánssonar, formanns VSÍ. Eyj- ólfur var sonur Einars, b. í Svefn- eyjum og ættfóður Svefneyjarættar- innar, Sveinbjörnssonar. Móðir Jóns var Guðrún Jóhannsdóttir, . Kúld Arinbjörn S.E. Kúld. prests í Garpsdal, Bergsveinssonar. Móðir Jóhanns var Halldóra Snæ- bjömsdóttir, systir Magnúsar, lang- afaJónsforseta. Móðir Eiríks Kúld var Elín, systir Ingibjargar, langömmu Kristjáns Eldjám forseta. Bróðir Elínar var Helgi, langafl Hallgríms tónskálds og Sigurðar, fyrrv. stjómarfor- manns Flugleiða, Helgasonar. Ehn var dóttir Helga, alþingismanns í Vogi á Mýrum, Helgasonar. Sigríður var dóttir Jóhanns, b. Öxney á Breiðafirði, Jónssonar, og konu hans, Ingveldar Ólafsdóttur. Arinbjörn verður að heiman á af- mæhsdaginn. 80 ára Margrét Ingvarsdóttir, Hrafnistu.DAS, Hafliarfirði. EigLnmaður hennar var Krisfjáji Kristjánsson, fv. skipstjóri, sem nú erlátinn. Hún tekur á móti gestum i Odd- fehowhúsinu í Reykjavík sunnu- daginn26. maikl. 15.00 fil 17.00. 75 ára Þorvalduj Kr. Þorvaldsson, Grettisgötu 92, Reykjavik. 70 ára Einar Hallgrímsson, Urðum, Svarfaðardal. Sigurður Valdemarsson, Matthildur Guðbrandsdóttir, Krummahóliun6,Reykjavík, . Holtabrún 6, Ólafsvík. Höfnum, Skagalireppi. 60 ára Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Laufási 5, Egilsstöðum. Magnús Guðmundsson, Kvígindisfelli, Tálknafiröi. 40 ára Gunnar Andrés Jóhannsson, Ásmundarstööum 5, Ásahreppi. Sigurpáll Steinar Kristinsson, Hjarðarslóð 4A, Dalvík. Anna FíaEmilsdóttir, Eyjólfsstööum, Vahahreppi. Baldur Guðlaugsson, ■ VatUt&lUctgtlUSUtH Munaðarhóh 10, Helhssandi. Garðar Ingj aldsson, Þorgerður Edda Birgisdóttir, Víðigrand43,Kópavogi. - Langholti 28, Akureyri. Kolbrún Pálsdóttir, Aðalstræti 75, Patreksfirði. 50 ára Silvía Georgsdóttir, Vogabraut 8, Akranesi. Siguriína Hreiðarsdóttir, Fiskakvísl 6, Reykjavík. Guðjón Gunnþórsson, Lindarbyggð 14, Mosfellsbæ. Guðmundur Jónatansson Guðmundur Jónatansson, bóndi að Byggðavegi 101E á Akureyri, er níutíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðmundur er fæddur að Uppsöl- um í Eyjafirði. Hann fluttist þaðan að Litla-Hamri árið 1900. Þar ólst hann upp og naut þeirrar fræðslu er þá tíökaðist og fór snemma að vinna öh algeng sveitastörf. Árið 1924 tók hann við búi að hálfu á Litla-Hamri á móti bræðram sínum, Gunnari og Tryggva. Guðmundur var bókavörður Lestrarfélags Munkaþverársóknar á árunum 1924-1962. Hann sat í hreppsnefnd í átta ár og var forðagæslumaður í tólf ár. Árið 1962 brá hann búi og fluttist til Akureyrar og starfaði hjá Iðnaðar- deild SÍS th 1972. í mörg undanfarin ár hefur hann ritað um gamla starfshætti fyrir þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins. Guðmundur hefur ort vísur og skráð frásagnir sér til gamans og hafa nokkrar birst í tímaritunum Súlum og Heima er best. Fjölskylda Guðmundur kvæntist, 25. júh 1927, Þóru Daníelsdóttur, f. 11.7. 1892, húsmóður. Foreldrar hennar voru Aðalbjörg Þórðardóttir og Daníel Jónsson sem bjuggu að Sel- landi í Fnjóskadal, S-Þing. Börn Guðmundar og Þóra era: Aðalbjörg Rósa og Rósa J. Guð- mundsdætur sem eru báðar búsett- ar að Byggðavegi 101E á Akureyri. Systkini Guðmundar voru: Gunn- ar Jónatansson, f. 12.7.1901, maki hans var Hhdur Hjaltalín og era þau bæðilátin. Anna Jónatansdóttir, f. 6.8.1899, maki hennar var Hjalti Sigurðsson, þauerabæðilátin. Tryggvi Jónatansson, f. 9.9.1903, bóndi að Litla-Hamri, maki hans var Rósa Kristinsdóttir sem er látin. Haraídur Jónatansson, f. 27.10. 1909, ókvæntur, búsettur í Reykja- vík. Foreldrar Guðmundar voru Jón- atan Guðmundsson, f. 25.101861, d. 23.7.1943, bóndi og Rósa Júlíana Jónsdóttir, f. 29.12.1864, d. 11.7.1921, húsmóðir, þau bjuggu lengst af á Litla-Hamri í Eyjafirði. Guðmundur dvelur nú á hand- lækningadehd Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Karl Oluf Bang Karl Oluf Bang, Dalbraut 21, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Fjölskylda Karl Oluf fæddist í Kaupmanna- höfn en ólst upp í Ármúla við ísa- fjarðardjúp. Hann kvæntist 15.10. 1938 Guðríði Guðmundsdóttur Bang, f. 1.5.1912, d. 16.3.1991, hús- móður en hún var dóttir Guðmund- ar Sigurðssonar, klæðskera í Reykjavík, og Svanhhdar Bene- diktsdóttur húsmóður. Börn Karls Oluf og Guðríðar eru Erling Gunnar Bang, f. 1.10.1939, húsasmíðameistari, kvæntur Dagnýju Karlsdóttur og eiga þau þijú börn; Guðmundur Árni Bang, f. 16.6.1941, laxaræktarstjóri hjá Fehalaxi hf„ kvæntur Geröu Guð- jónsdóttur og eiga þau þrjárdlætur; Karl Finnur, f. 8.11.1945, d. 15.9. 1946. Hálfsystkini Karls Oluf, sam- mæöra, era Snæbjöm Sigvaldason Kaldalóns, látinn; Sigvaldi Þórður Kaldalóns, látinn; Selma S. Kaldal- Karl Oluf Bang. óns, látin. Hálfsystkini Karls Oluf, samfeðra, er Pahe Bang og Stig Bang. Stjúpfaðir Karls Oluf var Sigvaldi Kaldalóns, f. 13.1.1881, d. 28.7.1946, læknir og tónskáld. Móðir Karls Olufs var Karen Margarethe Kalda- lóns (f. Mengel Thomsen), d. 17.4. 1958, læknisfrú. Karl Oluf verður að heiman á af- mælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.