Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1991, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1991, Blaðsíða 1
Útitónleikar til styrktar krabba- meinssjúk- umbömum í dag gengst Styrktarfélag krabba- meinssjúkra bama fyrir fjársöfnun um land allt. Meö söfnuninni vill fé- lagiö koma á fót neyðarsjóði sem út- hlutað verður úr til fjölskyldna sem orðið hafa fyrir íjárhagslegum áfóll- um vegna krabbameinssjúks bams. Auk söfnunarinnar verða haldnir útitónleikar á Lækjartorgi frá kl. 16.00 til 21.00. Fjölmargir hstamenn gefa vinnu sína til styrktar þessu málefni. Á tónleikunum koma fram: Stórsveit FÍH, Magnús Kjartansson ásamt hljómsveit, Sigríður Guðna- dóttir, Rut Reginalds, Eyjólfur Kristj- ánsson, Maríus Sverrisson, PáU Hjálmtýsson, EB-bandið, Sálin hans Jóns míns, Geiri Sæm og hljómsveit, Infusoria, Ingiríður. Á og Ný-dönsk. Á undan tónleikunum leikur Skóla- hljómsveit Mosfehsbæjar. Söfnunar- símanúmer er 91-11288 og samtökin hafa stofnað tékkareikning nr. 545 í Búnaðarbanka íslands, aöalbanka. Sigrún Jónsdóttir við eitt verka sinna á sýningunni. Sýning Sig- rúnar á kirkjulista- hátíð í safnaöarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík stendur nú yfir sýning á verkum Sigrúnar Jónsdóttur. Sýning þessi er liður í Kirkjuhstahátíð 1991 en henni lýkur 2. júní. Sigrún hefur lagt ýmislegt til kirkna landsins af Ustaverkum. Hún hefur verið mikil- virkust í skrúðagerð og ekki hafa aðrir íslendingar veriö afkastameiri. Sumaropnun Árbæjarsafns Sumastarfsemi Árbæjarsafns hefst á laugardaginn kl. 14.00. Verða þá opnar sýningar þessa árs en einnig verða að störfum á safnsvæðinu bók- bindari, skósmiður og tóvinnufólk. Harmóníka verður þanin í DiUons- húsi og lummur bakaðar í Árbæ. Að lokum má geta þess að gufuvaltarinn Bríet verður nú gangsettur eftir nokkurra ára hvíld. Safnið hefur gef- ið út veglegan bækUng sem í eru upplýsingar um dagskrá svunarsins. Djass um alla borg. DV-mynd Brynjar Gauti RúRek lýkur Um helgina lýkur djasshátíðinni RúRek í Reykjavík en lokatónleikar verða á sunnudag í Borgarleikhús- inu. í dag verða tónleikar Stórsveitar TónUstarskóla FÍH á Lækjartorgi og hefjast þeir 16.30. í kvöld kl. 19.00 verður kvöldverðarsveifla á Hótel Borg en þar koma fram Andrea Gylfadóttir og Kjartan Valdimars- son. Lifandi djass verður í tveimur veitingahúsum: í Djúpinu spfiar Spunasmiðja New Jungle Trio en í Púlsinum verða UU Adáker og Sig- urður Flosason með kvartett sinn. Edda Borg spUar líka á Púlsinum, svp og Stórsveit Tónlistarskóla FÍH. Á laugardag leikur Kamivala víðs vegar á svæði Laugavegssamtak- anna og Sveiflusextettinn verður á HaUærisplani. Báðar þessar uppá- komur hefjast kl. 11.30. Klukkan 13.00 verður Sveiflusextettinn á Kjör- garðsplani en Kamival veröur á svæði Miðbæjarfélagsiris. Klukkan 22 hefjast miklir tónleikar á Hótel Borg en þar koma fram Plúmm, Bent Jædig kvartett, Karin Krog og Per Husby trio, Ulf Adáker og kvartett Sigurðar Flosasonar og Sálarháski. Tónleikamir standa til klukkan 3.00. Á sunnudag verða lokatónleikarn- ir í Borgarleikhúsinu en þar koma fram Karin Krog og samnorræn 12 manna djasssveit undir stjórn Per Husby og samnorræn 14 manna frumskógarhljómsveit undir stjórn Pierre Dörge. HafnaLrborg: Tríó Reykjavíkur og Margrét Bóasdóttir Fjórðu og síðustu tónleikarnir í tónleikaröð, sem Hafnarborg og Tríó Reykjavíkur standa fyrir, verða á sunnudag kl. 20.00. Ásamt Tríói Reykjavíkur, en það skipa Halldór Haraldsson píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiöluleikari og .Gunnar Kvaran sellóleikari, mun Margrét Bóasdóttir sópransöngkona koma fram. Á tónleikunum verður flutt tríó K 502 í B dúr eftir Mozart, tvö skosk sönglög fyrir sópran og píanótríó eft- ir Beethoven, Fimm íslensk þjóðlög fyrir fiðlu og selló eftir Herbert H. Agústsson, vögguljóð fyrir sópran og píanó og rómönsusvíta fyrir sópran og píanótríó eftir Shostakovítsj. Rómönsusvítan og íslensku þjóðlög- in eru frumflutningur á íslandi. Michiko Koshino er japanskur fatahönnuður sem fór að hanna fot til að eiga fyrir mat en nú selur hún fatnaðinn í yfir 250 verslunum um heim allan og hefur 500 starfsmenn í vinnu. Michiko er komin hingað til lands og verður viðstödd tvær sýn- ingar á fatnaði sínum á skemmti- staðnum Yfir strikið. Sýningarnar er í kvöld, fóstudag, og annað kvöld og hefjast þær stundvíslega á mið- nætti. Með henni í fór er mikið lið aðstoðarfólks sem setur sýningar hennar upp en þær þykja allsérstæð- ar. Tuttugu fyrirsætur frá Icelandic Models hafa ásamt öðru starfsliði lagt nótt við dag síðustu vikur til að gera þessa uppákomu sem vegleg- asta. A sýningunni verður vetrarlína Michiko kynnt og allt tekið upp á myndband til sýningar víða um heim til kynningar á tískunni, íslandi og Yfir strikinu. Margrét Bóasdóttir söngkona syng- ur með Tríói Reykjavíkur í Hafnar- borg. Dæmi um fatahönnun Michiko Kos- hino. Yflr strikiö: Japanskur tískuhönnuður Söngskólinn í Reykjavík: Tvaer óperur um helgina Nemendur Söngskólans í Reykja- vík sýna tvær óperur, Rítu eftir Donizetti og Ráðskonuríki eftir Pergolesi, í íslensku óperunni í kvöld og annað kvöld kl. 20.00. Undirbúningur að þessum sýning- um hófst í febrúar og hefur tónlistar- undirbúningur veriö í höndum Elías- ar Davíðssonar píanóleikara sem jafnframt annast undirleik á sýning- unum. Búningar og leiktjöld eru fengin að láni hjá íslensku óperunni, leikstjóri er Halldór E. Laxness og stjóm tónlistar annast Garðar Cort- es. Sönghlutverk eru 5 og leikhlutverk 1 og skipa nemendur skólans öll hlut- verkin. Með hlutverk í Rítu fara Hanna Dóra Sturludóttir, sópran, Jón Rúnar Arason, tenór, og Ragnar Davíðsson, baríton. Með hlutverk í Ráðskonuríki fara Þóra Einarsdóttir, sópran, Loftur Erlingsson, baríton, og Kristján Helgason sér um lát- bragðsleik. Báðar óperarnar eru gamanóper- ur, upphaflega samdar á ítölsku en hér fluttar í íslenskri þýðingu Guð- mundar Jónssonar söngvara sem söng á sínum tima barítonhlutverkið í báðum óperunum. Aðeins verða þessar tvær sýningar. Forsala aðgöngumiða stendur yfir í Söngskólanum í Reykjavík en miða- sala Óperannar verður opin frá kl. 17.00 sýningardagana. Nemendur Söngskólans í Reykjavík sýna tvær óperur um helgina, Ritu ef:- ir Donizetti og Ráðskonuríki eftir Pergolesi. Lokatónleikar Kammerhljóm- sveitar Akureyrar Kammerhljómsveit Akureyrar lýkur starfsári sínu með því að flytja óratóríuna Strengleika eftir Björgvin Guðmundsson í íþróttaskemmunni á Akureyri sunnudaginn 2. júní kl. 17.00. Sérstakur hátíðarkór, skipaður félögum úr Passíukómum, Kór Gler- árkirkju, Karlakór Akureyrar og Geysi og fleiri var stofnaður til að flyija verkið. Tilefnið er að minnast aldarafmælis Björgvins Guðmunds- sonar sem var 26. apríl. Um 100 manns taka þátt í flutningnum en auk hljómsveitarinnar og kórsins koma sex einsöngvarar fram á tón- leikunum en þaö era þau Hólmfríöur Benediktsdóttir, sópran, Þuríður Baldursdóttir, alt, Óskar Pétursson, tenór, Þorgeir Andrésson, tenór, Jón Helgi Þórarinsson, tenór, og Stefán Amgrímsson, bassi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.