Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1991, Page 4
30
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1991.
BiLar
Fiat neyddist.til að kaupa hlutinn í Lada:
Ástæðan yar mikil seinkun á samvinnuverkefni um
byggingu nýrrar verksmiðju sem smíða á nýjan bíl
TOYOTA
NOTAÐIR BILAR
ATHUGASEMD! Bílar með staðgreiðsluverði
eru einnig fáanlegir með lánakjörum skv. lánatöflu
Toyota bílasölunnar.
- byggja kópíu af ítalskri vélaverksmiðju í Sovét
Volvo stw. 240 ’90, 2400, 4 g.
5 d., steingrár, ekinrt 30.000.
Verð 1.350.000 stgr. Vsk-bíll.
Toyota Corolla 4x4 ’89, 1600,
5 gíra, 5 dyra, rauður, ekinn
32.000. Verð 990.000 stgr.
Við sögðum á dögunum frá því að
Fiat myndi kaupa 30 prósent hlut í
Ladaverksmiðjunum og jafnframt
hjálpa Sovétmönnum að smiða nýjan
bíl byggðan á sama grunni og Fiat
Uno.
Ástæðan til þess að Fiat keypti
þennan hlut var að mikill dráttur
varð á stóru samvinnuverkefni milli
Fiat og Sovétmanna um byggingu
stórrar bílaverksmiðju í Elabuga í
austurhluta Rússlands.
Samkvæmt fregnum þá mun Fiat
setja um 70 milljarða íslenskra króna
í endurbyggingu á aðalverksmiðjum
Lada í Togliattigrad og þar er ætlun-
in að smíða um 300.000 smábíla hann-
aða af Giugario frá árinu 1993. VAZ-
verksmiðjurnar sem reistar voru af
Fiat á árinu 1966 smíða í dag um
750.000 Lada Samara á ári.
Um einn þriðji af þessum smábílum
sem enn ganga undir kenniheitinu
„A93“ verður fluttur til Vestur-
Evrópu og þá jafnvel undir merkjum
Fiat.
Áætlanir Mikhail Gorbasjefs um
að tvöfalda bílaframleiðsluna fyrir
árið 2000 með byggingu nýrrar bíla-
verksmiðju í Elabuga munu líklega
koma til framkvæmda á næstu
tveimur árum að sögn talsmanna
Fiat. Þessar áætlanir eru taldar
koma til með að kosta um 400 millj-
arða króna og eru fyrstu fram-
kvæmdir þegar byrjaðar. Sovét-
mönnum hefur gengið ifla að flnna
peninga til að fjármagna þau 70%
sem þeim er ætlað að standa undir
við byggingu verksmiðjanna í Elab-
uga og hefur það dregið úr fram-
kvæmdunum.
Þegar verksmiðjurnar í Elabuga
fara í gang sem verður væntanlega
ekki fyrr en á árinu 1994, þá mun það
gerast í þremur þrepum. Fyrsta stig-
ið, sem nú hefur verið flutt til Togl-
iatti, er smíði 300.000 A93-bíla á ári.
í öðru og þriðja þrepi verður hafin
smíði á svipuðum fjölda bíla af OKA
I, sem byggður er á Fiat Panda en
mikið breyttum fyrir sovéskar að-
stæður, og OKA II, sem er milli-
stærðarbíll á svipuðum grunni og
Fiat Tipo. Þessi bíll verður trúlegast
stallbakur, tveggja hurða.
Þá mun Fiat byggja eftirflkingu af
háþróaðri vélaverksmiðju sinni, sem
er í Termoli á austurströnd Ítalíu, í
Sovétríkjunum. Verksmiðjan í Ter-
moli, sem er að mestu búin vélmenn-
um og er ein háþróaðasta verksmiðja
sinnar tegundar í heiminum, smíðar
í dag svokallaðar FIRE-vélar fyrir
Panda, Uno og Lancia Y10. Sovéska
„systurverksmiðjan" mun eiga að
framleiða eina milljón véla á ári í
þessa nýju bíla sem smíðaðir verða
í Togliatti og Elabuga.
Toyota Corolla sedan ’88,
1300, 4 gíra, 4 dyra, beige,
ekinn 23.000. Verð 660.000
stgr., toppeintak.
Toyota Corolla DX ’87, 1300,
sjálfsk., 3 dyra, beige, ekinn
19.000. Verð 500.000 stgr.,
toppeintak.
Toyota Tercel 4x4 ’88, 1500,
5 gíra, 5 dyra, grár, ekinn
54.000. Verð 750.000 stgr.
Eigum einnig 3 önnur eintök
af Tercel á svipuðu verði.
Toyota Hilux doubie cab ’90,
2400 dísil, 5 gíra, 2 dyra, Ijós-
blár, ekinn 43.000. Verð
1.550.000 stgr., upphækkað-
ur, stærri dekk.
A93 - nýr smábíll teiknaður af Giugario á grunni Fiat Uno verður smíðaður
vinnu við Fiat og hluti framleiðslunnar verður fluttur til Vestur-Evrópu.
sovéskum bílaverksmiðjum í sam-
44 1 44 - 44 7 33
Nýbýlavegi 6-8, Kópavogi
Ekkert verdur af samstarfi Volvo
og Tatra í Tékkóslóvakíu
Betribílar á betra verði og betrikjörum
Tilboð vikunnar
Renault 9, árg. 1983. Verð 250, til-1
boðsverð 160 þús.|
Engum REÍSÍAULT|
likur '-----------'
Fer á kostum
Tilboð vikunnar
Opel Corsa, árg. 1986. Verð 350,
tilboösverð 250 þús.
Þú færð góðan bíl hjá okkur á
hagstæðari kjörum en þig grunar!
Athugið: BMWog Renaultbílarí okkareigu eru yfirfarnirá verkstæði okkar.
Bílaumboðið hf
Krókhálsi 1 -3, Reykjavík, sími 676833 og 686633
Ekki verður af fyrirætlunum Volvo
um samstarf við tékknesku vörubíla-
framleiðendurna Tatra og Liciz.
Samningaviðræðunum um hugsan-
legt samstarf var endanlega slitið á
miðvikudag í síðustu viku.
Viðræðumar við Tatra og Liaz
höfðu staðið í eitt og hálft ár en nú
hafa þær semsé farið út um þúfur.
„Viö höfum skoðað málið mjög vel
og komist að raun um að það er ekki
forgangsverkefni að semja bara við
Tékkana. Það eru mörg önnur fyrir-
tæki í Austur-Evrópu sem eru jafn-
mikið eða meira spennandi," segir
Thomas Appelbom, forstöðumaður
upplýsingadeildar Volvo Lastvagn-
ar, í samtali við sænsku fréttastofuna
TT.
Nánari upplýsingar um þessa
könnun var ekki að hafa frá App-
elbom.
Tékkóslóvakía er mikilvægur
markaður fyrir vörubíla frá Volvo
og að sögn talsmanna Volvo verður
haldið áfram að skoða aðra framleið-
endur í Austur-Evrópu.
Hjá Volvo eru framleiddir um
15.000 vörubílar á ári. Ef við lítum
nánar á þessa tvo tékknesku fram-
leiðendur þá getur Liaz framleitt um
18.000 stóra vörubfla á ári og 24.000
mótora. Hjá Liaz vinna um 12.000
manns.
Hjá Tatra vinna um 24.000 manns
og framleiðslugeta þeirra er um
15.000 bílar á ári.
Volvo á í dag um 30% af innflutn-
ingi vörubíla til Austur-Evrópu og
seldi um 700 stóra vörubíla þangað á
árinu 1990.