Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1991, Page 35
MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1991.
47
Skák
Heimsbikarmót Flugleiða:
Karpov hefur tekið forystu
- spennandi skák Jóhanns við Timman í gær
Heimsmeistarinn fyrrverandi,
Anatoly Karpov, vann báðar skákir
sínar á heimsbikarmóti Flugleiða um
helgina og er orðinn einn efstur. Eft-
ir sex umferðir hefur hann hlotið 4,5
v. og á biðskák aö auki við Beljavskí
sem tefld verður áfram í dag. Karpov
hefur peði minna í skákinni en á
góða jafnteflismöguleika.
Karpov lagði Jóhann Hjartarson á
laugardag og í gær var röðin komin
að Khalifman. Hann sýndi um helg-
ina hvers hann er megnugur og ekki
verður auðvelt að stöðva hann í þess-
um ham. Þeir sem fylgst hafa með
honum að tafli á Hótel Loftleiðum
hafa komist að því að það er sannar-
lega engin tilviljun að hann skuli
hafa borið heimsmeistaratitil í tíu ár.
Ljubojevic og Ivantsjúk deila 2.
sæti með 4 vinninga. Síðan koma
Seirawan, Nikolic og Chandler með
3,5 v., Salov og Khalifman hafa 3 v.,
Portisch, Speelman, Ehlvest og And-
ersson 2,5 v. Beljavskí 2 v. og biðskák
og Jóhann, Gulko og Timman hafa 2
v.
Fjarrænt augnaráð
Fjórða umferð á föstudag var sú
fjörugasta til þessa. Skák Chandlers
og Ivantsjúks sló þar öll met, sökum
gífurlegs tímahraks „krónprinsins"
Ivantsjúks. Hann hafði aðeins tvær
mínútur á tuttugu leiki - og var við
það að falla á tíma er hann átti enn
eftir að leika sex leiki, „hékk á lakk-
inu“ eins og gjarnan er sagt. Á meðan
þessu fór fram sat hann hinn róleg-
asti við borðið og horfði út í loftið,
þessu íjarræna augnaráði sem hann
er nú orðinn frægur fyrir. En leikir
hans komu viðstööulaust. Staðan
batnaði smám saman og þegar tima-
mörkunum var náð var Chandler
kominn í krappa vörn. Þá var komið
að honum aö leggjast undir feld.
Hann hugsaði sig um í þrjá stundar-
fjórðunga en tókst ekki að bjarga
stöðunni.
Óöryggi Ivantsjúks í byrjun skák-
arinnar kom mörgum á óvart en fáir
hefðu leikið þaö eftir að snúa þessari
skák sér í vil - kannski Friðrik?
Jóhann tefldi illa í byrjun gegn
Nikohc og eftir ellefu leiki héldu
margir að skákin yrði ekki mikið
lengri. En Jóhann sýndi enn mikið
baráttuþrek, tókst að halda taflinu
gangandi og smátt og smátt „lak tafl-
ið niður“ hjá Nikolic. Vel af sér vikið
hjá Jóhanni en Nikohc tefldi ekki
nægilega þróttmikiö - vantaöi hugar-
flugið í taflmennskuna.
Andersson slapp með skrekkinn
gegn Ehlvest - jafntefli í 42 leikjum
og jafntefli gerðu einnig Speelman
og Ljubojevic auk Salovs og Khalif-
mans. Portisch vann Gulko smekk-
lega og raunar auöveldlega og Tim-
man „framdi sjálfsmorð" gegn
Seirawan - fórnaöi tveimur peðum
og gafst svo upp! Þá fór skák
Beljavskís og Karpovs í bið eins og
fyrr segir.
Fljótir að jafna sig
Skák Karpovs og Jóhanns átti hug
áhorfenda í flmmtu umferð sem tefld
var á laugardag. Jóhann, sem haföi
svart, tók þá örlagaríku ákvörðun í
byijun miðtafls aö þoka peðum sín-
um fram á kóngsvæng. Þá myndaðist
„hola“ á f5 en Karpov lætur sér oft
nægja minna til sigurs. Ljóst var að
Jóhann átti erfiða vöm fyrir höndum
en hann tók þá til bragðs aö fóma
peði til að skapa sér gagnfæri. Þetta
var skemmtileg hugmynd og heföi
eflaust nægt gegn mörgum meistar-
anum. En Karpov er ekkert lamb að
leika viö. Hann lét ekki slá sig út af
Anatoly Karpov vann Jóhann Hjartarson á heimsbikarmóti Flugleiöa á laugardag og er orðinn efstur - hefur unn-
ið allar skákir sínar á hvíft. DV-mynd S
laginu og vann öruggan sigur þótt
Jóhann reyndi hvað hann gat til að
gera honum erfitt fyrir.
Ljubojevic vann Portisch í góðri
skák og er nú kominn á fulla ferð.
Þá vann Khalifman Beljavskí nokk-
uð óvænt með hvítu í spænskum leik.
Skákum Seirawans og Ehlvest, Ni-
kolics og Timmans og Ivantsjúks og
Speelmans lauk með jafntefli.
Chandler átti manni meira í bið-
skák gegn Ulf Andersson, sem kaus
að gefast upp án þess að tefla áfram.
Ávallt þykir tíðindum sæta þegar
Andersson tapar skák en rétt fyrir
heimsbikarmótið tapaði hann þó tvö-
falt gegn Yrjöla í landskeppni Svía
og Finna.
Með sigri gegn Andersson var
Chandler því fljótur að jafna sig eftir
tímahraksdansinn við Ivantsjúk deg-
inum áður. Hið sama má segja um
Gulko sem tefldi glæsilegustu skák
umferðarinnar gegn Salov. Riddarar
hans vöktu yfir kóngsvængnum eins
og hrægammar og þegar Salov gætti
ekki að sér náði Gulko óstöðvandi
mátsókn. Ef veita ætti fegurðarverð-
laun á mótinu kæmi þessi skák sterk-
lega til greina. Við förum fljótt yfir
sögu fram að „flugeldasýningu" Gul-
kos.
Hvítt: Boris Gulko
Svart: Valery Salov
Griinfeldsvörn
1. Rf3 d5 2. c4 c6 3. e3 RfB 4. Rc3 g6
5. d4 Bg7 6. Be2 0-0 7. 0-0 b6 8. cxd5
cxd5 9. Re5 Bb7 10. Bd2 Rfd7 11. f4 f6
12. Rf3 Hf7 13. Bd3 Rf8 14. f5 gxf5 15.
Bxf5 e6 16. Bd3 Rc5 17. Re2 Dd6 18.
Rg3 Rg6 19. Rh5 Bh8 20. De2 Haf8 21.
a3 e5 22. dxe5 fxe5 23. Rg5 Hxfl+ 24.
Hxfl Bc8 25. Hxf8+ Dxf8
BINGÖ!
£ W# £
k 1
1 * *
* *
&
£ AW A A
■
A B C D E F G H
26. Be4!
Upphafsleikurinn að glæsilega út-
færðri sóknarlotu. Biskupinn er frið-
helgur - ef 26. - dxe4 27. Dc4 + Df7
28. Dxf7 mát.
26. - Rce7 27. Bb4! Bb7 28. Dg4 Dc8 29.
Df3 Df8
Engu breytir 29. - De8 30. Dh3 Bc8
31. RÍ6+ BxfS 32. Dxh7 + Kf8 3át á g8
í næsta leik. 30. Dh3! Dc8
Ef 30. - Bc8 31. Bxe7 Bxh3 32.
Bxd5+ og mátar.
31. Rf6+ Kg7
Svartur verður strax mát eftir 31.
Skák
Jón L. Árnason
- BxfB 32. Dxh7+ Kf8 33. Df7 mát.
32. Dxh7+ KxfB 33. Bxe7+ Rxe7 34.
Dh6+ Rg6 35. Dxg6+ Ke7 36. Dh7+!
Kd6 37. Rri+ Kc7 38. Bf5!
Og Salov gafst upp. Biskupinn á
h8 fellur og þá er frekari barátta
vonlaus. Fallega teflt.
Sóknábáðum
vængjum
í 6. umferð, sem tefld var í gær,
vann Beljavskí Gulko, Nikohc vann
Ehlvest, Ivantsjúk vann Portisch og
Karpov vann Khalifman. Chandler
og Seirawan gerðu jafntefli, einnig
Salov og Ljubojevic, Speelman og
Andersson og síöast en ekki síst, Jó-
hann og Timman. Tafl þeirra vakti
óskipta athygh áhorfenda enda djarft
teflt. Jóhann sótti fram á báðum
vængjum með peðum sínum, svo að
áhorfendum þótti nóg um, en Tim-
man svaraði með því að fóma peði.
Skákin varð mjög spennandi og sitt
sýndist hverjum um stöðuna.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Jan Timman
Nimzo-indversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2
c5 5. dxc5 Ra6 6. a3 Bxc3+ 7. Dxc3
Rxc5 8. b4 Rce4 9. Dd4 d5 10. c5 h6
í stað mannsfómarinnar 10. - b6
11. f3 bxc512. bxc5 Da5+ 13. Db4 Dc7
eins og Timman tefldi gegn Gurevits
í Linares fyrr á árinu.
Hefsl kl. 19.30 í kvöld
Aðalvinninqur að verðmæti
100 bús. kr.
11. f3
Margeir lék 11. Rh3 gegn Kortsnoj
í Wijk aan Zee í fyrra, sem Jóhanni
hefur áreiðanlega verið fullkunnugt
um. Hann hugsaði lengi um þennan
og næstu leiki sem hrista ærlega upp
í taflinu.
11. - Rg5 12. h4 Rh7 13. g4!? 0-0 14. g5
Rh5 15. Bb2 b6 16. gxh6 f6 17. Dg4 De8
18. hxg7 Rxg7 19. cxb6 e5 20. Dg2
Timman hefur fórnað peði fyrir að
því er virðist ákjósanleg færi - Jó-
hann á enn eftir að skipa út liði. Hér
kom til greina að leika 20. - Kh8!?
og fórna öðru peði til að vinna tíma.
20. - axb6 21. e4! d4(?)
Það hlýtur að vera rangt að loka
miðborðinu meö hvíta kónginn
strandaðan á upphafsreitnum. Hér
eru 21. - Kh8, eða 21. - Bb7 álitlegri
kostir.
22. Bd3 Kh8 23. Re2 Rh5
Timman var óánægöur með þenn-
an leik eftir skákina - taldi hann
ónauösynlegan.
24. Hgl Be6 25. Dh2
Jóhann ætlar enn að ryðja peðun-
um áfram, nú með 26. f3-f4 en flestir
bjuggust við 25. Dg6 og töldu hvítan
hafa snúið taflinu sér í vil.
25. - b5 26. f4! Bc4 27. Dh3 Hg8 28. Kf2
Ekki kom síður til greina að leika
29. Kd2.
28. - Df7 29. Df3?!
Tímatap. Eftir 29. Hxg8+ Hxg8 30.
Hgl gengur ekki 30. - Hxgl 31. Kxgl
Bxd3 32. Dxd3 Dc4? 33. Dxc4 bxc4 34.
a4! og riddarar svarts eru fjarri góðu
gamni.
29. - Hxgl 30. Hxgl Bxd3 31. Dxd3 Dc4
32. Dxc4 bxc4 33. fxe5 fxe5 34. Hcl?
Betra er 34. Rxd4 exd4 (34. - Rf4 er
svarað með 35. Kf3) 35. Bxd4+ og
einhveijir vinningsmöguleikar eru
hvíts megin.
34. - c3 35. Bxc3 dxc3 36. Rxc3 R7f6 37.
Kf3 Hf8 38. Ke3 Rf4
Nú verður skákin þvingaö jafntefli.
Síðasta vinningstilraunin er 38. -
Rg4 + .
39. Rxf4 exf4 40. Kd4 Rg4 41. Hf3 Hd8+
42. Kc3 HfB
- Og jafntefli samið.
fýeewtwis
Hcildarverðmæti vinninqa um
300 bús. kr.
TEMPIARAHOLUN
Ein'kigötu 5 — 5. 200)0
MARGFELDl 145
PÖNTUNARSÍMI • 653900
Vedur
Vaxandi austan- og noróaustanátt. Sunnanlands og
vestan verður stinningskaldi eða allhvasst og jafnvel
hvassviöri er liður á daginn en norðaustanlands
verður vindur hægari. Búast má voð dálitilii rigningu
í öllum landshlutum, nema á landinu suðaustanverðu
og viða við austurströndina þar verður töluverð rign-
ing. Fram eftir morgni verður sums staðar slydda er
fjær dregur ströndinni norðanlands. Hiti verður við-
ast á bilinu 4-9 stig að deginum, hlýjast suðvestan-
lands en svalast norðanlands.
Akureyri
Egilsstaðir
Kefla vikurflug völlur
Kirkjubæjarklaustur
Raufarhöfn
Reykjavik
Vestmannaeyjar
Bergen
Helsinki
Kaupmannahöfn
Ósló
Stokkhólmur
Þórshöfn
Amsterdam
Barcelona
Berlin
Chicago
Feneyjar
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
LosAngeles
Lúxemborg
Madrid
Malaga
Mallorca
Montreal
New York
Nuuk
Orlando
Paris
Róm
Valencia
Vin
Winnipeg
slydduél 1
alskýjað 2
rigning 7
rigning 5
rigning 5
rigning 7
súld '8
alskýjað 6
þoka 8
þokumóða 12
rigning 8
rigning 11
skýjað 6
rigning 12
léttskýjað 11
rigning 14
léttskýjað 14
rigning 19
þokumóða 13
þoka 1
skýjað 12
léttskýjað 8
skýjað 17
skýjaö 10
léttskýjað 7
léttskýjað 16
skýjað 14
heiðskírt 1
heiðskírt 11
snjókoma 0
alskýjað 22
skýjað 8
skýjað 24
léttskýjað 14
skýjað 22
skúr 9
Gengið
Gengisskráning nr. 185. - 30. sept. 1991 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 59,120 59,280 61,670
Pund 103,620 103,900 103,350
Kan. dollar 52,219 52,361 54,028
Dönsk kr. 9,2209 9,2459 9,1127
Norsk kr. 9,0926 9,1172 8,9944
Sænsk kr. 9.7485 9,7749 9,6889
Fi. mark 14,6282 14,6678 14.4207
Fra. franki 10,4392 10,4675 10,3473
Belg. franki 1,7265 1,7312 1,7074
Sviss. franki 40,8287 40,9392 40,3864
Holl. gyllini 31,5652 31,6506 31.1772
Þýskt mark 35,5770 35.6732 35.1126
ít. líra 0,04754 0.04767 0.04711
Aust.sch. 5,0549 5,0686 4,9895
Port. escudo 0,4110 0,4121 0,4105
Spá. peseti 0,5618 0,5633 0,5646
Jap. yen 0,44562 0.44682 0,44997
irskt pund 95,062 95,319 93,893
SDR 80,8685 81,0873 82,1599
ECU 72,7797 72,9766 72,1940.
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
r
á næsta sölustað • Áskriftarsimi 62-60-10