Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Side 1
Fyrsti skóladagurinn
Edda er í 4. bekk. Hún er 9 ára. Edda byrjaði í dag í skólanum. Hún á eina
vinkonu í bekknum. Hún heitir Lilja Rut. Áður en Edda fór í skólann sagði
mamma hennar að það yrði eitthvað óvænt þegar hún kæmi heim. Edda
hugsaði ekki um neitt annað en það og þegar kennarinn spurði Eddu hvort
hún ætti gæludýr sagði hún „nei“.
En þegar Edda kom heim heyrði hún gelt. Á móti henni kom lítill, fallegur
hvolpur. „Þetta er það óvænta,“ sagði mamma hennar. Edda varð svo glöð
að hún knúsaði og kyssti hvolpinn og skírði hann Bangsa.
Anna María Daníelsdóttir, 11 ára,
Meðalholti 7, 105 Reykjavík.
Grétar fer í skólann
Einu sinni var strákur sem hét Grétar. Hann var byrjaður í skólanum og
var kominn í 10 ára bekk. í dag var landafræðipróf. Það átti að lesa heima
fyrir prófið en Grétar nennti ekki að lesa heima. Hann vildi heldur leika
sér úti í fótbolta.
Svo rann dagurinn upp. Grétar var mjög kvíðinn fyrir landafræðiprófið
því hann hafði ekki lesið heima. Nú var bjöllunni hringt og kennarinn
dreifði blöðum á borðin. Grétar leit á spumingarnar og nagaði blýantinn
sinn. Marta sem sat fyrir aftan hann var með hönd undir kinn og horfði
upp í loftið. Lárus vinur Grétars las alltaf heima og var líka búinn fyrstur.
Hann rétti upp hönd brosandi. Stína sat við hlið Grétars og reyndi að kíkja
á blaðið hjá Lárusi. Grétar svaraði spurningunum sem hann vissi svarið
við og skilaði svo blaðinu og flýtti sér heim.
Nokkrum dögum síðar fengu þau einkunnirnar fyrir landafræðipróflð.
Krakkarnir voru mjög spenntir að vita hvað þeir hefðu fengið. Lárus fékk
10, Grétar fékk 4,5, Marta fékk 8,5 og Stína fékk 9,3. Allir voru mjög glaðir
nema Grétar. Nú sagðist hann alltaf ætla að lesa heima.
Harpa Hrund Berndsen, 10 ára,
'Hingötu 8, 101 Reykjavík.
Þrír krakkar
Einu sinni voru þrír krakkar sem áttu stóla og blöð. Þau voru 8, 7 og 6
ára. Þeir voru að teikna á blöðin sín og leika sér.
Þórður Jónsson, 6 ára,
Njálsgötu 41, 101 Reykjavík.
Eva litla
Einu sinni var stelpa sem hét Eva. Hún átti að fara í skólann í dag með
mömmu sinni. Síðan fór hún alltaf ein í skólann. Einn daginn átti hún að
læra landafræði. Eva kunni ekki landafræði. Þá sagði kennarinn að hann
ætlaði að kenna henni landafræði. Þá varð Eva glöð.
Alda Ósk Harðardóttir, 9 ára,
Stekkjarhvammi 64, 220 Hafnarfirði.
Góður vinur
Einu sinni var strákur. Hann átti enga vini og honum leiddist svo mikið.
Hann fór áð gráta. Þá kom mamma hans og spurði hann af hverju hann
væri að gráta. Hann sagði að það væri vegna þess að hann ætti enga vini.
Mamma sagöi að hann myndi áreiðanlega bráðum eignast vini. Þá fór
hann að sofa.
Næsta dag fór strákurinn í skólann. Það kom nýr krakki í bekkinn. Hann’
hét Siggi. Strákurinn og Siggi urðu góðir vinir.
Freyja Lambertsdóttir, 10 ára,
Grjótagötu 5, 101 Reykjavík.
Sigga, Óli og Magga
Sigga, Óli og Magga ætluðu að fara að vatnslita. Það var mjög gaman að
vatnslita, en það vantaði tvo pensla. Þá fóru þau bara í mömmó!
Hanna Sigga Unnarsdóttir, 10 ára,
Ugluhólum 12, 111 Reykjavík.
Lára litla
Einu sinni var stelpa sem hét Lára. Hún var 10 ára. Hún var nýflutt til
Reykjavíkur. Lára var að byrja 1 skólanum og þekkti engan. Hún þurfti
að sitja ein við borð. Fyrir framan hana sat strákur. Hún varð strax hrifm
af honum. Hann hét Jói. Láru fannst allir í bekknum leiðinlegir nema Jói.
Þegar skólinn var búinn spurði Lára Jóa hvort hann vildi verða samferða
heim. Jói vildi það og þau urðu góðir vinir.
Anna Sigríður Einarsdóttir,
Sambyggð 2, 815 Þorlákshöfn.
Einnig bárust Ijómandi góðar sögur frá:
Þuríði Eiríksdóttur, 7 ára, Víðihvammi 7, 200 Kópavogi,
Benedikt Snorrasyni, Bleiksárhlíð, Eskifirði,
ívari Sören, Strandgötu 1 B, Eskifirði,
Ingu Bryndísi Ingvarsdóttur, Hhðarenda 4 A, Eskifirði,
Maríu Hjálmarsdóttur, Fífubarði 3, Eskifirði, og ^__
Sigurði Steinari Viðarssyni, Dalbarði 8, Eskifirði.
n
'ipÁ
’uo iu,
Skrifið sögu um þessa mynd.
Sagan birtist síðan í 45. tbl.
og getur að sjálfsögðu unnið
til verðlauna.
/
/
/ /
/
/