Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1992, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992.
Spumingin
Hver vaskar upp á
þínu heimiii?
Viðar Eiriksson, 10 ára: Stundum
pabbi og mamma og stundum ég og
systkini mín.
Atli Hafsteinsson, 10 ára: Bara allir.
Ég hjálpa líka til stundum.
Guðjón Finnur Drengsson, 12 ára:
Allir. Ég vaska upp sjálfur einu sinni
til tvisvar í viku.
Svava Gunnarsdóttir húsmóðir: Ég,
en stundum fæ ég aðstoð frá öðrum
íjölskyldumeðlimum.
Kristjana Geirsdóttir veitingamaður:
Á ég að segja það? Það er nú yfirleitt
ég og litla dóttirin. Það kemur fyrir
aö eiginmaðurinn geri það.
María Lovísa Ragnarsdóttir fata-
hönnuður: Ég vaska upp heima hjá
mér.
Lesendur___________________
Kennarar - starf smenn
eða stjórnendur?
Nota kennarar skólakerfið sér til framdráttar í kjarabaráttunni?
Stefán Sigurðsson skrifar:
Það ætlar að verða þungur róður
að koma á sparnaði í þjóðfélaginu.
Hver starfsstéttin á fætur annarri
harðneitar að taka þátt í niðurskurð-
inum og fullyrðir að ef grípa eigi til
sparnaðar (sem ef til vill sé réttlæt-
anlegur!) þá verði hann að bitna á
einhverjum öðrum. Þetta er nú búið
að ganga svona allt frá því upplýst
var að þjóðin öll er búin að eyða svo
umfram efni áratugum saman að
ekki sé hægt að reikna með þessum
lífsmáta lengur. - Ekki verði heldur
lengur sótt lánsfé til útlanda.
Sjómenn hafa mótmælt og hótað -
og fengið sitt fram að mestu. Fulltrú-
ar bændastéttarinnar, sem hafa átt
áhrifamiklum talsmönnum á að
skipa þar sem eru ríkisstjórnir allra
tíma allt frá lýðveldistöku, segja að
ekki komi til greina að breyta neinu
í þessu landi. Hér eigi að ríkja sama
fyrirkomulag og hingað til. - Og nú
bætast kennarar í hópinn og segja:
hingað og ekki lengra!
Niðurskurður i skólakerfinu er að
mati kennara ein allsherjar óráðsía.
Þeir segja að ef skorin verði niður
kennsla svo nemur örfáum stundum
á viku hverri, skapist hér afturhvarf
til fortíðar og þá verði ekki snúið
aftur í menntunarmálum lands-
manna. Já, það er gott að geta notað
skólakerfið sér til framdráttar í
kjarabaráttunni. Mér sýnist nefni-
lega að hér sé ekki um annað að
Pétur Sigurðsson skrifar:
Á síðasta áratug og allt fram á þetta
ár hefur orðið gjörbylting í viöskipta-
háttum hér á landi frá því sem áður
þekktist. Greiðslukortin eiga hér
drjúgan þátt. Hinu er ekki að neita
að margir hafa farið offari í þessum
viðskiptum en það er ekki kortunum
að kenna heldur hveijum einstökum
sem hefði líklega alveg eins farið flatt
í fjármálum sínum þótt kortin hefðu
ekki komið til. Ofnotkun á ávísunum
var t.d. þekkt vandamál hjá mörgum
en hefur nú látið undan síga vegna
'hertra reglna bankanna.
Greiðslukortin eru, þótt sumir vilji
finna þeim ýmislegt til foráttu, mikil
hagræðing og koma sér afar vel fyrir
flesta. Satt að segja er stór spurning
hvemig menn hefðu komist hjá að
Elín skrifar:
Árið 1973 fjárfesti ég í tveimur mið-
um í háskólahappdrættinu á sama
númeri. Næstu fiögur ár á eftir fékk
ég lægsta vinning, eitt skipti ár hvert.
í síðasta skipti í desember 1977. Síðan
hef ég ekki fengið krónu úr þessu
happdrætti. Á þessu ári hef ég því
spilað í happdrættinu í fimmtán ár
ræða en það að kennarar beina
áróðri sínum að skólakerfinu í heild,
þegar þeir meina einfaldlega að þeir
vilji ekki missa neinn spón úr sínum
aski. Ekki frekar en aðrir.
En kennarar eru svo heppnir, ef
heppni skyldi kalla, að þeir eru þess
umkomnir að geta hrætt fáfróðan
almennig með því að hér leggist
taka upp eitthvert slíkt kerfi. Þau
voru búin að vera í notkun um ára-
bil bæði austan hafs og vestan áður
en við íslendingar almennt tókum
þau í notkun.
Þetta erum við nú búnir að taka
upp og fáir myndu vilja missa kortin
sín úr því sem komið er. - Enn eru
þó fyrirtæki hér sem ekki hafa séð
ástæðu til að þóknast viðskiptavin-
um sínum í þessum efnum og ýmist
halda því fram að „bókhaldið" hjá
þeim ráði ekki við kerfið eða að þau
geti ekki boðið svona greiðslumáta
vegna „kostnaðar". Hvort tveggja er
auðvitað blekking og vítaverð móðg-
un við almenning í landinu.
Þrjú fyrirtæki eru í fararbroddi á
þessu sviði og eru nánast orðin stein-
aldarfyrirtæki í viðskiptum að minu
án þess að fá vinning.
Þegar mér var nýlega sagt að um
áramótin 1977/1978 heföi tölva verið
tekin í notkun hjá happdrættinu
fannst mér líkleg skýring að mitt
númer hefði ekki ratað í gagnabank-
ann. Önnur manneskja sagði mér að
skipta um nafn á miðanum því oft
kæmu vinningar upp fyrstu árin á
menntun allt að því af, verði sparn-
aðaráform í skólakerfinu að veru-
leika. En hví ættu kennarar að
stjórna skólakerfinu? Eru kennarar
ekki starfsmenn eins og aðrar stéttir
sem verða að sætta sig við niður-
skurð eins og aðrir eftir því sem ár-
ferði og aðstæður segja til um?
mati. Gjaldheimtan fyrir hönd
Reykjavíkurborgar treystir t.d. ekki
greiðslukortum viðskiptavina sinna
varðandi skiptingu greiöslna á fast-
eignagjöldum. Og ÁTVR og olíufélög-
in krefiast greiðslu í beinhörðum
peningum. Ef ávísanir eru teknar þar
skal stíla þær á þá upphæð sem
greiða skal og ekki krónu fram yfir.
Þetta eru vandræðafyrirtæki að
þessu leyti og er meira en tími til
kominn fyrir neytendasamtök hér
að knýja á um að þessi fyrirtæki taki
greiðslukort af viðskiptavinum sín-
um sem inna af hendi til þeirra upp-
hæðir sem skipta tugum þúsunda ár
hvert. Að hafna greiðslukortum er
einungis gamaldags þvermóðska
sem ekki á lengur við í viðskiptum.
nýseldum miðum. - Það þyrfti sem
sagt að „hreyfa" hann.
Vegna hins gegndarlausa gylh-
boðaauglýsingamakks HHÍ þessa
dagana er von að maður spyrji hvort
eitthvað vafasamt geti verið í gangi
hjá stofnun þessari. Að minnsta kosti
er ekki hægt að tala um miklar vinn-
ingshkur í mínu tilfelh enda er ég
ákveðin í að hætta hjá happdrættinu
nú og veija peningunum á annan
hátt. Mér sýnist ég hafa borgað dá-
góða upphæð til styrktar Háskóla
Islands og er það gott svo langt sem
það nær. En auðvitað vih maður hka
bera eitthvað úr býtum. Er það ekki
eðh málsins samkvæmt?
Hringið í síma
millikl. 14 og 16
-eða skrifið
ATH.: Nafn og símanr. veröur
að fylgja brcfum
Borgaryfirvöld hafa átt í mestu
erfiðleikum með að koma mið-
bænum í það horf sem höfiiðborg
sæmir, t.d. með fahegum húsum,
opnu svæði, torgum eða gangstig-
um, að ógleymdu eftirsóttu versl-
unarhverfi. - Húsfriðunarsteína
hefur stefnt framþróun miðbæj-
arins í óefni.
Þótt vel hafi tekist til í Bakara-
brekkunni þarf ekki aö friða öh
kofaskrífli í miðbænum. Iðnó er
nú í umræðunni. Auðvitað á að
fiarlægja Iðnó og alla aðra gamla
kofa miðbæjarins. Að bjarga
rauða Iðnó, sem er ein margra
ljótra varta í húsaþyrpingu mið-
bæjarins, er fáránlegt og stuðlar
að óþarfa væntingum.
Áaðamastvið
norskum loðnu-
Norðfirðingur hringdi:
Ég sá í fréttum Sjónvarps sl.
sunnudagskvöld að rætt var um
norsku loðnubátana hér út af
Austfiörðum. Skipsfióri lét þau
ummæh faha að legiö gæti við
stórslysí á miðunum - að mér
skildist vegna nærveru norsku
bátanna.
Þessi norsku skip hafa komið
hingað með ioðnuafla sem frystur
er um leið og keyptur er varning-
ur og þjónusta í landi. Það þarf
ekki að amast við þessum skipa-
komum hingað, nema síður væri.
Það er af hinu góða að hingaö
komi erlend og innlend fiskiskip
th aö sækja þjónustu gegn upp-
settu gjaldi. - Sækja ekki íslensk
fiskiskip þjónustu erlendis?
Foreldrar,félags-
málastofnanirog
bamavemdamefndir
Jóhann skrifar:
Ég get ekki lengur orða bundist
vegna fyrirsagna í blöðum og
greina um foreldri eða foreldra
sem virðast eiga í höggi við fé-
lagsmálastofnanir og barna-
verndamefndir. Gengur þetta
svo langt að gefin er út handtöku-
skipun á móöur sem er að hugsa
um velferð 11 ára drengs.
Bamavemdamefndum verða
oft á mistök sem ekkí er auðvelt
aö leiörétta. - Umræddur dreng-
ur var t.d. tekinn frá móður
vegna áfengisvanda hennar sem
hún er þó búin að fá hjálp við.
Hvernig telst hún vera óhæf móð-
ir 11 ára drengs en hæf fyrir ung-
barn? - Ég spyr: er ekki eitthvað
bogið við þetta kerfi?
Gottára-
mótaskaup
Regina Thorarensen skrifar:
Eg var ánægð með áramóta-
skaupið. Ef eitthvað mætti að þvi
finna voru sumir þættir of lang-
dregnir. Það mætti segja mér að
ef þessi stjóm verður áffam, að
„litla fólkiö" verði sett á uppboð
og þeir sem lægst bjóöa fái það
fyrir htið. Sfiómin vxh aht selja,
meira að scgja Búnaöarbankann
sem er víst eini bankinn sem ber
sig og fólk fær þar hæstu vextina.
Auðvitað væri hann Sighvatur
Björgvinsson sjálfkjörinn upp-
boöshaidari, ekki síst síðan hann
fór að róast og hafa fahepi fram-
komu en hann hafði. Aður var
einrseðið í fyrirrúmi. Nú er það
horfið og hann orðinn bara viröu-
legur maður.
Snyrtiboxtýndist
Heiðrún Ólafedóttir skrifar.
Mánudagskvöldið 6. jan. sl. eða
þriöjudagsmorguninn 7. jan.
týndi ég gráu Delsey snyrtiboxi
með ýmsum persónulegum mun-
um í á Reykjavikurflugvelli. Ef
einhver hefur tekið boxið I mis-
gripum eða veit um það, vinsam-
lega hatið þá samband í síma
91-76310. - Fundarlaun.
HAPPDRÆTTI m
HÁSKÓLA ÍSLAIMDS ^
n
Er nauðsynlegt að „hreyfa“ miða Happdrættis Háskólans?
Steinaldarfyrirtæki í viðskiptum
Happdrætti HÍ - Ekki
miklir möguleikar