Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1992, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992.
Blindrafélagið
SAMTÖK BLINDRA OG SJÓNSKKKTRA Á ÍSLANDl
Sumarhappdrætti Blindrafélagsins 1992
Dregið 23. júní
Vinningsnúmer eru:
15712 18794 13666 14096 14990 17673
21357 6761 12954 19914 24453 24759
891 2729 5060 5656 6214 9030
18840 21213 22168 22252 22554
Blindrafélagið, Hamrahlíð 17.
Upplýsingar í símsvara 91-38181.
ÞÚ FINNUR EKKI
BETRA VERÐ Á
JEPPADEKKJUM
H5HAT
H512AT
H59MT
H5UMT
H512MT
H62675
32X11.50R15 AT
33X12.50RI5 AT
30X9.50R15 MT
32X11.50R15 MT
33X12.50R15 MT
265/75R16 AT
9.135-
9.760-
8.215,-
9.590,-
10.285,-
8.160-
G ÚMMÍVINNUS TOFAN HF.
Réttarhálsi 2. s.814008 8t 814009 Skiphoiti 35. s.31055
Utlönd
Llk eins og hráviði um allt 1 Sarajevo:
Ég hef aldrei séð
jaf n margar flugur
- segir fréttamaður við útvarp borgarinnar
Serbneskar sveitir héldu upptekn-
um hættu og vörpuöu sprengjum sín-
um á Sarajevo, höfuðborg Bosníu, í
nótt og reyndu árangurslaust aö ná
undir sig mikilvægu borgarhverfi í
átökum við sveitir Króata og íslams-
trúarmanna.
Tiltölulega rólegt var í Sarajevo í
gær og voru friðargæslumenn Sam-
einuöu þjóðanna famir að undirbúa
flutning hjálpargagna til sveltandi
íbúa borgarinnar þegar átök bloss-
uðu upp á ný.
Útvarpið í Sarajevo sagði að hættan
á farsóttum magnaðist með hveijum
deginum þar sem lík óbreyttra borg-
ara, sem hefðu fallið fyrir leyniskytt-
um eða í sprengjuárásum, lægju eins
og hráviði á götunum í sumarhitun-
um.
„Fjöldi líka hefur legið óhreyföur í
marga daga í fremstu víglínu. Það
verður sífellt heitara í veðri og ég
hef aldrei séð jafn margar flugur í
Sarajevo. Við erum því farin að ótt-
ast farsóttir,“ sagði Miroslav
Simovic, fréttamaður við útvarpið í
Sarajevo, í símaviðtali við Reuters-
fréttastofuna.
Serbneskar stórskotaliðsbyssur í
hæðunum fyrir ofan Sarajevo létu
fyrir dögun 1 morgun skothríöina
dynja á miðbænum, gamla miðalda-
hverfmu og Dobrinja og Mojmilo út-
hverfunum, sem íslamstrúarmenn
ráða yfir, að sögn Simovics.
Fréttamenn í borginni sögðu að
Serbar hefðu reynt að ná Hrasno
hverfmu á sitt vald en vamarsveitir
íslamstrúarmanna hefðu hrundið
áhlaupinu. Þeir svöruðu Serbum síð-
an í sömu mynt og vörpuðu sprengj-
um á stöðvar þeirra fyrir utan borg-
ina.
Reuter
Tveir feður gráta yfir líkum sona sinna, 9 og 10 ára, sem féllu í átökunum í Júgóslavíu í gær.
Simamynd Reuter
/
Aukablað
Hús og garðar
Miðvikudaginn 8. júlí nk. mun aukablað
um hús og garða fylgja DV.
í blaðinu verða m.a. hollráð um ýmislegt sem að
gagni má koma við garðstörfin og ekki síður varð-
andi viðgerðir og viðhald húsa, t.d. málningar-
vinnu og fúavöm, steypuskemmdir og sprungu-
viðgerðir o.fl. o.fl.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa
í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við
Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið
fyrsta í síma 63 27 22.
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur aug-
lýsinga er fimmtudagurinn 2. júli.
ATH! Bréfasími okkar er 63 27 27.
Díana prinsessa í hjónabandsráðgjöf
Díana prinsessa fór í opinbera
heimsókn á hjónabandsráðgjafar-
stofu í Hull í gær, aðeins viku eftir
útkomu ævisögu hennar þar sem
segir að hún hafi reynt að stytta sér
aldur vegna eigin hjónabandserfið-
leika.
Prinsessan var róleg og yfirveguð
að sjá á meðan á heimsókninni stóð.
Hún veifaði og brosti til mannfjöld-
ans áður en hún settist niður og
fylgdist með ráðgjöfunum í starfi.
Díana er vemdari samtaka þeirra.
Starfsmenn ráðgjafarþjónustunn-
ar sögðu að hvorki hefði verið minnst
á meint hjúskaparvandræöi prinses-
sunnar sjálfrar, sem hefur verið gift
Karli ríkisarfa í ellefu ár, né ævisög-
una eftir blaðamanninn Andrew
Morton.
Blaðaljósmyndarar fylgdu Díönu
hvert fótmál á meðan á heimsókn
hennar stóð.
Reuter
Mandela og Botha funda í Nígeríu
verður haldinn að undirlagi Eining-
arsamtaka Afríku og Sameinuðu
þjóðanna.
Ekki lágu neinar upplýsingar á
lausu hjá Afríska þjóðarráðinu eða
stjórninni í Pretoríu um slíkan fund.
Heimildarmaðurinn er í Dakar í
Senegal þar sem leiðtogafundur Ein-
ingarsamtakanna verður haldinn í
næstu viku.
Afríska þjóðarráðið hefur hafnað
tilraun F.W. de Klerk, forseta Suður-
Afríku, til að fá samtökin aftur að
samningaborðinu til tveggja daga
viðræðna um lýðræðisþróunina og
ofbeldið í blökkumannabæjum
landsins. Mandela ákvað að slíta við-
ræðunum fyrr í þessari viku vegna
ofbeldisverka á hendur blökku-
mönnum.
De Klerk sat í forsæti á neyðar-
fundi ríkisstjómar sinnar í gær og
þar vísaði hann því á bug að sfjóm-
völd ættu sök á ofbeldinu. Hann
sagðist hafa fallist á skipan alþjóð-
legra sérfræðinga til að meta rann-
sókn lögreglunnar á fjöldamorðun-
um í Boipatong í síðustu viku þar
sem 39 manns létu lífið.
Reuter
Nelson Mandela, leiðtogi blökku-
manna í Suður-Afríku, mun eiga
fund með Pik Botha, utanríkisráð-
herra landsins, í Nígeríu á laugar-
dag, samkvæmt heimildarmanni
innan Afríska þjóöarráðsins sem
Mandela er í forsæti fyrir.
Heimildarmaðurinn sagöi að með
fundinum væri ætlunin aö reyna að
blása lífi aö nýju í viðræðumar um
lýðræðisþróun í Suöur-Afríku.
Fundur þeirra Mandela og Botha
Nelson Mandela, leiötogi Afríska þjóðarráðsins, og F.W. de Klerk, forseti
Suður-Afriku, eru ekki sammála um hvort halda beri áfram viðræðum um
lýðræðisþróun i landinu. Teikning Lurie