Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1992, Qupperneq 4
30 LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992. PP^ •.' T.V-: & - v ■<£' ■■ >:• ••:':'. . ; ’x .................'T.J. lll •.'•jVi‘ÍV i*IVÍ V.*-;*i* »*i M*r‘i*::i Bflar Peking-París 1907: Vantrú á bílum kom keppninni á Um og upp úr síðustu aldamótum voru bílar smátt og smátt að vinna sér sess sem samgöngutæki en sú barátta gekk hægt. Komið var á kappakstri milli stórborga Evrópu en það virtist ekki ætla að duga. Franskur blaðamaður, Jean du Taill- is, skrifaði grein um þetta efni í dag- blaðið Le Matin og hann klykkti út með spurningunni „Hver verður fyrstur til að aka bíl frá Peking til Parísar?" Þetta náði hljómgrunni hjá þeim sem vildu veg bílanna sem mestan og Le Matin tók að sér að koma þessu í framkvæmd. Strax komu um 25 þátttökutilkynn- ingar en þegar blaðiö fór fram á 2000 franka sem tryggingu fyrir því að alvara væri á bak við þátttökutil- Árið 1989 var upphaflega Itala-bílnum frá 1907 ekið frá Peking til Parísar en Fiat-verksmiðjurnar höfðu kostaö endurbyggingu bilsins eftir öllum kúnstar- innar reglum. Ekki voru notuð önnur efni til endurbyggingarinnar en notuð höföu verið við smiði hans á sínum tíma árið 1907. Erfiðast var að endur- gera hjólbarðana með þeim aðferðum og efnum sem þekkt voru á þeim tíma sem bíllinn var smíðaður. Ferðin 1989 var mun þægilegri en árið 1907 þvi nú voru komnir vegir í stað vegaslóða og skógarstiga. Takið eftir sérkennilegum brettunum sem Borghese notaði sem sliskjur til aö komast upp á gömlu marmarabrýrnar. kynninguna lækkaði tala þátttak- enda fljótlega niður í fimm. Þegar ýmsar hindranir virtust ætla að gera þessa keppni óframkvæman- lega voru menn komnir á fremsta hlunn með að gefast upp á öUu sam- an en þá tilkynnti ítahnn Schipione Borghese að hvað sem Le Matin gerði þá myndi hann aka Itala-bíl sínum þessa leið. Þar með var nýju lífi blás- ið í þennan þolakstur og þann 10. júní árið 1907 voru fimm bílar reiðu- búnir til að hefja aksturinn frá Pek- ing. Lítið umvegi Þátttakendur voru Borghese á j ferðinni 1907 mættu þátttakendur ekki bil fyrr en komið var aftur til Evr- ópu. Þegar ferðin var endurtekin áriö 1989 var aðalvandamálið hins vegar ekki lélegir vegir heldur miklu frekar óskipulögö umferöarmenning á sveita- vegum Asfu. i ferðinni 1989 var ekið um 22.000 kflómetra og staldrað við á fleirl stöðum en alls tók ferðin um þrjá mánuði. tveggja tonna Itala-bíl sínum, með 40 hestafla vél. Borghese hafði einnig með sér sinn eigin vélvirkja. Frá Hollandi kom Spyker-bíll með aðeins 15 hestafla vél sem var fulllítið því bíllinn vó um 1,5 tonn. Ökumaöur þessa bíls hét Godard og í för með honum var upphafsmaðurinn að þessu öllu saman, franski blaðamað- urinn Jean du Taillis. Frá Frakklandi komu þrír bílar, tveir tveggja strokka tíu hestafla Di- on-Bouton, sem þeir George Cormier og Victor Collignon óku, en með þeim var vélvirki sem raunar hafði verið vélstjóri til sjós áður en lagt var upp í ferðina. Þriðja franska ökutækið var þriggja hjóla Tri-Contal sem var að- eins með 6 hestafla vél til að knýja 900 kílóa þungan bíhnn áfram. Það hefur verið meiri háttar bjartsýni að skrá þetta „þríhjóT' til keppninnar því drifið var á einfóldu afturhjólinu en meginþunginn hvíldi hins vegar á framhjólunum sem einnig þurftu að stýra ökutækinu. Þvi var ekki von til þess að vel gengi aö koma þríhjól- inu gegnum þá erfiðleika sem voru framundan. Upphaf feröarinnar var með glæsi- brag. Lagt var upp frá bækistöðvum franska hersins í Peking við undir- leik franskrar lúðrasveitar og sprenginga frá kínverskum flugeld- um en sameiginlega tókst að yfir- gnæfa háværar bílvélamar öðru hvoru. Það fór að vísu svo aö ekki komu allir bílamir samtímis út frá Peking því í ljós kom að þríhjólið litla og annar Dion-Bouton-bíllinn höfðu vihst í flóknu gatnakerfi Peking. Á landabréfunum, sem leiðangurs- menn höfðu undir höndum, mátti sjá merktan þjóðveg frá Peking til Nankow en fljótlega eftir að komið var út fyrir borgarmörk Peking „hvarf' þjóövegurinn og í staðinn mátti sjá ógreinilegan slóða, lagðan stórum steinhehum með djúpum holum á milh. Hinn sterkbyggði Itala-bíll komst vel yfir þessa fyrstu raun en hinum bílunum gekk ekki eins vel og ekki hjálpaði ausandi rigning upp á sak- imar. Eftir nokkurra kílómetra akst- ur eftir þessum „vegi“ gáfust leiðang- ursmenn upp við að koma Tri-Con- tal-bílnum lengra. Fyrsta alvarlega hindrunin á leið- inni kom eftir 20 kílómetra akstur en það var falleg 3000 ára gömul marmarabrú yfir Cha-Ho-ána en engin akbraut lá upp á brúna og að- eins var hægt að nota tröppur til að komast 5 metra upp á brúna. Borghese fursti var svo heppinn að hægt var að skrúfa fram- og aftur- brettin af bílnum og nota þau th að aka upp tröppumar en fá varð burð- armenn tU að bera hina bUana yfir brúna. Eftir nokkurra kUómetra akstur tíl viðbótar komu leiðangursmenn að annarri svipaðri brú og þegar 60 kíló- metrar voru að baki höfðu leiðang- ursmenn í Spyker-bílnum og Dion- Bouton-bílunum tveimur fengið nóg og slógu upp tjöldum. Aðeins Itala- bíllinn hélt áfram til Nankow. Næsta morgun lagði Itala-bíUinn upp frá Nankow og nú hélt Borghese upp fjöhin, áleiðis upp á hásléttur Mongóhu. TU aö tryggja að hann kæmist örugglega hafði hann pantað fjögur múldýr hjá flutningafyrirtæki í Peking en málið hafði verið leyst, eins og vænta mátti hjá Austur- landabúum, með því að koma með eitt múldýr, einn mjög gamlan hest og einn Utinn, hvítan asna sem gerði það að verkum að það sauö á hinni ítölsku skapgerð. Þegar hinir þátt- takendumir komu tU fjalla leigðu þeir sér burðarmenn tU að draga og bera bílana yfir erfiðustu staðina. Vegir voru engir en þeim tókst að fikra sig eftir þröngum fjaUastígum og raunar má segja að burðarmenn- imir hafi bókstaflega borið bUana upp að Kalgan-skarðinu áður en ekið var inn á mongólsku hásléttuna. Símalínan vísaði veginn Miðað við erfiðleikana, sem vom að baki eftir krókótta fjallaslóðana, var nánast bamaleikur að aka um grasi vaxna hásléttuna en framund- an vom 1200 kUómetrar, þar af 800 yfir Góbí-eyðimörkina. Ef við horf- um á Evrópukortið samsvarar þetta ökuferð frá Kaupmannahöfn og suð- ur fyrir Basel í Sviss. Þetta var sann- kaUaður „torfæruakstur" því ýmist þurfti að grafa bílana úr sandi eða lyfta þeim með köðlum og blökkum yfir stórar klappir sem ekki var hægt að krækja hjá. Engir erfiðleikar voru að rata því aðeins þurfti að fylgja símalínunni sem lögð hafði verið árið 1901. Hins vegar komu í ljós vandkvæöi vegna birgða á leiðinni. Reiknað hafði verið með birgðum í Pong-Kiong en þegar þangað var komið kom í ljós að „bær- inn“ var aðeins símstöð og íbúar að- eins fimm sem ekki voru beint þjak- aðir af vinnu því á þeim sex ámm, sem liðin vom frá uppsetningu sím- ans, höföu þeir aldrei sent eða tekið á móti skeyti. Enn voru alhr bílamir með í keppninni því Tri-Contal-bílhnn var aftur kominn í hópinn eftir ævin- týralega ferð upp fjöllin að háslétt- unni. En ökumenn þríhjólsins áttu í stöðugum vandræðum með að koma „bílnum“ áfram og loks, 200 kiló- metra frá Pong-Kiong, var endanlega gefist upp og hópur mongóla, sem átti leið hjá, tók áhöfnina upp á arma sína en bfilinn var skilinn eftir. Bensínlausir í eyðimörkinni Hinir bfiamir fjórir héldu áfram yfir Góbí-eyðimörkina sem sýndi ferðalöngunum enga miskunn, steikjandi hiti var og endalausar sandbreiður framundan. Við þessar aðstæður varð Spyker-bUUnn bens- ínlaus og þeir Godard og TaUlis urðu að bíða þar nokkra erfiða sólar- hringa þar til þeim barst meira bens- ín sem flutt var til þeirra á hestum. Síðustu 600 kUómetrarnir til Ulan Bator voru þokkalegur vegur og þá leið óku þeir félagar í Spyker-bUnum, án þess að stoppa, á einum sólar- hring - 24 stundum - en þó á aðeins 25 kUómetra hraða á klukkustund. Enn meiri erfiðleUcar mættu þátt- takendum á leiðinni aö landamærum Bílamir voru bomir upp fjöllin frá Kína til Mongólíu ein erfiðasta þolraun sem bílum hefur verið att út í Næstu 27 daga munu raUökumenn reyna með sér í þolakstri frá Beijing (Peking) í Kína til Parísar en þeir leggja upp á aUs kyns farartækjum, sérsmíðuðum rallbUum, mótorhjól- um og trukkum frá París þriðjudag- inn 1. september og áætlað er að þeir komi í mark í Kína þann 27. septemb- er næstkomandi. Það heitir svo hjá skipuleggjendum keppninnar að þetta sé í fyrsta sinn sem slíkur þolakstur eigi sér stað en það er í raun aðeins hálfur sannleik- ur því að á árinu 1907 var þessi leið ekin, að vísu í hina áttina, frá Peking til Parísar og um kappakstur var ekki að ræða, miklu frekar að menn væru aö sanna aö það væri hægt að aka þessa leið í bíl. Árið 1989 var svo leikurinn endurtekinn þegar ítalska bílnum Itala var ekiö sömu leið og árið 1907. Þetta tókst en það er næsta öruggt að aldrei í sögu bUaíþrótta hafa aörir eins erfiðleikar orðið á vegi manna og bíla og í þessum akstri fyrir 85 árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.