Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Síða 2
24
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992.
Ferðir
Hansaborgin Liibeck er kannski ekki
einn af þeim stöðum sem íslendingar
hafa hingað til ferðast mikið til. Það
hefur meira verið um það að aðrir
Norðurlandabúar fari þangað þar
sem siglt er frá Trelleborg í Svíþjóð
til Travemúnde. Ferðamálaráð
Lúbeck var á ferð á íslandi á dögun-
um og var markmiðið að kynna ís-
lendingum borgina sem hefur, ef satt
skal segja, upp á þónokkuð að bjóða.
Blaðamaður hefur nokkrum sinnum
verið þar á ferð og litist mjög vel á.
Miðstöð sjósóknar,
laga, tolla
ogvöruskipta
Lúbeck á sér hvorki meira né
minna en átta hundruð ára sögu.
Efnahagslegur framgangur staðar-
ins tengist góðri legu hans. Lúbeck
varð síðar nokkurs konar miðstöð í
Evrópu. Borgarbúar voru óneitan-
lega efnaðir í tíð Hansakaupmann-
anna þar sem miðstöð sjósóknar,
laga, tolla og vöruskipta var í
Turnarnir eru sérkenni Lúbeck og hér má sjá umhverfi dómkirkjunnar.
Áeiginvegum:
Hansaborgin Lubeck
Lúbeck. íbúar voru þá ekki nema
25.000 en þeim tókst sjálfum að
byggja fimm stórkostlegar kirkjur og
tumamir sjö sem standa þar enn til
minningar em mjög sérstakir.
Lúbeck er mjög vel staðsett til
vöruskiptamarkaðar. Þá ekki síður
skipti við fjarlægari lönd eins og þau
skandinavísku. Þegar á tólftu öld var
borgin farin að líkjast því sem hún
er í dag.
Salt var meginframleiðsla í
Lúbeck. Það var tekið frá Lúneburg
og síðar einnig frá Frakklandi og
Portúgal og flutt til Skandinavíu til
síldarsöltunar.
Merkisstaðir
í Lúbeck er eins og í flestum öðr-
um evrópskum borgum sem eitthvað
mega sín, mikið að sjá, Þaö sem dreg-
ur fólk aðallega til borgarinnar er
gotneskur stíll hennar. Núna eru um
1000 byggingar sem em varðveittar
sem sögulegar minjar frá dögum
Rómverja og fram á okkar daga. Sér-
stakur byggingarstíllinn gerir alla
borgina að menningarlegum minnis-
varða um forna frægð. Tígulsteins-
kirkjumar fimm í gamla bænum eru
sérstaklega áhugaverðar að skoða.
Þær em Rómverska dómkirkjan,
með helgikrossinum á Bemt Notke,
Sjómannakirkjan, St. Jakobi, þar
sem björgunarbáturinn frá sokkna
Stundum eru haldnar götuhátíðir í Lúbeck og Travemúnde og þá er giatt
á hjalla.
skipinu Pamir sténdur, Sankti Pét-
urs kirkjan, með útsýnispallinum,
St. Mary, stærsta tígulsteinskirkjan
í Evrópu og St. Aegidien, kirkja
verkamanna.
Núna era íbúar um 21.000 talsins.
Sjósókn er ennþá stór liður í starf-
seminni í Lúbeck. Þar er einnig
stærsta freigátuhöfn i Evrópu. í
borginni er Læknaháskóli, Tónlist-
arháskóh, Tækniskóli og Sjómanna-
skóli sem er sá elstí. í Þýskalandi.
Nýtískulífinnan
sögulegraveggja
Sá sem heimsækir Lúbeck má alis
ekki halda að íbúamir lifl eingöngu
í fortíðinni þótt margar sögulegar
byggingar séu í borginni. Það er öðru
nær. Borgin er annars mjög nýtísku-
leg og þar er að finna nóg af góðum
veitingastöðum, áhugaverðar versl-
anir og menningarlegar byggingar. Á
einni götu eða Breite Strasse eru
flestar búðirnar staðsettar. Þar eru
einnig kaffiteríur á hveiju götuhomi
ásamt garðveitingahúsum.
Marsípan í
stað brauðs
Á Café Niederegger er að finna
hið lostæta Lúbecker marsipan.
Margir innfæddirjsegja að marsípan-
ið sé upprannið íLúbeck en söguleg-
ar heimildir era ekki sammála því.
í Lúbeck er til þjóðsaga um uppruna
marsípansins. Þar er sagt að árið
1407 hafl hungur geisað í Lúbeck.
Kornuppskeran brást algerlega það
árið og öllum bökuram var skipað
að búa til brauð úr almond hnetum.
Þá varð til marsípanið sem löngu er
orðið frægt.
Matur ogvín
Allar skoðunarferðimar og
verslunarleiðangramir gera það að
verkum að við verðum þyrst og
svöng. Til þess að fullnægja þessum
Ágætis verslunarmöguleikar eru í
borginni.
frumþörfum okkar verðum við að
finna einhvern góðan stað til þess að
setjast inn á. Það ættu ekki að vera
nein vandræði með það í Lúbeck.
Hvort sem ferðalanginn langar i ít-
alskan, grískan, grænmetis- eða
heföbundinn heimilismat svo ekki sé
talað um sjávarrétti og Holstein
skinku er það alls staðar aö fá í
Lúbeck. Það allra besta sem ferða-
langurinn getur fengið að drekka er
franskt rauðvín sem legið hefur í
kjöUurum í Lúbeck og kallast nú
Rotspon.
-em
Haustgolf í Portúgal
Besta golfaðstaða sem ég hef séð
Dagana 6.-17. október og 17.-28.
október býður Úrval-Útsýn kylf-
ingum upp á golfferðir til Vilar do
Golf í Portúgal. Gist verður í íbúð-
um og raðhúsum við golfvöllinn
Quinta do Lago í Algarve en þangað
er 20 mínútna akstur frá flugveliin-
um í Faró og um 15 mínútna akstur
frá Albufeira. Ferðin 6. október er
þegar fullbókuð en ennþá era
nokkur sæti laus þann 17.
Sigurður Pétursson kylfingur var
á staðnum og kannaöi aðstæður.
Hann segir þetta vera fyrsta flokks
stað fyrir kylfinga og þann besta
sem hann hefur dvalið á. „Öll að-
staðan er mjög góð. Húsin era
snyrtileg og golfaramir búa inni á
svæðinu svo að þeir geta gengið inn
á teigana. Þetta er mikill munur
þar sem viö þurfum ekki að standa
í því að taka leigubíla á völlinn,"
- segir Sigurður Pétursson kylfingur
segir Sigurður. Á þessu svæði Vilar
do Golf er 36 holu völlur sem er
mjög skemmtilegur að sögn Sigurö-
ar og í nágrenninu era þrír aðrir
vellir sem hægt er að ganga á.
Fimmti hver
hringurfrír
„Það sem maður tekur fyrst eftir
þegar maður kemur þangað er
hversu snyrtilegt og fallegt er
þarna og vellimir í toppstandi,"
segir Sigurður. Hann fer með í ferð-
ina þann 6. október en Siguijón
Gíslason fer þann 17.
Vilar do Golf teygir sig yfir 1700
ekrar lands og innan svæðisins er
golfvöllurinn Quinta do Lago sem
er fjórir níu holu vellir sem hægt
er að raða saman að vild. Gestir,
sem dvelja á Vilar do Golf, fá 50%
afslátt á vallargjöldunum á Quinta
do Lago og að auki fimmta hvern
hring frían.
Innan svæðisins eru tvær sund-
laugar, veitingastaðir, matvöra-
verslun, gestamóttaka, tennisvellir
og fleira. Allir verða að hafa meö
sér forgjafarkort, lágmarksforgjöf
karla er 28 en kvenna 36. Verðið,
ef miðað er við hús meö einu svefn-
herbergi, er kr. 57.100 og 54.245
staögreitt.
Að sögn Tómasar Tómassonar
sölustjóra hjá Úrval-Útsýn er búiö
að bóka til hálfs í ferðina. „Þetta
er allt í áttina en ég vildi gjarna fá
fleiri kylfinga í seinni ferðina líka
þar sem aðstaðan er mjög góð,“
sagði Tómas. Nánari upplýsingar
um ferðina fást hjá Ferðaskrifstof-
unniÚrval-Útsýn. -em