Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1992, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1992:
41
33V
Flug:
innan
fárra ára
Alþjóðaílugmálastoftiunin hef-
ur samþykkt reykingabaim í
flugvélum ffá 1. juli 1996. Stofn-
unin getur ekki beitt neinum
þvingunum en bendir á að ílugfé-
lög, sem ekki fari eftir banninu,
séu undir smásjá farþega.
Þaö voru fulltrúar Kanada,
Ástralíu og Bandarikjanna, þar
sem nú þegar ríkir takmarkað
reykingabann í flugvélum, sem
lögðu fram tillögu um bannið.
I Bandaríkjunum gekk 1990 í
gildi bann við reykingum i innan-
landsflugi sem tekur skemmri
tíma en sex klukkustundir. Bann
viö reykingum i flugi, sem tekur
skemmri tíma en tvær kltikku-
stundir, gekk í gildi í Bandaríkj-
unum 1988.
DisneyWorld:
Ódýrir
gististaðir
jafn góðir
og dýrir
Ódýrir gististaðir í Disney
World bjóða upp á jain mikil
þægindi og þjónustu og dýrir
gististaðir. Þetta er niðurstaða
könnunar sem gerð var síðastlið-
ið sumar. í tíu daga heimsókn til
Disney World gistiþriggja manna
fjölskylda á átta gististöðum.
Verð á næturgistingu var frá 5
þúsund krónum til 24 þúsund
króna. Það kom fjölskyldunni á
óvart að staður, þar sem nóttin
kostaði um 6 þúsund krónur á
mann, bauö upp á nær sömu
þægindi og gæði og staðir í dýrari
kantinum.
Gestur í Disney World getur
einnig notfært sér þjónustu
þeirra staða sem hann gistir ekki
á, eins og til dæmis feröir milli
staða, sundlaugar, veitingastaði,
bílastæði, þvottaaðstöðu og
bamagæslu.
Gististaðir, sem buðu upp á
gistingu undir 6 þúsundum til 13
þúsunda, voru Dixie Landings og
Caribbean Beach. Á Fort Wilder-
ness Resort kostaði nóttin tæpar
tíu þúsund krónur. Gisting á Va-
cation Club kostaði frá tíu þús-
undum upp í 18 þúsund krónur.
Á Contemporary Resort kostaði
nóttin frá um tíu þúsundum til
24 þúsunda. Gestir á Yacht Club
Resort þurftu að greiða frá 11
þúsund krónum fyrir nóttina upp
í 25 þúsund krónur. Á Dolpin
kostaði nóttin frá 13 þúsund
krónum upp í 15 þúsund og á
Grand Floridan Resort var verðið
fyrir næturgistingu frá 13 þús-
undum til 24 þúsunda.
Jólí
Feneyjum
Á þessum tíma ársins er heegt
að ganga um Markúsartorgið í
Feneyjum án þess að rekast á
næsta mann. Eitt af frægustu
hótelum Feneyja býður upp á sér-
staka dagskrá um jólin frá 20.
deseraber til 28. desember. Ver-
önd veitingastaðar hótelsins er
við vatnið og maturinn, sem
framreiddur er, þykir sælkerum
afar góður.
Gestabók hótelsins er stolt þess.
í hana hafa ritað nöfn sín meðal
annarra Churchill, hertoginn af
Windsor, Kissinger, Ella Fitzger-
ald, Karaían, Pavarotti, Orson
Welles og Gina Lollobrigida.
Heimilisfangið er Hotel Gritti
Palace, Campo S. Maria del
Giglio, 2467,1-30124 Venezia.
Ferðir
Vetrarakstur
Við sumar aðstæður er keðjunotkun skylda í Austurríki. Hafi menn þær ekki meðferðis eiga þeir á hættu að kom-
ast ekki á ákvörðunarstað.
r
1
Akstur erlendis að vetrarlagi krefst
athugunar á ýmsum atriðum. Mikil-
vægt er að taka það fram í fyrir-
frampöntun á bílaleigubíl að skíða-
grind þurfi að vera á bílnum hyggi
menn á annað borð á skíðaferð. Hafi
gleymst að panta skíðagrind getur
reynst erfitt að fá hana sé til dæmis
komið til Lúxemborgar um helgi en
margir hefja einmitt ferð sína um
helgi.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda,
FÍB, bendir á að hjólbarðar á bílum
í Lúxemborg séu ekki grófmunstrað-
ir og því þurfi að sýna ýtrustu var-
kárni við akstur. Hægt er að fá leigð-
ar keðjur víða á bensínstöðvum.
Keðjurnar eru innsiglaðar og fæst
leigan endurgreidd hafi þær ekki
verið notaðar. Samkvæmt upplýs-
ingum FÍB veröur þó að skila keðjun-
um aftur á sömu stöð og þær fengust
leigðar en það hentar ekki alltaf
ferðaglöðum íslendingum sem vilja
fara aðra leið heim. Því getur verið
best að fá keðjumar leigðar hjá bíla-
leigunni. Þess ber þó að geta að keðj-
ur eru ekki leyfðar alls staðar.
FÍB leggur á það áherslu aö menn
gangi úr skugga um það áður en þeir
halda af stað hvort bíllinn, sem tek-
inn hefur veriö á leigu, er dísil- eða
bensínbíll. Menn geta nefnilega orðið
fyrir miklum útgjöldum setji þeir
ekki rétt eldsneyti á bílinn.
Mikilvægt er vegna tryggingamála
að láta skrá hjá bílaleigunni alla sem
hugsanlega koma til með að aka bíln-
um og gæta þess að bíllinn sé fúll-
tryggður. FÍB ráðleggur ferðalöng-
um jafnframt að fá afhent hjá bíla-
leigunni símanúmer sem hægt er að
hringja í í þeim löndum sem ferðast
er um komi eitthvað upp á.
Þýskaland
Þar sem hraði er mikill á hrað-
brautum er lífsnauðsynlegt aö halda
góðu bili á milli farartækja.
Enginn hámarkshraði er á hrað-
brautum í vesturhluta landsins en
ákjósanlegur hámarkshraði er þó oft
tiltekinn 130 km á klst. Lögreglan
hefur heimild til að sekta á staðnum
um allt að fjögur þúsund krónur. í
austurhluta landsins er hámarks-
hraði á hraðbrautum 100 km.
Við framúrakstur er ekki bara
skylt að gefa stefnuljós heldur skal
einnig gefa framúraksturinn til
kynna með því að blikka ljósum.
Ekki er skylt að aka með ljós aö degi
til en það er heldur ekki bannað.
Akstur með stöðuljós er óheimill.
Banngð er að stöðva við vegbraut á
hraðbraut.
Vegatollar eða skattar eru almennt
ekki á vegum í Þýskalandi.
Neyðarsími lögreglu og sjúkrabíls
í Þýskalandi er 110.
Frakkland
Franskir ökumenn eru nákvæmir
í því að nýta rétt sinn og þeir víkja
ógjarnan fyrir umferð frá vinstri. Á
fjallvegum skal bifreið á niðurleið
ætíð víkja fyrir bifreið á leið upp. í
rigningu eða slæmu skyggni lækkar
leyfilegur hámarkshraði um 10
km/klst. Ökumenn, sem hafa haft
ökuleyfi skemur en eitt ár, mega ekki
aka hraðar en 90 km/klst. Þetta er
einnig í gildi fyrir útlendinga. Brot á
þessu varða háum sektum. Kveikt
ljós eru leyfö allan sólarhringinn og
skylda utan þéttbýlis.
A flestum hraðbrautum í Frakk-
landi þarf að greiða vegatoll.
Neyðarsími lögreglu og sjiikrabíls
er 17.
Sviss
Á fjallaleiöum þar sem erfitt er að
mætast skal ökutæki á leið niður
stansa eða víkja fyrir umferð á leiö
upp. Á fjallvegum, merktum „Berg-
poststrassen", á bláu umferðarskilti
með gulum póstlúðri, hafa póstbif-
reiðar og önnur opinber fyrirtæki
forgangsrétt. Þegar ekið er um jarð-
göng skulu aðalljós bifreiöar kveikt,
jafnvel þótt göngin séu upplýst.
Nagladekk eru bönnuð á hrað-
brautum og öðrum aðalvegum. Yfir
fjallaskörðin St. Bemhard og St.
Gotthard er notkun keðja bönnuð.
Mjög mismunandi reglur gilda um
notkun keðja í hinum ýmsu kantón-
um. Nauðsynlegt er að hafa keðjur
meðferðis ef ferðast er að vetri til því
notkun þeirra getur veriö skylda við
tilteknar aðstæður.
Við landamæri Sviss er ökumönn-
um skylt að kaupa sérstaka vega-
skattmiða vegna aksturs á hrað-
brautum og í nokkrum jarðgöngum
landsins. Vegatoll þarf einnig að
greiða þegar ekið er í gegnum helstu
jarðgöngin í Ölpunum.
Neyðarsími lögreglu og sjúkrabfls
í Sviss er 140.
Austurríki
Á þröngum fjallvegum á sá sem er
á niðurleið að víkja. Nagladekk eru
leyfð. Mismunandi reglur gflda um
keðjunotkun og geta menn átt á
hættu að fá ekki að aka síðasta spöl-
inn til ákvörðunarstaðar hafi þeir
ekki keðjur. Það getur komið sér illa
ef menn eru á ferö að kvöldi til og
ekki hægt að nálgast keðjur.
Vegatollar eru almennt ekki á veg-
um í Austurríki. í lengri jarðgöngum
og fjallaskörðum eru þeir þó algeng-
ir.
Neyðarsími lögreglu er 133 og
sjúkrabíls 144.
Ítalía
Hraðatakmörk á hraðbrautum eru
skflgreind miðað við vélarstærð öku-
tækis. Ekki er ekið með aöalljósin á
en skylda að kveikja þau þegar ekiö
er um jarðgöng.
Á Ítalíu þarf mjög viða að greiða
vegatofla eða slík gjöld þegar ekið er
á hraðbraut, um jarðgöng eða yfir
fjallaskörð. Ef ákveðið er að halda
sömu leið til baka er oftast hægt að
kaupa mánaðarmiða og er hann tölu-
vert ódýrari en ferð aðra leiðina.
Neyðarsími lögreglu og sjúkrabíls
er 116.
í öllum þessum löndum gildir sú
regla að þegar um bilun eða neyðar-
stopp er að ræöa skal stflla upp við-
vörunarþríhyrningi í góðri fjarlægð
fyrir aftan bifreiöina.
Nánari upplýsingar fást hjá Félagi
íslenskra bifreiöaeigenda í síma 62
99 99.
-IBS
Kirchberg/Kitzbiihel
Mayrhofen
Zell am See
FLUGLEIDIR ɧf
Traustur islenskur ferðafélagi A.
Vetrarboðinn ljúfi,
skíðabæklingur
Flugleiða til
Austurríkis, liggur
frammi á
söluskrifstofum
Flugleiða, hjá
umboðsmönnum
félagsins um land
allt og hjá
ferðaskrifstofunum.
Skíðafrí í Austupríki
ELDRI
BORGARAR
Kanaríeyjar
Ferðir í janúar undir síkátri og hressandi
fararstjórn Sigurðar R. Guðmundssonar.
Síðustu sætin að seljast.
Sérlega hagstætt verð.
ÍgýÚRVAL-ÚTSÝN
íMjódd: sfmi 699 300; við Austurvöll: sfmi 2 69 00
f Hafnarfirði: sfmi 65 23 66; við Ráðbústorg á Akureyri: sfmi 2 50 00
- og bjá umboðsmönnum um land allt