Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Qupperneq 1
Lopez var rekinn
- ævintýralegur sigur Snæfells í Grindavík og Damon Lopez rekinn í kjölfarið
Bandaríski körfuknattleiksmaö-
urinn Damon Lopez var í gær rek-
inn frá úrvalsdeildarliði Snæfells
frá Stykkishólmi. Hann lék fimm
leiki með Snæfellingum og fjórum
sinnum hrósaði Snæfell sigri. Nýr
bandarískur leikmaður er kominn
til Snæfellinga.
„Damon Lopez var tilkynnt það í
dag (í gær) að hann myndi ekki
leika meira með okkur. Hann féll
engan veginn inn í leik liðsins, gat
að því er virtist ekki lært leikkerfi
og hann féll illa að öðru leyti inn í
hópinn. Það var þvi ekki um annað
að ræða en að láta hann fara,“ sagði
Ríkharður Hrafnkelsson, liðsstjóri
Snæfells, í samtali við DV í gær.
„Það er alltaf leiðinlegt að þurfa
að standa í þessum leikmanna-
skiptum en við væntum mikils af
nýja leikmanninum og vonandi
gengur okkur jafnvel í næstu leikj-
um og undanfarið," sagði Ríkharð-
ur ennfremur.
Hávaxinn blökkumaður
leysir Lopez af hólmi
Nýi leikmaðurinn hjá Snæfelli er
að sjálfsögðu miðheiji, heitir
Shawn Jamison, svartur á hörund
og er 2,04 metrar á hæö. Jamison
hefur meðal annars leikið í CBA-
deildinni bandarísku og einnig í
Mexíkó og á að vera sterkur leik-
maður.
Damon Lopez féll hins vegar afar
illa inn í leikmannahópinn hjá
Snæfelli og tók til að mynda lítinn
þátt í fagnaðarlátunum sem brut-
ust út eftir ótrúlegan sigur Snæfell-
inga í Grindavík í úrvalsdeildinni
á laugardag. Nánar er íjallað um
leiki helgarinnar í úrvalsdeildinni
á bls. 24-25.
-SK
Hástökk:
Næstbesti
árangur
íslendings
Einar Kristjánsson hástökkvari
náði næstbesta árangri íslend-
ings á innanhússmóti í Jones-
borough í Bandaríkjunum um
helgina þegar hann stökk 2,13
metra. Hann átti síðan góða til-
raun við 2,18 metra. Finnbogi
Gylfason keppti á sama móti í 800
metra hlaupi og fékk tímann
1.54,74 mínútur. -JKS
Fijálsaríþróttir:
Flosi bætti
fimmtán ára
gamalt met
Fimmtán ára gamalt met
Gústafs Agnarssonar í langstökki
innanhúss án atrennu féll um
helgina. Gústaf setti metið í sjón-
varpssal árið 1978 og stökk þá 3,44
metra. Flosi Jónsson, gullsmiður
á Akureyri, bætti þetta gamla
met um helgina á íslandsmótinu
í atrennulausum stökkum og
stökk 3,45 metra.
Þorsteinn Þórsson, Tindastóli,
sigraöi í hástökki án atrennu,
stökk 1,66 metra og íris Grön-
feldt, UMSB, vann hástökk
kvenna, stökk 1,30 metra. Snjó-
laug Vilhelmsdóttir, UMSE, sigr-
aði í langstökki kvenna með 2,72
metra og einnig í þrístökki, stökk
8,01
metra. í
þrí-
stökki
karla
sigraði
Eggert
Sigurðs-
son,
HSK,
stökk
9,56
metra.
-SK Flosi Jónsson.
Hvar er linsan mín? Lárus Ámason, KR-ingur, ieitaði ekki aðeins ailra leíða ásamt (élögum sínum til að sigra Skallagrtm í úrvatsdelldinni
i gærkvöldi heidur þurfti hann að hafa nokkuð fyrir því að leita að linsu sem datt úr auga hans í miðjum leik. Allt fór vel að lokum, KR vann leikinn og
Lárus fann linsuna. Sjá nánar á bls. 25. DV-mynd GS
Héðinn úr leik
- leikur ekki á Lotto Cup og HM í Svíþjóð í hættu
Héðinn Gilsson leikur ekki með
íslenska landsliðinu á Lotto Cup í
Noregi. Héðinn fann fyrir eymslum
í hné á æfingu með Dusseldorf á
fimmtudag 1 síðustu viku. Við
læknisrannsókn kom í ljós að sin
undir hnéskel er sködduð og þarf
Héðinn að taka það rólega á næst-
unni.
„Læknir, sem skoðaði mig, sagði
að áhættan yrði mikil að fara til
Noregs og keppa þar tjórum sinn-
um. Eg taldi því skynsamlegast að
hvíla mig vel og mun ekki mæta á
æfingar hjá Dusseldorf þessa vik-
una. Ef heppnin verður með mér
ætti hvíldin að duga en í þessari
stöðu er ekkert annaö aö gera en
að vona það besta,“ sagði Héðinn
Gilsson í samtali við DV í gær-
kvöldi en hann stefnir á heimkomu
8. febrúar.
Héðinn lék með Dusseldorf um
helgina og skoraði sex mörk í jafn-
teflisleik, 17-17, gegn Fredenbeck.
-JKS
Héðinn Gilsson.