Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Page 5
24 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. 25 íþróttir Grindavík (48) 80 Snæfell (44) 81 4-7, 21-20, 36-27, 42-33, (48-44), 52-50, 57-50, 61-62, 65-64, 65-68, 76-72, 78-78, 80-79, 80-81. Stig UMFG: Jonathan Roberts 23, Guðmundur Bragason 20, Pétur Guðmundsson 12, Pálmar Sigurðs- son 10, Marel Guðlaugsson 8, Helgi Guðfinnsson 7. Stig Snæfells: Damon Lopez 21, Rúnar Guðjónsson 19, Kristinn Einarsson 13, ívar Ásgrímsson 11, Bárður Eyþórsson 6, Sæþór Þor- bergsson 6, Jón Jónatansson 2. 3ja stiga körfur: Grindavík 5, Snæfell 7. Varnarfráköst: Grindavík 25, Snæfell 20. Sóknarfráköst: Grindavík 14, Snæfell 9. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Leifur S. Garðarsson, dæmdu mjög vel. Áhorfendur: 450. Maður leiksins: Rúnar Guðjóns- son, Snæfelli. KR (35) 70 Skallagr. (29) 67 6-7, 21-15, 29-19, (35-29), 44-35, 54-44, 58-48, 65-62, 69-67, 70-67. Stig KR: Keith Nelson 17, Her- mann Hauksson 17, Friðrik Ragn- arsson 12, Ólafur Kristjánsson 10, Guðni Guðnason 8, Lárus Árnason 5. Stig Skallagríms: Elvar Þórólfs- son 20, Alexander Ermolinski 14, Henning Henningsson 10, Birgir Mikhaelsson 5, Gunnar Þorsteins- son 4, Eggert Jónsson 4, Bjarki Þorsteinsson 4, Skúli Skúlason 3, Þórður Helgason 2. Þriggja stiga körfur: KR 4, Skallagr. 5. Dómarar: Leifur Garðarsson og Einar Þór Skarphéðinsson. Þeir félagar úr Hafnarfirði komust í heildina ágætlega frá leiknum. Áhorfendur: Um 200. Maður leiksins: Keith Nelson, KR. Tindastóll (48) 102 Breiðablik (46) 91 4-3, 10-8, 17-17, 17-21, 27-27, 36-29, 44-36, (48-46), 53-48, 57-62, 67-70, 77-76, 90-80, 94-88, 102-91. Stig Tindastóls: Raymond Foster 37, Valur Ingimundarson 28, Hin- rik Gunnarsson 10, Páll Kolbeins- son 8, Pétur V. Sigurðsson 6, Ing- var Ormarsson 6, Karl Jónsson 5, Ingi Þ. Rúnarsson 2. Stig UBK: Joe Wright 45, David Grissom 24, Hjörtur Amarsson 8, Egill Viðarsson 6, ívar Webster 4, Björn Hjörleifsson 3, Ingvi Loga- son 1. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Víglundur Sverrisson, mistækir. Ahorfendur: Um 600. Maður leiksins: Raymond Fost- er, Tindastóli. Njarðvík (42) 91 Haukar (46) 101 4-0, 11-15, 25-21, 27-25, 31-33, (42-46), 54-62, 64-64, 68-77, 77-89, 89-97, 91-101. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 30, Jóhannes Kristbjörnsson, 15, Ronday Robinson 15, Rúnar Áma- son 14, ísak Tómasson 12, Ástþór Ingason 5. Stig Hauka: John Rhodes 32, Jón Öm Guðmundsson 18, Pétur Ing- varsson 15, Jón Arnar Ingvarsson 12, Bragi Magnússon 11, Sveinn Steinsson 4, Guðmundur Bjöms- son 4, Þorvaldur Henningsson 3, Sigfús Gizurarson 2. 3ja stiga körfur: UMFN 8, Hauk- ar 6. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Bergur Steingrímsson, slakir. Áhorfendur: Um 400. Maður leiksins: John Rhodes, Haukum. Spennan 1 a-riðli úrvalsdeildar minnkar verulega: Haukar í ham - svo gott sem komnir 1 úrslitakeppnina eftir sigur á UMFN Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Það var gamla góða liösheildin sem vann þennan leik og þegar viö fórum að missa lykilmenn út af komu ungu strákarnir í þeirra stað og spiluðu vel. Það er ennþá langt í úrslitakeppnina og það getur margt gerst ennþá. Ég held að róðurinn sé farinn að þyngjast hjá Njarðvíking- um,“ sagöi Ingvar Jónsson, þjálfari Hauka, eftir að lið hans hafði sigrað Njarðvík 91-101 í Njarðvík í gær- kvöldi. Staðan í leikhléi var 42-46, Haukum í vil. Haukar hafa nú 10 stiga forskot á Njarövíkinga í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og ekkert nema stórslys getur nú komið í veg fyrir að Haukar komist í úrslitakeppnina. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik urðu Haukar fyrir miklu áfahi skömmu fyrir leikhlé er Jón Arnar Ingvarsson varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og kom hann ekki meira við sögu. Virtust Haukar etlast við þetta mótlæti frekar en hitt. Um miðjan síðari hálfleikinn var leikurinn jafn, 64-64, en á næstu tveimur mínútum skoruðu Haukar 11 stig gegn 2. Haukar höfðu nú misst þrjá lykilmenn sína af velli með 5 villur. Áttu margir von á því aö heimamenn myndu nú ganga á lagið en svo fór ekki. Varamenn Hauka léku afburöavel í lokin. „Haukarnir hittu á góðan leik og var sama hver þeirra kom inn á, ef eitthvað var spiluðu varamennirnir betur. Þegar munaði 6 stigum ætiuð- um við að jafna leikinn í einni sókn. Við vorum farnir að flýta okkur og það var alltof mikill hamagangur í liðinu," sagði Árni Lárusson, liðs- stjóri Njarðvíkinga, eftir leikinn. Og hann bætti við: „Það eru 9 leikir eft- ir og við verðum að stóla á hjálp annarra liða auk þess auðvitað að vinna okkar leiki. Það getur allt gerst ennþá.“ Haukarnir sphuðu vel og skynsam- lega. Þeir eru vel þjálfaðir og liðið leikur eins og smurð vél. John Rhod- es lék mjög vel í jöfnu liði. Einnig áttu þeir Pétur, Jón Örn og Bragi góðan leik og Jón Arnar meðan hans naut við. Þá má ekki gleyma ungu strákunum sem áttu stóran þátt í sigrinum. Það var slæmt fyrir Njarðvíkinga að tapa þessum leik en þeir eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp. Teitur Örlygsson var bestur og Rúnar Árnason átti einnig góðan leik áður en hann varð að fara af leik- velli með 5 villur. Hafðist í blálokin -Tindastóll sigraði Breiðablik, 102-91 Góður lokakafli tryggði Tindastóli sigur gegn Breiðabhki í leik liðanna í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á Sauðárkróki í gærkvöldi. Lokatölur uröu 102-91 eftir að staðan hafði verið 48-46, heimamönnum í vil. Lið Tindastóls mætti áhugalítið til leiks og sveiflur einkenndu leikinn þar til um fimm mínútur voru tii leiksloka. Þá tóku heimamenn sig saman í andlitinu og björguðu tveimur stigum. Raymond Foster var bestur í hði Tindastóis en einnig léku þeir Valur, Páli, Hinrik og Ingvar vel. Hjá Blikum bar mest á Joe Wright. Hann var þó eigingjarn í leiknum og bitnaði það á liði Breiöabliks og öðrum leikmönnum liðsins. David Grissom var mjög góður og hefði mátt fá boltann meira. Aðrir leikmenn hðsins höfðu úrlitluaðmoða. -SK/-ÞÁ Sauðárkróki Staðan eftir leiki heigarinnar í úrvalsdeiidinni er þannig: A-riðili: Keflavík.....16 15 1 1694-1434 30 Haukar.......16 13 3 1464-1314 26 Njarðvík.....16 8 8 1463-1430 16 Tindastóll... 17 6 11 1450-1615 12 UBK..........16 1 15 1382-1556 2 B-riðiII: Valur........16 9 7 1305-1293 18 Snæfeli......16 9 7 1377-1415 18 Grindavík... 17 8 9 1432-1398 16 Skallagr.....16 6 10 1344-1371 12 KR...........16 6 10 1276-1351 12 • Næsti leikur: Snæfeli-KR á mið- vikudag kl. 20. Snæfell í annað sæti B-riðils úrvalsdeildar: „Hundaheppni" - ævintýralegur sigur Snæfells gegn Grindavík Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum: „Þetta var algjör hundaheppni. Ég henti boltanum aftur fyrir mig og þaö var ótrúleg tilfmning að sjá boltann fara niður í körfuna. Æth við séum ekki orðnir vanir þessu, við unnum Valsmenn einnig á síðustu sekúnd- unni í síðasta leik. Við erum að vinna þessa leiki upp sem við klúðruðum fyrr í vetur,“ sagði Rúnar Guðjóns- son en hann tryggði Snæfelh ævin- týralegan sigur á lokasekúndunni gegn Grindavík í leik liðanna í úr- valsdehdinni á laugardag, 80-81. Svo virtist sem Helgi Guðfinnsson hefði tryggt heimamönnum sigur með því að skora úr tveimur vita- skotum er tvær sekúndur voru til leiksloka og staöan 80-79. Rúnar fékk síðan frábæra sendingu yfir endi- langan völlinn fra Kristni Einarssyni og boitinn iak í körfu heimamanna á síðustu sekúndubrotunum. „Við vorum búnir að ákveða að Rúnar og Bárður myndu keyra upp kantinn og í áttina að körfu Grindvíkinga. Ég henti boltanum þangaö og við höfðum heppnina meö okkur. Það var alveg yndislegt að sjá boltann fara ofan í körfuna," sagði Kristinn Einarsson, fyrirhði Snæfells, eftir leikinn. Leikur hðanna var ipjög jafn og spennandi og mjög skemmthegur á aö horfa. Staðan í leikhléi var 48-44, Grindavík í vil. Heimamenn náðu síðan nokkru forskoti í síðari hálfleik en Snæfelhngar náðu að komast aft- ur inn í leikinn og hnífjöfnum loka- mínútum er áður lýst. „Ég á ekki orð yfir þetta. Það var alveg ótrúlegt að tapa þessum ieik og hrikaleg mistök að láta þá skora á síðustu sekúndunni. Þeir stálu sigrinum af okkur og þetta var alveg hrikalega svekkjandi," sagði Pálmar Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Grindvíkinga. Jonathan Roberts átti góðan leik fyrir Grindavík en á þó eftir að falla betur inn í leik hðsins. Einnig voru þeir góðir, Guðmundur Bragason, Pálmar Sigurðsson og hinn ungi Pét- ur Guðmundsson. Snæfelhngar hafa komið skemmti- lega á óvart og er reglulega gaman aö horfa á leiki hðsins. Rúnar Guð- jónsson átti mjög góðan leik og hefur tekið miklum frcunförum í vetur. Kristinn Einarsson er farinn að falla vel inn í leik hðsins og var góður eins og ívar og Lopez. VAWTAR ÞJÁLFARA fyrir kvennalið KSH, 2. deild, helst spilandi þjálfara. Uppl. gefur Jón Jónasson, Stöðvarfirði. Vs. 97-58900 - Hs. 97-58806 Handknattleikur - 2. deild karla: Þrir jafnir leikir fóru fram í 2. deild Íslandsmótsins í handknatt- ieik um helgina. HKN sigraði Breiðablik, 23-22, í Kefiavík. ÍH tapaði á heimavehi fyrir Gróttu, 20-21 á föstudagskvöidið. ÍH lék síöan aftur í gær og vann Fylki, 25-24. Eftir leiki heigarinnar er staðan í deildinni þessi: Aftureld .... 14 12 2 0 395-260 26 KR..........14 9 2 3 352-288 20 UBK.........14 8 3 3 353-272 19 Grótta......14 8 4 2 320-289 20 ÍH..........14 5 6 3 324-311 16 HKN.........14 7 1 6 366-309 15 Ármann.... 14 5 1 8 322-320 11 Fylkir......14 3 1 10 326-339 7 Fjölnir.....14 3 0 11 308-358 6 Ögri........14 0 0 14 162-472 0 Iþróttir Keith Nelson lék sinn fyrsta leik með KR i gærkvöldi gegn Skallagrími og sýndi góð tilþrif eins og þessi mynd ber með sér. DV-mynd GS Loksins sigraði KR - KR marði heimasigur gegn Borgnesingum í flörugum leik, 70-67 „Þaö var kominn tími th að sigra. Við erum búnir að spha marga ágæta leiki í vetur en höfum veriö aö tapa naum- lega. Nú náðum viö að halda út og ég er ánægður með það. Ungu strákarnir og Nerlson voru sterkir. Ég held að ef við höldum rétt á spilunum sé KR meö framtíðarhð," sagöi Friðrik Rúnarsson, þjálfari KR, eftir aö vesturbæjarhöiö hafði sigrað Skahagrím, 70-67, í úrvals- dehdinni í körfubolta í gærkvöldi. Leikur höanna á Seltjamarnesi í gær- kvöldi verður ekki í minnum hafður fyrir vel leikinn sóknarleik en barátta og góður vamarleikur var hins vegar í fyrirrúmi hjá báðum hðum. Leikmenn beggja hða gerðu sig seka um klaufaleg mistök en þó voru mistökin fleiri hjá Borgnesingum. Gestirnir skoruöu ekki nema 29 stig í fyrri hálfleik og segir það margt um hve sóknarleikur Borgnes- inga var lélegur. Að vísu var vöm KR- inga sterk meö nýja Bandaríkjamann- inn Keith Nelson í broddi fylkingar en hann tók fjölda frákasta og mörg þeirra með miklum thþrifum. Nelson baröist vel og hvatti sína menn áfram og hafði greinhega góö áhrif á hiö unga hð KR. KR-ingar leiddu ahan leikinn og virt- ust öruggir með sigurinn þegar 5 mínút- ur voru eftir. Borgnesingar neituöu að gefast upp og minnkuðu muninn undir lokin og minnstu munaði að þeir jöfn- uðu þegar 8 sekúndur vom eftir en KR-ingar sluppu fyrir hom og fógnuðu langþráðum sigri. Nelson var eins og áöur sagöi mjög sterkur og þá aöahega í vörninni. Hann sýndi skemmtheg thþrif og ein troösla hans snemma í leiknum verður lengi í minnum höfð. Þeir Friðrik Ragnarsson og Hermann Hauksson komust einnig vel frá sínu og ungu strákarnir lofa góðu. Borgnesingar áttu slakan dag og vhja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Elvar Þórólfsson var þeirra langbesti maður í leiknum en lykhmenn eins og Birgir Mikhaelsson og Henning Henn- ingsson náöu sér engan veginn á strik. -RR Uppboð á lausafé Eftir kröfu Guðmundar Jónssonar hrl. v/W. Stallmann GmbH & Co KG., fer fram uppboð á ýmsu lausafé þriðjudaginn 2. febrúar nk. og hefst það kl. 11.00 f.h. þar sem lausaféð er staðsett, þ.e. Súðarvogi 36, allt talið eign Vatnsrúma hf. Selt verður: Emma barnarúm, Mads rúm, Nimbus rúm, Ni- net rúm, Snuppy barnarúm, skrifborð, peningaskápur, 2 stk. sýningarskáp- ar með öllum fylgihlutum og Ijósakappa, 2 stk. Caprice rúm, 2 stk. hornskáp- ar með speglahurð, 1 stk. Shaphir rúm með náttborði, snyrtiborð, speglar, borð, Mondo rúm, náttborð, kommóður, horn, snyrtispegill, Dorando rúm, hornskápar, Ijós skápar, Negro spegla fataskápur, Ijósakappi á Negro fata- skáp, 5 stk. Point höfðagaflar. Ávisanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshald- ara. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN i REYKJAVÍK Hópleikur Vorleikur '93 hefst frá og meö 4. leikviku. Spiiaö veröur í 12 vikur en 10 bestu vikurnar gilda sem /okaskor. 1-3. sæti fá ferðaverö/aun WWii tTrnTTfflí Nánari upplýsingar hjá: 104 REYKJAVÍK SÍMI (91)688 322 ríUDDSKÓLI RAFHS GEIRDALS NUDDNAM 1. Nuddkennsla 500 kennslustundir. Kenndar eru helstu aðferöir í al- mennu líkamsnuddi: slökunarnudd, klassískt nudd, íþróttanudd, heildrænt nudd og nudd við vöðva- spennu. Einnig er kynning á svæðanuddi og síatsú. Áhersla er lögð á fræðslu í helstu vöðvum líkamans. Einnig er fræðsla um heilbrigði, bæði út frá hefðbundn- um og óhefðbundnum sjónarmiðum. 2. Starfsþjálfun 500 klukkustundir. Sveigjanlegur þjálfunartími. Ferfram innan nuddskólans. Þjálfun þarf að Ijúka innan tveggja ára frá upphafi náms. 3. Bókleg fög 494 kennslustundir. Öll kennsla í bóklegum fögum fer fram í fjölbrautaskólum landsins, og má taka áður, meðfram eða eftir nuddnám, en sé lokið innan tveggja ára frá upphafi náms: líffæra- og lífeðlisfræði (LOL 103, 203), líffræði (LÍF 103), heilbrigðisfræði (HBF 102, 203), líkamsbeiting (LlB 101), næringarfræði (NÆR 103), skyndihjálp (SKY 101). Löggiltir heil- brigðisstarfsmenn fá sína bóklegu menntun metna til fulls. Námið er alls 1.494 stundir. Nemandi sem stenst öll skilyrði skólans útskrifast með viðurkenningu sem nudd- fræðingur og getur starfað sjálfstætt að námi loknu. Námið er viðurkennt af félagi íslenskra nuddfræðinga. Nám hefst: hópur 2, kvöld- og helgarskóli, hefst 1. febrúar 1993 hópur 3, dagskóli, hefst 14. apríl 1993 hópur 4, dagskóli, hefst 1. september 1993 hópur 5, kvöld- og helgarskóli, hefst 1. september 1993 hópur 6, dagskóli, hefst 10. janúar 1994 hópur 7, kvöld- og helgarskóli, hefst 10. janúar 1994 Velja má um einn af þessum hópum. Upplýsingar og skráning í síma 676612/686612 Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.