Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. 27 Iþróttir Franz Heinzer sterkurá heimavelli Svisslendingurinn Franz Heinzer sigraði á heimavelli i bruni í heimsbikarkeppninni á laugardaginn var. Frakkar eru í sjöunda himni með árangur Patricu Chauvet í svigkeppninni í bænum Haus í Austurriki í gær. Anita Wachter, Austurríki, varð önnur og itaiska stúlkan Morena Gallmo lenti í þriðja sætinu. Thomas Stangassinger frá Austurríki vann sinn fyrsta sigur í þrjú ár í heimsbikarkeppninni en í gær sigraöi hann í svigi í Sviss. Alberto Tomba varð enn eina ferðina að sætta sig við ann- að sætið. -JKS Suominen með Norðuríandamet Finninn Petri Suominen setti Norðurlandaraet í 100 metra bringusundi á finnska meistara- mótinu í Helsinki um helgina. Keppt var í stuttri braut og synti Suominen vegalengdina á 1.00,26 mín. sem er um leið besti tími ársins i greininni. -JKS Dahliefyrstur ílOkmgöngu Bjöm Dáhlie sigraði í 10 km göngu á móti í Lillehammer þar sem vetrarólympíuieikamir veröa 1994. Björn gekk 10 km á 23.04,5 mínútum. Vegard Ulvang varö að sætta sig viö fimmta sæti í keppninni og var tæpum 50 sek- úndum á eftir BirnL -JKS Portúgalvann Portugalir sigmðu Möltu, 1-0, í 1. riðli undankeppni heimsmeist- aramótsins í knattspymu á Val- etta i gær. Rui Aguas skoraöi sig- urmark Portúgala á 58. minútu. Staðan í riðlinum er þessi: Sviss......4 3 1 0 14-3 7 Ítalía.....3 1 2 0 4-3 4 Portúgal...2 110 1-03 Skotland...3 0 2 1 1-3 2 Malta......4 0 13 1-01 Eistland...2 0 1 1 0-0 1 -JKS Siggi Matt genginn í FH Sigurður Matthíasson, einn af sterkustu spjótkösturum lands- ins, gekk í raðir FH um helgina en hann keppti áður fyrir UMSE. Sigurður á örugglega eftir að styrkja félagið mikið og segja FH-ingar að koma Sigurðar til félagsins eigi eftir koma sér vel í bikarkeppninni í sumar. -JKS Gascoigneog Platt i stúkunni Það vakti nokkra athygli í gær í ítölsku knattspymunni að enski landshðsmaðurinn Paul Gasco- igne lék ekki með Lazio. Dino Zoff þjálfari tefldi þremur útlend- ingum fram eins og reglur segja tfi um, þeim Riedle, Doll og Wint- er. Zoff sagði að hann veldi aðeins þá leikmenn sem væru í besta lík- amlega forminu hverju sinni en Gascoigne heföi átt við tneiðsli aö stríða. Liam Brady, fram- kvæmdastjóri Celtic, kom til Rómar til að fylgjast með leikn- um og var mjög hissa að srjá Gascoigne hvergi. Hann var hins vegar í stúkunni ásamt féiaga sínum David Platt hjá Juventus sem á í meiðslum. -JKS Staðan á Lottomótinu i Noregi er þannig eftir leíkina um heig- ina: Noregur-ísland..(13-10) 21-20 Ítalía-Holland...(11-6) 20-19 Rússland-Rúmenia.(17-7) 28-20 Noregur-Rúmenía.(12-U) 22-20 Ísland-Holland...(10-6) 20-18 Ítaiía-Rússland..(5-12) 14-19 Rússland.....2 2 0 0 47-34 4 Noregur......2 2 0 0 43-40 4 ísland.......2 .1 0 1 40-39 2 Ítalía.......2 0 0 2 34-38 2 Holland......2 0 0 2 37-40 0 Rúmenía......2 0 0 2 40-50 0 Geir Sveinsson: Margtsem beturmáfara „Það er margt sem betur hefði mátt fara í leik okkar tii þessa á mótinu. Tiigangurinn með þátt- tökunni var fyrst og fremst að læra og sjá hvar við stöndum. Sóknarleikurinn er enn vanda- mál og flensan, sem herjað hefúr á nokkra leikmenn, hefúr ekki heldur bætt ástandiö. Hópurinn kemur ekki allur saman til æf- inga fyrr en í febrúar og þá leggj- ast ailir á eitt til að laga hlutina, þá alveg sérstaklega sóknarleik- inn,“ sagði Geir Sveinsson, fyrir- liöi íslenska liösins, við DV. -JKS Ragga önnur í Danmörku Ragnlieiður Runólfsdóttir náði góðum árangri á sundmóti í Dan- mörku um helgina þegar hún lenti í öðru sæti í 100 metra bringusundiá 1.14,83 mín. Eðvarð Þór Eðvarðsson náöi bestum ár- angri í 100 metra baksundi, synti á 1.01,38 mín. og lenti í 7. sæti. -JKS Noregur (13) 21 Island (10)20 1- 0, 1-1, 2-2, 3-3, 4-4, 5-5, 6-6, 8-6, 8-8, 9-9, 13-9, (13-10), 13-12, 15-14, 13-15, 21-17, 21-20. Mörk íslands: Valdimar Gríms- son 9/8, Sigurður Bjarnason 3, Geir Sveinsson 3, Sigurður Sveinsson 2, Gústaf Bjarnason 2, Einar G. Sigurðsson 1. Varin skot: Guömundur Hrafn- kelsson 8 skot, Bergsveinn Berg- sveinsson 2 skot. Mörk Noregs: Roger Kjendalen 7/2, Simon Muffetangen 4, Östvind Hágvang 3, Morten Schönfeldt 2, John Petter Sando 2, Karl Erik Böhn 1, Sjur Tollefsen 1, Ole Gu- staf Gjekstad 1/1. Varin skot: Gunnar Fosseng, 4 skot, Fredrik Brubakken 6/1. Brottvísanir: Noregur 2 min., ís- land 6 min. Dómarar: V. Kiasbko og M. Kis- elev frá Rússlandi, daprir. Áhorfendur: 1.466, þar af 100 ís- lendingar. ísland (10) 20 Holland (6) 18 2- 0,5-2,6-3,7-4,9-5, (10-6), 10-7, 13-9, 13-11, 16-13, 17-16, 19-18, 20-18. Mörk Tslands: Stgurður Sveins- son 7/3, Valdimar Grímsson 4, Pet- rekur Jóhannesson 3, Konráð Olavsson 3, Sigurður Bjamason 2, Einar Gunnar Sigurðsson 1. Varin skot: Guömundur Hrafn- kelsson, 18 skot. Mörk Hoilands: Jod Hagreize 7, Claus Verman 4, Peter Portengen 3, Harold Nusser 2, Lambert Schu- urs 1, Raymond Cremers 1. Brottvísanir: ísland 8 mín., Hol- land 4 raín. Áhorfendur: 296. Dómarar: V. Kiashko og M. Kis- elev frá Rússlaandi og dæmdu ágætlega. Valdimar Grimsson skoraði 9 mörk gegn Norðmönnum og þar af voru 8 mörk skoruð af vítalínunni. Undir lokin lét Valdimar norska markvörðinn verja frá sér viti á dýrmætu augnabliki. DV-mynd Johannes Kösegi Dapur leikur - þegar Noregur vann ísland 21-20 á Lotto Cup Ólafur Haraldssan, DV, Noregi: „Ég er auðvitað ekki ánægður með tapið þó ég sé í sjálfu sér ekki óánægður með aö við skulum hafa fengið á okkur 21 mark. En strákam- ir voru að tapa boltanum klaufalega og Norðmenn skoruðu ódýr mörk. Ég er óánægður með markvörsluna en vonandi verður stígandi í þessu hjá okkur,“ sagði Þorbergur Aðal- steinsson landshösþjálfari eftir að íslenska landshðið í handknattleik hafði tapað fyrsta leik sínum á Lotto Cup í Noregi, gegn heimamönnum, 21-20. Leikur íslenska liðsins var slakur og mikið um mistök. Liðið virtist áhugalítið í byijun og sóknarleikur- inn var mjög slakur. Eftir hnífiafnan fyrri hálfleik, þar til undir lok hans er Norðmenn skoruðu 4 mörk í röð, byrjaði íslenska Uðið af krafti en datt síðan fljótlega niður á sama planið aftur þar til 5 mínútur voru eftir. Þá tók liðið sig aftur á en mis- tök dómara voru þá afdrifarík. Þeir slepptu þá tveimur augljósum vítum á Norðmenn og voru alltof fljótir að flauta er Alfreð skoraöi gott mark. Annars bitnaöi slök dómgæsla svo til jafnt á báðum liðum. Sigurður Sveinsson var einna best- ur í íslenska liðinu og átti fiölmargar línusendingar sem gáfu víti og mörk. Þá voru þeir Geir Sveinsson og Al- freð Gíslason mjög sterkir í vöm- inni. Valdimar Grímsson skoraði úr 8 vítaköstum en brást bogalistin und- ir lokin er Brubakken varði frá hon- um í 9. vítinu. Sigurður Bjarnason lék sem leik- stjóri í fiarveru Gunnars Gunnars- sonar og stóð sig vel. Annars var greinilegt að alla samæfingu vantaði hjá íslenska höinu og vonandi rætist úr því. -SK Guðmundur frábær - varöi 19 skot í sigrinum gegn Hollandi, 20-18 Ólato Haraldsson, DV, Noregi: Islendingar sigruðu Hollendinga í öðrum leik Uðsins á sex landa handknattleiksmótinu í Noregi með 20 mörkum gegn 18. Leikurinn var slakur í heildina en Hollend- ingar léku leiðinlegan handbolta sem dró leikinn töluvert niður. Leikur íslenska var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Mikið af mistökum Leikurinn einkenndist af mistök- um en mikið var um að íslenska hðið missti boltann og sendingar misfórust. Vömin var sæmileg en ekki nokkur vafi var á því að Guð- mundur Hrafnkelsson var lang- besti maður íslendinga í leiknum og varði 19 skot. Ef Guðmundar hefði ekki notið við er aldrei að vita nema að íslend- ingar hefðu tapað leiknum. íslend- ingar náðu aldrei að rífa Hollend- inga almennilega frá sér og undir lokin var spenna í leiknum en íslendingar reyndust sterkari í lok- in. íslendingar mæta Rússum Það hlýtur að búa mun meira í ís- lenska liðinu en það sýndi í þessum leik og eins gegn Noðrmönnum í fyrsta leiknum. Liðið hefur ekki náð sér á strik í mótinu en í dag mætir þaö Rússum sem hafa sýnt mikinn styrk í leikjum sínum til þessa á mótinu. Þorbergur Aðalsteinsson, lands- hðsþjáifari hvíldi þá Bergsvein Bergsveinsson, Magnús Sigurðs- son, Gústaf Bjamason og Guðjón Ámason í leiknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.