Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1993, Blaðsíða 4
30
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1993.
TórUist
Tommi og
Jenni á plötu
Það eru kattarófétið Tommi og
músarrindillinn Jenni setn ríða á
vaðið á íslenskum plötumarkaði
anno 1993. Platan heitir Tommi
og Jenni mála bæinn rauðan og
fylgir eftir jólamynd Regnbogans
með þeim íjandvinunum í aðal-
hlutverkum. Eitt lag af plötunni
er þegar farið að hljóma í út-
varpi Það er Vinir gegnum þykkt
og þunnt sem Sigrún Edda
Bjömsdóttir og fleiri syngja. AJls
em fimmtán lög á plötunni, öll
eftir Henry Mancini. Textana
þýddi Ólafur Haukur Símonar-
son. Hópur leikara og söngvara
sér um flutningínn.
Kris Kristoffer-
sonheldurtón-
leika á
Hótel íslandi
Söngvarinn, kvikmyndaleikar-
inn og lagasmiðurinn Kris Krist-
offersson heldur tvenna tónleika
á Hótel Islandi dagana 19. og 20
febrúar. Kemur hann til landsins
ásamt hljómsveit sinni The Bord-
eriords. Sjálfsagt er Kris Krist-
offersson þekktastur hér á landi
fyrir leik sinn í kvikmyndum, en
hann er einnig höfundur
klassískra dægurlaga eins og
Help Me Make It Through the
Night, Me and Bobby McGee og
Lovin' her Was Easier og hafa
tæplega 400 tónlistarmenn flutt
lög hans.
Yflr30
hljómsveitir
hafa skráð sig í
Músíktilraunir
Hinar árlegu Músíktilraunir
Tónabæjar eru á næstu grösum
og stendur þessa dagana yfir
skráning og er aðsókn mjög mik-
il. Hafa þegar rúmlega 30 hJjóm-
sveitir skráð sig enda er þetta
kjörinn vettvangur fyrir „bil-
skúrshljómsveitir" að vekja at-
hygli á sér. Fyrsta kvöldið i Mús-
Iktilraunum verður 18. mars en
úrslitin verða 2. apríl.
Pelican saman á ný
- Gnmmi í Sálinni bætist í hópinn
Eitt aðaltrompið í íslensku popp-
flórunni á fyrri hluta áttunda áratug-
arins hefur verið endurreist. Hljóm-
sveitin Pelican. Að vísu ekki alveg í
sinni gömlu mynd. Gummi í Sálinni,
öðru nafni Guðmundur Jónsson,
kemm- í stað Ómars Óskarssonar
sem lagasmiður og gítarleikari. Hinir
verða á sínum stað: Pétur Kristjáns-
son, Björgvin Gíslason, Jón Ólafsson
og Asgeir Óskarsson.
„Hljómsveitinni verður einungis
ætlað líf í vor og sumar, frá maí til
ágúst eða september," segir Pétur.
„Við byrjum að æfa í febrúar, tökum
upp plötu í mars og fylgjum henni
síðan eftir með því að spila víða um
landið. Við höfum úr fjöldanum öll-
um af lögum eför Gumma og Björg-
vin að moða og Ásgeir á jafnvel eitt-
hvað líka. Aö auki verðum við með
eitthvað af gömlu efni á dagskránni;
Sprengisand, Jenny Darling og jafn-
vel Seinna meir, Rabbits og fleiri lög.
Síðan langar okkur að rifja upp
nokkur gömul og erlend sem Pelican
flutti á sínum tíma.“
Pétur leggur áherslu á áð ekki sé
ætlunin að gera út á forna frægð
Pelican heldur bjóða upp á gamla
efnið sem krydd saman við nýju lög-
in. „Þetta er ekki þreytt nostalgíu-
hljómsveit heldur nýtt band sem
síðla vetrar og þá verður Gummi á
lausu svo aö okkur er ekkert að van-
búnaði."
Það er meiri útgáfa á döfinni hjá
Pelican en nýja platan í sumar. í
haust kemur platan Uppteknir út á
geislaplötu. Þá er Svíi, Stefan Dimle,
að vinna að því að gefa seinni stóru
plötuna út og vill bæta á hana lögun-
um Amnesia og Sprengisandi af
þeirri fyrri, ásamt lagjnu Life Is a
Liar af plötu Paradísar og nota það
sem titillag. Sú útgáfa er enn ekki
frágengin.
-ÁT
Guðmundur Jónsson Sálarmeðlim-
ur, nýr í Pelican.
Pelican eins og þeir voru á áttunda áratugnum.
heitir sama nafni og annað sem starf-
aöi í gamla daga. Við stefnum á aö
verða mun rokkaðari en fyrr og hafa
gaman af samstarfinu. Ég er sann-
færður um að hljómsveitin verður
miklu betri en gamla Pelican. Það
hefur öllum farið stórlega fram síðan
hún var og hét.“
Tveir áratugir
Þegar Pehcan kemur fyrst fram
opinberlega í maí verða tveir áratug-
ir liðnir frá því að hún var upphaf-
lega stofnuð. Það gerðist í maí 1973.
Réttum tveimur árum síðar hætti
Pétur Kristjánsson í hljómsveitinni
í skyndingu. Var raunar rekinn. Hin-
ir héldu áfram um sinn með öðrum
söngvara en lögðu þá upp laupana.
Björgvin og Ásgeir gengu þá til Uðs
við Pétur að nýju í hljómsveitinni
Paradís.
„Það má segja að löngunin til að
vinna saman aftur hafi kviknað þeg-
ar við endurreistum Pops að nýju og
komum fram í nokkur skipti," segir
Pétur. Þeir hinir eru í öðrum hljóm-
sveitum sem stendur en fá sig alhr
lausa í sumar. Nú, Sálin fer í sitt frí
Plötugagnrýni__________ i>v
Bob Dylan - Good as I Beeii to You:
★ ★ ★
Afturtil
upphafsins
Sagan endurtekur sig í sífeUu er
sagt og sannleikurinn í þessu hef-
ur ekki hvað síst komið fram í
tónUstinni þar sem sömu hlutimir
koma og fara með reglulegu miUi-
bih. Það sem þótti gott og ght í gær
gengur ekki í dag en kannski á
morgun.
Fyrir 30 árum réttum hóf Bob
nokkur Dylan glæstan tónhstar-
feril sinn með plötu sem bar nafn
hans sjálfs. Síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar og Dylan víða
flækst í tónlistinni og átt sínar
hæðir og lægðir eins og gengur og
gerist.
Og enn er hann að. Nú skömmu
fyrir jól kom á markað ný plata
sem ber nafnið Good as I Been to
You og það er kannski tímanna
tákn að nú á dögum mikiUar fort-
íðarhyggju í popptónhst skuh
meistari Dylan vera kominn aftur
á byijuiiarreit, því á þessari plötu
kemur hann fram eins og fyrir 30
árum með kassagítarinn og
muimhörpuna eina í farteskinu
og þjóðlagastílUnn aUsráöandi.
Nú sem þá er það einfaldleikinn
sem blífur og það er skemmst frá
að segja að Dylan hefur ekki tekist
betur upp um langt árabfl. Platan
þarf vissulega nokkra yfirlegu en
síðan er þetta samfeUd sæla fyrir
aUa Dylan-aðdáendur. Lögin eru
hvert öðru betra og ekki virðist
„gamU maðurinn" hafa misst neitt
niður í kassagítarleiknum né
heldur í mögnuðu munnhörpu-
spilinu. Þá er söngurinn samur og
fyrr; þessi letUega nefmælta rödd
býr yfir einstökum töfrum sem
heUlað hefur miUjónir manna og
gerir enn. Það eina sem hægt er
að setja út á varðandi þessa plötu
er vöntvm á textablaði sem gerir
það að verkum að ekki er hægt
að njóta textasnUldar meistarans
semskyldi.
Sigurður Þór Salvarsson
Ýmsir - Bömin heim:
★ ★
íþágu
mannúóar
Eins og alþjóð veit hefur Sophia
Hansen staðið í ströngu við að fá
dætur sínar heim frá Tyrklandi
þar sem þeim er haldið nauðugum
af foður þeirra. Tíðar ferðir eru
kostnaðarsamar og hafa margir
lagt hönd á plóg við að gera henni
kleift að halda úti baráttu sinni
og meðal annars tóku vinir henn-
ar upp hjá sér að koma út hljóm-
plötunni Bömin heim þar sem
margir landsþekktir Ustamenn
leggja hönd á plóg og semja lög og
flytja að kostnaðarlausu.
Bömin heim kom út um það bU
sem íslensk plötuvertíð var í há-
marki og galt þess að vissu leyti.
Á henni er að finna fjórtán lög sem
öU eru nýleg að undanskUdum
einum þekktum erlendum slag-
ara, Þú ein (Love Hurts), sem
Hfjómar ásamt Eyjólfi Kristjáns-
syni flytja. Sjálfsagt kannast
margir við titUlagið Bömin heim
eftir Lýö Ægisson, sem Pálmi
Gunnarsson syngur, en farið var
að flytja það í útvarpi nokkra áður
en píatan kom út. Lagið er auð-
lærð melódía sem er kannski eftir-
minnUegust vegna textans.
Það er mjög sjaldan sem kemur
áheyrileg tónUst út úr safnplötum
á borð við þessa og Bömin heim
er engin undantekning. Oft er
þarna að finna lög sem lagasmiðir
hafa átt í fórum sínum en ekki
haft pláss fyrir og era nokkur lag-
anna tæplega í meðallagi, en und-
antekningar eru frá því. Má þar
nefna lag Herdísar Hallvarðsdótt-
ur, Ljósdimma nótt, sem Guðrún
Gunnarsdóttir syngur og tvö for-
vitnUeg lög sem emgöngu eru leik-
in, Skógardans eftir Gísla Helga-
son og Um óravegu eftir Gunnar
Þórðarson, sem þó hefði mátt aö
ósekju vinna betur.
Hilmar Karlsson
Ýmsir flytjendur-Sextán ára:
★ ★ ★
Brotabrot
Rúnar JúUusson fagnar sextán
ára afmæU Geimsteinsútgáfunnar
með tvöfóldu geislaplötunni Sext-
án ára. Að sjálfsögðu eru sextán
lög á hvorri plötu, nokkurs konar
þverskurður af útgáfu fyrirtækis-
ins. Nýjustu lögin eru frá síöasta
ári og þau elstu frá því áður en
Hljómaútgáfan skiptist í fyrirtæk-
in Ými og Geimstein.
Eitt og annað áhugavert hefur
komið út á vegum Geimsteinsút-
gáfunnar á sextán árum. Þokka-
lega hefur tekist að tína fram
áheyrileg lög og setja á safnplötu.
Þijátíu og tvö lög geta þó aldrei
orðið annað en brotabrot af heUd-
inni. Rúnari Júlíussyni hefur
nefnilega tekist með ódrepandi
þrautseigju að halda fyrirtæki
sínu lifandi þrátt fyrir nokkrar
misdjúpar lægðir í efnahagslífinu
og sent frá sér nokkra titla á
hveiju ári. Þá hefur það án efa háð
starfseminni að fyrirtækið er rek-
ið nokkuð fiarri aðal plötumark-
aðinum, höfuðborgarsvæðinu.
Af lögunum á Sextán ára þótti
þeim sem þetta ritar mestur feng-
ur í að fá Þijú tonn af sandi af
tveggja laga plötu Hauka og Súld-
arlagið Betra seint en aldrei af
plötu sem því miður fór fyrir ofan
garð og neðan hjá flestum. Eins
var gaman að heyra smásýnis-
hora af Pandóru sem nú nefnist
reyndar Deep Jimi And The Zep
Creams.
Ásgeir Tómasson