Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Síða 1
Úrslitalelkir bikarkeppnanna í handknattleik og körfuknattleik um helgina: Tvöfaldir sigrar hjá Vals- mönnum og Keflvikingum - Valur bikarmeistari í handknattleik og Keflavík í körfuknattleik. Sjá bls. 23,24-25 og 28 Arsenal á Wembley? Leikmenn Arsenal eru komnir með annan fótinn á Wembley eft- ir sigur, 1-3, í fyrri undanúrslita- leik deildarbikarsins gegn Cryst- al Palace í gær. Ian Wright var gömlum félög- um sínum í Palace eríiöur í gær og skoraði tvívegis fyrir Arsenal á fyrstu tuttugu mínútunum, annað markið úr vítaspymu. Simon Osborn minnkaði muninn fyrir Palace úr vítaspymu en Al- an Smith skoraði síðan þriðja mark Arsenal á 66. mínútu. Liðin leika síðari leik sinn 10. mars og sigurvegarinn mætir Blackbum eða Sheffield Wedn- esday í úrshtaleik á Wembley 18. apríl. Sjá umfjöllun um ensku knattspymuna um helgina á bls. 22. -SK Danskursigur í Danmörku Danska landsliðið í handknatt- leik sigraði á íjögurra landa móti sem lauk í Danmörku um helg- ina. Danir og Rússar urðu jafnir að stigum í lokin en markatala Dana var betri. Rússar unnu Dani, 27- 28, í gær í síðasta leik mótsins og var það eina tap Dana. Rússar töpuðu fyrir Pólverjum á mótinu, 28- 27. Pólveijar unnu Dani á mótinu, 17-31, en töpuðu síðan naumlega fyrir Rúmenum. Þjálf- ari Pólveija er Bogdan Kow- alczyk. -SK Fjórirteknir ílyfjapróf Fjórir íþróttamenn vom teknir í lyfjapróf eftir bikarúrshtaleik- ina í handknattleik og körfu- knattleik karla um helgina. Eftir körfuleikinn fóm þeir Nökkvi Már Jónsson og Birgir Guðfinnsson í ÍBK og Högni Högnason og Kristinn Einarsson í Snæfelli í lyfjapróf. Eftir handboltaleikinn í gær- kvöldi fóra Valsmennimir Valdi- mar Grímsson og Valgarð Thor- oddsen í lyfjapróf og Selfyssing- amir Einar G. Sigurðsson og Her- mundur Sigmundsson. -SK Olýsanleg fagnaðarls&ti. Valsmenn lögnuðu sigri i bikarkeppni karia með viðeigandi hætti i troðfullri Laugardalshöll. Á myndinni fallast í faðma Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, og Jakob Sigurðsson, að- stoðarmaður hans, um leið og leiktíminn fjaraði út og Ijóst varð að bikarinn yrði í varðveislu Valsmanna að Hlíðar- enda næsta árið. DV-mynd Brynjar Gauti Hannes Guðmundsson yar kjör- inn forseti Golfsambands íslands á þingi þess sem haldið var hjá Golf- klúbbí Suðurnesja í Leirunni um helgina. Hannes tekur við for- mennskunni af Konráði Bjama- syni. í aöalsfjóm voru kosin Inga Magnúsdóttir, Jón E. Ámason og Samuel S. Hreggviðsson. I vara- sijóm hlutu kosningu Hannes Þor- steinsson, Ólafur Jónsson og Júlíus Jónsson. „Viö höfum ákveöið aö senda iandsliös kvenna í Evrópukeppn- ina en þar höfum við ekki átt kvennalið í tíu ár. Það er ekki spuming um að síðasta ár var það besta h)á golfurum hér á landi. Það hafa verið ótrúlegar framíarir lijá kyifingum og ekki síst hjá yngstu kynslóðinni," sagði Hannes Guð- mundsson, hinn nýkjörni forseti. -JKS/Ægir Már, Suðumesjum Frjálsaríþróttir: Gott met hjá Einari Einar Þór Einarsson, sprett- hlaupari í Ármanni, tvíbætti um helgina íslandsmetið í 60 metra hlaupi innanhúss á alþjóðlegu móti í Svíþjóð. Einar Þór hljóp á 6,82 sekúnd- um í undanrásum en í úrslita- hlaupinu sigraði hann á 6,80 sek- úndum. Einar Þór átti gamla metiö en það var 6,86 sekúndur frá árinu 1991. Með þessum ár- angri tryggði Einar Þór sér rétt til þess að keppa á heimsmeist- aramótinu sem fram fer í Kanada í næsta mánuði. -SK Sund: Tvö heimsmet Tvö heimsmet féllu á heimsbik- armótinu í sundi sem fram fer í París þessa dagana þar sem keppt er innanhúss í 25 metra laug. Danyon Loader frá Nýja-Sjá- landi setti heimsmet í 200 metra flugsundi, synti á 1:54,58 mín. Eldra metið átti Frakkinn Franck Esposito, 1:54,67 mín., sett í febrú- ar 1992. Hitt heimsmetið á mótinu setti Finninn Jani Sievinen í 200 metra fjórsundi, synti á 1:56,62 mín. Eldra metið var í hans eigu, 1:56,84 mín., sett í síðasta mán- uði. -SK Tennis: ArthurAshe Bandaríski tennisleikarinn Arthur Ashe lést um helgina, 49 ára að aldri. Ashe varð heimsfrægur á sín- um tíma og ef til vill frægastur fyrir að verða fyrsti blökkumað- urinn til að vinna Wimbledon- keppnina. Fyrir tíu árum fékk Arthur Ashe hjartaáfall og við blóðgjöf smitaðist hann af eyðni sem varð banamein hans í gær. Hann tilkynnti á blaðamanna- fundi í apríl á síðasta ári að hann væri smitaður af eyðni en hafði haldið því leyndu frá árinu 1988. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.