Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1993, Qupperneq 6
26
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR1993
fþróttir
Badmintonúrslit
Úrslitaleikimir í Charltonmóti
ViWngs í badminton voru spilað-
ir sunnudaginn 31. janúar og
urðu úrslit eftirfarandi.
Einliðaleikur
Hnokkar A: Emil Sigurðsson,
UMSB, vann Helga Jóhannesson,
TBR, 11-2,1-2.
Tátur A: Katrín Atladóttir,
TBR, vann Aldísi Pálsdóttur,
TBR, 5-11,11-5,11-2.
Hnokkar B: Baldur Gunnars-
son, Vikingi, vann Sturlu Magn-
ússon, ÍA, 13—9,11-3.
Tátur B: Kristin Fossdal, ÍA,
sigraði Önnu Óskarsdóttur, ÍA,
2-11,11-3,12-9.
Sveinar A: Bjöm Jónsson, TBR,
vaxm Ingva Sveinsson, TBR, 11-6,
11-4.
MeyjarA: Hiidur Ottesen, TBR,
sigraði Önnu Sigurðardóttur,
TBR, 8-11,11-7,11-1.
Sveinar B: Kristján Hiimars-
son, TBA, sigraöi Ingólf Ingólfs-
son, TBR, 11-9,11-2.
Meyjar B: Magnea Gunnars-
dóttir, TBR, sigraði Söm Riel,
TBR, 11-6,11-1.
Piltar/drengir A: Tryggvi Niel-
sen, TBR, vann Njörö Ludvigs-
son, TBR, 15-3,15-4.
Stúikur/telpur A: Vigdís Ás-
geirsdóttir, TBR, vann Aðaiheiöi
Pálsdóttur, 11-5,11-1.
Piltar/drengir B: Sævar Ström,
TBR, vann John Grant, UMFK,
15-8,15-7.
Stúlkur/telpur B: Áslaug Hin-
riksdóttir, TBR, sigraði Ólöfu Ól-
afsdóttur, TBA, 8-11,11-1,11-5.
Tviliðaleikur
Hnokkar: Bjami Hannesson, ÍA,
og Emil Sigurðsson, UMSB, sigr-
uðu Margeir Val Sigurðsson og
Baldur Gunnarsson, Vikingi,
15-5,15-7.
Tátur: Aldis Pálsdóttir og Kat-
rín Atladóttír, TBR, unnu Önnu
Rún Tryggvadóttur og Sigríði
Jóhannesdóttur, TBR, 15-6,15-1.
Sveinan Magnús Ingi Helgason
og Pálmi Sigurðsson, Vikingi,
unnu Heiðar Öm Ómarsson og
Kristján Pétur Hilmarsson, TBA,
15-1,15-4.
Meyjan Anna Sigurðardóttir og
Hrund Atladóttir, TBR, unnu
Huldu Geirsdóttur og Halldóru
Gunnarsdóttur, UMSB, 15-11,
18-13. ' . '
Piltar/drengir A: Tryggvi Niel-
sen og Njörður Ludvigsson, TBR,
unnu Ásgeir Halldórsson og Jón
E. Halldórsson, TBR, 15-4,15-11.
Stúlkur/telpur A: Vigdis Ás-
geirsdóttir og Aðalheiöur Páls-
dóttir, TBR, sigmðu Brypju Pét-
ursdóttur, ÍA, og Margréti Dan
Þórisdóttur, TBR, 15-5,15-7.
Piltar/drengir B: Ingvi Sveins-
son og Ingi Gauti Ragnarsson,
TBR, sigmðu Sigurð Ringsted og
Sigurð Tomas Þórisson, TBA,
15-5,15-8.
Stúlkur/telpur B: Eiin Guð-
mundsdóttir og Þórdís Sigurðar-
dóttir, UMSB, sigruðu Bergiindi
Kristinsdótturr og Ólöfu G. Olafs-
dóttur, TBA, 15-3,15-7.
Tvenndarleikur
Hnokkar/tátur: Friörik Christ-
iansen og Katrín Atladóttir, TBR,
unnu Emil Sigurðsson, UMSB, og
Önnu Óskarsdóttur, ÍA, 15-12,
10-15,153.
Svelnar/meyjar. Björn Jónsson
og Erla Hafsteinsdóttir, TBR,
unnu Magnús Inga Helgason,
Víkingi, og Önnu Siguröardóttur,
TBR, 15-6,15-5.
PUtar/stúlkur/drengir/telpur A:
Tryggvi Nieisen og Valdís Ás-
geirsdóttir, TBR, sigraöu Njörð
Ludvigsson og Aöalheiði Páls-
dóttur, TBR, 15-6,1512.
Piitar/stúlkur/drengir/telpur B:
Gunnar Gunnarsson og Sigrún
Yr Arnadóttir, UMFK, unnu Sig-
urð Tómas Þórisson og Ólöfú G.
Ólafsdóttur, TBA, 15-8,1517.
-Hson
Alþjóðlegt handboltamót á íslandi í fyrsta skipti:
lceland-Cup á vegum
FH í byrjun aprfl
- gamall draumur að rætast, sagði Geir Hallsteinsson
Það verður brotið blað í sögu
handknattleiks á íslandi yfir pásk-
ana, 8.-12. apríl næstkomandi, því
þá ætlar handknattleiksdeild FH
að hefla göngu „Iceland-Cup“, al-
þjóðlegs handboltamóts fyrir ungi-
inga. Mótið halda þeir í samvinnu
við Hafnarfjarðarbæ og íþrótta-
deild Úrvals-Útsýnar. Búist er við
í það minnsta tíu liðum erlendis
frá, fjórum frá félaginu Sávehof, frá
Gautaborg i Svíþjóð, í 4. og 3. flokki
kvenna og 2. og 4. flokki karla,
Gummersbach frá Þýskalandi mun
senda lið í 2. flokki karla, IF Skála
frá Færeyjum mun einnig senda lið
í 2. flokki karla og sömuleiðis TV
Dahn frá Þýskalandi. Nokkuð ör-
uggt er talið að lið muni einnig
koma frá Bandaríkjunum, Rúss-
landi, Grænlandi, Noregi og Dan-
mörku. Kostnaður erlendra liða er
svipaður og sá sem íslensk lið þurfa
að greiða fyrir þátttöku á rnótiun í
Evrópu.
Vagga handboltans
á íslandi
Höröur Hilmarsson hjá Úrvali-
Útsýn kvaöst vera mjög bjartsýnn
á framhaid þessa móts:
„Við reiknum með í það minnsta
20 erlendum liðum þegar á næsta
ári og þar sem þetta er í fyrsta sinn
sem slíkt mót er haldið á Islandi fer
einmitt vel á því að það fari fram
í Hafnarfirði, vöggu handboltans á
íslandi," sagði Hörður.
íslensk lið fjölmenna
Búist er við góðri þátttöku ís-
lenskra liða og er verið að koma
bæklingum um mótið tfl félaga vítt
og breitt um landið. Spilað verður
1 íþróttahúsinu í Kaplakrika og við
Strandgötu og gist í grunnskólum
bæjarins, boðið er upp á gistingu
og tvær máltíðir á dag. Kostnaður
mun verða krónur 7.500 á einstakl-
ing og er innifalið meðal margs
annars frír aðgangur í sundlaugar
meðan á mótinu stendur. Þau lið,
sem ekki kjósa gistingu né máltíð-
ir, greiða aðeins þátttökugjald sem
Umsjón
Halldór Halldórsson
er 8.000 krónur á lið. Leikið verður
í eftirfarandi aldurshópum stúlkna
og pilta.
1974-1975: 2. flokkur
1976-1977: 3. flokkur
1978-1979: 4. flokkur
1980-1981: 5. flokkur
Þátttökutilkynningar verða helst
að berast fyrir 1. mars 1993, til
Geirs Hallsteinssonar, Sævangi 10,
Hafnarfirði, sími 50900.
Gamall draumur aö rætast
Geir Hallsteinsson, hin þekkta
handknattleiksstjama fyrri ára,
kvað slíkt mót lengi hafa verið
draum handknattleiksáhuga-
manna í FH:
„Það er mikill almennur áhugi
fyrir þessu móti í Hafnarfirði og
hafa bæjaiyfirvöld verið mjög já-
kvæð. Eins og horfumar era nú
verða minnst tíu erlend lið með,
sem er aiveg frábært - og maður
hlýtur að álykta að þetta sé aðeins
byrjunin á einhverju miklu meira.
Eins og við vitum til dæmis með
PartHle-Cup í Svíþjóð, þá mæta þar
árlega til leiks um 500 lið. Það er
Ijóst á þeim undirtektum sem mót-
ið fær um alla Evrópu og jafnvel í
Bandaríkjunum aö maður hlýtiu-
að vera bjartsýnn. ísland hefur
gott orð á sér sem handboltaþjóð
og spillir það ekki fyrir. Einnig
vona ég að íslensku liðin flölmenni
á mótið, ekki síst vegna þess að
þetta er í fyrsta skipti sem þau fá
tækifæri til þess að mæta góðum
liðum í alþjóðlegu móti hér á landi
og þá auðvitað með margfalt minni
tilkostnaði," sagði Geir.
-Hson
Geir Hallsteinsson, FH, til hægri á myndinni, er einn fræknasti handknattleiksmaður sem við höfum átt gegn-
um tfðina. Hann hefur löngum haft mikinn áhuga á að leiðbeina þeim yngri í handknattleik. Hér er hann
með framtiöarleikmönnum FH.
Charltonmót Víkings í badminton:
Stærsta mót á íslandi til þessa
- þátttakendur voru 270 og spilaðir voru 460 leikir
Dagana 29.-31. janúar fór fram hið
árlega Charltonmót Víkings i bad-
minton. Keppendaíjöldinn var al-
gjört met því að 270 einstaklingar
vora mættir til leiks og spilaðir leik-
ir vora 460. Þátttakendur vora frá
TBA (Akureyri), UMSB (Borgar-
nesi), IA (Akranesi), UMFK (Kefla-
vík), GH (Hafnarfirði), TBR, KR og
Víkingi.
Að sögn Andra Stefánssonar móts-
stjóra var sú nýjung aö í einliðaleik
var keppt í A- og B-styrkleika:
„Þeir sem höfðu unnið til verð-
launa í opnum mótum máttu ekki
spila í B-flokki. Þannig voru þeir
bestu í hverjum flokki látnir spila
hver við annan og þeir sem lakari
voru fengu að spila gegn leikmönn-
um af svipuðum styrkleika. Tvíliða-
leikurinn var þó spilaður samkvæmt
venju og eins tvenndarleikimir. Elsti
Framttðarspilarar I badminton f hléi milll striða á Charltonsmóti Víkings.
Frá vinstri, Þórdís Siguröardóttir, UMSB, 14 ára, Elín Guðmundsdóttir,
UMSB, 15 ára, og Halldóra Gunnarsdóttir, ÍA, 13 ára. DV-myndir Hson
flokkurinn var þó aðeins öðravísi því spilaöar í riðlum en í B-flokknum var
að þar var svokallaður landsliðs- aðeins einliðaleikur í riðlum. Ekki
flokkur, A-flokkur og aðskildur tví- var betur séð en að allir væra hæst-
liða- og tvenndarleikur frá B-flokkn- ánægöir með þessa nýbreytni,“ sagði
um. í A-flokknum vora ailar greinar Andri. -Hson
Erla Björg Hafsteinsdóttir, TBR,
er 14 ára og keppti upp fyrir sig í
annað skiptið 1 vetur:
„Ég er að spila gegn stelpum á
þessu móti sem eru allt upp í 18 ára
og eru í A-flokki telpna og stúlkna.
Þetta er rosalega erfltt en maður
hefur gott af þessu og hefur mér
gengið ágætlega og sigraði til dæm-
is Bimu Guðbjartsdóttur, ÍA, í for-
keppni og þurfti oddaiotu sem ég
vann 11-8. Þetta var alveg rosalega
spennandi. Bima er jafh gömul
mér og er frábær spilari, enda er
hún í æfingahópi unglingalands-
liðsins. Jú, aö sjálfsögðu hef ég tek-
iö stefnuna á ungiingalandsliðið,“
8agðiErlaBjörg. -Hson
Erla Björg Hafsteinsdóttir, TBR.