Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1993, Blaðsíða 1
Sagan um l?inn oir»r»i iror onmnl Einu sinni var gömul Hún hét Laufey. Laufey alltaf að versla á fóstudögum því þá komu nefnilega nýjar vörur í búðina. Eitt sinn er Laufey var að koma úr kaupfé- laginu hrasaði hún og missti allt sem hún hafði keypt. Þá kom lítill drengur og spurði: „Er ekki allt 1 lagi með þig, amma mín?“ „Æ, jú!“ svaraði Laufey. Hún bað litla drenginn um að hjálpa sér að standa upp og hann gerði það. Sem betur fór hafði amma ekkert meitt sig. Þegar heim kom sagði dreng- urinn afa hvað komið hefði fyrir ömmu. Þau fengu svo-mjólk og kökur og urðu kát og glöð. Jóhanna M. Friðriksdóttir, Skúlagötu 56, 105 Reykjavík. Amma Sigríður Einu sinni var amma Sigríður aö fá matargesti. Þess vegna varð hún að fara út í búð og kaupa í matinn. En svo vildi til að Tumi litli var á leiðinni í fótbolta. Hann ætlaði að hitta hina strákana í liðinu. Á leiðinni hljóp Tumi beint á ömmu Sigríði. Allur maturinn fór út inn allt og nokkur egg brotnuðu! En Tumi hjálpaði ömmu Sigríði við að taka upp matinn og síðan hfjóp hann í fótboltann. Veislan tókst vel hjá ömmu Sigríði þrátt fyrir smá óhapp! Erla Gunnlaugsdóttir, 9 ára, Fáfinsnesi 5, 101 Reylqavík. Freka konan Ég heiti Bima og ég er sjö ára. Ég ætla að segja ykkur hvað ég sá út um gluggann hjá mér um daginn. Ég sá al- veg svakalega feita konu koma gangandi fram hjá húsinu mínu. Hún var í háhæluðum skóm og með asnalegustu gleraugu sem ég hef á ævi minni séð! Svo sá ég lítinn strák koma hlaupandi beint á móti henni. Haxm stefiidi beint í fangið á konunni. Konan rak upp ofsalegt öskm- og datt beint á rassinn! Aumingja strákurinn stóð nú þama og reyndi áð biðja konuna um að fyrirgefa sér. En konan hlustaði ekkert á hann heldur reifst og skammaðist yfir drengnum. Hann stóð eins og límdur við gangstéttina. Hugsanlega þorði hann ekki að hreyfa sig. Að lokum tíndu strákurinn og konan upp allar vörumar sem konan hafði misst niður á gangstéttina. Svo tók kon- an í hálsmálið á peysunni á stráknum og hugðist fara með hann og ræða við mömmu hans. Ég horfði bara á eftir þeim og hugsaði hvemig færi fyrir stráknum! Lina Dögg Ástgeirsdóttir, Blöndubakka 12, 109 Reykjavík. ömlu konuna Óhappið Gunna og Geiri vom inni að leika sér þegar allt í einu heyrðist óp úti fyrir. Þau hlupu að glugganum og athug- uðu hvað væri að gerast. A gangstéttinni sat Stína í næstu íbúð og var með gleraugun skökk á nefinu og mat- urinn sem hún hafði keypt var út um allt! Hún kallaði: „Hvar er skórinn minn? Hann flaug af mér þegar ég datt!“ „Bíddu, bíddu,“ sagði Geiri. „Ég kem og hjálpa þér!“ Hann hljóp út og hjálpaði Stínu á fætur, fann skóhm hennar og tíndi saman dótiö. Stínu var aðeins illt í öðrum fætinum svo Geiri gekk með henni heim og bar fyrir hana pokann og hljóp svo aftur inn til Gunnu. Systkinin, Staðarhrauni 20, Grindavík. Slysið Einu sinni var Helena Rós úti við glugga og beið eftir Höllu. Loksins kom Halla. Halla sá Helenu Rós og hljóp í áttina til hennar. Ása gamla var úti í búð og var að koma meö pokann sinn heim. Halla hljóp á móti henni og rakst á hana! Mafimnn datt út um allt. Þá sagði Halla: „Fyrir- gefðu, Ása gamla. Ég skal hjálpa þér að taka þetta sam- an!“ Helena Rós kom líka og hjálpaði til. Inga Lára, 10 ára, Efstahjalla 3, 200 Kópavogi. Búðarferð Einu sinni var kona. Hún var að koma úr búðinni. Þá kom strákur og gekk fyrir hana. Konan datt og missti all- ar vörumar niður! Ólafia Jónsdóttir, 9 ára. (Gleymdi að skrifa heimilisfang!). Einnig bárust ljómandi góðar sögur frá: Guðrúnu Ósk, 8 ára, Efstahjalla 3, 200 Kópavogi, Magneu Hallgrímsdóttur, Hlugagötu 41, 900 Vestmanna- eyjiun, Sædísi Hallgrímsdóttur, Hlugagötu 41, 900 Vestmannaeyj- um, Grétu Maríu Pálsdóttur, Arnarhrauni 24, 220 Hafnarfirði, Sigrúnu Sigurðardóttur, Háaleitisbraut 15,108 Reykjavik, Hörpu Þorbjörnsdóttur, Vogum, 566 Hofsósi, Skagafirði, önnu R. Finnsdóttur, Kringlumýri 15, 600 Akureyri, Rakel Sif, Vallargötu 8, 245 Sandgerði, Sigrúnu Hörpu Dviðsdóttur, Karlsbraut 20, 620 Dalvík, Drífú Hrund Guðmundsdóttur, Hnifsdalsvegi 1, 400 Isafirði, Elisu Björk Þorsteinsdóttur, Suðurvangi 8, 220 Hafii. Brynju Elínu Birkisdóttur, Höfðavegi 26, 640 Húsavík, Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birt- ist síðan í 10. tbl. og getur að sjálfsögðu unnið til verðlauna. Utanáskriftin er: Bama-DV, ÞVERHOLTI11, 105 REYKJAVÍK. AF- MÆLIS- BARN BARNA-DV Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Núpabakka 23, varð 10 ára 30.janúar. Jó- hanna fær síð- búnar afmæhs- kveðjur frá ætt- ingjum og vin- um! Reikningsþraut Geturðu raöað inn tölmn þannig að út- komumar verði allar réttar? Sendið lausnina til: Bama-DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.