Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1993, Blaðsíða 4
30 FIMMTUDAGUR 4. MARS1993 Tónlist Grammy kóngurinn - stiklað á stóru á ferli Erics Claptons Eric Clapton stendur að margra mati á hátindi feriis síns um þessar mundir. Eric Clapton stendur að margra mati á hátindi ferils síns um þessar mund- ir. Clapton, sem fengið hefur viður- nefnin Guð og Slowhand (letilúka) hefur verið í hringiðu rokksins frá 17 ára aldri. Á ýmsu hefur gengið hjá Clapton á því þrjátíu og eina ári sem hðið er síðan hann hóf að spila opinberlega. Hann hefur átt misjafn- ar plötur og í einkalífir.u hefur hann staðið í stórviðrum en sloppið heill úr hremmingunum. Fyrir viku uppskar hann rækilega þegar Grammy-verðlaunin voru afhent í Los Angeles. Þar sópaði hann til sín sex verðlaunum, m.a. fyrir besta lag- ið (Tears in Heaven), bestu breiöskíf- una (Unplugged) og sem besti söngv- arinn. Grammy hefur verið kahaður bróðir Óskars í kvikmyndaheimin- um og er jafnan fylgst grannt með afhendingu verðlaunanna. í tilefni sigra Claptons að undanfórnu verður hér stiklað á stóru á ferh á hans. Yfirgefinn og ódæll í æsku - Fæddur Eric Patrick Clapton 30. mars 1945. Ólst upp hjá fósturforeld- rum eftir að foreldramir yfirgáfu hann ungan að árum. Baldinn í æsku og lýsti sjálfur fyrstu 15 árum ævi sinnar með einni setningu: „I was a nasty Kid“. - Innritaðist í glerhstadehd Kingst- ons hstaskólans eftir að skyldunámi lauk. Rekinn fyrir drykkjuskap og lélega ástundun. Kynnist gítamum. - Byrjar að spha á pöbbum í London 1962 með óþekktum phti; Mick Jag- ger að nafni. - Gengur í sína fyrstu hljómsveit, Roosters. - Gengur th hðs við Yardbirds árið 1963. Verður þekktur undir viður- nefninu Slowhand. - Eftir aö Yardbirds hafði hljóðritað sitt þekktasta lag, For Your Love, yfirgaf Clapton hljómsveitina og byrjaöi að spha með John Mayahs Bluesbreakers. - Stofnar sína eigin hljómsveit sum- arið 1966, súpersveitina Cream sem naut fádæma hyhi á næstu ámm. - Aðstoðar The Beatles árið 1968 í laginu Whhe My Guitar Gently We- eps. George Harrison endurgalt greiðann ári síðar með því að leika á gítar í Cream-laginu Badge. Stjörnufans og eiturlyf - Stofnar Bhnd Faith ásamt Steve Winwood, eina plata hljómsveitar- innar kom út í ágúst 1969. Ári síðar sendi Clapton frá sér sína fyrstu sóló- plötu sem bár heitið Eric Clapton. - í lok árs 1970 hafði Clapton sett saman nýja hljómsveit; Derek and the Dominos. Eina plata sveitarinnar hét Layla and Other Assorted Love Songs. í ástarsöngnum Layla, sem var ástaijátning Claptons th Patti Boyd, eiginkonu George Harrison, er að finna magnaö gítarsph Clapt- ons og Duane Ahmans. Ahman lést í mótorhjólaslysi skömmu eftir að platan kom út. Clapton stakk undan góðvini sínum Harrison og giftist Patti Boyd nokkru síðar. - 1971-1974 voru myrku árin á ferh Claptons. Þá misnotaði hann áfengi og önnur eiturlyf og var orðinn heró- ínfíkhl haldinn sjálfseyðingarhvöt. Hann leitaði sér lækninga árið 1974 og gerði plötuna 461 Ocean Boule- vard til að vinna sig frá mghnu. Hún er ein af hans bestu plötum. - Þrátt fyrir að Clapton væri laus við heróínið fylgdi Bakkus honum næstu árin eða þar th hann fór í vel heppnaða meðferð árið 1982. Hann hefur verið þurr síðan. - Einkasonurinn Conor lætur lífið af slysfórum snemma árs 1991 eftir að hafa fallið út um glugga á íbúð Claptons á 53. hæð á Manhattan. Seinna sama ár fórast umboðsmaður Claptons og góðvinur hans, Stevie Ray Vaughan, í þyrluslysi. Vaughan hafði verið gestur á tónleikum Clapt- ons kvöldið sem slysið varð og var á heimleið. - Haustið 1991 semur Clapton Tears in Heaven th minningar um son sinn. - Unplugged er tekin upp í ársbyrjun 1992 fyrir samnefndan sjónvarpsþátt. Clapton er lengi í vafa um hvort gefa eigi plötuna út. - Febrúar 1993 sópar Unplugged Grammy-verðlaunum th Erics Clapt- ons. Platan, sem var tekin læf upp á tveimur tímum, er orðin ein mest selda plata Claptons á ferlinum og faheg rós í úttroðið hnappagat gítarhetjunnar. -1. mars 1993. Tears in Heaven leik- ið við jarðarfor hins tveggja ára gamla James Bulger sem tveir tíu ára drengir myrtu á hrottalegan hátt í Liverpool. -SMS Happy Mon- days hætt? Shaun Ryder hefur yfirgefið fé- laga sina í hljómsveitínni Happy Mondays og bendir margt. til þess að saga sveitarinnar sé þar með öh. Shaun hefur verið í einhveiju rugli að undanfornu og dehur staðið mhh hans og fram- kvæmdastjóra sveitarinnar. Sá gafst upp að lokum eftír að Shaun haíði rekið hann fimm sinnum og ráðið liann jafnharðan aftur. Ekki hefur verið staðfest að hljómsveitin sé hætt en haft hefur verið eför einum liðsmanni hennar að án Shauns starfi Happy Mondays ekki áfram. Og þetta kemur á versta tíma því hljómsveitin átti að fara að undir- rita nýjan samning við EMI upp á litlar 170 mihjónir króna! Högni Stefáns njósnari! Ýmsar tröllasögur hafa gengið um Cat Stevens síðan hann lagði; poppið á hilluna og gerðist heit- trúaður múhameðstrúarmaður undir nafhinu Yusuf Islam. Út yfir aht tók þó á dögunum þegar einn trúbræðra hans ásakaði hami um að hafa gerst israelskur njósnari! Högni var ekki par hrif- inn af þessu upphlaupi mannsins og hugðist lögsækja hann en eftir að syndarinn iðraðist orða sinna ákvað ltann að fyrirgefa honum. Ice-T rekinn frá Warner Bros Hljómplötufyrirtækið Warner Brotliers hefur rift samningi sín- um við rapparann Ice-T sem gerði allt vitlaust í fyrra með laginu Cop Khler. Talsmenn Warner Brotliers segja að ágreiningur milli fyrirtækisins og Ice-T um stefnu og stíl listamannsins sé meginástæðan fyrir því að hann sé leystur undan samningi sinum hjá fyrirtækinu. Sérfróðir menn í að lesa miili línamia í yfirlýsing- um sem þessum segja morgun- ljóst að fyrirtækið hafi einfald- lega rekið Ice-T vegna þrýstings frá yfirvöldum þar á meöal alrik- islögrelgunni. Þar að auki hafi Ice-T haft í hyggju að íjalla meira um lögregiuna og leiðir th að losna við lögregluþjóna á vænt- anlegri plötu. Plötugagnrýiú Mick Jagger-Wandering Spirits ★ ★ ★ Hressilegur Jagger Þrátt fyrir aö Mick Jagger haldi upp á .30 ára starfsafmæli í rokkinu á þessu ári er vart hægt að greina þreytumerki á honum. Nýjasta sóló- platan, Wandering Spirits, er á köfl- um ungæðisleg. Jagger skvettir upp rassinum eins og kálfur á vori, æðir úr einni tóihistarstefnunni í aðra og gerir það skammlaust. Það verð- ur að játast að það tók undirritaðan nokkum tíma að átta sig á því hvert gamla grjótið var að fara með þessu ferðalagi sínu. Á plötunni ægir nefnhega saman hinum ólíklegustu tónlistarstefiium. Metal skotið rokk (Think), Blús (Wandering Spirit), diskó (Sweet Thing), kántrí (Even- ing Gown) og keltnesk þjóðlagatón- hst (Handsöme Molly). Inni á mihi má svo heyra ljúfsárar bahöður og rokk sem hver sannur Stones-aðdá- andi ætti að geta sætt sig við. Spumingin, sem undirritaður stóð frammi fyrir, var hvort Wandering Spirit væri sundurleit plata þar sem stefnan væri stefnuleysi eða hvort um væri að ræða óvenju fjölbreytt- an grip. Niðurstaðan er hvoru- tveggja og hvoragt. Wandering Spi- rit er fyrst og síðast skemmtheg plata sem sýnir Jagger fimmtugan í fima formi. Rohing Stones-aðdá- endur verða vart sviknir af meistara sínum því hér er tvímælalaust á ferð athyglisverðasta sólóafurð hans th þessa. Lagið Use Me, þar sem þeir ragla saman reitum, Jagger og Lenny Kravitz, er perla og Sweet Thing kitlar kenndir dansfífla. Snorri Már Skúlason Genesis-TheWay WeWalkVol. 2: ★ Langlokur Hljómleikaútgáfa Genesis skiptist í tvennt. Fyrri hlutinn kom út seint á síðasta ári og hefur að geyma stuttu ópusana sem leiknir vora á ferð hljómsveitarinnar í fyrra. Seinni hlutinn kom út á dögunum. Þar gefur að heyra löngu verkin. í stuttu máh era þau svo löng að 3sÍ\N5 the way we walk maður fær næstum því verk. Old Medley tekur tæpar tuttugu mínút- ur í flutningi. Home By The Sea fer yfir tólf. Önnur era að vísu „ekki nema“ mihi tíu og ehefu mínútur. Um það leyti sem Genesis var að kveðja sér hljóðs tíðkaðist það að menn sphuðu lengi. Sólóin vora spunnin hvert á eftir öðra, kafla- skipti vora ahnokkur og þar fram eftir götunum. Þær hljómsveitir sem duglegastar vora í að teygja lopann fengu viðumefnið dínósárar eöa risaeðlur. Ég hélt einfaldlega aö þessar risaeðlur síðari hluta sjö- unda áratugarins og fyrstu ára þess átfunda væru dánar út, góðu heihi. En ein þeirra virðist lifa enn þann dagídag. A fyrri hluta The Way We Walk er hljómsveitin Genesis aðgengheg og býður upp á ijómann af því vin- sælasta sem hún hefur sent frá sér á síðustu árum. En seinni platan, sú sem hér er th umfjöllunar, er einfaldlega tímaskekkja. Ef til vih finnst enn þann dag í dag einn og einn Genesis-aðdáandi sem hefur gaman af langlokum gömlu dag- anna. Hann tekur væntanlega The Way We Walk númer tvö fagnandi. Aðrir láta sér nægja fyrri partinn og geta vel við hann unað. Ásgeir Tómasson Duran Duran - Duran Duran ★ ★ Eyjólfur að hressast Sú var tíðin að breska hljómsveit- in Duran Duran var stórveldi í poppinu og hðsmenn sveitarinnar böðuðu sig í sviðsljósum og pening- um. Síðan fór aht í hund og kött og hljómsveitin hrapaði niður vin- sældalistana og einhveijir hðs- manna duttu fyrir borð. Þeir sem eftir vora, Simon Le Bon, Nick Rod- es og John Taylor, ákváðu að þrauka en höfðu ekki erindi sem erfiði og hljómsveitin var nánast horfin með öhu þegar hún reis skyndhega upp við dogg nú um ára- mótin með lagið Ordinary World sem nýtur nú mikiha vinsælda bæði . vestanhafsogaustan. Fyrir vikið hefur sviðsljósið beinst aftur að þeim Duranmönnum og nýrri plötu þeirra og réttmætt að velta því fyrir sér hvort hún sé merki um varanlegan bata hjá hljómsveitinni. Og eftír að hafa hlýtt á plötuna um skeið get ég fullvissað lesendur um að Simon Le Bon og félagar era vissulega að hressast þó enn sé langt í von um að þeir endurheimti foma frægð. Það sem virðist há þeim einna helst er vingulsháttur í lagasmíð- um, þeir era að sumu leyti enn eins og hljómsveit sem er að byija feril- inn og er aö leita fyrir sér um stíl og stefnu. Platan er því æði köflótt en engu að síður era hér mörg at- hyghsverð lög fyrir utan Ordinary World. Þar má nefna lögin Voodoo Love, Come Undone og gamla Lou Reed lagið Femme Fatale sem er einkar smekklega útsett og flutt. Eyjólfur er semsagt að hressast og of snemmt að skrifa dánarvott- orðið. SigurðurÞórSalvarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.