Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Page 2
20 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1993 Tónlist I>V Ný plata frá Depeche Mode: Þyngri en fyrrum Depeche Mode. Heldur áfram að fjarlægjast uppruna sinn. Breska hljómsveitin Depeche Mode hefur síðustu árin verið stærsta hljómsveit óháða geirans. Vinsældir hennar hafa farið stigvaxandi allar götur frá því lagið Just Can’t Get Enough tryliti dansóða áriö 1981. Upp úr miðjum síðasta áratug tók tónhst Depeche Mode að þyngjast og verða kjötmeiri og jók það enn á hróður hennar. Með síðustu plötu, Violator frá árinu 1990, náði Depeche Mode slíkri hylh í Bandaríkjunum að stærstu fótboltavelhr rúmuðu ekki lengur aðdáendahóp hljómsveitar- innar. Þrátt fyrir velgengnina hefur Depeche Mode veriö á mála hjá sama litla útgáfufyrirtækinu allan sinn feril en það er Mute Records í Lon- don. Síðan Violator fór sigurför um heiminn fyrir þremur árum hafa aðdáendur Depeche Mode beðið, spenntir eftir næstu sendingu frá' Mjómsveitinni. Nú sér fyrir endann á þeirri bið því nk. mánudag verður tíunda plata Depeche Mode gefin út og ber sú heitið Songs of Faith and Devotion. Platan var hljóðrituð á síð- asta ári og var hljómsveitin átta mánuði að vinna hana. Upptökur fóru fram í þremur borgum Evrópu Madrid, Hamborg og London, en hljómsveitarmeðlimir eru annars allir búsettir í Bandaríkjunum. Sannir í tónlistar- sköpun sinni Þann 15. febrúar sl. kom fyrsta smáskífan af nýju plötunni á mark- að. Lagið kahast I Feel You og kom Brian Eno við sögu þess sem hljóð- blandari. Stóra platan sýnir, líkt og téð lag, að Depeche Mode heldur áfram að fjarlægjast uppruna sinn. Léttsigldar poppflugur á borð við People Are People hafa verið flattar á vegg. Undiraldan er þyngri en fyrr- um, átökin og hitinn meiri. Snjah gítarleikur Martins Gore og magnað- ar útsetningar á giturum, röddurrD og strengjum gefa Songs of Faith and Devotion mikla vigt. í sjónvarpsviðtali fyrir stuttu sagði Martin að Depeche Mode fengi enn í dag að gjalda poppaðs uppruna síns meðal gagnrýnenda og þá helst í heimalandinu. Hann sagði hljóm- sveitina hafa tekið út mikinn þroska og það sem hún væri að fást við í dag væri tónhst aht annars eðlis en fyrir tíu árum. Martin Gore hefur verið helsti lagasmiður Depeche Mode síð- an Vince Clarke yflrgaf sveitina og stofnaði Yazoo árið 1982. Martin seg- ir þá skoðun hafa verið ríkjandi með- al „sérfræðinga" að tíunda plata Depeche Mode yrði tölvuskotin dans- plata þar sem slík tónhst nyti mikill- ar hylli og hljómsveitin væri á heimavehi í þeim geira. Hann segir slíkt aldrei hafa komið th greina, þvert á móti hafi markmiðið verið að gera tónlist sem væri þvert á vin- sældapoppið. Hljómsveitin synti gegn hefðbundnum straumum og stefnum á leið að því markmiði að skapa Songs of Faith and Devotion. -SMS Bandaríkin (LP/CD) + 1.(5) Unplugged Eric Clapton 2. (1 ) The Bodyguard Úr kvikmynd f 3. (-) 19 Naughty III Naughty By Nature O 4. (2) Breathless Kenny G + 5. (-) Live Right here, Right now Van Halen 0 6. (4) Some Gave All Billy Ray Cyrus f 7. (-) Duran Duran Duran Duran 0 8. (3) The Chronic Dr. Dre f 9. (-) 3 Years, 5 Months & 2 Days Arrested Development 010. (6) Pocket Full of Kryptonite Spin Doctors Bretland LP/CD ^ 1. (1 ) Are You Gonna Go My Way Lenny Kravitz f 2. (3) Unplugged Eric Clapton ^ 3. (9) Ingenue K.D. Lang f 4. (-) The Dark Side of the Moon Pink Floyd 0 5. (2) Ten Summoner's Tales Sting ♦ 6. (6) Diva Annie Lennox t 7. (-) Songs from the Rain Hothouse Flowers 0 8. (5) Automatic for the People R.E.M. t 9- (-) Frank Black Frank Black 010. (7) Words of Love Buddy Holly & The Crickets Skarð í múrinn Bandaríska rokksveitin Rage a- gainst the Machine gerir nú haröa hríð að löndum sínum R.E.M. í efsta sæti íslenska plötulistans. Og með innrás RATM er loks rofið skarð í þann múr sem R.E.M., Clapton, KK og Bodyguard höfðu byggt sér um fjögur efstu sætin undanfarnar vik- ur. Ekki er það þó stórt skarð sem rofnar, þaö er bara KK sem lætur undan síga. Sting hækkar sig um þrjú sæti frá fyrri viku og í gamla sætið hans kemur nú ný plata frá Lenny Kravitz sem á mikilli velgengni að fagna í Bretlandi. Þijár aörar nýjar plötur skreyta íslenska plötuhstann þessa vikuna og þar skal fyrst nefna plötu Lemonheads sem kemur reyndar aftur inn á listann eftir stutta fjarveru. í 14. sætinu eru svo hinir bandarísku Spin Doctors og í 16. sætinu safnplata með úrvaii af vinsælum lögum frá fyrra ári. Síðan vekur athygh að Pearl Jam heldur áfram að rokka upp og niður hstann, var kominn í neðsta sætið í síðustu viku en hífir sig nú aft- ur upp og er í 13. sætinu. Vestur í Bandarikjunum skeiðar Eric Clapton skyndilega á toppinn eftir að hafa verið á niðurleið síðustu tvær vikur eða svo. Og þá vekur ekki minni athygh að gamla platan Dark Side of the Moon með Pink Floyd dúkkar skyndilega upp í Qórða sæti breska hstans. -SþS- Rage against the Machine - engin vélmenni. London (lög) ♦ 1.(2) Oh Carolina Shaggy 0 2. (1 ) No Limit 2 Unlimited + 3.(12) Mr. Loverman Shabba Ranks t 4. (9) Stick It out Right Said Fred and Friends 0 5. (3) Give in to Me Michael Jackson 6. (4) Are You Gonna Go My Way Lenny Kravitz 0 7.(5) LittleBird/LoveSongforaVamp- ire Annie Lennox t 8. (24) Informer Snow Ý 9. (-) Shortsharpschock Therapy? +10. (15) Too Young to Die Jamiroquai New York (lög) t 1.(4) Informer Snow 0 2. (1 ) A Whole New World Peabo Bryson and Regina + 3. (5) Ordinary World Duran Duran 0 4. (3) Nothing Bur a 'G'Thang Dr. Dre # 5. (6) l'm Every Woman Whitney Houston f 6. (-) Freak Me Silk 7. (2) I Will always Love You Whitney Houston <}8.(7) Mr. Wendal Arrested Development ^ 9. (9) Don't Walk away Jade ^10. (10) Bed of Roses Bon Jovi Island LP/CD ^ 1.(1) Automaticforthe People.......................... R.E.M. ♦ 2.(5) Rage againstthe Machine.........Rageagainstthe Machine {j 3. (2) Unplugged.................................Eric Clapton j 4. (4) The Bodyguard.............................Úr kvikmynd ♦ 5. (8) Ten Summoner's Tales..............................Sting f}6.(3) Beinleið...........................................K.K. D 7. (6) Duran Duran.......................................Duran Duran ♦ 8. (-) Are You Gonna Go My Way ..................Lenny Kravitz 9. (7) Wandering Spirit...................................Mick Jagger f10. (13) Tha Madmans Return.................................Snap * Listinn er reiknaður út frá sölu í öllum helstu hljómplötuverslunum í Reykjavík, auk ♦11. (Al) It's a Shame about Ray ..........................Lemonheads {}12.(9) Dirt..........................................AliceinChains ♦13.(20) Ten................................................PearlJam ♦14. (-) A Pocket Full of Kryptonite ....................Spin Doctors ♦15.(18) Dusk.................................................TheThe ♦16. (-) Hits'93vol.1..........................................Ýmsir {}17. (16) Tommj8iJenni.....................................Úrkvikmynd {}18. (11) Jet Black Joe ................................Jet Black Joe {}19. (14) Live Right here, Right now.......................Van Halen {}20. (19) Off the Ground.............................Paul McCartney víða um landið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.