Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Síða 2
20
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
Tónlist
♦ 1. (1) Automatic for the People
R.E.M.
^ 2. (2) Rage against the Machine
Rage against the Machine
^ 3. (3) Reif í taetlur
Ýmsir
♦ 4. (5) A Pocket Full of Kryptonite
Spin Doctors
0 5. (4) Unplugged
Eric Clapton
♦ 6. (7) The Bodyguard
Úr kvikmynd
7. (8) Coverdale & Page
Coverdale & Page
0 8. (6) Home Invation
lce-T
♦ 9. (12) Are You Gonna Go My Way
Lenny Kravitz
f10. (14) Bein leið
K.K.
#11. (11) Stuttur Frakki
Úr kvikmynd
♦12. (-) Suede
Suede
013. (9) Ten
Pearl Jam
♦14. (19) Get Ready
2 Unlimited
♦15. (-) Black Tie White Noise
David Bowie
^16. (16) Dusk
The The
^17. (17) Mindblowing Techno. 4
Ýmsir
♦18. (Al) Megarave
Ýmsir
♦19. (20) Dirt
Alice in Chains
^20. (15) Metallica
Metallica
London (lög)
♦ 1(1) Young at Heart Blubelles
♦ 2. (3) Informer
Snow
0 3.(2) Oh Carolina Shaggy
♦ 4.(10) Ain’t No Love Sub Sub Feat Melanie Williams
5.(5) When l'm Good ana Ready Sybil
*> 6.(6) Show Me Love Robin S
0 7.(4) Mr. Loverman Shabba Ranks
♦ 8.(9) Don't Walk Away Jade
♦ 9.(12) U Got 2 Know Capella
010.(8) No Limit 2 Unlimited
New York (lög)
•> i.(D Informer Snow
A 2.(2) Freak Me Silk
* 3.(3) Nothing But a 'GThang Dr. Dre
♦ 4.(4) I Have Nothing Whitney Houston
*> 5.(5) Don't Walk away Jade
♦ 6.(9) Cat's in the Cradle Ugly Kid Joe
♦ 7. (-) Two Princes Spin Doctors
♦ 8. (-) Love Is Wanessa Williams
0 9.(8) Mr. Wendal Arrested Development
♦10. (10) Bed of Roses Bon Jovi
Bar idaríkin (LP/CD)
♦ i (-> Songs Of Faith & Devotion Depeche Mode
0 2.(1) The Bodyguard Úr kvikmynd
0 3. (2) Breathless Kenny G
0 4. (3) Unplugged Eric Clapton
♦ 5. (4) Ten Summoner's Tales Sting
« 6. (6) Pocket Full of Kryptonite Spin Doctors
♦ 7. (10) 12 Inches of Snow Snow
0 8. (7) The Chronic Dr. Dre
0 9. (8) Lose Control Silk
O10. (5) Coverdale & Page Coverdale & Page
B retland LP/CD
♦ 1. (-) Black Tie White Noise David Bowie
0 2. (1) Suede Suede
♦ 3. (-) Beaster Sugar
#4. (6) Cover Shot David Essex
♦ 5. (-) Powertrippin Almighty
♦ 6. (7) Diva Annie Lennox
00 ♦i Automatic for the People R.E.M.
0 8. (5) Unplugged Eric Clapton
♦ 9. (16) 3 years, 5 Months & 2 Days... Arrested Development
010. (9) So Close Dina Carroll
• Listinn er reiknaður út frá sölu I öllum helstu hljóm-
plötuverslunum I Reykjavík, auk verslana víöa um land.
Daniel Lanois:
Upptökustjóri
gerir sólóplötu
Upptökumaðurinn Daniel Lanois
hefur undanfarin misseri verið bor-
inn lofi umfram flesta kollega sína.
Frá því í byrjun síðasta áratugs hafa
margir af frægustu tónlistarmönn-
um rokksins leitað til Lanois enda
þykir hann með eindæmum hug-
myndaríkur og snjall í alls kyns
hljómatilbuningi. Þannig er Lanois
talinn hafa átt mikinn þátt í að Bob
Dylan náði að reka af sér slyðruorðið
árið 1989 eftir margra ára deyfð en
platan Oh Mercy bar svo sannarlega
með sér handbragð meistarans Lano-
is.
Aðrir frægir sem nýtt hafa sér
hæfileika Daniel Lanois eru hljóm-
sveitin U2, Peter Gabriel, Robbie
Robertson og Neville Brothers. Þrátt
fyrir að Lanois hafi skapað sér stórt
nafn sem útsetjari og upptökustjóri
einskorðast afskipti hans af tónlist
ekki við þá þætti. Hann á það til að
setjast'hinum megin borðs sem tón-
listarmaður með eigin lög og texta.
Nýlega kom á markað önnur sóló-
skífa þessa fjölhæfa hstamanns og
ber hún heitið For the Beauty of
Wynona en Wynona er heiti smábæj-
ar í grennd við æskustöðvar Lanois
í Kanada.
Samstarf við Brian Eno
Daniel Lanois er fæddur í Ontario
í Kanada. Ásamt bróður sínum kom
hann upp htlu hljóðveri í kjallaran-
um heim hjá sér en þá voru piltarnir
enn á táningsaldri. Auk þess að spila
á hljóðfæri var Lanois með óstöðv-
andi tækjadehu. Hann byijaði
snemma að útsetja efni fyrir litlar
óþekktar hljómsveitir. Eftir að hafa
sinnt þeim starfa í nokkur ár vakti
hann athygli Brians Eno en gúrúinn
hafði á þeim tíma útsett plötur fyrir
stórstjömur á borð við David Bowie
og Talking Heads auk þess að starfa
með Roxy Music. Eno bauð Lanois
að útsetja með sér sólóplötuna On
Land frá 1982 og ári síðar gerðu þeir
saman plötuna Apoho, Atmosphere
& Soundtracks. Árið 1984 fór boltinn
svo virkilega að rúha þegar Brian
Eno bauðst að útsetja plötuna Unfor-
gettable Fire með írsku hljómsveit-
inni U2. Eno sló til og fékk Lanois
sér til fuhtingis en skífan vakti
heimsathygh á tvieykinu við takka-
borðið.
Áræöinn með
ríkt hugmyndaflug
Sem fyrr segir er platan For the
Beauty of Wynona önnur sólóplata
Lanois en á henni púslar hann sam-
an stemningum sem öðlast líf í frá-
bæram útsetningum þar sem hiti og
tregi eru þeir tveir pólar sem tónhst-
in hleypur á mihi. Lanois hefur verið
kallaður hljómafræðingur enda fer
mikið af tíma hans í að búa til ahs
kyns sánd og effekta. Sá hæfileiki
nýtur sín hvergi betur en á sólóplöt-
unum tveimur.
Lanois er einnig þekktur fyrir að
grípa augnablikið þegar góð hug-
mynd lýstur huga hans. Þegar upp-
tökur á fyrri plötunni Acadie voru í
fullum gangi í New Orleans árið 1988
fannst Lanois einhvem brodd vanta
í lagið White Mustang H. Eftir hug-
arvíl og tilraunir barst honum tíl
eyrna trompetsph utan af götu. Þegar
betur var að gáð var þar á ferð fátæk-
ur farandspilari með heldur óásjá-
legt hljóðfæri. Kall var hins vegar
fær með lúðurinn. Skipti engum tog-
um að honum var kippt inn í hljóð-
ver þar sem hann skilaði sínu með
bravúr og setti punktinn yfir i-ið í
góðu lagi. Þessi saga þykir lýsa vel
hugmyndaflugi og áræðni Daniel
Lanois sem eru einmitt hans helsti
styrkur. -SMS
Daniel Lanois. Hugmyndaflug og áræðni styrkur hans.
Rokkið
styrkir
stöðuna
Coverdale & Page - hin gömlu kynni gleymast ei
Fátt ber th tíðinda í efstu sætum
íslenska plötulistans þessa vikuna.
R.E.M. er áfram í efsta sætinu, Rage
Against The Machine í öðru og Reif
í tætlur í því þriðja. Þar á eftir hafa
Eric Clapton og Spin Doctors sæta-
skipti á ný og er óhætt að segja að
mikh lognmolla umleiki efsta hluta
hstans. Það sem einna helst vekur
athygh er sterk staða hráa rokksins
en þijár plötur af átta efstu má flokka
undir þann hatt. RATM hefur náð
feiknagóðum undirtektum og er
langt síðan nýhðasveit hefur fengið
móttökur á borð við þessar hér á
landi. Spin Doctors hafa líka slegið í
gegn og eiga jafnvel eftir að ná lengra
því enn er verið að tína lög af plötu
þeirra inn á vinsældalista. Og síðast
en ekki síst gera gömlu rokkhund-
arnir Coverdale og Page það gott með
samnefnda plötu sína. Nú, Ice-T
hrapar nokkuð en Lenny Kravitz og
KK fá byr í seghn að nýju þótt varla
nái þeir að keppa um efstu sætin úr
þessu. KK má vel viö una að hafa
verið á topp tíu nær óshtið frá því
fyrir jól. Nýjar plötur vikunnar á hst-
anum eru plata Suede, sem er nokk-
urt spumingarmerki þótt víst megi
telja að hún nái inn á topp tíu, og svo
er það plata Davids Bowies sem
sömuleiðis hlýtur að ná töluvert
hærra en í 15. sætið. Hins vegar er
óvíst að staða Bowies sé eins sterk
nú og hún var fyrir nokkrum árum;
hann er kominn í hóp gamlingjanna
á hstum heimsins.
-SþS-