Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1993, Blaðsíða 2
20 MÁNUDAGUR 12. JÚLl 1993 Ferðir Þeyst um stærsta jökul Evrópu Þaö er engu líkt aö þeysa á vélsleöa um stærsta jökul Evrópu, Vatnajök- ul. Útsýnið er ólýsanlegt og maöur fyllist frelsistilfmningu að bruna um endalausar hvítar breiðumar og flnna snjóinn þyrlast upp, meö vind- inn í fangið og rjóðar kinnar. Upp á slíkar ævintýraferðir bjóða Jöklaferðir hf. á Höfn í Hornafirði í samvinnu v'ð hótelið á staðnum og Austurleið. Starfsemin fer fram á Skálafellsjökli sem er skriðjökull úr Vatnajökli, um 55 km í vestur frá Höfn. Þaö eru 16 km frá Smyrlabjarg- arvirkjun, þaðan sem farið er út af þjóðveginum, að Hálsaskeri. Þar er hótelið Jöklasel sem er í 840 metra hæð. Ferðir eru daglega frá Höfn á jökulinn. Hefðbundin dagsferð hefst á Höfn um klukkna níu um morguninn. Að Jöklaseli er komið um ellefuleytiö og þar er stoppað til klukkan tvö meðan menn geysast upp á jökul og snæða hádegisverð. Síðan er farið áfram með rútunni að Jökulsárlóni þar sem siglt er innan um risavaxna jakana og komið til baka til Hafnar um sexleytið. Ferð á jökulinn tekur um þaö bil 1,5 til 2 klukkustundir í snjóbíl. Þá er farið upp á Miðfellsegg, sem er í 1128 metra hæð, inn að Birnudals- tindum, sem eru í 1250 metra hæð, og að Grjótbotni. Sama leið á vélsleða tekur um það bil eina klukkustund. Stundum fara leiðsögumennirnir í lengri ferðir ef þess er óskað. Til dæmis á Brókarjökul, að Hvanna- dalshnjúki, í Kverkíjöil og að Goða- hnjúkum. Ægifagurt í 1400 metra hæö í þeirri ferð, sem blaðamaður DV fór, var nokkur skafrenningur á jökl- inum. Þaö kom þó ekki í veg fyrir að fegurð Vatnajökuls og nágrennis nyti sín vel. Hæst komumst við í um rúmlega 1400 metra hæð. Leiðin frá Smyrlabjörgum og upp í Jöklasel er mjög falleg. Vegurinn er hrikalegur og frekar erfiður við- Leiðsögumennirnir Eiríkur og Aðalsteinn við Kálfafellsdalinn en í honum lúra Brókarjöklarnir tveir. DV-myndir Ari Sigvaldason Ástin blómstrar ájöklinum Aðalsteinn Hjartarson leiðsögu- maður segir mjög gaman að vinna uppi á jöklinum. Ferðalangarnir séu svo þakklátir og skemmti sér undan- tekningarlítið mjög vel. Hann er nú að vinna sitt þriðja sumar á jöklin- um. Aðalsteinn segir leiðsögumenn- ina sjaldan taka sér frí en tveir þeirra séu svo heppnir að hafa kærustur sínar með á jöklinum. Hann segir mjög misjafnt hvað margir komi á dag. Það hafi stundum náð 100 manns en algengur fiöldi sé þó um 20 til 30. -Ari Ferðalangarnir eru vel dúðaðir áður en haldið er af stað upp á jökulinn enda getur stundum orðið ansi kalt. Útsýnið er stórfenglegt og hér sést í áttina til Hafnar. Myndin er tekin ekki langt frá skálanum í Jöklaseli. Boðið er upp á að fara á vélsleðum um jökulinn eða í snjóbíl. í góðu veðri er nú áreiðanlega skemmtilegra á vera á sleðanum. ureignar og ekki er ráðlegt að fara hann nema á fiórhjóladrifnum bíl- um. Rútubílstjórarnir eru mjög ör- uggir enda sérstaklega þjálfaðir áður en þeir fá aö aka þessa leið. Ekið er á rútunni upp í 840 metra hæð. Jöklasel var reist árið 1991 og er allt hið glæsilegasta og er óhætt að fullyrða aö úr engum veitingastað á landinu sé jafnfallegt útsýni. Þar er rekinn veitingastaður sem tekur um 80 manns í sæti og hefur vínveitinga- leyfi. Svefnpokapláss er fyrir um 30 manns. Sjö manns eru að jafnaði í skálanum yfir sumartímann, fiórir leiðsögumenn, kokkur og tvær að- stoðarstúlkur. Gisting í skálanum kostar 1000 krónur yfir nóttina. Mýrdals- og Eyjafjallajökull: Vélsleða- ferðir Nú er hafið annað starfssumar tíma ferðir, allt eftir óskum hvers Snjósleðaferða hf. á Mýrdalsjökli og eins. eftir farsælan og góðan vetur inní Með stuttum fyrirvara er boðið í Landmannalaugum. f sumar, líkt upp á veísluhlaðborð á jöklinum og í fyrrasumar, býður fyrirtækið og þá eru borð grafin í jökulinn og upp á ferðir á vélsleðum um Mýr- maturinn snæddur „uppi við“ blá- dals- og Eyjafiallajökul. Þaðan er an himininn. Öllum bílum er fært eitt stórkostlegasta og víðáttu- upp að skála Snjósleðaferöa sem mesta útsýni sem hugsast getur, tii er yið jökulröndina. að mynda Þórsmörk, Vestmanna- AÍlur útbúnaöur til snjósleða- eyjar, Dyrhólaey og þannig mætti ferðarinnar er innifalinn í verðinu, lengi telja. s.s. snjógalli, stígvél, vettlingar, Boðið er upp á ferðir nánast allan hjálmur og leiðsögn. Nánari upp- sólarhringinn sem vara frá einni lýsingar fást í síma 682310. klukkustund upp í allt að 10-12 í Reykjarkoti fyrir ofan Hveragerði er starfrækt hestaleiga sem rekin er af hjónunum Hrefnu Kjartansdóttur og Guðmundi Þórðarsyni. Hægt er að fara í einnar klukkustundar ferðir og dagsferðir. í styttri ferðunum er farinn hringur í Gufudalnum og hverir og fleira skoðað. i dagsferðunum er farið inn i Hengil og Hengladal. Þá taka ferða- langar með sér nesti og oft á tíðum er einnig eldað í hverunum. Klukkutímaferðirnar kosta 1.300 krónur en dags- ferðirnar 6.000 krónur. DV-mynd Sigrún Lovísa, Hveragerði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.