Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1993, Side 4
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 Patti Scialfa kveður sér hljóðs, ein á báti: Fyrsta plata frú Springsteen Patti Scialfa er að sönnu ekki í hópi þekktustu dægurtónlistarmanna heims. Þó vekur það óskipta athygli þegar hún sendir frá sér sína fyrstu einherjaplötu. Ástæðan er náttúrlega fyrst og fremst sú að Patti er gift Bruce Springsteen. Sumir telja meira að segja að henni sé fyrst og fremst um að kenna að Bruce leysti upp hljómsveit sína, The E-Street Band, um árið. Þegar stór hluti íslenskra ung- menna var að búa sig undir útilegulíf verslunarmannahelgarinnar á fimmtudaginn var fagnaði Patricia Sciatfa fertugsafmæli sínu. Sjálfsagt hefur hún einnig getað lyft glasi vegna plötunnar sinnar, Rumble Doll, semhefurhlotiðfremur jákvæð- ar viðtökur gagnrýnenda og selst þokkalega enn sem komið er. The Posies - Frosting On The Beater: ★ ★★ Platan er í heild mjög heilsteypt verk en um leið svolitið einstrengingslegt. Patti Scialfa gerði plötusamning við Columbia fyrirtækið árið 1987. Þremur árum áður hafði henni verið boðið að syngja bakraddir á hijóm- leikaferð Springsteens þegar hann fylgdi eftir plötunni Bom in the USA. Hún söng reyndar bakrödd í laginu Dancing in the Dark en í hljóð- blönduninni var rödd hennar ekki höfð með. Bakraddahlutverkið varð síðan að hlutverki bakraddasöng- konu og gítarleikara og áður en Patti gerði sér almennilega grein fyrir því var hún orðin fúllgildur liösmaður E- Street bandsins. Það dróst hins vegar sex ár að platan kæmi út. Tafir Tafirnar urðu af margvíslegum ástæðum. í fyrsta lagi var Patti boðið að taka þátt í að gera plötu Spring- steens, Tunnel of Love, sem kom út í október 1987. Hún fór með í hljóm- leikaferð til að fylgja plötunni effir. Um það leyti skildi Bruce Spring- steen við konu sína, Julianne Phillips, og áður en langt um leið hófst samband hans og Pattiar. Að lokum tókst henni að byrja á plötunni. Eftir tveggja mánaða starf varð hún ófrísk að syni þeirra, Evan James. Það tafði vinnsluna. Fyrir tveimur árum eignuðust þau Bruce dótturina Jessicu Rae og enn urðu tafir. En að lokum tókst að ganga frá öllum lögum og platan kom út fyrir nokkrum vikum. Brace Springsteen kemur ekkert við sögu á Rumble Doll. Patti Scialfa segist upphaflega hafa ætlað að fá hann tU að fara með eitthvert hlutverk en síðan hætt við það. Vildi frekar standa eða falla með verkinu en að ná eyrum fólks með því að nýta sér starfskrafta eiginmanns síns. Þess í stað kaus hún að vinna með Mike Campbell úr hljómsveitinni Heartbreakers. Hann er upptöku- stjóri Rumble Doll og semur nokkur lög með Patti. Hún hefur fengist við tónlist í 26 ár. Fjórtán ára byrjaði hún að syngja í hljómsveit bróður síns og hermdi eftir eftirlætissöngkonunum: Janis Joplin, Tracy Nelson og Grace Shck. Patti stundaði um skeið tónlistamám :|>Ki*ugagnrýni -pj Blur — Modern Life Is Rubbish: ★ ★ ★ ★ Platan er meistaraverk... betri kaup finnast vart á nýútgefnu efni þessa dag- ana. -PJ Tina Turner - What's Love Got to Do with It: ★ ★★ Tina sýnir mikil tilþrif í söng og greinilegt er að hún á nóg eftir af kraft- inum sem hefur ávallt einkennt hana. -HK Björk-Debut: ★ ★ ★ ★ Án efa það persónulegasta sem frá höfúndinum hefur komið. Debut er ein- stök, rétt eins og Björk sjálf. -SMS Rod Stewart - Unplugged... and Seated: ★ ★ ★ Spilagleðin og einlægnin á þessari plötu setja hana í flokk allra bestu Unplugged platna hingaö til. -SþS U2-Z00R0PA ★ ★ ★ n 1 safni frábærra platna U2 verður ZOOROPA vafalaust talin með hinum athyglisverðari. -SMS Neil Young-Unplugged: ★ ★ ★ Platan er skyldueign allra gamalla sem nýrra Neil Young aðdáenda. -SþS Vinir Dóra — Mér líður vel: ★ ★ ★ Hverri einustu blúsplötu, sem kemur út hér á landi, ber að fagna standist hún allar almennar gæðakröfur. Það gerir Mér liður vel svo sannarlega. -ÁT Ýmsir — íslensk tónlist 1993: ★ ★ i Nokkuð raunsönn mynd íslensk tónlist 1993 er nafn á safn- plötu sem kom út í sambandi við samnefnda tónlistarhátíð sem hald- in var í Þjórsárdal í sumar. Ekki veit ég hvort allar þær 18 hljóm- sveitir sem eiga lög á plötunni komu þar fram en víst var úrvalið mikið. Eins og títt er um safnplötur með íslenskri tónlist nú um stimdir flytja hlómsveitir einungis fhrni- samið efni nema hvað á þessari plötu eru Bogomil Font og milljóna- mæringamir lögleg undantekning frá þeirri reglu. Sú ágæta sveit er reyndar svolítið utangátta á plöt- unni innan um nýgræðingakrað- akið en lyftir plötunni óneitanlega upp á við. Auk Bogomils eru þijár aðrar hljómsveitir á plötunni sem hafa náð að skapa sér eitthvert nafn. Þetta era Orgill, Lipstick Lovers og Sirkus Babalú en því miður fyrir fyrmefndu hljómsveitimar og plötuna eru lög þeirra i slakara lagi. Sirkus Babalú á hins vegar prýðisgóðan og fjöragan lagstúf, Rauðvín og osta. Og yfirleitt er þetta allra þokka- legasta lagasafn og kennir ýmissa grasa þótt megnið af tónsmíðunum sé í létt- og milliþungu rokkmeló- díudeildinni. Hér er til að mynda heljarlangt blúslag flutt af Strip- show, frumsamið og inniheldur alla gömlu góðu blúsfrasana. Svo er hér athyglisverð stúlknasveit, Hljóm- sveit Jarþrúðar, með gott lag, Ævinlega, fiðlupopp eins og virðist vera í sérstöku uppáhaldi hjá stúlknasveitum. Margt fleira á plötunni er nokkuð laglega gert og það má segja að hún standi nokkuð vel undir nafni og gefi þokkalega raimsanna mynd af því sem er að gerast í íslenskri tón- list á því herrans ári 1993. Sigurður Þór Salvarsson Ýmsir flytjendur -Á rás um landið: ★ ★★ Sæmilegur ferðafélagi Á rás um landið er saman sett til að stytta fólki sfimdir á sumarferða- laginu. Á plötunni og kassettunni eru tuttugu lög og inn á milli lætur Haukur Hauksson ekkifréttamaður rásar tvö ljós sitt skína. Hann syng- ur einnig tvö lög: Þorskurinn sem dó og Haukurinn. Val laga hefur greinilega farið þannig fram að gera á öllum til hæfis. Þetta minnir á gamla út- varpsþætti þar sem allir áttu að fmna eitthvað fyrir sig. Það var áð- ur en menn uppgötvuðu að útvarp ' fyrir alla er í rauninni útvarp fyrir engan! Að öðra leyti er lítið yfir tónlistinni að kvarta. Aðeins eitt lag kemur á óvart: Júnínótt með ÖD PIONEER The Art of Entertainment Patti Scialfa ákvað að hafa mann sinn, Bmce Springsteen, ekki með í ráðum við gerð plötu sinnar. við háskólann í Miami. Síðar hélt hún á heimaslóðir, í New Jersey, og lék þar og söng með ýmsum hljóm- sveitum. Meðal annars vann hún um skeið með Southside Johnny og samdi til að mynda fyrir hann lagið At Least We Got Shoes. Árið 1982 kynntist hún Brace Springsteen og höfðu þau kynni ófyrirséðar afleið- ingar. En að lokum: skyldi Patti vera orsök þess að hljómsveit hans, E- Street Band, var lögð niður? Hún sagði í blaðaviðtali að raunar hefði hún ekki hugmynd um það. „Okkur kom alltaf vel saman, mér og þeim hinum. Hljómsveitin var leyst upp meðan við Brace vorum í tilhugalífinu og ég haföi engan tíma til að hugsa um hvað þeir vora að hugsa. Auðvitað hlýtur fólki að sáma þegar því er sagt upp störfum hvort sem það er í hljómsveit eða annars staðar og það leitar að orsökum fyrir því sem gerðist. En Bruce var hljómsveitarstjórinn og hann gat gert hvað sem hann vildi við hljóm- sveitina án þess að ég hefði nein áhr if þar á. Honum fannst einfaliilega kominn tími til að breyta til og það var hans mál.“ hljómsveitinni Randver. Mörg önnur lög Randvers hafa heyrst meira og verið vinsælli en þessi ópus Hafnarfjarðarpólitíkusanna Matthiasar Á. Mathiesen og Áma Grétars Finnssonar. Allt annað er dæmigert vinsældapopp. Þáttur Hauks Haukssonar ekkifréttamanns er mikilvægastur á plötunni/spólunni. Hann fer á kostum og er texti hann oftast vel klipptur saman við setningarhluta þekktra stjómmálamanna. Hins vegar hættir spaugið að verða sér- staklega skemmtilegt eftirað maður hefur heyrt það tvisvar til þrisvar. Þannig eltust Matthildingar, Kafflbrúsakarlar, Jörundur og fleiri á sínum tíma. Haukur er því sennilega endingarbestur í lögxmum tveimur. Þorskurinn sem dó er stæling á Bubba á verbúðatímanum en Haukurinn er endurbætt útgáfa Króksins með Sálinni hans Jóns míns. Sú nýja er hnittin og skemmtileg en vart við bama hæfi. Ásgeir Tómasson Tears for Fears - Elemental: Átakaíítið en áheyrilegt Talsvert er um liðið síðan hljómsveitin Tears For Fears hefur látið á sér kræla. í raun hefur fátt markvert gerst í hennar herbúðum síðan metsöluplatan Songs From the Big Chair fór sigurfór um heiminn fyrir átta árum en hún innihélt smelli á borð við Shout, Everybody Wants to Rule the World og Head Over Heels. Miklar manna- breytingar hafa orðið á Tears For Fears og er Roland Orzabal sá eini sem stendur eftir af sveitinni eins og hún var skipuð árið 1985. Nýjasta afurð iiljómsveitarinnar, Elemental, er því algerlega hans hugverk utan hvað Alan nokkur Griffith leggur Orzabal lið við lagasmíðar og útsetningar. Nýja platan inniheldur tíu lög sem öll era í huggulegum jakka- fatastíl. Vönduð og þægileg og fljóta án fyrirhafnar. Þannig ristir Elemental ekki sérlega djúpt en hún er þeim mun líklegri til að skemmta fjöldanum því lögin era grípandi og útsetningar margar hveijar frábærar. Eitt laga Elemental hefur þegar náð miklum vinsældum en það er Break It Down Again og önnur eins og Cold og Goodnight Song gætu einnig gert góða ferð á vinsældalista. Orzabal sækir áhrif víða og má nefna Bítla og Beach Boys sem dæmi. Ef Tears for Fears ársins 1993 er staðsett á rokkkortinu er ekki út í hött að hola henni niður einhvers staðar á lEARS EOR FEARS ttElEMENTAl milli Spandau Ballet og Deacon Blue. Fráleitt væri að kalla Elemental léttvægt verk. Til þess tónlistin allt of metnaðarfull og handbragðið vandað. Ekki fer á milli mála að hvert smáatriði og nostur hefur kostað yfirlegu enda raðast skemmtilegar pælingar saman í heillega mynd þar sem varla er misfellu að sjá. Útkoman, sann- kallað gæðapopp. -Snorri Már Skúlason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.