Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1993, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1993 30 ►T A Fræ sem gefur gó - nú er lag að kynnast Nick Cave and The Bad Seeds Ástralinn Nick Cave hefur ein- hverra hluta vegna ekki náð eyrum fjöldans hér á landi þrátt fyrir fjölda frábærra platna á síðustu árum. Nú er hins vegar lag fyrir þá sem vilja kynnast þessum magnaða tónlistar- manni því nýlega kom á markað tónleikaplatan Live Seeds þar sem hann flytur mörg af sínum bestu verkum. Nick Cave og hljómsveitin Bad Seeds komu hingað til lands fyrir sjö árum og héldu magnaða tónleika þar sem nú er skemmtistaðurinn Casablanca. Frá þeim tíma hefur hljómsveitin blómstrað og plötumar Tender Prey, The Good Son og Henry’s Dream eru meðal bestu ávaxta rokksins á síðustu árum. Nick Cave vakti fyrst athygli sem söngvari áströlsku pönk-rokk sveit- ar innar The Birthday Party sem flutti hráa tónlist fulla af reiði. Eftir að Birthday Party sneri upp tám snemma á níunda áratugnum fluttist Cave til Berlínar þar sem hann hefur haldið til meira og minna í áratug. Þar kynntist hann m.a. kvikmynda- leikstjóranum Wim Wenders en Cave hefur samið tónlist í nokkrar mynda hans, m.a. Himmel Uber Berlin, Wings of Desire og Until the End of A-ha - Memorial Beach: ★ ★ ★ Memorial Beach hefur upp á að bjóða vandaða, metnaöarfulla og huggulega kertaljósatónlist sem óhætt er að mæla með. -SMS Deep Purple - The Battle Rages On: ★ ★ ★ ★ Besta plata Deep Purple í mörg ár. Jafnvel sú besta síðan veldi hljóm- sveitarinnar reis sem hæst á árunum 1970-73. -ÁT Billy Joel - River of Dreams: ★ ★ ★ Góðar lagasmíðar Biliy Joels og það er léttara yfir honum en á tveimur síðustu plötum hans. -ÁT Van Morrison - Too Long In Exile: ★ ★ ★ Blanda af blús- og soultónlist með léttum djasskeim. Sem heild er platan vel yfir meðallagi og eigulegur gripur. -SÞS Boo Radleys- Giant Steps: ★ ★ ★ ★ Hér er komin ein af betri plötum ársins 1993 og ómögulegt að gera upp á milli laganna 17 sem prýða Giant Steps. -SMS U2 - ZOOROPA ★ ★ ★ -i I safni frábærra platna U2 verður ZOOROPA vafalaust talin með hinum athyglisverðari. -SMS 4Non Blondes - Bigger, Better, Faster, More: ★ ★ i Frekar hrátt blúsrokk undir áhrifum frá þjóðlagatónlist, misgóð lög eftir atvikum. Aðallag plötunnar þó hið afar vinsæla What’s Up. -SÞS JamesTaylor-Live: ★ ★ ★ i Fyrsta iónleikaplata gamla snill- ingsins og jafnframt ein albesta tón- leikaplata síðari ára. -SÞS the World. Cave hefur að auki samið kvikmyndahandrit um morðingjann og hugmyndafræðinginn Jack Hemy Abbot sem skrifaði bókina In the Belly Of'The Beast. Þau skrif öðluðust lif á hvíta tjaldinu í myndinni Ghost of the Civil Dead en Cave, Blixa Bargeld og Mick Harvey úr Bad Seeds sömdu tónlistina við myndina. Listamaðurinn hefur einnig sent frá sér eina skáldsögu sem heitir And The Ass Saw the Angel. Sú er súrrealísk en vakti töluverða athygli á sínum tíma. Vaxa með hverri plötu Fyrsta plata Nick Cave and the Bad Seeds heitir From Here to Eternity og kom út miðjan síðasta áratug. Platan vakti athygli fyrir drungalegan djöf- ullegan hljóm sem fylgt hefur Nick Cave síðan þó hann hafi mildast í seinni tíð með aukinni notkun strengja og slaghörpu. Platan þótti undir áhrifum jafn ólíkra tónlist- armanna og Hank Williams, Robert Johnson og Tammy Wynette en úrvinnsla hljómsveitarinnar á þess- um áhrifum þótti til fyi’irmyndar. Á eftir fylgdi platan The First Bom is Dead hvers titill var skírskotun til fæðingar Elvis Presley sem var tví- buri. Reyndar var platan að stórum hluta helgúð minningu rokkkóngsins sem er í miklu uppáhaldi hjá Nick Cave. Kicking Against The Pricks var heiti þriðju plötunnar en á henni tók Hpbtugagnrýni hljómsveitin þekkt lög eftir aðra listamenn og má nefna sem dæmi Hey Joe, All Tomorrows Parties, Some- things Gotten Hold of My Heart, en síðastnefnda lagið gerði Nick Cave betur en flestii’ aðrir. Your Funeral My Trial var númer fjögur og þótti standa hinum fyrri nokkuð að baki. Mercy Seat kom á markað árið 1988 og þótti meistarstykki en titillagið var valið besta lag ársins i bresku poppressunni. Árið 1989 fluttist Nick Cave til Sao Paolo í Brasilíu en borgin haíöi mikil áhrif á listamanninn og skiluðu þau sér á plötunni The Good Son. Platan, sem þótti sú besta sem hljómsveitin hafði gert, var mildari og aðgengi- legri en fyrri plötur enda segist Cave hafa reynt að höndla merkingu portú- galska orðsins Saudade á plötunni sem þýðir löngun. Yrkisefnið var löngun eftir flestu því sem hann hafði farið á mis við og var hún full trega. The Weeping Song, The Ship Song og Foi Na Cruz eru ágætt dæmi en þau standa upp úr á frábærri plötu. Eftir ótrúlegan uppgang var sjö- undu plötu Nick Cave and The Bad Seeds beðið með mikilli eftirvænt- ingu og ekki urðu aðdáendur Nick fyrir vonbrigðum. Platan var hljóð- rituð í Los Angeles, New York og Melboume og hún bauð upp flauels- mjúka tónlist þar sem leðurklæddur rokkarinn fór í lakkskó Frank Sin- atra. Platan þótti sameina á frábæran hátt reiðina sem ólgaði á Tender Prey og ballöðumar sem einkenndu The Good Son. Gripurinn fékk þá bestu Soul Asylum -Grave Dancers Union: ★ ★ ★ Seint koma sumir Vegir vinsældanna era órannsak- anlegir eins og þar stendur. Á með- an sumir slá nánast fyrirhafnar- laust í gegn á fyrsta lagi þurfa aðrir að puða pungsveittir árum saman áður en nokkur fæst til að hlusta á þá. Reyndar á þetta ekki alveg við um bandarísku rokksveitina Soul Asylum en næstum því. Hún er búin að spila baki brotnu í rúm tíu ár og það er loks nú sem hún vekur almenna athygli ef svo má segja. Vissulega hefur liljómsveitin verið þekkt nafn í Bandaríkjunum og hlotið nöfn eins og besta tónleikahljómsveit Bandaríkjanna. Almennu vinsældimar hefur hins vegar skort og plötur sveitarinnar hafa ekki selst mikið á amerískan mælikvarða. Nú er komið annað hljóð í strokkinn og þar á lagið vinsæla, Runaway-Train, ekki hvað sistan þátt. Það lag er nokkuð dæmigert fyrir hljómsveitina, melódískt gamaldags rokk, undir örlitlum soul og fönk áhrifum. Þetta er auðvitað margþvæld blanda og svo sem ekkert nýtt í henni að finna. En þá reynir á gæði laganna og í þessu tilviki þegar lag eins og Runaway Train á sér mörg systkini í svipuðum gæðaflokki, er ekki að undra að platan Grave Dancers Union geri það gott. Hún er afskaplega jöfn að gæðum og auðheyrilegt að hér era á ferð- inni menn með mikla reynslu. Það sem meira er, þeir hafa greinilega enn mjög gaman af því sem þeir era að fást við. -Sigurður Þór Salvarsson Grensan -Ýmsir: Kraftmikið safn Spor hefur gefið út athyglisverða safnplötu sem sker sig nokkuð úr öðrum slíkmn sem borið hafa fyrir augu og eyra landsmanna. Grensan bíður upp á nokkrar af áheyrileg- ustu hljómsveitum Bandaríkjanna og Bretlands í þyngri kantinum auk þess sem tvær íslenskar hljómsveit- ir, sem teljast til nýliða, láta ljós sitt skína. Það er hljómsveitin Rage Against the Machine frá Los Angeles sem Ástralinn Nick Cave hefur einh verra hluta vegna ekki náð eyrum fjöldans hér á landi þrátt fyrir fjölda frábærra platna á síðustu árum. dóma sem Nick Cave og hljómsveitin The Bad Seeds höfðu fengið og vora hinir fyrri þó ekkert slor. Á nýju tónleikaplötunni Live Seeds er áheyrendum boðið til veislu þar sem helsta góðgæti hljómsveitar- innar frá 9 ára ferli er borið á borð. Platan er einstaklega vel heppnuð af tónleikaplötu að vera og sýnir vel þá orku sem ólgar í þessu einstaka bandi. í Live Seeds eru einhver bestu kaup ársins fyrir tónlistaráhuga- menn og ekki skemmir skemmtilegur kaupbætir sem er innbundin mynda- bók sem segir sögu hljómsveitar í vegavinnu. -SMS opnar verkefnaskrá plötunnar með laginu Bombtrack sem eins og titill- inn ber með sér er fallbyssubragur. Alice in Chain frá rokkborginni Seattle tekur við með fallegri ballöðu af plötunni Dirt sem kom út fyrir ári. Living Color er í fyrsta gímum en fantagóð i laginu Nothingness og Naked Truth flytur luftgítarlagið Read Between the Lines með trukki og dýfu. Önnur athyglisverð lög plötunnar era Black Gold með aldursforsetunum í Soul Asylum og Sun-60 frá sólar- fylkinu Kalifomíu eiga eitt besta lag plötunnar sem er hið ómþýða Mary Xmess. íslensku sveitimar tvær sem koma við sögu á Grensunni eru Bone China og Dos Pilas. Bone China heggur í kunnuglegan knérunn í laginu Rattlesnake. Eins og hljómsveitin kemur fyrir eyru er hún alltof lík alltof mörgum tÚ að vekja athygli. Bone China nær sér betur á flug í laginu Quicksend sem er skemmtileg lagasmíð með frum- legra sánd en það fyrmefnda. Dos Pilas fellur í sömu gildru og Bone China í My Reflection þar sem Jet Black Joe formúlan er elt í þaula. Out of Crack er hins vegar skemmtileg þrúgursykurtónlist, kraftmikili en melódísk, þar sem orkan flæðir. Lagið stendur nær pönkinu en hipparokkinu sem hefur verið misnotað af ungum sveitum alltof lengi. í Grensunni era góð kaup fyrir blanka rokkunnendur sem vilja skanna blómlegan akur kröftugrar rokktónlistar. -Snorri Már Skúlason A.J. Croce-A.J. Croce: ★ ★ ★ Ræturnar leyna sér ekki Þann 20. september voru ná- kvæmlega tuttugu ár frá því Jim Croce lést í flugslysi. Hann var þá á barmi heimsfrægðar og gæði laga hans benda til þess að hann hafi átt bjarta framtíð fyrir sér og var eftir- sjá að jafn góðum tónlistarmanni, en lög eins og Bad Bad Leroy Brown og I Got a Name munu halda nafni hans á lofti. Þegar Croce lést skildi hann ekki aðeins eftir sig góða tónlist heldur einnig son, A.J. Croce, sem nú er orðinn 21 árs, sjálfmenntaður píanóleikari sem hefur leikið opinberlega síðan hann var 12 ára gamall. Nú hefur A.J. Croce sent frá sér sina fyrstu plötu sem einfaldlega ber nafn hans. Það sem fyrst kemur upp I huga manns þegar hlustað er á plötuna er hversu ótrúlega þrosk- aður tónlistarmaður Croce er. Croce, sem leikur óaðfmnanlega á píanó, syngur brostinni tregarödd og semur rúmlega helming laganna, er á kunnuglegum slóðum rythma- og blústónlistar sem hann kryddar með djassívafi. Hans eigin lög era þegar grannt er skoðað kannski ekki mjög merkileg, en útsetningar og flútnmgur frábær, auk þess sem textar hans eru skemmtilegir. Það hjálpar að Croce hefur með sér nokkra af bestu „session“-mönnum sem fyrirfmnast. Má þar nefna gítarleikarann Robben Ford, bassa- leikarann Ron Carter og trommu- leikarann Jim Keltner. Það era eldri lögin sem vekja hvað mesta athygli. í kistu gamalla lítt leikinna laga hefur Croce fundið nokkur lög sem fáir þekkja, lög sem greinilega hafa haft áhrif á hans eigin tónsmíðar og imdirstrika að rætur hans liggja í rótgróinni amerískri tónlist. Þegar á heildina er litið er þessi frumsmíð A.J. Croce virkilega góð tónlist, heillandi í öllum sínum gamaldags flutningi. Hihnar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.