Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 11. NOVEMBER 1993 tónli0t Hunang frá hjartanu - Ný dönsk sendir frá sér sína sjöttu og bestu plötu til þessa Hljómsveitin Ný dönsk hefur á undanfömum tveimur árum sent frá sér plötur sem eiga heima í hópi þess besta sem íslenskir popparar hafa gert. Sjálf virðist Ný dönsk meðvituð um gæði eigin smíða ef marka má nafngiftir platnanna, Deluxe og Himnasending. Nýjasta afurð hljóm- sveitarinnar, Hunang, ber einnig nafn með rentu enda hreinasta sæl- gæti sem sýnir sveitina á réttri leið á þróunarbrautinni. Metnaður hljómsveitarinnar nær lengra en að fita seðlaveskið og tók Ný dönsk ekki þátt í sveitaballaslagnum í sumar eins og obbi íslenskra hljómsveita þar sem nýja platan átti hug hennar aílan. „Bæði vorum við uppteknir við það að búa til okkar tónlist og svo sáum við þann kost vænstan að vera ekki í þessu harki. Ballmarkaðurinn er magur og við sáum okkur ekki í hag í því að róa á þau mið,“ segir Daníel Ágúst Haraldsson, söngvari Ný danskrar. „Hljómsveitin var upptekin af sjálfri sér og orkan beindist inn á við. Við byrjuðum að hugsa Hunang nánast strax og við kláruðum Himnasendingu. Vinna við hana hófst í Jacobs hljóðverinu í Surrey á Englandi í vor þar sem við tókmn alla síðustu plötu upp. Við gerðum ekki nema tvö lög ytra þar sem mestur tíminn fór i að spila á klúbbum i Englandi. Plötuna kláruð- um við hérna heima síðsumars í Sýrlandi og Hljóðhamri og var Ken Thomas upptökumaður okkur til halds og trausts,“ segir Daníel. „Við unnum Hunang í skorpum ólíkt Himnasendingu þar sem við æfðum lögin áður en við fórum I stúdíó og kláruðum hana nánast í einum rykk. Við nálguðumst viðfangsefnið úr annarri átt“ Sviknir af EMI - Hunang er nær þyngra rokki en ykkar fyrri verk en á sama tíma virka lagasmíðamar melqdískari og auðgripnari? Daníel jánkar og eftir stutta um- hugsun segir haim. „ Við ákváðum að hafa plötuna í hrárri kantinum eins og heyrist á gítarleiknum og við hljóðblönduðum með það í huga að fá beinskeyttari plötu. Það er svo melódíunnar að hrífa fólkið. Ég held að þetta sé eðlileg þróun ffá síðustu plötu.“ - Er hægt að segja að eitthvert eitt þema sé í gangi á Hunangi? „Það eru fimm lagasmiðir í hljóm- sveitinni og því verða lögin eðlilega ólík og enginn rauður þráður sem gengur í gegn. Það held ég að sé kostur. Slíkt gerir plötuna fjöl- breytta, hún er fimmfaldur geisli. Textamir em hins vegar allir eftir okkur Bjöm Jörund en efnistökin eru einnig ólík þar,“ segir Daníel Ágúst. vikunnar Björk Guðmundsdóttir Enn á topp 20 Björk Guðmundsdóttir er enn forsíðuefni stórblaöa í tón- listarheiminum þótt bráðum sé hátt í hálft ár liöið frá því plata hennar Debut kom út. Þannig skreytir Björk forsíðu desem- berheftis hins virta breska tónlistartímarits Vox og inni í blaöinu er viðtal við Björk sem spannar yfir fjórar opnur! Þar kemur meóal annars fram að mörg stór hljómplötufyrirtæki hafa verió að bera víurnar í Björk en hún segist staðráóin í aö halda áfram samvinnu við One Little Indian. Þaó er annars af gengi Debutaó frétta aó platan er enn á topp 20 í Bretlandi og hefur verió aó sækja í sig veðrið upp á síðkastið í kjölfar vinsælda lags Bjarkar og Davids Arnolds, Play Dead. Derek Birkett, forstjóri One Little Indian, telur að platan muni ná að minnsta kosti einnar milljónar eintaka sölu. -SÞS- Hljómsvertin Ný dönsk hefur á undanfömum tveimur árum sent frá sér plötur sem eiga heima í hópi þess besta sem íslenskir popparar hafa gert. - Hvar myndirðu staðsetja Hun- ang meðal þeirra sex platna sem Ný dönsk hefur látið frá sér fara? „Ég á bágt með að setja þessa plötu í einhverja skúffu og vil helst ekki gera það. Það sem við semjum og gerum - kemur þegar það kemur. V ið lifum og hrærumst í tónlistinni og útkoman hverju sinni kemur beint frá hjartanu.“ - Ný dönsk hefur verið að sverma fyrir útlendum útgáfufyrirtækjum og voru m.a. haldnir sérstakir tón- leikar í Reykjavík í sumar þar sem fulltrúar frá EMI ætluðu að sjá og heyra sveitiná á sviði en mættu ekki. „Já, þeir misstu af miklu þegar þeir mættu ekki á tónleikana í Tunglinu sem haldnir voru þeim til heiðurs. Þetta var auðvitað hrikaleg framkoma af þeirra hálfu og visst áfall að lenda í þessu klúðri en við bítum í skjaldarrendur og höldum áfram að þreifa fyrir okkur. Það eru hlutir í gangi í þeim efnum sem ekki er tímabært að ræða opinberlega á þessu stigi.“ - Ertu bjartsýnn á að það gerist eitthvað í þeim málum á næstunni? „Já, maður verður að veraþað. Við fengum erlendan upptökumann til að stjóma upptökum á þremur lög- um hljómsveitarinnar og við höfum verið að dreifa því efni meðal út- gáfufyrirtækja í Bretlandi,“ segir Daníel Ágúst Haraldsson að lokum. -SMS Tónlistargetraun DV og Spors Tónlistargetraun DV og Spors er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverr i viku verða birtar þrjár spumingar um tónlist. Fimm vinningshafar hljóta svo geisladisk í verðlaun frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf. Að þessu sinni er það geisla- diskurinn Pearl Jam með sam- nefhdri hljómsveit sem er í verðlaun. Hér koma svo spurningamar: 1. Hvað heitir fyrsta plata Pearl Jam sem fór á topp bandaríska breiðskíftilistans? 2. Hljómsveitin Depeche Mode á eitt lag á safnplötunni Algjört möst, lagið Condemnation. Frá hvaða landi er hljómsveitin? 3. Á safnplötunni Algjört möst er lagið Your Are the One That I Want úr Grease söngleiknum í flutningi Craig McLachlan og Debbie Gibson. Hverjir voru upprunalegir flytjendur lags- ins? Rétt svör sendist DV fyrir 18. nóvember, merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavlk Dregið verður úr réttum lausnum 18. nóvember og rétt svör verða birt i tónlistarblaði DV 25. nóvember. Hér eru svo birt rétt svör við getrauninni sem birtist 21. október: 1. Þýskalandi. 2. Delicate. 3. Ómar Ragnarsson. Geisladiskurinn Pearl Jam með samnef ndri hljómsveit er í verðlaun að þessu sinni. VINIR DÓRA - MÉR LÍÐUR VEL og af hverju ekki þegar þú hlustai á gæðablús Vina Dóra. JÓNAS SEN Fyrsti geisladiskur eins áf fremstu klassísku píanóleikurum landsins. Tímabær og vönduð útgáfa fyrir alla unnendur klassískrar tónlistar. Brautarhoiti og Kringlunni Simar 625290 og 625200 Dreifing: Sími 625088 PURRKUR PILLNIKK - EKKIENN Meistarastykki Purrksins komin á geisladisk. Enn i dag kemur hún fólki á óvart vegna frískleika og gæða. Plata sem er enn ung en... JAPISS tónlistardeild RÚNAR ÞÓR - AÐ MESTU ! III- og ófáanleg lög má finna á þess- um grip. Að auki eru nokkur ný. HÖR0UR T0RFA - GULL I Enn á ný kemur plata frá Herði sem er gulls ígildi. Gulltónleikar I Borgar- leikhúsinu 22. nóvember. FR0STBITE -The Second Coming Rólegt hefur verið yfir þessari plötu Einars Arnar og Hilmars Arnar enda ekki annað þorandi. Ekki er þessi plata róleg. Undir niðri er kraum- andi taktur fyrir þá sem vilja dansa af fítonskrafti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.