Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1993, Síða 3
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993
33
x>v__________________________________________
Mezzoforte með nýja plötu, Daybreak:
tónli* :
Gt''
Millilentu í Danmörku
Fastlega má búast við að Mezzoforte verði talsvert á ferðinni næstu tvö árín til að fylgja eftir plötunni Daybreak. Hljómleikahald hér á landi er þó ekki á dagskrá. DV-mynd BG
og hljóðrituðu plötu
„Við tókum saman einn góðan
Mezzoforte-pakka síðastliðið haust,
ef svo má segja - æfðum bæði fyrir
plötu og hljómleikaferð, fórum og
lékum í Indónesíu og Malasíu og á
heimleiðinni millilentum við í Dan-
mörku og notuðum þá tækifærið og
tókum plötuna upp,“ segir Friðrik
Karlsson. Afrakstur starfsins í Dan-
mörku er platan Daybreak sem er
nýkomin út. Hún var unnin á hálfum
mánuði og hafa liðsmenn Mezzoforte
DmllRnan
lifnuð
Fyrir nokkrum árum var breska hljómsveitin Stone Roses talin
einhver allra bjartasta von rokksins á síðari árum. Plata
hljómsveitarinnar „The Stone Roses" sem kom út árið 1988 var
hafin upp til skýjanna og annað eftir því. Síðan fór allt í hund og
kött hjá sveitinni, illdeilur spruttu upp milli hennar og
útgáfufyrirtækisins og ýmsar aðrar hremmingar urðu til þess að
nánast ekkert hefur heyrst til sveitarinnar síðustu árin. En nú
hafa þau boð verið látin út ganga að ný plata með Stone Roses
sé væntanleg með vorinu og bíða margir rokkunnendur spenntir
eftir að heyra hvort öll þessi bið hafi sett sitt mark á hljómsveitina.
Platan ætti að vera hin vandaðasta í alla staði því upptökur og
vinna við hana hafa staðið yfir í eitt og hálft ár, hvorki meira né
minna! -SþS
aldrei verið jafnsnöggir að vinna
plötu síðan þeir gerðust atvinnu-
menn.
„Fyrir bragðið er skemmtilegra að
hlusta á þessa plötu eftir á en sumar
sem við höfum áður gert,“ segir
Friðrik. „Hún er ferskari og það er
meira líf á henni en síðustu plötum.
Við notum engar tölvur að þessu
sinni en vorum komnir á kaf í þær
hér áður fyrr. Ég er ekki frá þvi að
rokkið sé talsvert í forgrunninum á
kostnað djassins. Kannski dregur
platan að nokkru leyti dám af því sem
við höfúm verið að gera hver fyrir
sig að undanfómu."
Daybreak var tekin upp í Puk-
hljóðverinu á Jótlandi. Friðrik lætur
afar vel af því að vinna þar og reiknar
fastlega með því að Mezzoforte eigi
eftir að koma þar við síðar. „Við
förum jafnvel með einhver önnur
verkefni þangað,“ segir hann.
„Þama eru íbúðir, sundlaug og
ýmislegt til að gera lífíð sem þægi-
legast. Það besta er þó næðið. Þama
getur maður unnið i fimmtán tíma í
einu án þess að verða fyrir truflun.
Slíkt er óhugsandi hér heima.“
Liðsmenn Mezzoforte, Eyþór
Gunnarsson, Jóhann Ásmundsson,
Gunnlaugur Briem og Friðrik, em
svo önnum kafhir við spilamennsku
að þeir eiga orðið erfitt með að finna
tima til að vinna undir merki
Mezzoforte. Hljómsveitin er þó síður
en svo að hætta. Daybreak kemur út
erlendis eftir áramótin og þá þarf að
fylgja henni eftir.
„Ég vona að platan komi út um
allan heim,“ segir Friðrik. „Við
fórum væntanlega í hljómleikaferð
um Skandinavíu og önnur lönd í
norðanverðri Evrópu í kjölfar
útkomunnar. Þá er Asíuferð í deigl-
unni og síðan spilamennska á nokkr-
um djasshátíðum. Þetta er raunar
allt óklárt ennþá og gerist varla á
styttri tíma en tveimur árum.“
Fjórmenningamir í Mezzoforte
þurfa ekki að kvíða aðgerðaleysi á
næstunni. Eyþór og Gunnlaugur
hafa verið að vinna með Bubba
Morthens að undanfórnu og sá
síðamefndi er á förum vestur um haf
til að setjast á skólabekk á næstunni.
Jóhann er að stofna nýja hljómsveit
með Grétari Örvarssyni og Friðrik
og Sigríður Beinteinsdóttir em með
nýja hljómsveit í deiglunni. -ÁT-
Tónlistargetraun DV og Spors
Tónlistargetraun DV og Spors er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikurinn fer þannigfram að í hverri
viku verða birtar þrjár spumingar
um tónlist. Fimm vinningshafar
hljóta svo geisladisk í verðlaun fiá
hljomplötufýrirtækinu Spori hf.
Að þessu sinni er það geisla-
diskurinn Potion Magique með
Jordy sem er í verðlaun.
Hér koma svo spumingamar:
1. LitlisnáðinnhannJordyermeð
nýtt jólalag sem heitir It’s
Christmas C’est Noel. Frá hvaða
landi er hann?
2. Hvað er Jordy gamall?
3. Hvaðheitirlagiðmeðjördysem
var geysivinsælt hér á landi
síðastliðið sumar?
Að þessu sinni er það geisladiskurinn
Potion Magique með Jordy sem er í
verðlaun.
Rétt svör sendist DV fyrir 23.
desember, merkt
DV, Tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Dregið verður úr réttrnn lausnum
23. desember og rétt svör verða birt
í tónlistarblaði DV 30. desember.
Hér era svo svörin við getrauninni
sem birtist 25. nóvemben
1. Michael Jackson.
2. Ottowan.
3. Ljósin í bænum.
BUBBLEFLIES
THE WORLDIS STILL ALIVE
ORRI HARÐARSON
DRÖG AÐ HEIMkOMU
YUKATAN
SAFNAR GUÐUM
RÚNAR ÞÓR
AÐ MESTU
DÚETTINN SÚKKAT
RABBI
EF ÉG HEFÐIVÆNGI
JAPISS
tónlistardeild
Brautarholti og Kringlunni
Simar 625290 og 625200
Dreifing: Sími 625088