Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÚRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- 'og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Grýla verndar hermang Samkomulag Bandaríkjanna og íslands um framvindu vamarmála felur í sér málamiðlun, sem vemdar í tvö ár mestan hluta af atvinnu Suðumesjamanna af Kefla- víkurvelli og sparar ríkinu í tvö ár að horfast í augu við rekstrarkostnað borgaralegrar flugumferðar um völlinn. í rauninni felur samkomulagið í sér, að bandaríska vamarliðið hefur lent í því hlutverki að vemda atvinnu Suðumesjamanna um skeið og spara um leið íslenzka ríkinu verulegan hluta af milljarðakostnaði við fábrotið miMandaflug, sem vaknar til lífsins tvisvar á sólarhring. í aðdraganda samkomulagsins um vamarmál kom í ljós, að margir þeir, sem um það fjölluðu af bandarískri hálfu, töldu standa mega við loftvamarskuldbindingar við ísland með omistuflugvélum, sem væm staðsettar utan íslands, til dæmis í Norfolk í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn em að reyna að skera niður útgjöld til hermála um 40% og fækka um þriðjung í mannahaldi hersins. Þótt þeim hafi ekki tekizt að þessu sinni að láta þessa stefnu koma niður á kostnaði vegna íslands, munu þeir vafalítið taka upp þráðinn að nýju eftir tvö ár. íslenzk stjómvöld hafa fengið tvö ár til viðbótar til að sinna vanræktum skyldum sínum við atvinnulíf á Suður- nesjum og við miMandaflug þjóðarinnar. Eins og fyrri daginn verður þetta svigrúm ekki notað, svo að við mun- um aftur mæta svipuðum vanda eftir tvegga ára grið. Álvinnsla á Keihsnesi er hvorki í augsýn né er hún mjög atvinnuskapandi grein. Því eiga stjómvöld þess ein- an kost að hætta að leggja steina í götu notkunar Kefla- víkurvallar í alþjóðlegu vöruflugi og byrja að undirbúa lagalegar aðstæður fyrir virka fríhöfn á Rosmhvalanesi. Meðan kalda stríðið var og hét, átti svokölluð aronska hljómgrunn hér á landi. Sú stefna tók mið af, að þá lögðu íslendingar sig í kjamorkuhættu og aðra hættu við að lána land undir sameiginlega hagsmuni Vesturlanda, og í staðinn ættu þau að kosta hluta af almannavömum. Það er móðgun við aronskuna að kenna hermangs- stefnu stjómvalda við hana. Aronskan var rökrétt af- sprengi síns tíma og byggðist á hliðstæðri stefnu norskra stjómvalda á þeim sama tíma. Nú em aðrar aðstæður og hemaðarleg ógn steðjar ekki lengur að íslandi. Jafnvel þótt ófriðlegt sé enn í heiminum og meira að segja í hlutum Evrópu, hefur átaka- og hættusvæðið færst frá heimshluta íslands suður til Miðjarðarhafs, Balkanskaga og Kákasusfjalla. ísland er ekki lengur brennidepli, heldur herfræðilega á afskekktum slóðum. í þessum mikla hermangsvanda kom hinn málglaði Zhírínovski til bjargar málstað íslenzkra stjómvalda. Hann gerðist sú Grýla, sem dugði til að draga vígtennum- ar úr þeim aðilum á Vesturlöndum, sem mest vildu draga úr kostnaði við hemaðarlegan viðbúnað þeirra. Zhírínovski gerðist málsvari vonsvikinna Rússa og gaf geðveikislegar yfirlýsingar út og suður um endurreisn sovézka nýlenduveldisins og kjamorkuárásir á vanþókn- anleg ríki, þar á meðal um sérstaka refsingu til handa íslandi. Eftir kosningasigurinn varð hann enn hressari. Vonandi kemur í ljós, að mgludallur þessi reynist sápukúla í rússneskri pólitík. Ef hann reynist hins vegar varanlegur, þurfa Vesturlönd að endurskoða sparnaðar- hugmyndir sínar í vamarmálum. Þá kann vamarliðið á Keflavíkurflugvelh að fá sitt fyrra vamarhlutverk. Á meðan hefur bandaríska vamarhðið tekið að sér að vemda atvinnu á Suðumesjum og að spara íslenzka ríkinu kostnað við borgaralegt miMandaflug. Jónas Kristjánsson Nú er í byggingu tæplega hálf milljón fermetra íbúöarhúsnæöis auk atvinnuhúsnæðis. 1 n fs'S 'i *'\ ' Stytta verður byggingartíma Mikilvægasta aðgerðin til að lækka byggingarkostnað er að stytta byggingartíma í allt aö sex mánuði. Þá sparast fjármagns- kostnaöur, fvrirtæki geta mætt óskum og kröfum kaupenda, rekst- urinn verður sveigjanlegri og eign- ir seljast fyrr. Losa má yfir 15 millj- arða sem nú eru bundnir í hálf- byggðum húsum og spara á annan milljarð í vexti árlega. 6 mánuðir í stað 30 Nú líða til jafnaöar 30 mánuðir frá því að teikning er samþykkt þar til byggingu íbúðarhúss er lokið og byggingartími atvinnuhúsnæðis er ekki síður langur. Byggingarfyrir- tæki þurfa lán til að fjármagna og ljúka framkvæmdum. Á bygging- artíma fellur þess vegna mikill vaxtakostnaður á húsbyggjendur. Menn hafa leitt aö því líkum að kostnaðurinn nemi allt að 12% af samanlögðum byggingarkostnaði. Með því að stytta byggingartímann má lækka vaxtakostnaðinn. Með nýjum aðferðum og bættu verk- skipulagi geta fyrirtæki byggt á skemmri tíma. Fyrir síðari heimsstyrjöld tók oft innan við 10 mánuði að byggja íbúðarhús. í grannlöndum okkar er algengt að íbúðir séu byggðar á .4 mánuðum, 6 mánuðir þykir langt. Hér á landi hefur byggingafyrir- tæki tekist að ná byggingartíma sínum niður í 5 mánuði. Miðað við að bygging húss taki 6 mánuði sparast vextir að fiárhæð allt að 10% af byggingarkostnaði. Langur byggingartími hefur þó víðtækari áhrif en að hlaða upp vaxtakostnaði. Á meöan hann skiptir árum eiga byggingafyrir- tækin erfitt með að mæta óskum og kröfum kaupenda. Frá því að þau ákveða hvaða eignir verði smíðaðar hða almennt tvö eöa þrjú ár þar til þær koma til sölu. Efna- hagsástand og hagur kaupenda KjáUariim Stefán Ingólfsson verkfræðingur vexti, fasteignagjöld og skatta, um- sjón með eignunum og ýmislegt annað. Fyrirtæki sem þarf aö bíða í ár eftir aö kaupandi finnist að fasteign verður fyrir kostnaði sem ekki er lægri en 10% af byggingar- kostnaði. Vextir á byggingartíma og „geymslukostnaður“ er þá saman- lagt meira en 22% kostnaðarverðs. Eignir fyrirtækja í nánum tengsl- um við fasteignamarkaöinn seljast fljótar og á hagstæðara verði en eignir samkeppnisaðila. Ekki er- ósennilegt að spara megi 2%-4% með því að stytta sölutímann frá því sem nú gerist. Frá þjóðhagslegu sjónarmiöi er mikilvægt að stytta byggingartímann. Nú er í byggingu tæplega hálf milljón fermetra íbúðarhúsnæðis Byggingarfyrirtækiþurfalántilað , Qármagna og ljúka framkvæmdum. A byggingartíma fellur þess vegna mikill vaxtakostnaður á húsbyggjendur. breytist á svo löngum tíma. Þess vegna eru nú boðnar til sölu íbúðir sem lítm markaður er fyrir. Þegar byggingartími er fáir mánuðir vita byggingafyrirtækin hvaða gerðir eigna eru vænleg söluvara og ein- beita sér að byggingu þeirra. 25 milljarðar I hálfbyggðum húsum Stytting byggingartíma auöveld- ar fyrirtækjum að mæta breyttum efnahagstæðum. Þau geta fyrr dregiö saman seghn og eru fljótari að bregðast við aukinni eftirspum. Margvíslegur kostnaður verður þegar ekki tekst að selja fasteignir á skaplegum tíma. Greiða þarf auk atvinnuhúsnæðis. Færa má að því rök að í hálfbyggðum og full- byggðum óseldum fasteignum séu bundir allt að 25 mihjarðar króna. Með því að stytta byggingartíma úr liðlega tveimur árum í sex mán- uði má lækka þessa fiárhæð um meira en 15 mihjarða. í dag má ætla að vaxtakostnaður vegna þessa fiármagns sé yfir tveir mihj- arðar á ári. Með styttingu bygging- artíma mun þessi kostnaður lækka um meira en einn mUljarð. Stytting byggingartíma mun þess vegna auk þess sem áður er talið hafa áhrif á fiármagnsmarkað og vaxta- myndun. Stefán Ingólfsson Skoðanir aimarra Áramót í skugga atvinnuleysis „Nýtt ár hefst í skugga vaxandi atvinnuleysis og átaka á vinnumarkaði... Dragist sjómannaverkfall- ið á langinn munu afleiðingarnar skeUa á með fuUum þunga þegar Uður á janúarmánuð. Nú þegar hefur atvinnulíf í heilum byggðarlögum lamast... Ástand- ið sem verkfaUiö skapar er það alvarlegt að einskis má láta ófreistað til að bera klæði á vopnin. Fisk- vinnsla og útgerðarfyrirtæki mega síst við rekstrar- stöðvun sem gæti riðið mörgum þeirra að fuUu.“ Úr forystugrein Tímans 4. janúar Ólíklegur vaxtaávinningur „Stórir aðUar á markaðnum, t.a.m. lífeyrissjóðir, kunna að leita á erlenda markaði þegar frelsi til fiár- magnsflutninga verður veitt um áramótin... Hins vegar er ólíklegt að ávinningur þeirra verði að jafn- aði meiri í skuldabréfakaupum erlendis en innan- lands því þrátt fyrir að vextir ríkistryggðra pappíra hafi lækkað hér á landi eru þeir eftir sem áður með þeim hæstu sem tíðkast innan landa OECD.“ Ólafur K. Ólafs viðskiptafr. í Vísbendingu 30. des. Beygðu sig ekki „Árið 1994 er áriö sem EES samningurinn gengur í gUdi og slítur mörg gömul haftabönd milh Islands og umheimsins. Árið 1994 er einnig árið sem GATT- samningurinn tekur gUdi... Meginmarkmið þessara tveggja fríverslunar- og viðskiptasamninga er að auka fijálsræði, fiarlægja höft og verndarstefnu og gera milliríkjaverslun hagkvæmnari og frjálsari. Þessar jákvæðu breytingar bíða þjóðarinnar fyrst og fremst vegna þess að núverandi stjómarflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, hafa ekki beygt sig fyrir afturhaldsröddum stjómarand- stöðunnar sem fundið hafa EES og GATT aUt til for- áttU.“ ÚrforystugreinAlþ.bl.4.jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.