Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
29
kristján
Jóhanns
- metsölupopp
- Bubbi átti næstvinsælustu plötu ársins 1993
Stórtenórinn og maður ársins í D V,
Kristján Jóhannsson, átti vinsælustu
plötu síðasta árs ef miðað er við seld
eintök. Poppplatan hans, sem kom út
síðastliðið haust, seldist í rúmlega
fimmtán þúsund eintökum. Bubbi
Morthens kom á hæla Kristjáns með
rúmlega þrettán þúsund eintök seld.
Bubbi og Kristján skáru sig úr i
vinsældum. Selt upplag næstu platna
á eftir þeim var um sjö þúsund eintök.
Þetta eru plöturnar Spillt með
Todmobile, Desember með Siggu
Beinteins, plata Bogomils Fonts og
Milljónamæringanna, Ekki þessi
leiðindi, og Debut með Björk Guð-
mundsdóttur. Þar á eftir fylgdu plötur
KK-bandsins, Rafns Jónssonar og
Stefáns Hilmarssonar og platan Kom
heim með Björgvini Halldórssyni,
Diddú, Agli Ólafssyni og Guðrúnu
Gunnarsdóttur. Hotel Föroyar með
KK seldist í um sex þúsund eintökum.
Plata Rafns, Ef ég hefði vængi, var á
hælum hinnar. Líf með Stefáni seldist
í um fjögur þúsund eintökum og
sömuleiðis Kom heim. Nýdönsk
virðist síðan hafa lent í tíunda sætinu
með á fjórða þúsund eintök seld.
Mikil breidd
Þeir útgefendur og fulltrúar
útgáfufyrirtækjanna sem DV ræddi
við um plötuútgáfu og -sölu síðasta
árs erusammála um að árið hafi verið
ailgott þrátt fyrir rýmandi kaupmátt,
vaxandi atvinnuleysi og ýmsa óáran
aðra. í heildina seldust plötur vel.
Erlendar plötur fóru ekki síður í
stórum upplögum en þær innlendu.
Þannig seldist Unplugged með Eric
Clapton til dæmis i um sjö þúsund
eintökum og plata R.E.M., Automatic
For The People, litlu minna. Og
allnokkrar erlendar plötur til við-
bótar náðu þriggja til fimm þúsunda
markinu. Steinar Berg hjá Spori
áætlar að þriðjungur platna sem
seldar voru á árinu 1993 hafi verið
íslenskar og tveir þriðjuhlutar hafi
verið fluttir inn. Steinar segir að
breiddin í sölunni hafi verið mikil og
tekur sem dæmi að kassettan sígilda
með Dýrunum í Hálsaskógi hafi til
dæmis farið í tvö þúsund eintaka
upplagi!
Annað sem einkenndi árið 1993 var
hversu mikinn kipp safnplöturnar
tóku. Sumar þeirra voru á mörk-
unum að komast á topp tíu yfir
vinsælustu plötur ársins. Sú vin-
sælasta virðist hafa verið dansplatan
Transdans sem seldist í á fjórða
þúsund eintökum. Aðrar dansplötur,
svo sem Reif á sveimi, voru skammt
undan. Búist er við því að vinsældir
safnplatnanna haldi áfram á nýja
árinu og má raunar reikna með að
tónli0t
•44+irttnnmmt
*+fV’rrnrnmr,
'4lmn„r
Kristján Jóhannsson maður ársins í DV
DV-mynd JAK
mm
pw
þeirra lækkaði í krónum talið. Þá er
reyndai- frátalin metsöluplata síðasta
árs sem var seld nokkuð dýrara en
aðrar. Það hafði þó ekki merkjanleg
áhrif á vinsældimar.
Talsvert erfitt er þó að spá í tón-
listarmarkaðinn á árinu. Uppstokk-
un er töluverð í hljómsveitum um
þessar mundir. Stjórnin og Tod-
mobile eru hættar og mannabreyt-
ingar í öðrum. Nokkrar nýjar hljóm-
sveitir eru að taka til starfa þessa
dagana og þær eru óskrifað blað
ennþá þótt þær séu skipaðar einvala
liði þekktra hljómlistarmanna. Einn
útgefandinn sagðist lesa út úr þessum
hræringum svipað ástand og ríkti í
lok áttunda áratugarins - þegar
skallapopparahugtakið varð til.
Uppskipti á tónlistarmarkaðinum
væru í aðsigi, metnaður liðsmanna
þekktustu hljómsveitanna næði ekki
lengra en að fá fleiri gesti i Ýdali en
keppinautamir og á sama tima væri
mikil gerjun undir niðri í hópi ungra
tónlistarmanna. Því gæti allt eins
farið svo að árið 1994 yrði ár ungra
og framsækinna tónlistarmanna rétt
eins og 1980 - árið sem Bubbi
Morthens kom fram á sjónarsviðið
ásamt mörgum öðrum sem áttu eftir
að láta að sér kveða allt fram á þennan
dag. -ÁT-
þær fyrstu fari að koma út á út-
mánuðum.
Uppstokkun?
Útgefendur segjast líta árið 1994
björtum augum. Þeim tókst að halda
i horfinu í fyrra þrátt fyrir að
kaupmattur rýmaði. Erlendar plötur
hækkuðu í verði um hundrað iu-ónur
vegna gengisfellinga. Það er eina
verðhækkunin sem orðið hefur
síðustu þrjú ár þannig að plöfur hafa
lækkað að raunvirði. Innlendu
plötumar gerðu gott betur því að verð
... og Bubbi Morthens áttu langmest seldu hljómplötur síðasta árs.
Tónlistargetraun DV og Spors er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikurinn fer þannig ffam að í hverri
viku eru birtar þrjár léttar spum-
ingar um tónlist. Fimm vinnings-
hafar hljóta svo geisladisk í verðlaun
frá hljómplötufyrirtækinu Spori hf.
Að þessu sinni er það geisla-
diskurinn Reif á sveimi sem er í
verðlaun.
Rétt svör sendist DV fyrir 20.
janúar, merkt:
DV, Tónllstargetraun
Dregið verður úr réttum lausnum
20. janúar og rétt svör veröa birt i
blaðinu 27. janúar.
1. Fimm.
2. Páll Rósinkrans.
3. Tvær.
Hér koma svo spumingamar:
1. Í40.sætiíslenskalistanserlagið
Next Time með Flame. Af hvaða
plötu er lagið?
2. Jet Black Joe eiga hástökk
vikunnar á íslenska listanum
þessa vikuna. Hvað heitir nýja
platan þeirra?
3. REM eiga lagið í 9. sæti listans.
Af hvaða plötu með hljóm-
sveitinni er lagið tekið.?
Hljómsveitin Jet Black Joe á hástökk vikunnar að þessu sinni.
Þverholti 11
105 Reykjavík
Hér eru svörin við getrauninni
sem birtist 23. desember: