Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1994, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 23 Messur Árbæjarkirkja: Guösþj. kl. 11. Sr. Þór Hauksson predikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Organleikari: Sigrún Steingrims- dóttir. Barnaguðsþjónustur i Árbæjarkirkju, Ár- túnsskóla og Selásskóla á sama tíma. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. Áskirkja: Barnaguðsþj. kl. 11.00. Guðsþj. kl. 14.00. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigur- björnsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþj. kl. 11. Guðsþj. kl. 11. Organisti Daniel Jónasson. Sam- koma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gisli Jónasson. Bústaðakirkja: Kirkjuvika i Bústaðakirkju 27. febr.-6. mars. Barnamessa kl. 11.00. Sigriður Hannesdóttir kemur i heimsókn með mýslu sem talar við börnin. Guðsþj. kl. 14.00. Skýringar- messa - hvað merkja liðir messunnar? Allir liðir messunnar verða útskýrðir jafnharðan. Digranesprestakall: Barnasamkoma ísafn'- aðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþj. i Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Barnastarf i safnaðarh. kl. 11.00 í umsjá sr. Maríu Ágústsd. Eftir messu verður í safnaðarh. fundur í Safnaðarfélagi kirkjunnar. Kl. 14.00. Föstumessa með altarisgöngu. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Fermingarbörn og for- eldrar þeirra hvött til þátttöku. Eyrarbakkakirkja: Barnaguðsþj. kl. 11. Fella- og Hólakirkja: Guðsþj. kl.11. Prest- ur sr. Guðmundur Karl Agústsson. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþj. á sama tima í umsjón Ragnars Schram. Prestarnir. Fríkirkjan í Hafnarfiröi: Barnasamkoma kl. 11. Organisti Kristjana Þ. Ásgeirsd. Sr. Einar Eyjólfsson. Frikirkjusöfnuöurinn i Reykjavik: Laug- ardag kl. 14.00. Opið hús fyrir 9-12 ára í safnað- arh. Sunnudag. Guðsþj. kl. 14.00, minnst 90 ára vigsluafmælis kirkjunnar. Grafarvogskirkja: Barnamessa kl. 11. Elín- borg, Guðmunda og Valgerður aðstoða. Guðsþj. kl. 14. Organisti Sigurbjörg Helgad. Sr. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja: Fjölskyldumessa og barna- starf kl. 11.00. Fræðsla, söngur og framhalds- sagan. Organisti Árni Arinbjarnarson, 6 ára börn og yngri á neðri hæð. Sr. Gylfi Jónsson. Messa kl. 14.00. Altarisganga. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja: Fræðslustund kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson: „Þau tvö skulu verða eitt". Um fjölskylduna og hjónabandið. Messa og barnasamkoma kl. 11.00. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Organisti Hörður Áskels- son. Orgeltónleikar kl. 17.00. Hörður Áskelsson flytur verk eftir Buxtehude og Bach og nýtt verk eftir Kjell Mörk Karlsen. Háteigskirkja: Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Hjallakirkja: Guðsþj. kl. 11. Barnastarf á sama tima. Organisti Kristin G. Jónsdóttir. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Keftavikurkirkja: Guðsþj. á Hlévangi kl. 10.15. Prestur: Sigfús Baldvin Ingvason. Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabilinn. Há- tiðarguðsþj. kl. 14. Prestur: Sr. Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavikurkirkju flytur messu eftir Mozart ásamt einsöngvurum og hljómsveit und- ir stjórn organistans, Einars Arnar Einarssonar. Kirkjutónleikar kl. 17. Kór Keflavikurkirkju flytur islenska og erlenda kirkjutónlist ásamt eifl- söngvurum og hljómsveit. Prestarnir. Kársnesprestakall: Barnastarf i safnaðar- heimilinu Borgum kl. 11. Guðsþj. i Kópavogs- kirkju kl. 11. Organisti Örn Falkner. Sr. Ægir Fr.' Sigurgeírsson. Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúla- son. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups: Messa kl. 11.00. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prédikar. Sr. Flóki Kristinsson þjónar fyrir altari. Kór Langholtskirkju (hópurlll) syngur. Organ- isti Oddný Jóna Þorsteinsdóttir. Barnastarf kl. 13.00 i umsjá Hauks Jónassonar og Jóns Stef- ánssonar. Laugarneskirkja: Guðsþj., kl. 11.00. Organ- isti Ronald Turner. Prestur sr. Ingólfur Guð- mundsson. Barnastarf á sama tima i umsjá Þór- arins Björnssonar. Mosfellsprestakall: Messa i Mosfellskirkju kl. 14.00. Altarisganga. Rútuferð frá safnaðar- heimilinu kl. 13.30. Barnastarf í safnaðarheimil- inu kl. 11.00. Bill frá Mosfellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11.00. Munið kirkjubílinn. Guðsþj. kl. 14.00. Orgel- og kór- stjórn Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ól- afsson. Óháði söfnuðurinn: Guðsþj. kl. 2.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sóknarprestur i Hall- grimskirkju, messar í fjarveru safnaðarprests. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Veru Gulázsi- ová organista. Munið barnastarfið á sama tima. Kaffiveitingar eftir messu. Þórsteinn Ragnarsson safna^arprestur. Seljakirkja: Laugardagur 26. febrúar kl. 18. Guðsþj. ÆSKR með þátttöku æskulýðsfélaga Reykjavikurprófastsdæma. Sr. Þórhallur Heimis- son predikar. Sunnudagur: Barnaguðsþj. kl. 11. Guðsþj. kl. 14. Biskup islands, herra Ólafur Skúlason, visiterar Seljakirkju og predikar. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11.00. Sig- riður Guðmundsd. prédikar. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsd., Organisti Hákon Leifsson. Barnastarf á sama tima í umsjá Eirnýjar og Sig- urðar. Stokkseyrarkirkja: Messa kl. 14. Páll Ólafsson og félagar hans í Haukum eru á toppi Nissandeildarinnar og sigur gegn Selfyssingum færir liðið nær deildarmeistaratitlinum. Heil umferð í Nissandeildinni í handbolta: Tekst Selíyssinguni að stöðva Haukana? Heil umferö er á dagskrá Nissan- deildarinnar í handknattleik um helgina og er það 18. umferðin af 22. Baráttan harðnar með hverri umferð enda eru hðin að berjast um átta efstu sætin sem gefa sæti í úrslita- keppninni. Umferðin hefst í kvöld á Akureyri en þá leiða saman hesta sína á Akureyri Þór og FH og hefst viðureign hðanna klukkan 20.30. Fyrirfram eru FH-ingar sigurstrang- legri enda hefur Þórshðið ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í vetur. Á sunnudagskvöld klukkan 20 eru svo hinir fimm leikimir og eru það allt hörkuleikir. í Garðabæ mætast Stjarnan og Valur. Liðin skildu jöfn í hörkuleik í fyrri umferðinni og það er fastlega búist við spennandi leik eins og ávallt þegar þessi lið mætast. KR og KA leika í Höhinni. KR-ingar hafa heldur betur komið á óvart upp á síökastið og í síðustu tveimur um- ferðum hefur liðið lagt bæði FH og Val að velli. KA-liðinu hefur ekki gengið sem skyldi á útivelh og því gætu KR-ingar velgd hinu sterka KA liði vel undir uggum. Topphð Hauka fær Selfyssinga í heimsókn og ef að hkum lætur verð- ur þetta hörkuleikur og mörgum er minnisstætt þegar hðin áttust við í úrshtakeppninni í fyrra. Afturelding tekur á móti ÍBV að Varmá. Heimamenn eru sigurstrang- legri en liö þeirra hefur þó verið að hiksta aö undanfórnu eftir góða byrj- un. Eyjamenn eru í mikihi fallhættu og þurfa nauðsynlega á báðum stig- unum að halda til að reyna að forð- ast fah. í Víkinni taka Víkingar á móti ÍR- ingum og það er enn einn hörkuleik- urinn. Víkingar hafa leikið vel í vet- ur en ÍR-ingar, sem voru með spútn- ikhð ársins í fyrra, hafa ekki staðið undir væntingum. Liðið er í 9. sæti og þarf á tveimur stigum aö halda til að komast í hóp átta efstu liðanna. -GH Ferðafélag íslands: Selja- lands- foss- Skóga- foss Á fostudag kl. 20 verður farið í helg- arferð í Tindfjöll. Á sunnudag verður farið að Seljalandsfossi. Lagt verður af stað í þá ferð kl. 9. Klukkan 10.30 stendur Ferðafélag íslands fyrir ferö í Bláfjöll og Hlíðardaisskóla. Ekið verður að þjónustumiðstöðinni í Blá- fjöllum og gengiö þaðan til suðurs að Hhðardalsskóla í Ölfusi. Klukkan 13 verður farið að Hafnar- skeiði en það heitir strandlengjan frá Skötubót austan Þorlákshafnar. Einnig stendur Ferðafélagið fyrir skíðagöngu um Lágaskarð að Meitl- um. Lágaskarð er gömul þjóðleið sem hggur frá Stóra Reykjafelh til suö- urs, vestan Skálafehs. Lagt er af stað í ferðirnar frá Umferðarmiðstöðinni og Mörkinni 6. Körfubolti: mmm u u m u u Tveir leikir í 1. deild karla Tveir ieikir eru f 1. deild karia í körfuknattleik og fara þeir báðir fram klukkan 20 á sunnudagskvöld. í Sandgerði leika Reynir og (R og i Haga: skóla mætast Léttir og iS. í 1. deild kvenna leika Valur og Grindavík klukkan 20.30 í kvöld og á laugardaginn fær Tíndastóll KR í heimsókn á Krókínn og hefst leikurinn klukkan 14. Blak: HK tekur á móti Stjörnunni í 1. deild karla í blaki er einn leikur á dagskrá um heigina. HK og Stjarnan eigast við í Digranesi og hefst leikurinn klukkan 20. I 1. deíld kvenna mætast Sindri og KA á Hornafirði í kvöld klukkan 20 og þessi lið eigast svo aftur við klukkan 14.20 á laugar- dag. Frjálsar: Stjörnu- hlaup FH haldið á morgun Stjörnuhlaup FH fer fram í Kaplakrika á laugardaginn og hefst klukkan 15 en skráning hefst klukkutíma áður. Keppt er I sex flokkum barna og fullorðinna. Allír keppendur fá verðlaunaskjöl og fyrstu t hverjum flokki fá verðlauna- peninga. Sund: Sundmót Ármanns í Sundhöll Sundmót Ármanns verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Mótið hefst í kvöld klukkan 18 og verður svo fram haldið klukkan 11 á laugardaginn og 10 á sunnu- daginn. Ferðir Útivist: Tungl- skinsganga Ferðafélagið Útivist stendur fyrir tunglskinsgöngu á föstudagskvöld. Lagt verður af stað kl. 20 frá Umferðar- miðstöðinni að vestanverðu og ekið í Stóru-Sandvík á Reykjanesi. Kveikt verður fjörubál og sagðar magnaðar þjóðsögur. Ef ekki viðrar vel á föstudagskvöldið verður ferðinni frestað fram á laugar- dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.