Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1994, Blaðsíða 7
MÁNUI>AGUR 7. MARS 1994 27 Sagteftirleikinn: Unnum leikinn á vörninni „Mér var farið að líða vel eftir kortér en var þó ekki alltof örugg- ur með mig því við vorum í sömu stöðu gegn KA fyrir norðan í vet- ur, 9-1, og vorum samt undir í hálfleik. En þegar þeir söxuðu ekki á forskotið í byrjun síðari hálfleiks var ljóst að við myndum sigra,“ sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH, við DV eftir bikai;úr- slitaleikinn. „Það er gaman að geta sagt sem FH-ingur að við höfum unnið þetta á vöminni því að oftast hef- ur FH unnið leiki og titla á sókn- inni. KA-menn lentu á frábærri 6/0 vörn hjá okkur sem gaf þeim engan séns, þeir skoruöu bara 7 mörk í fyrri hálfleik og það var grunnurinn að sigrinum. Nú fór- um við með þetta lið og þetta skap í úrslitakeppnina og ég er ekki í vafa um að við stöndum uppi með tvo titla í vor.“ ÁherslaáAlfreð „Við spiluðum góða 6/0 vörn og lögðum áherslu á að stoppa Al- freð. Það tókst eins vel og hægt er gegn svo frábærum leikmanni. Það sýndi sig að ef varnarleikur- inn er góður stoppar enginn okk- ar hraðaupphlaup, við höfum ekki bara æft þau síðustu árin því það er 30 ára hefð fyrir þeim hjá FH,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH. „Ég var eiginlega ánægður með að við skyldum tapa fyrir Val á miðvikudaginn og ég var líka ánægður með að Hans lék hrika- lega illa í þeim leik. Ég vissi aö þár með myndu strákarnir, sér- staklega Hans, síðan leika mjög vel í þessum mikilvæga leik. „Nú er að sjá hvernig okkur gengur að klára deildina og ég er bjartsýnn á að við náum langt. Það hafa verið sveiflur hjá okkur i vetur en það hentar okkur best að spila fyrir fullu húsi og stemn- ingu, viö höfum átt í meiri erfið- leikum fyrir hálftómum húsum í deOdinni í vetur." Óvanirsvona leik „Einbeitingin var óneitanlega ekki nógu góð hjá mér vegna meiðslanna, ég reyndi að leggja mig sem best fram en sársaukinn var mikill allan timann og ég uppskar samkvæmt því,“ sagði Valdimar Grímsson KA-maður. „Viö erum óvanir að koma í svona leik og stressið var of mik- ið. Þegar á móti blés var ég ekki í ásigkomulagi til að keyra liðið áfram þannig að það bitnaði mik- ið á Alfreð og í svona leik er erf- itt að leggja aOt á herðarnar á einum manni. Við sýndum ágæt- an karakter með því að komast aftur inn í leikinn en okkur tókst ekki að fylgja því eftir. Við erum samt stoltir og snúum okkur nú að deOdinni, við ætlum okkur stóra hluti þar.“ Verðskulduðúrslit „Þetta voru mjög verðskulduð úrslit. Okkur vantaði greinilega reynslu og náðum aUt of seint að yfirvinna stressið. Ég er stoltur afmfnu Uði en við spiluðum bara ekki nógu vel, svo einfalt er það,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA. „Sjö marka bUið í fyrri hálfleik reyndist okkur mjög dýrkeypt en við misstum hreinlega hausinn á þeim kafla. Eftir það áttum við ekki möguleika, minnkuðum muninn tímabundið í 5 mörk en síðan var það búið.“ -VS Níu ný met - á íslandsmótum hjá íþróttasambandi fatlaðra Síslandsmót í ýmsum íþróttagreinum fatlaðra fór fram um helgina. Sundkeppnin var mest áberandi og í henni Utu fimm ný íslandsmet dagsins ljós. Fjögur met voru sett í lyftingakeppninni. Pálmar Guðmundsson, ÍFR, setti íslandsmet í 50 metra skriðsundi og fékk tímann 1:05,15 mín. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, ÍFH, setti tvö íslandsmet. Hún synti 100 metra skriðsund á 1:14,68 min. og 200 metra fjórsund á 3:07,94 mín. Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, setti íslandsmet í 100 metra fjór- sundi og kom í mark á 1:21,93 mín. Loks setti Bára B. Erlingsdóttir, Ösp, íslandsmet í 100 metra flug- sundi og fékk tímann 1:30,33 mín. Afreksbikara fyrir sundgreinar hlutu eftirtaldir: Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, Ólafur Eiríks- son, ÍFR, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, ÍFH og Birkir Rúnar Gunnarsson, ÍFR. Af sigurvegurum í borðtennis má nefna þessa: Jón G. Hafsteinsson, Ösp, Njál Eysteinsson, ÍFR, Viöar Árnason, ÍFR, Gyðu Guðmunds- dóttur, Sigurrós Karlsdóttur, Huldu Pétursdóttir, Nesi, og Elsu Stefánsdóttur, IFR. í Boccia sigraði Viljinn í 1. deild, Akur í 2. deild og Ösp í 3. deild. í bogfimi .sigruðu Leifur Karls- son, IFR, Þröstur Steinþórsson, ÍFR, Stefanía Eyjólfsdóttir, ÍFR, og Ásmundur Marteinsson, ÍFR. í lyftingakeppninni setti Ásgrím- ur Pétursson, Ösp, íslandsmet í bekkpressu, 91 kg, og í réttstöðu- lyftu, 155 kg. Magnús P. Korntop, ÍFR, setti met í bekkpressu, 110 kg, og réttstöðulyftu, 190 kg. -SK FH (14) 30 KA (7) 23 0-1, 1-2, 3-2, 8-2, 10-3, 10-5,12-5, 13-6, (14-7). 15-7, 15-9, 17-9, 18-10, 19-12, 20-15, 23-15, 26-l8„- 28-20, 29-21, 30-23. Mörk FH: Hans Guðmundsson 8, Gunnar Beinteinsson 6, Guðjón Árnason 4, Atli Hilmarsson 3, Sig- urður Sveinsson 2, Knútur Sig- urðsson 2, Hálfdán Þórðarson 2, Arnar Geirsson 1, Sverrir Sævars- son 1, Bergsveinn Bergsveinsson 1. Varin skot: Bergsveinn Berg- sveinsson 16. Mörk KA: Valdimar Grímsson 9/7, Alfreð Gíslason 4, Leó Örn Þorleifsson 3, Jóhann G. Jóhanns- son 2, Valur Arnarson 2, Óskar Bjarni Óskarsson 1, Helgi Arason 1, Þorvaldur Þorvaldsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Ósk- arsson 12, Björn Björnsson 3/1. Brottvísanir: FH 8 min., KA 0 mín. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson, höfðu mjög góð tök á leiknum. Áhorfendur: Um 3000. Maður leiksins: Hans Guð- mundsson, FH. Kristján Arason, þjalfari FH-inga, lengst til vinstri, Guömundur Magnússon og Hálfdán Þórðarson fagna bikarmeistaratitlinum eftir sigur FH gegn KA i Laugardalshöllinni um helgina. DV-mynd GS EM kvennalandsliða í handknattleik um helgina: Tveir stórir ósigrar gegn Ungverjalandi íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik tapaði báöum leikjunum gegn Ungverjum um sæti í úrshta- keppni Evrópumótsins sem verður haldin í Þýskalandi í sumar. Fyrri leikinn vann Ungverjaland, 34-21, og þann síðari einnig, 31-16. Ungverjar er komnir áfram í keppninni en ís- lendingar eru úr leik. Erla Rafnsdóttir landshðsþjálfari sagði í samtali við DV eftir síðari leikinn að sigur Ungverja hefði verið óþarflega stór. Þaö hefði verið hægt að ná betri úrshtum en tap með sex mörkum væri ásættanlegt. „Ungverska liðið er sterkt og leik- menn þess mjög snöggir. Ef við klár- uðum ekki sóknina með skoti var okkur refsaö með hraðaupphlaupum sem flestar enduðu með marki,“ sagöi Erla Rafnsdóttir. Erla sagði að fyrri leikurinn hefði verið betri hjá íslenska liðinu. Að skora 16 mörk í síðari leiknum segir okkur að sóknirnar hafi verið of stuttar. „Þegar á heildina er litið voru þess- ir leikir góð reynsla fyrir hðið. Ung- verska hðið hefur góða breidd og á örugglega eftir að gera góða hluti í úrslitakeppninni í surnar," sagði Erla Rafnsdóttir landshðsþjálfari. Um eitt þúsund áhorfendur fylgd- ust með fyrri leiknum en 5-600 þeim síðari en hann var sýndur beint í ungverska sjónvarpinu. Framan af fyrri leiknum var jafn- ræði með liðinum, tölurnar 6-5 og 10-9 mátti sjá en síðan skildi leiðir og Ungverjar breikkuðu bilið jafnt og þétt og lokatölur urðu 34-21. í hálfleik var staðan 16-9. Mörk ísland í fyrri leiknum: Inga Lára Þórisdóttir 5/5, Halla María Helgadóttir 4/1, Una Steinsdóttir 3, Heiða Erhngsdóttir 3, Andrea Atla- Halla Maria Helgadóttir. dóttir 3, Hulda Bjarnadóttir 1, Ragn- heiður Stephensen 1, Auður Her- mannsdóttir 1. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 8, Hjördís Guðmunds- dóttir 1. Mörk íslands í síðari leiknum: Haha María Helgadóttir 8, Andrea Atladóttir 4, Una Steinsdóttir og Inga Lára Þórisdóttir 1. Halla Maria komst best frá leikn- um, lék á köflum mjög vel. Hjördís Guðmundsdóttir átti góðan leik í markinu og varði alls 13 skot. -JKS Erla Rafnsdóttir þjálfari. _______________fþróttir Jónvarðfyrirvalinu Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður með körfuknattleiks- liði Keflvíkinga, hefur verið kos- inn iþróttamaður Keflavíkur áriö 1993. Valið kom engum á óvart enda hefur Jón náð frábærum áranmgri með hð Keflvíkinga slð- ustu fjögur árin sem hann heur verið þjálfari hðsins. Helgiskoraðitvö Helgi Sigurðsson, knattspyrnu- maður í Fram, skoraði tvö mörk fyrir unghngahð Stuttgart í Þýskalandi er hðið vann and- stæðing sinn, 8-1, í æfmgaleik á dögunum. Áeftiraðbatnamikið Alex Ferguson sagöi á dögun- um að lið sitt í ensku knattspyrn- unni, Manchester United, ætti eftir að verða enn betra en það er í dag. Hann sagði að hðið, sem hann er með í höndunum í dag, myndi ná toppgetu eftir 2-3 ár. FeHH Bastens á enda? Mai-co van Basten hjá AC Milan hefur sem kunnugt verið frá í mjög langan tíma vegna meiðsla. Nú er Ijóst aö hann leikur ekki með Hollendingum í úrslita- keppni HM í sumar og iíklega er ferill þessa mikla markaskorara á enda runninn. Ótrúiegklaufamörk Landshðsmarkvörður Argent- inumanna í knattspymu, Sergio Goycochea, á ekki sjö dagana sæla með íiði sínu, River Plate, um þessar mundir. Goycochea hefur fengið á sig ótrúleg klaufa- mörk í síöustu leikjum sem báðir töpuöust.- Passarelia harðstjóri Daniel Passarella er þjálfari River Plate en hann var fyrirliði Argentínu þegar liðið varð heimsmeistari 1978. Hann setti Goycochea út úr liðinu og var hann ekki einu sinni á bekknum í næsta leik. Landarnirrífastenn Eins og fram hefur komið í DV var knattspyrnusnillingurinn Pele ekki viðstaddur dráttinn í riðla lokakeppni HM í knatt- spyrnu. Ástæðan var ummæli Peles um forseta brasihska knatt- spyrnusambandsins en forseti þess er tengdasonur Joao Hava- lange, forseta Alþjóðlega knatt- spyrnusambandsins. Nú hefur Pele látið heyra í sér á ný. Peieómyrkurímáli Tengdasonur Joao Havalange hefur farið í meiðyrðamál viö Pele en „svarta perlan“ heldur enn áfram að láta 1 sér heyra. Um Havelange sagði hann á dögun- um: „Ég veit að hann hefur farið oft til læknis undanfarið. Ef hann væri eirihver annar myndi ég telja þetta elliglöp.“ Engirápöllunum Knattspyrnusamband Libanon hefur tekið hressilega á ólátum á deildarleikjum og eftir að sam- bandið fehdi sinn dóm á dögun- um má Ijóst vera að hljóölátt verður á áhorfendapöhunum í næstu leikjum. Dómurinn var nefnilega svolfljóðandi: „Engir áhorfendur á leikjum í tveimur næstu umferðum deildarinnar.“ Fáirvitaum HM Nýleg skoðanakönnun í Banda- ríkjunum sýnir að Bandaríkja- menn vita htið um heimsmeist- arakeppnina í knattspyrnu sem hefst 17. júní í sumar. Um 20% aðspurðra vissu aö keppnin væri á næstu grösum en greinilegt að þeir eru mun fleiri sem hafa ekki hugmynd um knattspyrnuveisl- unaísumar. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.